Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1988, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1988, Blaðsíða 29
MÁNUDAGUR 11. JANÚAR 1988. 41 Fólk í fréttum Júlíus Vífill Ingvarsson hefur veriö í fréttum DV vegna umræöna um innflutning á Subaru fióðabíl- um. Júlíus Vífill er fæddur 18. júní 1951 í Rvík og ólst upp hjá Helga Sívertsen, forstjóra í Rvík, og konu hans, Áslaugu Sívertsen. Hann var í söngnámi í Tónlistarskólanum í Reykjavík 1973-1976 og í söngnámi í Hochschule fúr Musik und dar- stellende Kunst 1977. Júlíus lauk lögfræðiprófi frá HÍ 1979 og var í söngnámi í Conservatorio G.B. Martine í Bologne í Ítalíu 1979-1982 og vann til verðlauna í söngva- keppninni A. Pertile í Bologne 1980. Júlíus söng aðalhlutverkið í Meyj- arskemmunni í Þjóðleikhúsinu 1982 og aöalhlutverk hjá íslensku óperunni í Töfraflautunni í 1982-1983, Mikado 1984, Rakaran- um í Sevilla 1985, Leðurblökunni 1985 og með Sinfóníuhljómsveit- inni í Carmina Burina 1986. Júlíus hefur verið framkvæmdastjóri Ingvars Helgasonar hf. frá 1. júlí 1982 og verið formaður Félags ís- Júlíus Vvfill lenskra einsöngvara frá 1986. Kona Júlíusar er Svanhildur Blöndal, f. 16. janúar 1957, heilsu- gæsluhjúkrunarkona. Foreldrar hennar eru Kjartan Blöndal, fram- kvæmdastjóri Sauðíjárveikivarna, og kona hans, Þóra Blöndal. Sonur þeirra er Helgi Vífill, f. 15. maí 1983. Sonur Júlíusar er Halldór Kristinn, f. 30. júlí 1973. Systkini Júlíusar eru Helgi, f. 9. apríl 1949, framkvæmda- og sölustjóri Ingvars Helgasonar hf., kvæntur Halldóru Tryggvad- óttur, Guðmundur Ágúst, f. 13. apríl 1950, framkvæmdastjóri íjár- málsviðs Ingvars Helgasonar hf., kvæntur Guðríði Stefánsdóttur, Júlía Guðrún, f. 7. ágúst 1952, kenn- ari, gift Markúsi Möller, hagfræð- ingi í Rvík, Áslaug Helga, f. 21. júní 1954, kennari, gift Eggerti B. Ólafs- syni hdl. í Rvík, Guðrún, f. 20. júlí 1955, sjúkraliði, gift Jóhanni Guð- jónssyni, mjólkurfræðingi í Rvík, Elísabet, f. 5. september 1957, versl- unarmaður í Rvík, gift Gunnari Haukssyni aðalgjaldkera, og Ingv- Ingvarsson ar, f. 5. júní 1960, læknanemi, kvæntur Helgu Þorleifsdóttur, myndlistarnema. Foreldrar Júlíusar eru Ingvar Helgason, stórkaupmaður í Rvík, . og kona hans, Sigríður Guðmunds- dóttir. Föðursystkini Júlíusar sem upp komust, eru Guðrún, fv. skóla- stjóri Kvennaskólans, Lárus, yfir- læknir í Rvík, og Sigurður, sýslumaður á Seyðisfiröi. Faöir Ingvars var Helgi, yfirlæknir á Víf- ilsstöðum, bróðir Ingunnar, ömmu Vigfúsar Ing'/arssonar, prests á Egilsstöðum, og Soffia, amma Sveinbjarnar I. Baldvinssonar rit- höfundar. Helgi var sonur Ingvars, prests á Skeggjastöðum, Nikulás- sonar. Móöir Ingvars var Oddný, systir Páls, langafa Megasar. Bróð- ir Oddnýjar var Jón, langafi Jónatans, föður Halldórs, forstjóra Landsvirkjunar. Oddný var dóttir Jóns „dýrðarsöngs", b. í Hauka- tungu í Kolbeinsstaðahreppi, Pálssonar. Móðir Helga var Júlía Guðmundsdóttir, b. á