Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1988, Qupperneq 15
MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 1988.
15
Frelsisópið
Um þessar mundir er verið að sýna
í Reykjavík kvikmyndina Cry
Freedom sem gerð er af Richard
Atthenborough eftir sögu og eigin
reynslu blaðamannsins Donalds
Woods. Myndin hefur vakið
nokkra umræðu um stjórnarfarið
í Suður-Afríkulýðveldinu, umræðu
sem er að vísu nærri öll á sama
veg, þ.e. fordæming. Hins vegar
hafa menn nokkuð velt því fyrir sér
hvort viö íslendingar, fátækir og
smáir, eigum að taka þátt í viðleitni
annarra til að stuðla að breytingum
á stjóbiarfarinu þar í landi eöa
hvort við eigum að segja sem svo:
Viö höfum nóg af vandamálum hér
heima fyrir og eigum ekki að vera
að skipta okkur af kúgun, misrétti
og manndrápum annars staðar;
eða; Þessir Afríkumenn byrja að
drepa hver annan um leiö og sleppt
er af þeim hendinni; og: Afríku-
menn eru ófærir um að stjóma sér
sjálfir, bæði í efnahagslegu og
stjómarfarslegu tilliti.
Þeim fækkar þó óðum sem þann-
ig hugsa og við tökum á ýmsan
hátt afstöðu til kynþáttastefnu S-
Afríkustjómar bæði í félagsskap
Norðurlandaþjóðanna og á vett-
vangi hinna Sameinuðu þjóða, það
er þó ekki svo að við höfum verið
svólítið tvístígandi hingað til?
Þróunarsamvinna Norður-
landa og SADCC-ríkja
Árið 1980 stofnuðu hin nýfrjálsu
ríki, sem næst em Suður-Afríku-
lýðveldinu, efnahagsbandalag í
líkingu við Efnahagsbandalag Evr-
ópu. Skammstöfun fyrir heiti þessa
bandalags er SADCC og þátttöku-
þjóðimar níu. Norðurlandaþjóð-
imar allar ákváöu að stofna til
sérstaks átaks í þróunarsamvinnu
við þessi ríki og undirrituðu þar
um yfirlýsingu í janúar 1986. Rauði
þráðurinn í samstarfssamningnum
Kjallarinn
Björn Dagbjartsson
matvælaverkfræðingur
ekki að neita að óskir um hemað-
araðstoð, sérstaklega frá Moz-
ambique, verða æ háværari.
Jafnvel prestar og trúboðar sár-
biðja opinskátt um vopn til að verja
sig og skjólstæðinga sína. Allir vita
þar um slóöir að skæruliðamir
skreppa bara suður yfir landamær-
in til að ná sér í vopn, vistir og
liðsauka. Þaö er heldur ekkert
leyndarmál áð flutningatæki, olíu-
vömr og vistir, sem tilheyra
ýmsum norrænum verkefnum, er
„lánað“ hermönnum stjómarinn-
ar. Mörg hundrað heimavamarliða
eru á verði í bækistöðvum okkar
úti um allt land. Það á að heita svo
að stjómin borgi þeim laun og sjái
um vopn en við íslendingar mætt-
um staldra við þá hugsun að
svokallað MONAP-verkefni (Moz-
„Við erum ekki hlutlaus í þessum átök-
um. Við töldum okkur hafa verk að
vinna með MONAP-áætluninni og við
endurnýjuðum stuðning okkar við
SADCC-ríkin með hátíðlegri undir-
skrift fyrir rúmum tveimur árum. Það
er ætlast til þess að við stöndum við
orð okkar.“
er aö styrkja SADCC-þjóðirnar til
sjálfstæðs efnahagslífs, hjálpa þeim
til að veröa óháðar S-Afríku, leitast
við að einangra S-Afríku frá ná-
grönnum sínum.
Þessi aðstoð Norðurlandanna,
sem er orðin geysiöflug nú, um 1000
milljónirBandaríkjadala á ári auk
ýmissa lánasjóða og „eldri“ skuld-
bindinga, hefur hingað til verið háð
því skilyröi aö hún skuli ekki nýt-
ast til hernaðarþarfa. En því er
ambique-Nordic Agricultural
Project), sem við höfum tekið þátt
í í mörg ár með 4-5 millj. ísl. kr. á
ári, hefur oft orðiö fyrir barðinu á
skæruliðum og stjómendur verk-
efnisins, Svíar og Danir, hafa tekiö
það ráð fyrir löngu að reyna að
veria sig með heimavarðliði og fyr-
irgreiðslu við stjómarhermenn.
Við emm ekki hlutlaus í þessum
átökum. Við töldum okkur hafa
verk að vinna með MONAP-áætl-
„Fyrirtæki i eigu Norðurlandabúa versla viö S-Afríku, jafnvel selja þang-
aö hergögn," segir m.a. i greininni. S-afrísk óeirðalögregla aö störfum.
uninni og við endurnýjuðum
stuðning okkar við SADCC-ríkin
með hátíðlegri undirskrift fyrir
rúmum tveimur ámm. Það er ætl-
ast til þess að við stöndum við orð
okkar.
