Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1988, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1988, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 11. JANUAR 1988. Viðsldpti Pálmi Lorenzson, veitingamaður í Vestmannaeyjum: Skuldar allt að 20 milljónir í söluskatt „Ég get ekki svarað því nákvæm- lega um hve háa upphæð er hér að ræða - a.m.k. ekki strax,“ sagði Pálmi Lorenzson, veitingamaður í Vestmannaeyjum, en hann mun nú skulda verulega upphæð í sölu- skatt af starfsemi sinni. Samkvæmt upplýsingum blaðsins er hér um að ræða milli 15 og 20 milljónir kr. Pálmi sagðist hafa staðið í bréfa- skriftum við íjármálaráðuneytið síðan í sumar vegna söluskatts- skuldar sem hefði safnast upp um nokkum tíma án þess þó að Pálmi vissi hve há hún væri, eins og kom fram hér að framan. Pálmi sagðist vera í þann veginn að ganga frá greiöslu þessarar fjárhæðar við ráðuneytið og sagðist hann ekki búast viö öðm en að þurfa að stað- greiða verulegan hluta auk þess sem nýjar tryggingar yrðu lagðar fram. Pálmi neitaði því staðfastlega að hann gæti greitt eitthvað af upp- hæðinni með útgáfu skuldabréfs. Hjá Karli Th. Birgissyni, upplýs- ingafulltrúa fjármálaráðherra, fengust þær upplýsingar að í þessu tilviki sem öðmm væm ekki rædd málefni einstakra skattgreiðenda - um trúnaðarmál væri að ræða. Almenna reglan er hins vegar sú að ráöherra hefur enga lagaheimild til að breyta gjalddaga og fella nið- ur dráttarvexti. Ráðherra gæti hins vegar veitt innheimtuaðila, sem er í þessu tilviki bæjarfógetinn í Vest- mannaeyjum, heimild til að semja við skuldara og væri þá vanalega tekið við skuldabréfi. Hjá bæjarfógeta í Vestmannaeyj- um fengust þær upplýsingar að þessi skuld Pálma heíði verið við- varandi í langan tíma en það hefði verið hans mat að ekki bæri að beita ýtrastu aðferðum við inn- heimtu skuldarinnar. Á meðan á samningaumleitunum um greiðslu þessarar skuldar Pálma hefur staðið hefur hann ve- rið að stækka við sig í rekstri því nú hefur hann tekið á leigu veit- ingastaðinn Abracadabra í Reykja- vík sem er í eigu Vilhjálms Svans. Sagði Pálmi aö með því að bæta rekstri þess staðar við sig gæti hann stuðlað að hagkvæmari rekstri á þeim stöðum sem hann ætti fyrir. -SMJ Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverötryggð Sparisjóösbækurób. 20-22 Lb.lb, Úb.Vb. Sp Sparireikningar 3jamán. uppsögn 20-24 Ub.Vb 6mán. uppsögn 22-26 Úb 12 mán. uppsogn 24-30,5 Úb 18mán. uppsögn 34 Ib Tékkareikningar.alm. 6-12 Sp.lb. Vb Sértékkareikningar 12-24 Ib Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 2 Allir 6mán. uppsögn 3,5-4 Ab.Úb, Lb.Vb Innlán með sérkjörum 18-34 Sb Innlán gengistryggð Bandarikjadalir 6-7,25 Ab.Sb, Sterlingspund 7,75-9 Ab.Sb Vestur-þýskmörk 3-3,5 Ab.Sp Danskar krónur 8,75-9 Allir nema Bbog Sp ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvíxlar(forv.) 33-34 Sp.Lb, Úb.Bb, Ib.Ab Viöskiptavíxlar(forv-) (1) 36 eða kaupgengi Almennskuldabréf 36-37 Lb.Bb, Ib.Ab. Sp Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 36-39 Lb.Bb. Ib.Ab. Sp Útlán verðtryggð Skuldabréf 9.5-9.75 Allir nema Úb Útlántilframleiðslu Isl.krónur 31-35 Úb SDR 8-9 Vb Bandarikjadalir 9-10,5 Vb Sterlingspund 10,5-11,5 Vb.