Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1988, Page 13
LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1988.
13
,Taj Mahal er hvorki fyrsta flokks né þriðja flokks sýnishorn af indverskum matstað eins og við þekkjum frá
vestrænum stórborgum.
i * 1
Heimsborgarbragur
við Bröttugötu
Jónas Kristjánsson skrifar um veitingahús
Þar sem við höfum öðlazt nokkra
kínverska og jafnvel ítalska veit-
ingastaði á Reykjavíkursvæðinu,
var orðið hæfilegt, að komið yrði
upp indversku veitingahúsi. Það er
því tímanna tákn, að indverskur
veitingasalur er tekinn til starfa
uppi á lofti bakhúss Fógetans við
Aðalstræti.
Indversk veitingahús eru, eins og
kínversk og ítölsk, merki þess, að
stórborgarsnið sé að færast á sam-
félagið. Nú vantar okkur eiginlega
bara japanska matstofu, til dæmis
sushi-bar, til að telja höfuðborgar-
svæðið hafa opnað gluggana
gagnvart umheiminum og vera
endanlega komið í tölu stórborga
heimsins.
Þægilega fátæklegt
Taj Mahal er ekki áberandi,
þótt veitingastaðurinn sé í hjarta
bæjarins. Inn í matstofuna er geng-
ið annaðhvort frá Aðalstræti,
gegnum veitingahúsið Fógetann,
eða frá Bröttugötu, þar sem fariö
er inn um bakdyr á húshomi og
komið beint inn á þröngan stiga
milli hæða í bakhúsi gamla Innrétt-
ingahússins. Lítið skilti er á
gatnamótunum, annað yfir hom-
dyrunum og raunar hið þriðja við
inngang Fógetans.
Um 50 sáttir geta þröngt setið í
Taj Mahal. Sjaldan reynir þó á
þrengslin, því að íslendingar hafa
ekki enn uppgötvað staðinn. Þægi-
legt er að sitja til borðs, því að
stólar em bakháir og búnir van-
daöri klæðissetu. Ljósir veggir og
rautt teppi em hlutlaus einkenni
þægilega fátæklegs húsnæðis, þar
sem lágt er til lofts. Gluggar .eru
eiginlega aðeins á einn veg, þaðan
sem útsýni er milli pottablóma yfir
í sóðaskapinn í gmnni tumsins,
sem rísa á við hhð Morgunblaðsins.
Fátt er indverskt í húsbúnaöi.
Silkislæður hanga þó hér og þar á
veggjum og.fyrir gluggum eru silki-
fjöld. Ennfremur er útskurður á
veggjum. Rauðu plattarnir undir
diska og hitabakkarnir, sem aðal-
réttimir em geymdir á, minna
fremur á kínverska eða indónes-
íska veitingastaði en indverska.
Niðursoðin tónlist að tjaldabaki er
hiö indverska við staðinn, fyrir
utan matinn, sem gefur furðanlega
fiölbreytta innsýn í indverska mat-
argerð.
Indversk síbylja
Nýr matseðill er á næsta leiti í
Teó Mahal, en til skamms tíma hef-
ur veriö þar langur seðill eins og
kínverskur og endurtekur sömu
tilbrigðin í síbyjju, tandoori, biry-
ani og karrí. Seðillinn hefur svipuð
síbyljuáhrif og indversk tónlist.
Sjálfsagt er að byrja á að panta
sér brauð til að hafa eitthvað að
sýsla, meðan verið er að velja af
seðhnum. Boðið er upp á ýmsar
útgáfur af Nan og Pappadam.
Nán er heitt og seigt flatbrauð,
bakað í tandoori-leirofni. Hægt er
að fá það í venjulegri mynd, eða
með tvenns konar fylhngu.
Pappadam er næfurþunnt og
stökkt brauð, sem er gert úr sól-
bökuðu baunadeigi og síðan djúp-
steikt. Báðar brauögerðimar vom
frambærilegar í Taj Mahal, en mun
meira varið er í Nan.
Sheikh Kebab var sterklega
krydduð lambakjötsrúha, eins og
pylsa í laginu, bökuð í tandoori-
ofni, dálítið þurr og hörð.
Karrílagaðar rækjur vom meyr-
ar og þrælsterkar, bezti forréttur-
inn, bomar fram með Puri, sem er
svipað brauð og Nan, en ekki bak-
að, heldur djúpsteikt.
Laukbohur voru skemmtilega
sérkennilegar, hæfilega bragö-
5?
N
Kokkahúfur eru fyrir matreiðslu og
blóm fyrir umhverfi og þjónustu, en
krónupeningarnir tákna verðlagið.
sterkar, en ósköp þurrar, bomar
fram á hrásalati.
Ég reiknaði með, aö Dhal súpan
væri kálsúpa, en hún er í Taj Ma-
hal sögð vera hnsubaunasúpa.
Altént var þetta sæmilegasta súpa,
með kröftugum sítrónukeim.
