Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1988, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1988, Síða 4
4 FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1988. Viðskipti_______________________________________ Könnunin á skoðun og lestri tímarita: Ekki sambærileg við fyrri kannanir Könnun sú sem Verslunarráð ís- lands og Félagsvísindastofnun Háskólans stóðu nýverið fyrir um skoðun og lestur á íslenskum tíma- ritum er ekki sambærileg við fyrri kannanir sem gerðar hafa verið um, lestur tímarita. Ekki er hægt að bera þessa könnun saman við aðrar svipaðar kannanir þar eð grundvallarspurningin í þess- ari könnun var hvort svarendur hefðu skoðað eða lesið viðkomandi tímarit einhvern tíma síðustu tólf mánuði en í fyrri könnunum var spurt beint hvort viðkomandi hefði lesið tímaritið. Af þessum sökum er ekkert hægt að lesa út úr nýju könn- uninni um hvort lestur eða sala tímarita hafi aukist eða minnkað frá fyrri könnunum sem gerðar voru á vegum Sambands íslenskra auglýs- ingastofa. í nýju könnuninni-um skoðun og lestur tímarita var meðal annars spurt hversu vel þeir, sem á annað borð sögðust hafa skoðað eða lesið tiltekið tímarit, gerðu það. Þá kom í ljós að 30 % þeirra sem lesa eða skoða stærstu tímaritin, Mannlíf, Nýtt Líf og Hús og híbýli, lesa mestallt efnið, en 49 % þeirra sem lesa eða skoða Frjálsa verslun fletta því lauslega. StB Sólveig Oíafsdóttir: Enginn vissi hvenær hún yrði gerð „Öll tímaritin voru spurð hvort þau vildu taka þátt í könnuninni eft- ir aö samstaða náðist um að hrinda henni í framkvæmd," sagði Sólveig Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Sam- bands íslenskra auglýsendastofa, í samtali við DV í gær. „Það vissi eng- inn hvenær þessi könnun yrði gerð og var dagsetning hennar alfarið á ábyrgð Vilhjálms Egilssonar, fram- kvæmdastjóra Verslunarráðs ís- lands, og Félagsvísindastofnunar Háskólans.” „Þessi könnun er tímamótaverk fyrir fjolmiðlamarkaðinn," sagði Sól- veig. „Úrtakið er stórt og endurspegl- ar vel þjóðfélagið. Nettósvörunin var góð, rúmlega 71%, og hún gefur geysilegar og góðar upplýsingar." Sólveig sagði að öll blöðin hefðu haft jafna möguleika á að koma af stað kynningarherferð eins og rit- stjóri Heimsmyndar hefur talað um í gagnrýni sinni á framkvæmd könn- unarinnar. Sólveig sagði einnig að ekki væri rétt að gera samanburð á þessari könnun og öðrum slíkum en néfndi þó að hún væri ítarlegri og stærri en til aö mynda könnun sem gerð var nýlega á hlustun og horfun á ljósvakana. StB Islensku timaritin eru mörg, Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Verslunarráðs: Ollum tilkynnt sím- leiðis að könnunin stæði fyrir dyrum Vihjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Verslunarráðs ís- lands, segir að dagsetning könnunarinnar um skoðun og lestur tímarita hafi alfarið verið ákvörðun hans og Félagsvísindastofnunar og að öllum, sem tóku þátt í henni, hafl verið tilkynnt símleiðis að hún stæði fyrir dyrum. „Nefndin kom sér saman um grundvallaratriði og bjó Félagsvís- indastofnun til spurningarnar í samræmi við þá grind sem lögð var fram af nefndinni. Herdís, sem og aðrir, fékk tækifæri til að leggja fram tillögur sem síðan voru ræddar," sagði Vilhjálmur. „Hún vissi alveg hvað var að gerast allan tímann.“ „Eina manneskjan, sem hefur haft eitthvaö við þetta að athuga, er Her- dís,“ sagði Vilhjálmur Egilsson. „Þessi könnun er stærsta og mark- tækasta könnun sem gerð hefur verið á þessu sviði.