Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1988, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1988, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 11. JANÚAR 1988. Spumingin Trúir þú á völvuspár? Gunnar Steinarsson: Já, svona frek- ar. Ég á eftir að sjá spár núna um áramótín. Matthías Þorvaldsson: Ég er nú hræddur um ekki - tóm tjara. Jón Lárusson: Nei, ég trúi nú ekki á þær - þannig að ég taki þær aivar- lega. Þröstur Guðnason: Ég trúi ekki á þær. Guðný Magnúsdóttir: Nei, hef aldrei haft álit á þeim. Már S. Gunnarsson: Nei, því þær spá bara illu einu. Lesendur Skoðanakönnun til vinsælda: Gallup, Gallup herm þu mer! Kristinn skrifar: Allir þekkja söguna um Mjallhvítí, dvergana og stjúpuna, sem studdist við töfraspegilinn, er hún vildi fá fullvissu um fegurð sína. Þá stóð hún fyrir framan spegilinn góða og sagði: SpegiU, spegill herm þú mér, hver hér á landi fegurst er. - Og ekki stóð á speglinum sem var í þjónustu stjúpunnar sem var drottning. Hann var ávallt reiðubúinn til að segja stjúpunni að auðvitað væri hún fríð- ust kvenna. Þetta nægði stjúpunni fyllilega og hún varð ánægð. Nú hefur verið tekin upp aðferðin í MjaUhvítarsögunni og í stað speg- Usins er það GaUupstofnunin sem látín er svara eftir viðamikla könnun að vísu þar sem hálft níunda hundr- • að manna eru spurðir um viðhorf til stórfyrirtækjanna fjögurra, Sam- bands íslenskra samvinnufélaga, Flugleiöa, ÍSALS og Eimskips. Og þegar GaUup hefur spurt svarar úrtak þjóðarinnar: FLUGLEIÐIR, ekki Sambandið og ekki hin fyrir- tækin. Og aUra síst fyrirtækið sem réði GaUup-spegUinn til verksins, Sambandið. Hins vegar hefur komið í ljós að Sambandiö er orðið miklu nútímalegra, öflugra og meira örv- andi en áður var. Þetta er þó sárabót. - Þessu hefur mikið verið hampað í íslenska „Time“ með fyrirsögnum í stríðsfréttaletri. Og engin furða því sennUega hefur Sambndið átt von á mun verri útkomu hjá GaUup en raun bar vitni. En eftir stendrn- það að viðhorf manna hér á landi er hvað best í garð Flugleiða lif., þrátt fyrir eða kannski janvel fyrir þá stað- reynd að nú er þar ekki jafnbjart framundan og áður. Og í þessum leik er það Sambandið sem er í hlutverki stjúpunnar og Flugleiöir í hlutverki Mjallhvítar En það sem mér finnst furðulegra er að ég hef ekki séð því mikið hamp- að að Flugleiðir hafi komið best út úr þessari GaUupspeglun. Aöeins annarri sjónvarpsstöðinni var um þetta fjaUað. Ekki hef ég séð þetta í dagblöðum, utan hvað Tíminn hefur kunngjört um afstöðu fólks tíl SÍS. Svo er annað sem ég furða mig á líka. Það er hvers vegna ekki var bara stuðst við innlenda stofnun um gerð könnunarinnar. - Hver er þessi „Gallup á íslandi" sem Sambandið fær til þess að endurspegla viðhorf þjóðarinnar? Þarf virkilega að eyða gjaldeyri til þess að gera slíka könn- un? Þáð væri gaman að heyra áUt hinna íslensku fyrirtækja sem hing- að til hafa þótt gjaldgeng til hvers konar kannana og það um veiga- meiri mál en viðhorf tíl örfárra fyrirtækja. „Sambandið í hlutverkí stjúpunnar og Flugleiðir í hlutverki Mjallhvítar," segir bréfritari. - Flutningar eru ein undirstaða starfsemi félaganna beggja.Á sjó- og í lofti. Verðhækkanimar: Hvert er þjóðfélag- ið að fara? spUarar lækka! Gamalt fólk, sem rétt skrimtir á elUUfeyri sínum, horfir nú fram á það að fiskur hækki um allt að 24%! - Ekki kaupir gamalt fólk plötuspUara tU að hafa í matinn. Hristum af okkur doðann og gennn eitthvað í máiinu. Látum heyra að okkur sé ekki sama, t.d. með því að skrifa í lesendadálka blaöanna eða þá þingmönnunum sjáifum. Tökum aðrar þjóðir til eftirbreytni þar sem hækkanir af þessu tagi eru ekki vel Uðnar, t.d. Dani. Við erum rUtíð og ríkið það enrni við. Sýnum að svo sé meö því að láta áUt okkar í ijós. H.S. & K.Þ. skrifa: Það er furðulegt að þegar matvörur hækka UtUlega í verði í Danmörku þá lætur fólk sig ekki hafa það - og hættir hreinlega að kaupa vöruna. Hér á landi er hins vegar hægt að hækka verð á matvörum, eins og t.d. mjólk, tvisvar á þriggja mánaða fresti án þess að fóík látí það til sín taka að neinu marki. Sofum við á verðinum í þjóðfélagi íjandsamlegu neytendum? Eöa er okkur kannski alveg sama? Okkur langar tíl að spyija þig, lesandi góð- ur, hvort þessi þróun, að hækka nauðsynjavörur sem við þurfum öU tíl þess aö geta lifað, sé réttlætanleg þegar lúxusvörur eins og t.d. plötu- fíOtHT „Hér er hægt að hækka verð á t.d. mjólk tvisvar á þriggja mánaða fresti án þess að fólk láti það til sín taka að neinu ráði,“ segja bréfritarar m.a. .Greinilegt frá upphafi að þar voru ekki viðvaningar á ferð.“ - Hljómsveitin „Strax.“ „Strax“ í Kína: Notaleg af- þreying Páll Steingrímsson skrifar: Mig langar til að þakka Stuðmönn- um góða skemmtun á gamlárskvöld. Þar lagöist aUt á eitt um notalega afþreyingu. GreinUegt var frá upp- hafi að þama voru ekki viðvaningar á ferð. En það var fleira sem hreif mann. Þótt ferðasagan væri einfóld var hún ótrúlega fræðandi. Persónulegur húmor Valgeirs kom mér ekki á óvart. Hann var ljúfur og fór vel þar sem hann var notaður. Lögin sem flutt voru þekkti maður. Þau fengu samt mikið gildi við góðar tökur og skemmtilega myndkUppingu. En það var kannski hlýjan og til- gerðarlaus tengsl hópsins við áhorf- endur sína og gestgjafa sem réðu úrsUtum um það hvað þessi stutti pistUl skUdi eftir. - Stuðmenn, gleði- legt ár!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.