Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1988, Blaðsíða 18
18
MÁNUDAGUR 11. JANÚAR 1988.
Erlend myndsjá
mm
Fundinn fengur
Nýlega fannst í safnl í Tékkó-
slóvakíu handrit aö sálumessu
Antonio Salieri sem taliö hafði ver-
iö glatað um langt árabil. Salieri
var uppi á síðari hluta átjándu ald-
ar og fyrri hluta þeirrar nítjándu
og þótti þaö tónskáld sem veitti
Woifgang Amadeus Mozart einna
mesta samkeppni.
Handritið var upphaflega í eigu
Heinrich Haugwitz.-greifa af Mæri,
en fannst nú í safni þar í héraöi og
mun hafa verið gefið þangað árið
1950.
Tónlistarsagnfræðingum þykir
hinn mesti fengur að fundi þessum
enda er Dr. Jiíi Sehnal, tónlistar-
sagnfræðingur safnsins í Brno,
hróðugur á svip þegar hann sýnir
handritiö.
Víð Tjomina?
Nei, þessi mynd er ekki tekin viö Tiörnina í Reykjavík þótt svo gæti
virst í fljótu bragði. Umhverfið er þó líkt og fólkið, lotlegt og þreytt, rétt
eins og nýlega hafi verið lagður á það nýr matarskattur. Þessi er þó frá
Munchen í Þýskalandi þar sem líka er tjörn sem dregur að sér fjölskyldu-
fólk og aðra fuglavini.
Með tískuna á nefínu
Öfugt á asnanum
Það hefur hver sinn ferðamáta en sá sem Mohammed Ahmed Ali velur sér
er þó fremur sérkennilegur. Ali vinnur í sláturhúsi í Kairo og kýs að fara
mifii heimilis og vinnu á asna sínum og þykir þá þægilegast að sitja hann
öfugt.
Það er öllum nauösyn að fylgja tískunni eftir bestu getu og ekki síður sveiflum hennar í gleraugum en öðru. Hönn-
uðir gleraugnaumgjaröa hafa gert sér grein fyrir þessu og gerast nú æ djarfari í sköpunarverkum sínum. Á myndinni
hér að neðan getur að líta þijú afbrigði sem hljóta að vekja athygli. Skærin og reiðhjólið skýra sig ef til viil sjálf
en gleraugun lengst til vinstri gætu hins vegar vafist fyrir einhveijum. Ef til vill er þriðja augaö þó með til þess að
gleraugnaglámurinn geti „skipt um sjónarhorn".
Enn af kuldu
Þótt ef til"vill sé þaö að bera í bakkaful
til viöbótar frá kuldum þeim sem gengið
við þeim eru að sjálfsögðu misjöfn. Veðn
börnunum sem fengið hafa pabba til að a
vinstrí). Starfsmenn flugfélaga bölva þein
þeir sem þurfa að afísa farkostina (að neða
björninn Ling-Ling verulega í dýragarðini