Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1988, Blaðsíða 32
44
MÁNUDAGUR 11. JANÚAR 1988.
☆ ☆ ☆
☆ ☆ ☆
Frumsýnir:
Þórskabarett ársins!
Söngur - Glens - Grín
Hafið samband sem fyrst. í fyrra komust færri að en vildu.
Þórskabarett - litrík skemmtun við allra hæfi!
Geymið auglýsinguna - hún gæti orðið safngripur og til minnis um fjörugt kvöld í Þórscafé.
Sviðsljós
Leika nú saman á sviði
Þau eru öll leikarar á sviði i uppfærslu leikrits ettir Eugene O’Neill, mæðgurnar Joely Richardson og Vanessa
Redgrave og Timothy Dalton. Símamynd Reuter
Þessir leikarar hafa allir getíð sér
gott orð fyrir. leik sinn á sviði þó
■*” Timothy Dalton og Vanessa
Redgrave séu þekktari fyrir hlutverk
sín á hvíta tjaldinu.
Vanessa Redgrave er fædd árið
1937 og verður því fimmtíu og eins
árs á þessu ári. Hún hóf snemma leik
á sviði enda úr frægri leikarafjöl-
skyldu.
Vanessa lék mörg hlutverk við
konunglega breska leikhúsið upp úr
1960. Síðan lá leið hennar í kvik-
myndaheiminn og frægustu kvik-
myndir hennar eru myndir eins og
-'V' ____________________________________
Julia, sem hún fékk óskarinn fyrir,
Murder on the Orient Express, Mary
Queen of Scots og Agatha sem byggð
er á ævi Agöthu Christie. Hún átti
barn með leikstjóranum Tony Ric-
hardson, stúlku að nafni Joely
Richardson, en hún hefur fetað í fót-
spor móður sinnar.
Timothy Dalton fæddist árið 1944 í
Wales og hefur skapað sér nafn á
sviði eins og Vanessa. Hann fór einn-
ig fljótlega út í kvikmyndabransann
og lék meðal annars með Vanessu í
kvikmyndunum Mary Queen of
Scots og Agatha. Þekktastur er hann
Helgina 22.-23. janúar næstkomandi hefjast sýningar ársins á
fjörugum og eldhressum Þórskabarett, sem hlotið hefur nafnið
Svart & hvítt á tjá og tundri. Söngur, dans, glens og grín eru
allsráðandi í grínveislu ársins sem stendur öll föstudags- og
laugardagskvöld fram á vor - og dugar ekki til!!!
Þríréttuð veislumáltíð. Verðið kemur sérstaklega á óvart!!
Borðapantanir og nánari upplýsingar hjá veitingastjórum alla
virka daga milli klukkan 10.00 og 21.00 í símum: 23333 og 23335.
Stórsöngvarinn og grínistinn TOMMY HUNT, sem
sló í gegn í Þórskabarett í fyrra, er mættur með
glænýtt prógramm í ferðatöskunni.
Auk þess:
Jörundur Guðmundsson, Magnús Ólafsson,
Saga Jónsdóttir, dansarar og hljómsveitin Bur-
geisar.
nú fyrir aö leika hlutverk James
Bond í nýjustu kvikmyndinni um
spæjarann.
Orðrómur hefur lengi gengið um
að Timothy og Vanessa eigi í ástar-
sambandi en nánir kunningjar
þeirra segja að þau séu aðeins góðir
vinir.
Þessi þrjú, Timothy, Vanessa og
Joely dóttir hennar eru um þessar
mundir að leika saman á sviði í Lon-
don í verki eftir Eugene O’Neill sem
heitir A Touch of the Poet.
Andri Backman spilar á trommur og syngur í tríóinu.
Víðförult tríó
Hljómsveit Andra Backman hefur
gert víðförult erlendis og spilað fyrir
landann þar.
Hljómsveitin er skipuð þremur
mönnum. Grettir Björnsson spilar á
cordovox, sem er hljóðfæri skylt
harmónikku, Hörður Friðþjófsson
spilar á gítar og Andri Backman
syngur og spilar á trommur.
Þeir félagar hafa spilað fyrir ýmis
félög og samtök en hljómsveitin lék
um árabil á Mímisbar á Hótel Sögu.
Hljómsveitin hefur farið víða um er-
lendis og spilað fyrir íslendinga þar,
fór meðal annars til Vesturheims í
fyrra. Hún hefur spilað á þorrablóts-
skemmtunum viða á Norðurlöndun,
Hljómsveitin flytur aðallega dægur-
lög og danstónlist fyrir alla aldurs-
hópa.