Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1988, Blaðsíða 36
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt-
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir
besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krón-
ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
fréttaskotum allan sólarhringinn.
Bitstjórrft - Au9lýsin@ár - Áskrifft - Dreif^ng: Sími 27022i
Frjálst óhaö dagblaö
MÁNUDAGUR 11. JANÚAR 1988.
Alþýðubankinn:
Björn tekur
við 1. mars
► Samkvæmt heimildam DV mun
Björn Björnsson, aðstoðarmaður
fjármálaráðherra og fyrrum hag-
fræðingur Alþýðusambands íslands,
taka viö bankastjórastöðu í Alþýðu-
barikanum 1. mars næstkomandi.
Björn hefur verið aðstoðarmaður
Jóns Baldvins síðan í sumar. Mun
Jóni óljúft að missa hann og hefur
lagt að honum að vera áfram í íjár-
málaráðuneytinu. En samkvæmt
heimildum DV hefur Björn ákveðið
að taka bankastjórastöðunni og byrja
1. márs. Björn hefur aðspurður
hvorki játað þessu né neitað.
-S.dór
m- Sjómenn á Patró:
Höfhuðu
tilboðinu
Enn situr allt fast í kjaradeilu
áhafnanna á línubátunum Patreki
og Vestra frá Patreksfirði og útgerð-
arinnar Odda hf. sem gerir bátana
út. Á fundi, sem haldinn var með
áhöfnunum á laugardag, var lagt
tilboð í deilunni. Því höfnuðu
sjómenn og situr því allt við sama í
deilunni.
Samkvæmt upplýsingum, sem DV
aflaði sér, fólst tilboðið í því að áhafn-
irnar hættu að raða flskinum í
kassana og ísa hann. Þess í stað
skyldi aflinn settur beint í kassana
og landað daglega. Með þessum
breyttu aðferðum átti kassauppbótin
að falla niður. í áhöfn hvors báts áttu
að vera sjö menn í staö átta eins og
sjómennirnir hafa gert kröfu um.
Leynileg atkvæðagreiðsla fór fram
um tillöguna á fundinum og lyktaði
henni þannig að fjórtán greiddu at-
kvæði gegn henni en sex með. Situr
þvi enn við það sama í deilu áhafn-
^^anna og útgerðarinnar.
Samkæmt heimildum DV eru nú
ýmsar þreiflngar í gangi til að leita
lausnar á deilunni en línubátarnir
Patrekur og Vestri hafa nú legið
bundnir viö bryggju síðan 17. des-
ember sl.
JSS
liftrjggingai'
ili
I.ÁGMLI.15 - RKVkJAMk
Smii GN|Í>44
LOKI
Það kom að því að jafnvel
Jón Baldvin varð hissa
á eigin gjörðum!
Ætium að
gera sjóklárt
•yriráiök
segir Guðmundur J„, formaður Verkamannasambandsins
„Það sem viö Karvel erum að
fara í er að gera sjóklárt fyrir kom-
andi átök á vinnumarkaönum því
að samkvæmt öllum sólarmerkjum
að dæma verður ekki hjá þeim
komist,“ sagði Guðmundur J. Guö-
mundsson, formaður Verka-
mannasambands íslands, í samtali
viö DV í morgim.
Þeir Guömundur og Karvel,
formaður og varaformaður sam-
bandsins, ætla i mikla fundaher-
ferð um landið og eru fyrstu
fundirnir fyrirhugaðir um næstu
helgi. Þeir ætla að halda almenna
fundi í hinum ýmsu verkalýðsfé-
lögum landsins og undirbúa og
leggja á ráðin um hvernig barátt-
unni verður best hagað, eins og
Guðmundur komst að orði.
Hann sagöi að verkalýðsfélögin
væru býsna misvel undirbúin und-
ir átök vegna kjarasaraninga.
Baráttuna, hvernig sem henni
verður hagað, yrði að skipuleggja
mjög vel. Eins og málunum er ,nú
koraið sagöist Guðmundur vantrú-
aöur á að samningar tækjust án
átaka.
