Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1988, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1988, Side 10
10 MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 1988. Uúönd Byrd lætur af formennsku Palestínumenn við tjald sem þeir reistu á rústum heimilis síns sem ísraelskir hermenn eyðilögðu nýlega.Síma- mynd Reuter Halda áfram brottvísunum Leiðtogi demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, Robert Byrd, til- kynnti í gær að í lok næsta árs myndi hann hætta forystu demókrata á þingi. Sú ákvörðun hans er vís til að leiða til mikillar baráttu á meðal demókrata um hver eigi aö taka við af honum. Að minnsta kosti þrír valdamiklir öldungadeildarþingmenn hafa látið í ljós að þeir gætu hugsað sér að tak- ast á viö verkefnið. Byrd, sem er orðinn sjötugur, mun bjóða sig fram til þingkosninga í nóv- ember. Hann segist munu geta gert kjósendum meira gagn sem formað- ur einhverrar helstu nefndar þings- ins. Byrd var kjörinn öldungadeild- arþingmaöur árið 1958 eftir að hafa verið sex ár í fulltrúadeildinni. Hann hefur verið leiðtogi demókrata frá 1977, fyrst sem leiðtogi meirihlutans og svo sem leiðtogi minnihlutans á árunum 1981 til 1987 þegar repúblik- anar höfðu meirihluta í deildinni. Eftirmaður Byrds verður valinn eftir kosningamar í nóvember. Byrd kveðst ekki munu styðja neinn sér- stakan. Þeir sem helst hafa verið nefndir í þessu sambandi eru Daniel Inouye frá Hawaii, Bennett Johnston frá Louisiana og George Mitchell frá Maine. Edward Kennedy frá Massac- husetts vildi í gær ekkert segja um hvort hann myndi reyna að hljóta embættið. Forsætisráðherra Israels, Yitzhak Shamir, segir að þrátt fyrir mótmæli erlendis muni verða haldið áfram að vísa Palestínumönnum úr landi vegna starfsemi gegn ísrael. AttaPalestínumennvoruíluttirfrá ísrael til Líbanons á mánudaginn og í kjölfar þeirrar brottvísunar bloss- uöu upp óeirðir. ísraelskir hermenn særöu rúmlega fjörutíu Palestínu- menn á Gazasvæðinu en fimm þeirra sem vísað var úr landi voru frá því svæði. Bandarísk yfirvöld kváðust í gær harma brottvísunina og bresk yfir- völd fordæmdu hana sömuleiðis. í ræðu, sem sendiherra Bandaríkj- anna í ísrael, Thomas Pickering, hélt í Jerúsalem í gær lýsti hann yfir áhyggjum sínúm yfir því að ísraelsk yfirvöld hefðu traðkaö á lagalegum rétti Palestínumannanna þó svo að þeir gætu áfrýjað til hæstaréttar í Israel. Nú hafa að minnsta kosti hundrað þrjátíu og níu Palestínumenn fallið fyrir byssukúlum ísraelskra her- manna frá því að óeirðirnar hófust i desember síðastliðnum. Tveir ísra- elsmenn hafa fallið í átökum. Henry Kissinger, fyrrum utanrík- isráðherra, hafnaði í gær tillögu Richards Nixon, fyrrum Bandaríkja- forseta og yfirmanns Síns, um að gerast sérstakur milligöngumaður í málefnum Miðausturlanda. Kvað hann slíkan milligöngumann eiga að vera í utanríkisþjónustunni og ekki einungis hafa áhrif á samningavið- ræður í Miðausturlöndum heldur einnig milli austurs og vesturs. Eftir tólf ár sem leiðtogi demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings til- kynnti Robert Byrd í gær að hann myndi ekki gefa kost á sér aftur í það embætti eftir kosningarnar í haust. Sfmamynd Reuter Heímílístækí sem bíða ekki! I<\ Vil i rri k m i þurrkari ehlavél frystikistá Nú er ekki eftir neinu aö bíða, þú verslar í Rafbúö Sambandsins fyrir 100 þúsund og getur þá keypt öl! heimilistækin í einu, valið sjálfur hvert tæki af ótal gerðum í pakkann, bætt sjónvarpi, videotæki eða hrærivél við og skipt greiðslum jafnt niður á 24 mánuði. Engin útborgun og fyrsta greiðsla eftir einn mánuð. Enginn íslenskur raftækjasali hefur boðið slík kjör - hvorki fyrr né síðar. Hafðu sam- band við Rafbúð Sambandsins strax - það er ekki eftir neinu að bíða. IMÉll fÍfSHS a þessum kjorunr &SAMBANDSINS ÁRMÚLA3 siml-687910 ÍOOOOO ÍB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.