Úb Vestur-þýskmörk 5,5-6,5 Vb Húsnæðislán 3,5 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 49,2 4.1 á MEÐALVEXTIR överðtr. des. 87 35 Verðtr. des. 87 9.5 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitalajan. 1913 stig Byggingavisitalajan. 345,1 stig Byggingavísitalajan. 107,9stig Húsaleiguvísitala Hækkaöi 9% 1, jan. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Avöxtunarbréf 1,3536 Einingabréf 1 2,550 Einingabréf 2 1,489 Einingabréf 3 1,588 Fjölþjóðabréf 1,140 Gengisbréf 1,0295 Kjarabréf 2,518 Lifeyrisbréf 1.282 Markbréf 1,277 Sjóðsbréf 1 1,226 Sjóösbréf 2 1,226 Tekjubréf 1,317 HLUTABREF Söluverö að lokinni jöfnún m.v. 100 nafnv.: Almennartryggingar 130 kr. Eimskip 365 kr. Flugleiðir 252 kr. Hampiöjan 136 kr. Hlutabr.sjóðurinn 141 kr. Iðnaöarbankinn. 154kr. Skagstrendingur hf. 186 kr. Vetslunarbankinn 133kr. Útgerðarf. Akure. hf. 174 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki kaukpa viðskiptavíxla gegn 31% ársvöxt- um og nokkrir sparisj. 30,5%. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb= Iðnaðarbank- inn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnu- bankinn, Úb = Otvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Veiðimaður kastar flugu fyrir lax í Norðurá í Borgarfirði. Dagurinn hefði hækkað um þrjú til átta þúsund ef söluskattur hefði komið til. DV-mynd G. Bender Litill afslatt- ur á „flóða- bílunum" - segir Júlíus Vrfill Ingvarsson framkvæmdas^óri „Þama á að sefja þrælgallaða í byijun janúar. Við hættum viö bila af 1987 árgerð, sem er búið aö að flytja bilana meö Eimskip 26. lýsa yfir að séu ónýtir bjá verk- desember af því að við héldum að smiðjunni, á aðeins 15% lægra við fengjum betri flutningakjör. verði en en nýja_bíla af 1988 ár- Svo reynist þó ekki vera og því gerð,“ sagöi Júlíus Vífill Ingvars- koma bílamir líklega með Eim- son, framkvæmdastjóri hjá Ingvari skip," sagði Jón Sigurðsson hjá Helgasyni. „Við seþum 1988 árgerð Bílasölunni Blik en hann er einn afSubamstationá 707.000 kr.stað- fiórmenninganna sem flytja inn greiösluverð en þeir félagar seija Subambílana sjóreknu frá Noregi. 1987 árgerð af þessum sama bíl á Jón sagöi aö í fyrstu sendingu 595.000 kr., staðgreiösluverö, - hefðuáttaðkomal60bílarenEim- þetta er ekki mikil afsláttur ef tek- skip hefði ekki ráöið við að fiytja ið er tillit til þess aö bílamir era fleiri en 91. Þá sagði Jón að mikil seldir án þjónustu og ábyrgöar.“ ásókn væri í bílana og væra nú um Þá sagöi Júlíus aö umboðið ætlaði 400 aðilar búnir aö skrá sig á lista. að auðkenna sfna bíla á einhvem „Þessar sölutölur frá Ingvari hátt svo að „flóðabílamir" þekkt- standast ekki. Bílamir eru ekki til ust úr. hjá þeira og því geta þeir gefið upp hvaöa verö sem er, þeir þurfa hvort Rangar tölur frá umboðlnu eð er ekki að standa við það,“ sagði , Afgangurinn af bílunum kemur Jón. -SMJ Stangveiðin: Enginn söluskatt- ur á veiðileyfi næsta Það fór kurr um stangveiðimenn er það fréttist á meðal þeirra að ef til vUl