“ StB DV Könnun á „skoðun og lestri“ tímarita: Klaufalegt hjá Verslunarráði - segir Herdís Þorgeirsdóttir ritstjóri „Vísindaleg skoðanakönnun á aö ing könnunarinnar hafi verið rædd vera framkvæmd þannig að þættir á fundi undirbúningsnefndarinnar sem geta haft áhrif eða breytt rétt- með útgefendunum. Það er ekki um niöurstöðum séu útilokaðir.” rétt hjá Vilhjálmi Egilssyni að út- sagði Herdis Þorgeirsdóttir, rit- gefanda Heimsmyndar hafi verið stjóri Heimsmyndar, þegar DV boðin þátttaka í starfi undirbún- innti hana nánar eftir gagnrýni ingsnefndarinnar. Hann segir að hennar á nýlega könnun Verslun- slíkt hafi verið auglýst á fjölmenn- arráðs íslands og Félagsvísinda- um fundi þar sem fiilltrúi Heims- stofnunar Háskólans á lestri og myndar 'hafi verið viðstaddur. Við skoðun íslenskra tímarita. þaö kannast hvorki ég né fram- „Þvi sætir það furðu að við undir- kvæmdastjóri minn sem sat fund- búning skoðanakönnunarinnar, inn, né fékk ég bréf þess eðlis, sem Verslunarráðiö fékk Félags- heldur aðeins tilkynningu um visindastofnun til að framkvæma, hvert þátttökugjald yrði fyrir nið- hafi tveir útgefendur starfað í und- urstöðu könnunarinnar. irbúningsnefndinni með vísinda- „Þetta er hið klaufalegasta mál mönnunum. Með því móti gátu fyrir framkvæmdastjóra Verslun- þessir útgefendur haft áhrif á arráös sem hér skákar i skjóli spurningar i könnuninni, tíma- akademíunnar ásamt flefrum. Vil- setningu hennar og fleira. í öllu hjálmur Egilsson visar aliri gagn- falli gátu þeir nýtt sér þá vitneskju rýni á bug sem léttvægri sem sýnir sem þar kom fram eins og á hvaða að hann er í varnarstöðu. Sorgleg- tímabih skoðanakönnunin skyldi ast er þó að Háskólinn skuh hafa framkvæmd og þvi hrint af stað verið notaður í þessu skyni,” sagði kynningarátaki. Eg hef áreiðanleg- Herdís Þorgeirsdóttir, ritstjóri ar heimildir fyrir því að tímasetn- Heimsmyndar._StB „Nákvæm tíma- eoiiiintf 1#ar hmn. 9vUllllg Vdl IIOIII aðarleyndarmár -seglr Magnús Hreggviðsson útgefandi „Ég vísa því algjörlega á bug að ans.“ Aöspurður neitaði Magnús viö höfum reynt aö hafa áhrif á því aö Frjálst Framtak hefði staðiö niðurstöður þessarar könnunar,” fyrir sérstöku kynningarátaki á sagöi Magnús Hreggviðsson, tímaritum sínum vegna könnunar- Stjórnarformaður Frjáls framtaks innar en sagði að á síðasthðnu ári i samtali viö DV. hefði átak til öflunar áskrifenda „Við sem sátum í nefiidinni, sera farið fram frá febrúar til júní og frá og aðrir útgefendur, vissum að september til nóvember. könnunin yrði framkværad á „Það er áht allra að könnunín sé mörgum næstu vikum. Nákvæm vel unnin og vel úr garði gerð af timasetning hennar var aftur á Félagsvísindastofnunogvísaégþví móti hemaðarleyndarmál Vil- ummælum Herdísar Þörgeirsdótt- fijálms Egilssonar, framkvæmda- ur á bug,“ sagöi Magnús Hregg- stjóra Verslunarráðs ísiands, og viðsson. Félagsvísindastofiiunar Háskól- - StB í dag mælir Dagfari Það er nú mjög í tísku að hækka verð á vöra og þjónustu í þeim til- gangi einum að geta svo greitt fólki þessa hækkun til baka í beinhörð- um peningum. Sumir draga þó mjög í efa að aht fáist greitt til baka heldur sé tilgangurinn sá að hala inn meira fé í ríkishítina. En hvað sem því hður hefur þessi aðferð farið sem eldur um sinu í ríkiskerf- inu og þeir sem hafa kvartað era nefndir nöldrarar og líkt við bænd- ur sem börðust gegn síma upp úr aldamótunum síðustu. Hafa ráð- herrar ekki síst verið iðnir við að benda á hvað