„Það var hægt aö ná samningum
í haust án átaka en því tækifæri
var hafnað. Nú hefur matarskatt-
urinn skollið yfir óg kemur miklu
verr út en stjórnvöld höföu boðað.
Gengisfelling er fyrirhuguö og
hækkanir á ýmissi opinberri þjón-
ustu. Gegn þessu þarf verkalýös-
hreyfmgin að snúast af hörku og
það liggur fyrir að Verkamanna-
sambandið mun hafa forystuna í
þeirri baráttu," sagði Guðmimdur
J. Guðraundsson. -S.dór
ALÞJOÐA
LÍFTRYGGINGARFÉLAGIÐ HF.
Veðrið á morgun:
Úrkomu-
laust á
Vesturiandi
Á morgun veröur norðaustanátt
með éljum á Norður- og Austur-
landi, einkum í útsveitum, skúrir
eða slydduél við suðurströndina en
annars þurrt. Hiti verður um eða
yfir frostmarki suðaustanlands en
1 til 6 stiga frost annars staðar.
Magnús Geir. Elvar Þór.
Þeirra er
saknað af
Bergþóri KE 5
Skipverjarnir tveir, sem saknað er
af Bergþóri KE -5, eru:
Magnús Geir Þorsteinsson skip-
stjóri. Hann býr á Óðinsvöllum 1
Keflavík. Hann er 50 ára, fæddur 20.
september 1937. Hann er kvæntur og
á þrjú uppkomin börn. Sonur hans,
Einar, var stýrimaður á Bergþóri
KE.
Elvar Þór Jónsson matsveinn.
Hann býr að Tunguvegi 10, Ytri-
Njarðvík. Hann er 30 ára, fæddur 18.
janúar 1957. Hann er í sambúð og á
tvö böm og fósturbarn. Elvar Þór hóf
störf á Bergþóri mánudaginn 4. jan-
úar.
Flugmaður í sjóinn:
Vantaði
fimm
mínútur til
að ná Rifi
- sagði Ares Kroowyk
Breski flugmaðurinn, Ares Kroowyk, hélt utan síðdegis í gær. Hér sést hann sitjandi í rútunni,
sem flutti hann til Keflavíkuj-flugvallar, á tali við biaðamann DV. DV-mynd: S
„Ég hugsa aö það hafi vantað alla-
vega fimm mínútur upp á að ég
kæmist inn til lendingar við Rif,“
sagði Ares Kroowyk, breski flugmað-
urinn sem nauðlenti flugvél sinni í
sjónum skammt undan Rifi á Snæ-
fellsnesi á laugardaginn.
Hann sagðist hafa dvalist um 40
mínútur í sjónum og það hefði að
sjálfsögðu ekki verið ánægjulegur
tími. Það hefði þó verið honum til
hughreystingar að hann vissi að
fylgst var með honum en flugvél
Flugmálastjóra hafði- fylgt honum
síðasta spölinn. Þá hefði hann ekki
verið í minnsta vafa um að honum
yrði bjargað eftir að hann fór að
heyra í þyrlunni fyrir ofan sig.
Hann sagði ástæðu nauðlendingar-
innar vera þá aö mikill mótvindur
hefði verið allan tímann en hann var
búin að vera 7 tíma í loftinu síðan
hann fór frá vesturströnd Græn-
lands. Því hefði bensín það sem hann
hafði til fararinnar ekki nægt en
hann ætlaði upprunalega aö lenda í
Reykjavík. Hann var á leið með flug-
vélina til London.
„Það er víst alveg ábyggilegt að
björgunarmennirnir þarna unnu
mjög gott starf - þeir eru hetjurn-
ar,“ sagði Kroowyk sem hefur starf-
að lengi sem ferjuflugmaður og bjóst
við að halda því áfram „ .. .ef fyrir-
tæki mitt vill halda mér áfram í
starfi“, eins og Kroowyk sagði bros-
andi, greinilega búinn að jafna sig
eftir volkið í sjónum.
Eftir að hafa verið yfirheyrður hjá
Loftferðaeftirlitinu hélt Kroowyk til
Englands síðdegis í gær.
-SMJ'
- sjá einnig bls. 38
5
4
\
4
4
»
í