Keldum, Brynjólfssonar, forfóður Keldna- ættarinnar. Móðir Ingvars var Guörún, systir Páls, föður Lárusar leikara. Guðrún var dóttir Lárusar, smáskammtalæknis í Rvík, Páls- sonar, b. í Arnardranga í Land- broti, Jónssonar. Móðir Páls var Guðný Jónsdóttir „eldprests" Steingrímssonar. Móðursystkini Júliusar eru Hrefna, gift Pétri Péturssyni, fv. alþingismanni, Jóhannes, deildar- stjóri búvörudeildar SÍS, Guöjón, rafvélavirki í Hafnarfirði, Einar, flugvélstjóri hjá Flugleiðum, og Birgir, véla- og framleiðslutækni- fræðingur í Hafnarfirði. Sigríöur er dóttir Guðmundar, bifreiða- stjóra í Hafnarfiröi, Jónssonar, b. í Nabba í Flóa, Jónssonar. Móðir Guðmundar var Guðfinna Helga- dóttir, b. í Hellukoti í Stokkseyrar- hreppi, Snorrasonar, b. á Rauðalæk í Holtum, Árnasonar. Móöir Sigríðar var Elísabet, systir Sigurjóns, forstjóra Hrafnistu, föð- ur Báru, kaupmanns í Rvík. Elísa- Júlíus Vifill Ingvarsson. bet var dóttir Einars, stýrimanns í Gestshúsum i Hafnarfirði, Ólafs- sonar, bróður Kristbjargar, langömmu Sigríðar Dúnu Krist- mundsdóttur, fv. alþingismanns. Móðir Elísabetar var Sigrlður Jónsdóttir, systir Siguröar skóla- stjóra, föður Steinþórs jarðfræð- ings, föður þeirra Gerðar kennara og Sigurðar prófessors. Afmæli Caroll Baldwin Foster Caroll Baldwin Foster, fv. yfir- maður Menningarstofnunar Bandaríkjanna á íslandi, til heimil- is aö Vesturgötu 52, Reykjavík, er áttræður í dag. Hann fæddist í Nor- folk, en foreldrar hans eru bæði af enskum ættum. Foster stundaði nám í byggingalist og listfræði viö Fíladelfíuháskóla en hann hafði alla tíð mikinn áhuga á blaða- mennsku og starfaði löngum sem blaðamaður. Á námsárunum tók Foster sér frí frá námi í tvö ár og var þá yngsti meðlimur hins kunna Byrde-leiðangurs til suöurpólsins 1928. Foster var svo forstjóri Menn- ingarstofnunar Bandaríkjanna í Bangraden (Pakistan) í fjögur ár. Hann starfaði síðan sem fréttamað- ur í nokkur ár við OVA í Was- hington DC og við sjónvarpsstöðv- ar þar í borg, en var síðan skipaður yfirmaður Menningarstofnunar Bandaríkjanna í Afríku en því starfi gegndi hann í þrjú ár. Aö því starfi loknu vann Foster aftur við blaða- og fréttamennsku en 1967 var hann skipaður yfirmaður Menningarstofnunar Bandaríkj- anna á íslandi. Eftir þriggja ára starf hér á landi kaus Foster enn að starfa við blaöamennsku í Was- hington. Fyrri kona Fosters lést úr berkl- um ung að árum en þau eignuöust einn son, alnafna föður síns, sem er doktor í hagfræði og prófessor við Californiuháskólann í Pasa- dena. Kona Fosters er Helga Weiss- happel Foster listamaður, f. 6.11. 1919, en Foster hefur nú verið bú- settur hér á landi í tíu ár. Foreldrar Helgu voru Benedikt Waage, kaup- maður í Reykjavík og forseti ÍSÍ, og Elísabet Einarsdóttir söngkona. Foster treystir sér ekki til aö taka á móti gestum í tilefni afmælisins en hann hefur átt við langvarandi veikindi að stríða. Tilmæli til afmælisbarna Blaðið hvetur afmælisbörn og aðstandendur þeirra til að senda því myndir og upplýsingar um frændgarð og starfssögu þeirra. Þessar upplýsingar þurfa að berast blaðinu í síðasta lagi tveimur dögumfyrirafmælið. Munið að senda okkur myndir. 