Hinn alþjóðlegi tvískinnung-
ur
Það skortir ekki á yfirlýsingar
allra mögulegra alþjóðasamtaka og
ríkja sem fordæma kynþáttastefnu
S-Afríkulýöveldisins. Flest íþrótta-
sambönd, menningarsamtök og*
stjórnmálahreyfingar heimsins
útiloka S-Afríku. Sameinuðu þjóð-
imar og aðrar alþjóðastofnanir
samþykkja fordæmingarályktanir
í gríð og erg en allt kemur fyrir
ekki. Botha og félagar halda sínu
striki.
Á einu sviði hefur hin alþjóðlega
samstaða gegn S-Afríku brostið.
Efnahagslegar þvinganir, svo sem
viðskiptabönn, hafa ekki náð fram
að ganga. Bæði er það aö nokkrar
þjóðir, t.d. Bandaríkjamenn og
Bretar (og íslendingar), hafa ekki
sett S-Afríku i viðskiptabann með
þaim rökum að viðskiptabönn hrífi
ekki og hafi aldrei gert. Það er sjálf-
sagt mikiö til í því og það er einmitt
að gerast núna í þessu máli. Ríkis-
stjómir hinna Norðurlandanna
fylgja mikilli harðlínustefnu í við-
skiptabanni á suður-afríska lýð-
veldið og þarf ekki að efast þar um
góðan vilja ráðamanna og mjög
öflugan stuðning almennings.
Engu að siður er það fullvíst að
fyrirtæki í eigu Norðurlandabúa
versla við S-Afríku, jafnvel selja
þangað hergögn.
S-Afríka er feiknalega auðugt
landsvæði og sjálfsagt mjög gott að
reka þar dótturfyrirtæki eða útibú.
Einstaka alþjóöleg stórfyrirtæki
em þó að loka þar og koma sér í
burtu. Sú hreyfing er þó ekki al-
menn ennþá en þegar flótti fyrir-
tækja hefst þá verður hann ekki
stöðvaður frekar en í Angóla þar
sem tugir eða hundmð evrópskra
fyrirtækja og tugþúsundir starfs-
manna hurfu á braut á nokkrum
vikum. Hve langt er í þann dóms-
dag í S-Afríku er óvíst.
Ymsum hættir til að tala um
kommúnisma í sambandi við frels-
ishreyfmgar blökkumanna í Afr-
íku. Evrópsk „ismahugtök" passa
ekki í Afríku og svo mikiö er víst
að þjóðir sem taldar vom undir
dæmigerðri „kommastjóm" eins
og Grænhöfðaeyjar, Guinea Bissau
og fleiri, em búnar að fá meira en
nóg af Rússum. Þaö er undarleg
þversögn aö á meðan Bandaríkja-
stjórn styður Bothaleppinn Jónas
Sawinbi og skæruliöa hans í An-
góla þá tekur her „kommasljómar-
innar“ í Luanda að sér að veija
bandarískar eigur og olíumann-
virki fyrir þessum sömu skærulið-
um.
Björn Dagbjartssón
Tónlistaruppeldi á
dagvistarheimilum
Dagana 14.-16. apríl verður hald-
in ráðstefna um uppeldi og mennt-
un forskólabama á vegum
Fóstrufélags íslands á Hótel
Holiday Inn. Eitt af sviðum dagvist-
amppeldis er tónlist. Á undanfórn-
um ámm hefur gildi tónlistarupp-
eldis verið gefmn meiri gaumur,
en það hefur því miður verið of lít-
ið notaö til þessa. Ef til vill hafa
fóstmr og kennarar verið ragir við
þetta uppeldisform - ekki tahð sig
hafa næga þekkingu á tónlist. En
sú hræðsla er óþörf, því til að nota
tónlist með börnum þarf ekki svo
mikla tónlistarmenntun.
í Uppeldisáætlun fyrir dagvistar-
heimili segir frá viðurkenndum,
amerískum tónhstaruppeldisfræð-
ingi sem telur að fóstran þurfi að
hafa eftirfarandi eiginleika: Vera
sannfærð um aö tónhst sé mikil-
væg fyrir börnin, hafa áhuga á að
auka tónhstarfærni sína, hafa
áhuga á tónhst og hafa yndi af
henni, geta fylgt stöðugum púls eöa
einfóldum hrynmynstrum, vera
lagviss og geta sungiö hreint og
geta greint milh hljóða og greint
frumþætti í tónhst (blæ, styrk,
hraða).
En hvaö felst í hugtakinu tónhst-
amppeldi? Þegar talað er um
tónhstarappeldi er ekki einungis
átt við söng og hijóðfæraleik, held-
ur er það mun víðtækara. Til þess
telst m.a.: Söngur, hreyfing, hlust-
un, hljóðfæraleikur og ýmsar
hrynæfingar.