ætti að setja 25% söluskatt á veiðileyfi og aðstöðu í veiðihúsum á sumri komanda. „Þetta var altalað í bænum og veiðimönnum, sem ég hitti, fannst þetta fáranlegt, veiði- leyfin væru nógu dýr fyrir. Ég veit heldur ekki hvað við hefðum gert með okkar veiðiá hefði þetta skollið yfir, við erum búnir að selja töluvert af veiðileyfum næsta sumar,“ sagði leigjandinn í einni af betri veiðiánum í samtali við DV. sumar Við fréttum aö stjórnarmenn í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur hefðu veriö sendir út af örkinni til að at- huga þetta mál og hefði komið fram að ekki yrði settur söluskattur á veiðileyfi næsta sumar. En hvað næstu veiðisumur bera í skauti sér er erfitt að segja til um því það kom víst fram að kannski yrði settur virð- isaukaskattur sumarið 1989 á veiði- leyfi. Það er víst til umræðu í fjármálaráðuneytinu en engar ákvarðanir hafa ennþá verið teknar. -G. Bender ■nnflutningur franskra kartaflna: Enn í fiillum gangi Enn hefur hvorki gengið né rekið í máli innflytjenda franskra kart- aflna og er nú liðinn mánuður síðan ákveöið var að stöðva innflutning þeirra. Síðan þá hefur verið í gildi frestun á veitingu innflutningsleyfa. „Innflytjendur, sem pöntuðu inn eftir mánaðamótin nóvember/des- ember, fá ekki tollafgreiddar sínar vörur fyrr en ákvöröun hefur verið tekin í málinu," sagði Sveinbjörn Eyjólfsson, formaður Innflutnings- nefndar jarðargróðurs. Upphaf málsins var það að landbúnaðarráð- herra sendi þessari nefnd bréf þar sem farið var fram á umsögn hennar um þennan innflutning. Fulltrúar innflytjenda í nefndinni lögöu þá fram bókun 7. desember þar sem þeir draga í efa heimild nefndarinnar til að fjalla um þetta mál því hér sé um iðnaðarvörur að ræða. Síðan þá hefur verið beðið ákvörðunar ráð- herra um valdsvið nefndarinnar. Þessi töf virðist í raun engu skipta því samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá Hauki Hjaltasyni inn- flytjenda þá hefur ekki reynt á þetta bann ennþá - miklar birgðir hafi veriö til og þá hafi verið búið að ganga frá pöntunum langt fram í tím- ann. Allir geti fengið innfluttar franskar kartöflur sem það vilji. -SMJ 37 fiskiskip i smíðum Alls eru í smíðum 37 þilfarsskip á vegum íslenskra aðila, þar af eru 21 skip í smíðum í erlendum skipa- smiðastöðvum en 16 skip eru í smíðum innanlands. Þetta kom fram í svari Friðriks Sophussonar iðnað- arráöherra við fyrirspurn frá Júlíusi Sólnes á Alþingi. Það kom ennfremur fram að Fisk- veiðasjóður hefði veitt alls um 1,8 milljarða lán vegna nýsmíði fiski- skipa erlendis árin 1986 og 1987 en heildarkostnaður vegna byggingar 23 skipa á þeim áram er áætlaður tæplega 3,1 milljarður. Er þar um að ræða tvö loðnuskip, þijá skuttogara og 18 fiskiskip yfir 100 rúmlestir að stærð. Sextán þilfarsskip era i smíðum hjá íslenskum skipasmíöastöövum, þar af eitt 250 tonna hjá Stálvík og annað 80 tonna hjá Mánavör á Skagaströnd, en hin skipin era 10 tonn og minni. Þá er búist við því að Slippstöðin hf. á Akureyri hefji smíöi á tveimur 220 tonna fiskiskipum. -ój

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.