Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1988, Qupperneq 31
MIÐVIKUDAGUR 13. APRlL 1988.
31
LífsstOl
Þessi mynstur og mörg önnur klæða nú nýtísku sófa, t.d. i Chesterfield stíl.
vitað verður að vera smekklegur.
Það gamla sem maður á eða langar
í getur maður vel og smekklega kom-
ið saman á einfaldan hátt. Þess
verður auðvitað að gæta með álla
aukahluti að þeir skemmi ekki fyrir
húsgögnunum þannig að of margir
hlutir og Utir skemmi fyrir annars
góðri uppstillingu."
Parket, litir og leður
- Hvað einkennir útlit heimila í dag
ef tekið er mið af því sem upp á er
boðiö?
„Já, það er óhætt að tala um mikla
litadýrð nú miöað við það sem áður
var. Sófar t.d. eru orðnir þannig að
maður nefnir aðeins htinn eða htina
sem maður vih hafa á honum, hann
er einhvers staðar til. Líttu bara í
kringúm þig. Leður er oftast nær
svart eða hvítt hér á landi, en það
er nú meira farið að sjást í htum eins
og bláu eða grænu eða einhveiju
ööru.
Því má vel halda fram um leðrið
að það sé sígilt. Það hefur ekki þá
eiginleika eins og flest annað að
verða þreytulega snjáð og gamalt,
heldur verður það fallegt með aldrin-
um. Leðurlíki er mikið í umferð á
markaðnum, efni sem ekki hefur
sannað ghdi sitt í mörg ár en hefur
þó mjög svipað útht og leður og er
mikið ódýrara. Framtíðin sker svo
úr um hvort það endist jafn vel og
ekta leðrið.
Venjulegu leðri er annars gott að
raða saman, í rauninni með hveiju
sem er, það er ahtaf síght. Gömul
leðurhúsgögn eru sígild á flestum
stöðum. Oft er einhver spuming um
hönnunina, sem getur verið gömul,
að öðru leyti er alltaf veriðað hanna
úr leðri ásamt nýjum efnum: leður
og króm, leður og gler eða eitthvað
annað.
Annað sem einkennir vissulega
útht heimha eða réttara sagt gólfa
er hið vinsæla parket sem gefur öh-
um híbýlum hlýlegt útht. Parket-
notkun hefur svo sannarlega aukist
tíl muna á seinni árum. Hér er um
að ræða í flestum tilfehum eitthvert
varanlegasta efni sem sett er á gólf,
svo framarlega sem valið er parket
úr efni sem er shtsterkt.“
Eyddu í staði sem
þú ert mest á
-Á hvað á að leggja áherslu þegar
raöaö er upp?
„Heimili er aUtaf heimih, en það er
misjafnt hve mUílum tíma maður
eyðir á hveijum stað fyrir sig. íhúðir
eru hannaðar á mismunandi hátt
þannig að ekki er hægt að ganga út
frá einhveijum algUdum reglum, auk
þess sem lífsmynstur einstaklinga er
mjög mismunandi. Þó ber að leggja
aðaláherslu á að skapa sér umhverfi
þar sem maður er ánægður. Eyða
ekki offjár í t.d. dýrt sófasett í stof-
una, þar sem maður er ef tíl vill
sjaldan. Margir sitjalangtímum sam-
an yfir sjónvarpi, a.m.k. á vetuma,
og þá gjarnan í sjónvarpsherbergi
eða sjónvarpshoh. Fólki hættir til að
hafa þar gömul og jafnvel óþægileg
húsgögn og lætur síðan betri hús-
gögn standa ónotuð inni í stássstofu.
Þessi regla getur auðvitaö gUt um
eldhús eða aðra staði í húsi eða íbúð.
Það þarf b'ara að gera sér nokkuð
góða grein fyrir því hvar maður held-
ur oftast tíl. Það má segja að þetta
gildi aöallega um íbúðir sem bjóða
upp á einhveija valmöguleika. í
íbúðum sem eru aðeins tveggja her-
bergja eru þessir valkostir varla fyrir
hendi vegna smæðar.
Nota aukapláss sem
vinnuaðstöðu
- Er ástæða tU að breyta því hvem-
ig nota skal íbúðina?
„Hingað til hafa svefnherbergi verið
höfð tUtölulega stór, þó kannske ekki
stærst því stofan er yflrleitt stærri.
Barnaherbergi virðast réttilega vera
að stækka að einhveiju leyti. Segjum
að um sé að ræða þriggja herbergja
íbúð með nokkuð rúmgóðum her-
bergjum. Þá er sjálfsagt að nota
svefnherbergi sem vinnuaðstöðu fyr-
ir foreldra ef hægt er. Fólk dvelur
yfirleitt aðeins um nóttina í þessum
herbergjum. Hvers vegna ekki að
útfæra stóran íverustað á þann hátt
að hægt sé að nota hann sem mest?
T.d. að koma fyrir skrifborði þar sem
annars er snyrtiborð og hafa snyrti-
aðstöðu á baðherbergi.
Geymslur og fatahengi em oft á
tíðum þannig að auðvelt er að nota
þau undir eitthvað annað en endilega
fot. Hægt er að taka hurðir af, setja
góða lýsingu og gera góða aðstöðu
sem ekki kallar á mikið pláss.