85 ára__________________________ Anna Halldóra Karlsdóttir, Álf- hólsvegi 141, Kópavogi, er áttatíu •og fimm ára í dag. Jónatan Sveinsson, Reykjavíkur- vegi 40, Hafnarfiröi, er áttatíu og fimm ára í dag. Ingólfur Árnason, Steinahlíð 3H, Akureyri, er áttatíu og fimm ára í dag. 80 ára______________________ Þórunn Oddsdóttir, Merkigerði 8. Akranesi, er áttræð í dag. 75 ára_____________________ Jóhannes Guðfinnsson, Stýri- mannastíg 9, Reykjavík, er sjötiu og fimm ára í dag. 70 ára_________________________ Páll Sigurðsson, Blesugróf 3, Reykjavík. er sjötugur í dag. Ingibjörg Fjóla Ingvarsdóttir. Torfufelli 33, Reykjavík. er sjötug í dag. Ólafur Ásgeirsson. Víðihvammi 6, Kópavogi, er sjötugur í dag. 60 ára_______________________ Jón Mariasson, Þórufelli 6. Reykja- vík, er sextugur í dag. ísak Jón Sigurðsson, Hjaltabakka 12. Reykjavík. er sextugur í dag. Ásta Hildur Sigurðardóttir. Heiðar- vegi 36. Vestmannaeyjum. er sextug í dag. 50 ára__________________________ Hrafnkell Ársælsson, Skiphclti 56. Reykjavík, er fimmtugur í dag. Selma K. Jónsdóttir, Hólagötu 1. Vatnsleysustrandarhreppi, er nmmtug í dag Björgvin Hagalinsson. Furugrund 38, Akranesi, er fimmtugur í dag. Hallfreður B. Lárusson. Silfurgötu 42, Stykkishólmi, er fimmtugur í dag. Stefán Steingrimsson, Melabraut 17. Blönduósi, er fimmtugur i dag. Sveina Andrésdóttir, Lagarási 2A, Egilsstaðahreppi, erfimmtug í dag. Halla Bjarnadóttir, Vatnsleysu II. Biskupstungnahreppi. er fimmtug i dag.__________________________ 40 ára__________________________ Dagný Helgadóttir. Miðleiti 2. Reykjavík. er fertug í dag. Steinunn M. Valdimarsdóttir. Starrahólum 2. Reykjavik. er fer- tug í dag. Helga Kristjánsdóttir. Lágholtsvegi 10. Reykjavík. er fenug í dag. Vignir Evþórsson. Þingási 17. Reykjavík. er fertugur i dag. Guðný Guðmundsdóttir. Hamra- borg 14. Kópavogi. er fertug í dag. Hulda C. Guðmundsdóttir. Kross- eyrarvegi 7. Hafnarfirði. er fenug i dag. Benedikta Ásgeirsdóttir. Höfðastig 6. Bolungarvík. er fenug í dag. Indriði Stefánsson. Alfgeirsvöllum. Lýtingsstaðahreppi er fertugur í dag. Hálfdánía Jónasdóttir. Öldugötu 3. Dalvík. er fertug í dag. Guðmundur Guðmundsson Guðmundur Guömundsson, fyrrv. forstjóri Trésmiðjunnar Víð- is, andaðist sunnudaginn 13. desember. Guðmundur var fæddur 4. júní 1910 í Önundarholti í Vill- ingaholtshreppi en íluttist til Reykjavíkur 1911. Hann missti sjónina á ööru auga vegna slyss á áttunda ári, sjónin á hinu auganu fór dvínandi þar til hann varð al- blindur um tólf ára aldur og gat hann því ekki stundað skóla. Ekki lét Guðmundur það aftra sér og rak húsgagnavinnustofu í Reykjavík 1930-1945, fyrst að Ljósvallagötu 12 til 1938 og síðan að Víðimel 31 til 1945. Hann stofnaði Trésmiðjuna Víði hf. 1945 og