Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1988, Blaðsíða 10
10
MÁNUDAGUR 11. JANÚAR 1988.
ORIGIN/IL .
BIO/CALin
HÁIR FORMULIX
í
i
HÁREFNIÐ
GEGN
HÁRLOSI
OG SKALLA
ORIGIN/IL
MO/cmm
SPECML SH/4MPOO
RAKARASTOFAN
KLAPPARSTÍG
SÍM112725
Utlönd
Lofar aðstoð Egyota
'nrsfiti Revntalands. Hosni Mnhar-
Forseti Egyptalands, Hosni Mubar-
ak, sem reynir aö koma á nýju
sambandi viö löndin er liggja aö
Persaflóa þar sem hann er nú á ferö,
hefur átt í viðræðum við leiðtoga
Sameinuðu arabísku furstadæm-
anna um vaxandi hættu vegna
Persaflóastríösins.
Hefur Mubarak lofað vemd
Egyptalands ef arabaríki við Persa-
flóa verða fyrir árás írana. Að sögn
egypsks embættismanns tjáði Mu-
barak Fahd konungi í Saudi-Arabíu,
þar sem hann kom fyrst viö, að
Egyptar myndu láta sig varða öryggi
landanna við Persaflóa.
Samtímis sem Mubarak er á ferö í
löndunum við Persaflóa fór sérlegur
sendifulltrúi Bahrains, Kuwaits,
Omans, Qatar, Saudi-Arabíu og Sam-
einuðu arabísku furstadæmanna til
írans til viðræðna við yfirvöld. Sam-
kvæmt opinberri fréttastofu þar í
landi varsendifulltrúinn sagður hafa
verið með skilaboð til utanríkisráð-
‘ herra írans, Velayati, þess efnis að
samvinna milli ríkjanna við Persa-
flóann og írans myndi minnka ahrif
Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, á tali við Al-Nahayan, soldán í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Mubar-
ak er á ferðalagi um löndin við Persaflóa. Símamynd Reuter
erlendra aðila á svæðinu. Sam-
kvæmt frásögn fréttastofunnar kvað
Velayati írönsk yfirvöld vera reiðu-
búin til samvinnu til þess að tryggja
öryggi á svæðinu.
Löndin við Persaflóa eru í raun
stuðningsmenn íraks í stríðinu við
íran en varautanríkisráðherra írans,
Sheikholeslam, segir Oman og Sam-
einuðu arabísku furstadæmin eiga
betri samskipti við írani. íran er einn
helsti viðskiptaaöili Sameinuðu
arabísku furstadæmanna.
Hvorki Frakkar né Bandaríkja-
menn hyggjast fækka í flota sínum á
Persaflóa. Það sagði Raimond, utan-
ríkisráðherra Frakklands, eftir fund
með Carlucci, vamarmálaráðherra
Bandaríkjanna, í gær. Carlucci kom
til Parísar í gær eftir ferð um Persa-
flóasvæðið.
Willíam Whitelaw ásamt tveim af samstarfsmönnum sfnum. Myndin var
tekln fyrr á þessu ári. Simamynd Reuter
Aðstoöarforsætisráðherra Bret-
lands, William Whitelaw, sagði af
sér embætti í gær af heilsufarsá-
stæðum. Margaret Thatcher,
forsætisráðherra Bretlands, tók við
afsögn hans en neitaði alfariö að
skipa annan í hans stað. Sagöi hún
að staöa Whitelaw hefði verið ein-
itök í sinni röð, hefði byggst á
hæfileikum hans sjálfs einum sam-
an og því legðist hún af um leiö og
hann hættir.
r bréfi til forsætisráðherrans
Whitelaw frá því að hami
sæi sig tilknúinn að láta af emb-
etti eftir vægt heilablóðfail sem
hann fékk i desembermánuði.
Whitelaw er sextíu og níu ára gam-
all. w
Whitelaw hefur verið einn af leiö-
togum íhaldsmanna í lávarðadeild
breska þingsins. Hann hefur verið
þingmaður frá árinu 1955.
Whitelaw var ráðherra málefna
Norður-írlands í ríkisstjórn Ed-
wards Heath og var vinsæll í því
erfiða embætti. Hann var innanrík-
isráðherra i fyrstu ríkisstjórn
Thatcher og hefur verið taiinn einn
af mikiivægustu ráðherrum sfjórn-
arinnar.
Heitir endur-
skipulagningu
Federico Mayor, hinn nýi fram-
kvæmdastjóri Menningarstofnunar
Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, lýsti
því yfir í viðtali í gær að hann hyggð-
ist endurskipuleggja stofnunina frá
grunni og að hann vonaðist til þess
að Bandaríkin, Bretland og Singa-
pore fengjust til þátttöku í starfsemi
hennar að nýju.
Mayor var kjörinn framkvæmda-
stjóri UNESCO í nóvembermánuði
síðastliðnum. Sagði hann í viðtalinu
nú um helgina að hann ætlaði að
minnka miðstjórn í stofnuninni og
beita sparnaðarráðstöfunum til þess
að draga úr eyðslu þeirri sem gagn-
rýnd hefur veriö hjá stofnuninni.
Mayor tók þó fram að hann myndi
ekki gera neitt sem heft gæti mennt-
unarstarf stofnunarinnar eða neitt
það sem heft gæti frjálst upplýsinga-
streymi.
BÍLA-HAPPDRÆTTi HANDKNATTLEIKSSAMBANDS ÍSLANDS
10 SUZUKI FOX JEPPAR - með drifi á öllum, eins og landsliðið okkar
25 SUZUKI SWIFT - tískubíllinn í ár