Barnaherbergi em líklegast þau
herbergi þar sem fijálslegast hefur
yerið farið með liti á veggi og hús-
gögn. Það er mikUvægt að hanna þau
á þann hátt að börnum líði sem best
í herbergi sínu. Að þau tolli sem best
á þeim stððum sem þeim er ætlað að
vera á. Bamaherbergi bjóða oft upp
á þann möguleika að auðveldlega er
hægt að ráðstafa rýminu fyrir skyn-
samlega hluti og vera síðan á
varöbergi með breytingar á þroska
og hegðun bama um það hvort þau
notfæri sér þá möguleika sem boðið
er upp á og brey ta þá ef s vo ber undir.
Klassísk uppröðun að hverfa
Er hægt að vera svolítið frjálslegur
í vah húsgagna núna?
„Já, það er engin spurning. Mögu-
leikarnir eru óteljandi hvað það
varðar. Hin hefðbundna uppröðun
sem þú kannast viö, 3+2 + 1, er nú
aö detta út eða er dottin út, ef hugsað
er til hönnunar húsgagna. Ef við setj-
um þetta upp í töluform má alveg
eins segja að 2+2 og 3 + 3 sé algengt
eða 2 + 1 + 1 þar sem sófi er kannske
í rósóttu eða marglitu áklæði en stól-
ar eru einlitir og þá kannske í sitt-
hvorum litnum! Áfram er hægt að
láta sér detta í hug 1 +1 +1 +1 í kring-
um borð og enginn sófl. Spumingin
hlýtur alltaf aö vera sú hvaða kröfur
gerir þú til heimilis þíns, í hvaða lit
eða formi viltu hafa þaö? En víst er
að auövelt er að vera í takt við tím-
ann. Hinir klassísku skápar og
hillur, eða öllu heldur skápahillur,
eiga ekki upp á pallborðið núna eins
og áður. Hillusamstæður voru nokk-
uð sem víða sást og sést auðvitað
enn, því ekki er því kastað á glæ sem
gagn gerir. Hins vegar eru í tísku-
straumum núna hillur úr málmi sem
frekar létt yfirbragö er yfir. Rörahill-
ur væri hægt að kalla það.
Lýsing tvöfaldar fegurð
Viljirðu leggja einhveija höfuð-
áherslu á sérstök eða falleg húsgögn,
má tvöfalda fegurð eða áhrifamátt
hlutarins með góðri lýsingu. Hvað
góð lýsing er skal látið ósagt, leik-
maðurinn getur alltaf prófaö sig
áfram. En umfram allt er gott að
hafa í huga að lýsing er mikilvægari
en jafnvel sjálf hönnun húsgagna
þegar skyggja tekur. Því má svo ekki
gleyma að útlitið er ekki aðalatriðið,
heldur einnig notagildi 'og ekki unir
neinn sér þannig að fá lýsingu fram-
an í sig. Því er vel hægt að halda fram
að með lýsingu sé hægt að gera mjög
fallegt hjá sér og það sér hver maður
að stemning skapast yfirleitt við
rétta lýsingu. Þessu ræður maður
öllu sjálfur."
Smáhlutir mikilvægir
-Hvaö viltu segja um heildarsam-
setningu í herbergi?
„Víst er að litur á veggjum skiptir
miklu með að kalla fram fegurð hús-
gagna og þess sem inni er. Grár litur,
til dæmis á vegg, passar betur við
hvít húsgögn en hvitur litur. Það
verða að vera ákveðnar andstæður.
Hvítt og hvítt getur virkað klaufa-
legt, þannig að húsgögn og veggur
keppi við hvort annað. Smáatriði á
borð við gólfmottur, gardínur, ljósa-
krónur og myndir á veggjum eru í
raun aðalatriði þegar öllu er á botn-
inn hvolft. Þetta hefur allt mikið að
segja varðandi heildarútkomu her-
bergisins. Þaö er mikilvægt að hafa
réttan ht á veggjum sem hjálpar hús-
gögnum til að njóta sín, en er ekki í
samkeppni við þau. Þetta ber að hafa
í huga. Velja stóra hluti í samræmi
við góðan ht á veggjum, stílfæra síð-
an með litlum hlutum, eins og áður
sagði, og lýsa síðan á huggulegan og
notadrjúgan hátt.
-ÓTT.
Leður þarf ekki að vera svart eða hvítt eins og svo víða sést á íslandi. Hér eru beige-litir leður-
sófar, 3 + 3. Stakur stóll við hliðlna gefur settinu skemmtilegri svip. Gardinur eru einfaidar og
snúnar að ofan, en það sem skýlir gluggum eru gular rúllugardinur. Gróðurinn er siðan atriði
sem alltaf fegrar umhverfi sitt.
Hér má sjá vissa hrynjandi á milli mynda vinstra megin, setu á stólum og. sófa. Grunnur i
myndum og Ijósakróna fá borðstofusettið til að njóta sin. Litur á veggnum er talsvert öðruvísi
en hvíti liturinn svo Ijósu litirnir keppi ekki hvor við annan.