KjaUarinn
- Bergljót Björg
Guðmundsdóttir
fóstra
Söngur
Sönglög valin m.t.t. söngþarfa
bamanna. Lögð er áhersla á að efla
sönggleði bamanna og íjölbreytt
lagaval. Oft er gott að byria á að
kenna texta lagsins og hafa hann
yfir með hljóðfahi lagsins. Ekki er
síður mikilvægt að efla hinn
„frjálsa söng“ bamsins. Barnið
syngur þá „upp úr sér“ sín eigin
lög.
Hreyfing
Bömin hreyfa sig þá ýmist frjálst
eftir tónlist eða fariö er í skipulagða
hreyfileiki með tónlist. Hreyfingin
á að vera í nánum tengslum við
ímyndunarafl og sköpun. Bömin
læra að túlka og taka eftir hraða
og mismunandi blæbrigðum tón-
hstar. Oft eru notuö ýmis hjálpar-
tæki til að stækka hreyfinguna og
auka á spennuna, t.d. bjöllubönd
um úlnhöi eöa ökla og borðar í
ýmsum htum. Með hreyfmgunni
eflum við hkamsvitund og hreyfi-
þroska bamanna. Einnig læra þau
að túlka mismunandi tilfinningar
eftir blæbrigðum tónlistarinnar -
er lagið glaðlegt/sorglegt, dimmt/
bjart, hratt/hægt o.s.frv.
Hlustun
Hljóðheimur nútímans er orðinn
„Ef til vill hafa fóstrur og kennarar
veriö ragir við þetta uppeldisform -
ekki talið sig hafa næga þekkingu á
tónlist. En sú hræðsla er óþörf..
„Lögð er áhersla á að efla sönggleði barnanna og fjölbreytt lagaval, “
segir greinarhöf. m.a.
mjög flókinn og oft erfitt að ein-
beita sér að þvi að sundurgreina
hljóðin.. Á tímum síbylju og hraða
er mikilvægt að geta „lokað sig af ‘
og slakað á. En við þurfum hka að
þekkja hljóðheiminn m.a. til að
forðast hættur. Það þarf að örva
börnin til að hlusta á þau hljóð sem
umhverfið býður upp á.
Farið er í ferðir og safnað hljóð-
um sem síðan er unnið úr, t.d. með
þvi að túlka hljóðin í htum og fram-
leiða þau hljóö sem á vegi okkar
veröa. Hægt er að búa til heil tón-
verk með börnunum úr þeim
hljóðum sem safnað hefur verið og
oft eru notaðir til þess ýmsir hljóö-
gjafar úr náttúrunni, þ.á m. stein-
ar, spýtur o.fl. sem sáfnað var í
ferðinni.
Börnin læra einnig aö hlusta á
tónhst og smám saman greina hana
í fmmþætti sína eins og lengd, hryn
og blæbrigði. Bömin læra að
þekkja hljóðfærin sem leikið er á í
þeim verkum sem þau heyra. Sú
tónhst, sem best hæfir th þess, eru
ýmis tóndæmi tekin úr sígildum
tónverkum, valin m.t.t. barna, s.s.
Karnival dýranna e. Saint Saens,
Pétur Gautur e. Grieg, Hljómsveit-
in kynnir sig e. Britten og fjölmörg
fleiri. Einnig er mikilvægt að börn-
in læri að hlusta á talað orð án
mynda, sögur, leikrit o.þ.hl
Hljóðfæraleikur
Notuð em hefðbundin hljóðfæri
sem hæfa bömum s.s. sleglar,
trommur, hristur og gjöh, en einnig
notum viö óhefðbundin hijóðfæri
s.s. Ukama okkar, steina, pappír og
alla mögulega hljóögjafa.
Hrynur
Með hrynæfingum lærast styrk-
leikabreytingar og hraði og við-
brögð em efld. Til þess em notaðir
ýmsir hljóðgjafar, leikin tónhst og
röddin. Til að kenna hrynjandi
máls em gömlu þulumar okkar
heppilegar. Með því að nota þulu-
formið varðveitist einnig sú
menningararfleifð okkar sem hef-
ur varðveist mann fram aö manni
frá fornu fari. Hægt er aö nota
hvers kyns raddhljóö, orö, máls-
hætti, vísur, þulur og ljóð í tón-
sköpun og hrynleiki og skapa þar
með margvisleg tónhstarform.
Lokaorð
Það er ljóst að notkun tónhstar í
uppeldi ungra bama er mjög mikil-
væg til að efla alhliöa þroska barna.
Bent skal á að rannsóknir, sem
gerðar hafa verið um tónlistar-
þroska, hneigjast að því að
næmiskeið hans sé mikilvægast á
forskólaámnum.
Tahö er að það dragi jafnvel úr
þessu næmiskeiði eftir 6 ára aldur,
því er brýnt aö hefja tónhstampp-
eldi fyrir þann tíma. VU ég því
hvetja allar fóstmr og aðra upp-
alendur til að hlúa að þessum þætti
uppeldisins og hefjast strax handa
við tónsköpunina.
Bergljót Björg Guðmundsdóttir