matarskatturinn komi til með að bæta mjög hag ein- stæðra mæðra og eUilífeyrisþega. Þessu hefur Davíð borgarstjóri greinhega lagt eyrun við og sann- færst um aö þessir hópar vaði nú í peningum. Því hefur verið ákveð- ið að hækka leigu á íbúðum sem borgin leigir út um 43 % - aðeins. Jafnframt á að hækka viðmiðunar- grann fyrir fjárhagsaðstoð þannig að einstakhngar sem áður fengu aðstoð upp á 11 þúsund á mánuði fái nú liðlega 27 þúsund en þá er húsaleiga aö vísu innifahn. Nú er það alkunna að stór hópur þeirra sem leigir borgaríbúðir er einmitt einstæðar mæður og gamalt fólk. Meö þessu móti tekst Davíð að ná af þeim peningunum sem Jón Bald- vin réttir því í formi aUs kyns bóta. Og fari þetta fólk eitthvað að kvarta, sem það gerir nú sjaldnast, þá verður Jón Baldvin bara að auka bæturnar svo borgin fái sitt og engar refjar. í sambandi við þessa 43 % hækkun húsaleigu hef- ur svo verið gerð breyting, eða kerfisbreyting, eins og það heitir í dag, á flokkun leiguíbúða borgar- innar. Framvegis verða bara tveir flokkar. Annars vegar gott hús- næði og hins vegar húsnæði sem ekki uppfyhir kröfur hehbrigði- seftirlitsins og hlýtur því að teljast vont húsnæði. Heilsuspillandi hús- næöi kostar framvegis helmingi minna en það sem ekki er heilsu- spihandi, sem verður auðvitað tíl þess að stórauka eftirspum eftir húsnæði sem ekki uppfylhr kröfur heilbrigðiseftirlitsins. Einhver kann að undrast hvers vegna Reykjavíkurborg leigi út shkt hús- næði en þar sem borgin ber ábyrgð á heilbrigðiseftirhtinu þá er það mun auðveldara fyrir borgina að leigja út heilsuspUlandi íbúðir heldur en einstaklinga sem eiga lausar kjallarakompur eða fúin háaloft. En þetta höfðu þeir Steingrímur og Jón Baldvin upp úr því að halda því fram að Davíð ætti nú að fresta ráðhúsinu og hitaveituvertshús- inu. Borgarstjóri verður auðvitað að sýna ráðherranum þáð svart á hvítu að hann á ekki í neinum vandræðum með að fjármagna þessar bráönauðsynlegu fram- kvæmdir. Og menn skulu athuga það áð þessar byggingarfram- kvæmdir era nátengdar og því ómögulegt að hætta við aðra. Það era nefnUega taldar sterkar líkur á því að ekki verði hægt að horfa tU Tjamarráðhússins úr gíuggum neins þeirra 100 veitingahúsa sem fyrir eru í borginni. En með því að byggja nógu niyndarlega ofan á hitaveitutankana er von til þess að þaðan megi líta augum ráðhúsið fagra þar sem það speglar sig í Tjörninni. En allt kostar þetta sitt og leiguhðar borgarinnar veröa auðvitað að leggja sitt af mörkum sem aprir, hvort sem þeir fá til þess peninga hjá ríkinu eða meö því að spara við sig. Gamla fólkið getur til dæmis dregið úr þessu eilífa ýsu- áti, enda ýsan orðin svo dýr aö það nær engri átt að ætla aö hafa þetta á borðum upp á hvem dag. Það er mun ódýrara að elda hafragraut sem er hollur matur og saðsamur. Jafnaðarstefna hefur sem sagt haldiö innreið sína í borgarstjórn ReykjavUcur og er það vel. Aukin jöfnuður næst því aðeins að þeir tekjuhæstu beri meira af sam- neyslunni er okkur sagt og leigu- hækkun borgarinnar er spor í þá átt að ná því takmarki. Það er vandséð hvort kemur leiguhöun- um meira til bóta, hækkun húsa- leigunnar eða hækkun á viðmiöunargrunni fyrir fjárhags- aðstoð. En þegar þessar aðgerðir báöar eru lagðar saman hlýtur að koma út stóraukin veUíðan þessa fólks sem leigir af borginni, hvort sem það kemst yfir heilsuspiUandi húsnæði eöa verður að láta sér nægja gott húsnæði. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.