Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1988, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1988, Blaðsíða 28
40 MÁNUDAGUR 11. JANUAR 1988. FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVlKURBORGAR UNGLINGAATHVARF TRYGGVAGÖTU 12 Auglýst er eftir starfskrafti í 46% kvöldstarf. Hér er um að ræða mjög fjölbreytt og gefandi starf með unglingum á aldrinum 13-16 ára. Lítill og samheld- inn starfshópur þar sem góður starfsandi ríkir. Æskilegt er að umsækjendur hafi kennara- eða há- skólamenntun í uppeldis-, félags-, og/eða sálarfræði. Umsóknareyðublöð fást á staðnum eða hjá Starfs- mannahaldi Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9. Umsóknarfrestur er til 20. janúar. Nánari upplýsingar veitir forstöóumaður í síma 20606 eftir hádegi virka daga. HANNYRÐAVERSLUNIN STRAMMI ÓÐINSGÖTU 1, SÍMI 13130. PÓSTSENDUM STÓRKOSTLEG ÚTSALA MIKIL VERÐLÆKKUN Handavinna Garn Dúkar Pennasaumur Trévörur og margt fl. Missið ekki af einstæðu tækifæri. Aðeins í örfáa daga. Nýjabæ við Eiðistorg. Sími: 611811. Merming Wolfgang Amadeus Mozart 6 ára gamall. Leopold Mozart. Sagan um föðurinn sem hræddi son sinn með lúðri endanlega hrakin! Alkunn er sú sögn aö Leopold Mozart hafi eitt sinn í reiði fretað af krafti í trompet til að hræða við- kvæman son sinn og hótað honum æ síðan að yrði hann ekki þægur og góður næði hann í lúðurinn. Svo hræddur átti vesalings Wolfgang litli að hafa orðið, að hótunin ein nægði til að hann hagaði sér skikk- anlega upp frá því. Ýmsir hafa meira að segja reynt aö- sanna að Wolfgang hafi forðast að semja fyr- ir trompet í allri sinni músík. Tískusveiflur þá sem nú Ég hef frá því í æsku átt bágt með að trúa þessari sögu. Styrktist sú skoðun mín mjög þegar ég síðar nam um tískusveiflur í músík og hljóðfæranotkun og uppgötvaði að Wolfgang. Amadeus notaði þann trompet, sem honum stóð til boða, gjaman í verkum sínum og þá af sinni stöku smekkvísi, notandi alla þá möguleika sem hljóöfærið hafði upp á að bjóða. Styrktist sú trú mín þegar ég komst í kynni við Tromp- etkonsert Leopolds Mozarts, saminn fyrir clarino, hijóðfæri sem dottið var úr tísku þegar sonurinn Wolfgang var tekinn að semja mús- ík. Á sínum tíma komst ég einnig eilítið í tæri við þessa gömlu lúðra og skildi þá af hveiju það var talið þriggja ára nám að læra að blása tónana f og fís á clarino og einnig hvaða annmarka lúður Wolfgangs Guðleifs hafði. Trompetkonsert Leopolds Moz- arts er aöeins í tveimur köflum: adigo og allegro moderato. Mjög hafa mennn gruflað yfir því að kafl- arnir séu aðeins tveir og jafnvel gert ítrekaða leit að fyrsta kaflan- um. Hann hefur aldrei fundist og gerir reyndar ekkert til þvi að kon- sertinn er heillandi og heildstæður eins og hann er. Frá fyrstu kynnum hefur þessi sérstæði konsert átt sérstakan sess í hugskoti mínu. Fyrsta hljóðritun sem ég kynntist af konsertinum var útgáfa með Maurice André og Hljómsveit norður-þýska útvarpsins undir stjórn Gabors Ötvös (EK 114012.4). Ég hafði þá, sem enn, mikið dálæti á flauelsblásaranum André. Stíllinn á upptökunni minnir þó nokkuð á Mozart túikun - þ.e.a.s. Tórdist Eyjólfur Melsted Amadeusartúikun - Jacquillats heitins, sem við þekkjum svo vel heima á Fróni. Ég kunni út af fyrir sig vel við þennan framsagnar- máta, þótt Leopoldstúlkun sé allt annar handleggm- en Guðleifs þeg- ar um nafnið Mozart ræöir. Heyrir úndir aðra reglugerð Síðar kom dálítið skemmtilegur útúrdúr. Chicago blásarinn Wyn- ton Marsallis tók nefnilega upp á þvi að blása þennan yndislega kon- sert inn á plötu - og það tvívegis. Með National Philharmonic Orc- hestra, London lék hann undir stjórn Leppards (CBS 37846). En svo heyröi ég af tilviljun, fyrir skömmu upptöku með Kammer- sveit New Orleans, þar sem ég held að þeir leiki án stjórnanda. Túlkun Marsallis myndu sumir afgreiða sem endemis djassrusl. Hann skáldar frjálslega fanfara framan og aftan við hendingarnar. Eigin- lega fullmikið, en líflegur og ungæðislega sveiflandi leikmátinn gerir túlkun Marsallis bæði athygl- isverða og áheyrilega. Og varast skyldu menn að hengja hana aftan í djassleik kappans. Hann heyrir einfaldlega undir aðra reglugerð eins og möppudýr kerfisins myndu segja. Líkt og Passíusálmar með Hallgrími sjálfum En nú, rétt eftir miðja nýhðna jólafóstu, kom á markaðinn snúð- ur, eða CD (Teldec 8.43673 ZK), sem ég tel eina af albestu hljóðritunum ársins. Það er Mozartútgáfa með Consentus Musicus - undir stjórn Nicolaus Hamencourts. Þar er tvær gersemar að finna. Fagott- konsert' Wolfgangs Guðleifs blæs Milan Turkowic á fagottið sem Konsertinn var saminn fyrir, með sjö klöppum, smíðað 1780. Þar not- aði Mozart alla möguleika sem það „nýja“ frábæra hljóðfæri bauð upp á. . ÞarerlíkaTrompetkonsertLeop- olds að finna. Hann blæs ungur snillingur að nafni Friedemann Immer á klappalausan náttúrulúð- urinn, sem konsertinn var saminn fyrir - hljóðfærið sem datt snögg- lega úr tísku líkt og hárkollan sem Beethoven aldrei bar. Túlkun Harnencourts og Immers er á alveg sérstökú plani. Og maður sannfær- ist við hlustunina, að svona hljóti þetta að hafa hljómað í upphafi. Burtséö frá því hvaða skoðun menn annars hafa á uppruna- stefnu, ráðlegg ég hverjum sem hlýða vill á meistaraleik að hlusta á þessa upptöku. Fyrir mínum eyr- um hljómar það eitthvað svipað og fengi ég að hlýöa á séra Hallgrím, eða snjalla samtímamenn hans, syngja Passíusálmana. Það er aðdáunarvert þrekvirki - hreint og beint frá lífseðlisfræði- legu sjónarmiði - að geta blásið þennan konsert svo meistaralega sem Fridemann Immer gerir. Lítils virði væri sú snilld ef músíkalska hliöin væri ekki svo einstök á þess- ari, að mínu eigingjama áliti, hljóðritun ársins. Og varla held ég að nokkur maður taki upp frá því ljótu söguna um pabbann, sem hræddi drenginn sinn með lúðrin- um alvarlega, sem fengið hefur að kynnast þessum hugljúfa konsert Leopolds Mozarts, ekki síst ef við- komandi nýtur hans í meðförum Friedemanns Immers og Nicolaus Hamencourt. EM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.