var forstjóri hennar á Laugavegi 166 í Reykjavík þar sem hann byggði stórhýsi. Þar rak hann stærstu trésmiðju landsins með um hundrað manns í vinnu þegar flest var. Trésmiðjan Víöir hf. flutti 1975 að Smiðjuvegi 2 í Kópavogi þar sem Guðmundur byggði 7300 fermetra verksmiðju- hús og þar var hann forstjóri fyrirtækisins til. 1983 þegar aðrir aöilar tóku við stjórn og rekstri þess. Guömundur stofnaöi 1985 tré- smiðjuna Viöju hf. ásamt sonum sínum og var stjórnarformaður fyrirtækisins til dauðadags. Guð- mundur var varamaður í bankar- áði Iðnaðarbanka íslands 1960-1978 og sat í stjórn Félags húsgagna- verslana frá 1961 og var formaður 1968-1970. Hann var í stjórn Reykjaprents, útgáfufélags Visis, og Frjálsrar fjölmiölunar og sat í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins. Fyrri kona Guömundar var Guð- rún Axelsdóttir, f. 27. janúar 1931. Foreldrar hennar voru Axel Grímsson, brunavörður í Rvík, og kona hans, Marta Kolbeinsdóttir. Seinni kona Guðmundar er Ólafía Ólafsdóttir, f. 31. október 1926. For- eldrar hennar voru Ólafur Kr. Ólafsson, b. á Áshóli i Ásahreppi í Rangárvallasýslu, og kona hans, Sigríður Sigurðardóttir. Synir Guðmundar og Ólafíu eru Ólafur Kristinn, f. 6. ágúst 1956, tölvuráð- gjafi hjá Hug hfi, kvæntur Sigrúnu Konráðsdóttur; Gísli ísfeld, f. 5. nóvember 1957, framkvæmdastjóri ‘Viöju; Björn Ingi, f. 5. maí 1964, viðskiptafræðinemi við HÍ; Sigurð- ur Vignir, f. 26. september 1966, nemi í Myndlista- og handíðaskól- anum, og Guðmundur Víöir, f. 15. september 1969, verslunarskóla- nemi. Bræður Guðmundar voru Bjarni Valdimar, f. 11. júní 1898, d. 8. desember 1973, læknir á Sel- fossi, kvæntur Ástu Magnúsdóttur, og Gísli ísfeld, f. 12. mars 1903, d. 15. janúar 1936, vélstjóri. Foreldrar Guðmundar voru Guð- mundur Bjarnason, b. í Önundar- holti í Flóa, og kona hans, Hildur Bjarnardóttir. Faðir Guðmundar var Bjarni, b. í Önundarholti, Guð- mundsson. Móðir Bjarna var Gróa, systir Gests á Hæli, langafa Stein- þórs Gestssonar, fyrrv. alþingis- manns á Hæli. Gróa var dóttir Gísla, b. á Hæli í Gnúpverjahreppi, Andlát Gamalíelssonar og konu hans. Val- gerðar Jónsdóttur. systur Guðlaug- ar. langömmu Sigurborgar, móður Emils Jónssonar ráðherra. Móðir Guðmundar í Önundarholti var Valgerður Eiríksdóttir, b. i Kamp- holti í Flóa, Helgasonar, b. og hreppstjóra í Sólheimum, Eiríks- sonar, b. í Bolholti. Jónssonar, sem Bolholtsættin er kennd við. Hildur var dóttir Björns, b. í Króki í Gaul- verjabæjarhreppi, bróður Sigurð- ar, afa Andrésar Gestssonar nuddara. Björn var sonur Snæ- bjarnar, b. á Ásgautsstöðum í Flóa, Sigurðssonar og konu hans, Höllu Þorsteinsdóttir, b. á Hóli í Stokks- eyrarhreppi, Jónssonar. Móðir Hildar var Þuríður, systir Kristín- ar, móður Markúsar ívarssonar vélstjóra, annars eiganda Vél- smiðjunnar Héðins. Hildur var dóttir Magnúsar, b. í Traustholts- hólma í Flóa, Guömundssonar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.