Misjafnt Tikka
og Tandoori
Kjúkhnga-Tikka vom krydd-
legnir Kjúkhngabitar, bakaðir í
tandoori-ofni, bragðsterkir og
meyrir, góðir á bragöið. Kryddið í
þessu tilviki sem og öðmm, sem
hér er sagt frá, var að mestu leyti
karrí, blandað jógúrt.
Sami rétturinn er líka aðalréttur
og heitir þá Kjúklinga Tikka
Kebab, borinn fram snarkandi og
reyndist vera bezti aöalrétturinn,
sem prófaður var, bragðsterkur og
meyr í senn.
Tikka Massala vom sams konar
kjúkhngabitar, en ekki bomir fram
snarkandi, heldur í rauðri jógúrt-
sósu, mjög góðri. Gott var að dýfa
brauðinu í sósuna tíl að ná henni
upp. Kjúkhngabitamir sjálfir voru
í þurrasta lagi.
Tandoori-kjúkhngur var afleitur,
eldrauöur í gegn, alveg bragðlaus
og þurr, leiðinlegt sýnishom af
kunnasta rétti Indlands. Þetta voru
töluverð vonbrigði, því að indver-
skir veitingastaðir eru oft metnir
eftir þessum einkennisrétti, sem
þeir ahir bjóða. Milt rækjukarrí
var kennt við Kasmír, borið fram
með ananas -og banana, sem yfir-
gnæfði í bragði. Ananas og banani
vom einnig með ánægjulega meyru
og karríkrydduðu Kasmír-lambi,
sem var mun kryddaðra en rækju-
karríið.
Lamba Biryani var boriö fram á
skrautlegum hrísgrjónum, sem
vom htuð með kryddi á ýmsa vegu.
Biryani-hrísgijón em steikt í meira
smjöri eða grænmetisolíu en saffr-
an-krydduðu Pulau-hrísgrjónin,
sem einnig fást í Taj Mahal. Þessar
tvær matreiðsluaðferðir hrísgrjóna
einkenna veitingastaðinn á svipaö-
an hátt og tandoori-leirofninn og
karríkryddiö.
Eftirréttir era engir á matseðhn-
um, enda er indversk eldamennska
ekki þekkt fyrir góða eftirrétti.
Hins vegar em á seðlinum ýmis
vond borðvín, sem mættu missa
sig.
Heitir dúkar
Þjónusta var fagmannleg og
frambærileg. Beztir voru heitu
dúkamir, sem við fengum th snyrt-
ingar eftir matinn. Þeir hefðu þó
mátt vera heitari.
Mér fannst Taj Mahal nánast
vera frambærilegur fuhtrúi ind-
verskrar matreiðslu og endur-
spegla hana betur en kínversku
veitingastaðimir sína matreiðslu.
Staðurinn er aðeins opinn á kvöld-
in. Verðlagið er fremur lágt, lægra
en gengur og gerist á austrænum
veitingastöðum höfuðborgarsvæð-
isins. Miðjuverð forrétta var 395
krónur og aðalrétta 972 krónur.
Taj Mahal er hvorkj fyrsta flokks
né þriðja flokks sýnishom af ind-
verskum matstað eins og viö
þekkjum þá frá vestrænum stór-
borgum. Ef matreiðslumaöurinn
nær tökum á tandoori-kjúkhngi,
má hta á staðinn sem frambærhegt
annars flokks veitingahús, sem
notast má viö, þegar langt er th
næstu Lundúnaferðar. Taj Mahal
getur því átt erindi við okkur.
Jónas Kristjánsson
Útboð
Efnisvinnsla I
á Vesturlandi 1988
ofan-
Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum
greint verk. Heildarmagn 30.000 m3
Verki skal lokið 15. september 1988.
Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins
í Borgarnesi og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá
og með 2. mai nk.
Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00
þann 9. maí 1988.
Vegamálastjóri
Sm
Utboð
Súgandafjörður 1988
Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofan-
greint verk. Lengd vegarkafla 3,2 km, fylling
31.500 m3 og burðarlag 11.500 m3.
Verki skal að fullu lokið 20. september 1988.
Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins
á ísafirði og i Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og
með 3. maí nk.
Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00
þann 16. maí 1988.
Vegamálastjóri
Lausar stöður
Lausar eru til umsóknar eftirtaldar rannsóknastöður við Raunvís-
indastofnun Háskólans sem veittar eru til 1-3 ára.
a) Ein staða sérfræðings við Eðlisfræðistofu.
b) Þrjár stöður sérfræðinga við Jarðfræðistofu.
c) Þrjár stöður sérfræðinga við Stærðfræðistofu.
Stöðurnar verða veittar frá 1. september nk.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsækjendur
skulu hafa lokið meistaraprófi eða tilsvarandi háskólanámi og starf-
að minnst eitt ár við rannsóknir.
Starfsmennirnir verða ráðnir til rannsóknastarfa en kennsla þeirra
við Háskóla islands er háð samkomulagi milli deildarráðs raun-
vísindadeildar og stjórnar Raunvísindastofnunar Háskólans,og
skal þá m.a. ákveðið hvort kennsla skuli teljast hluti starfsskyldu
viðkomandi starfsmanns.
Umsóknir, ásamt ítarlegri greinargerð og skilríkjum um menntun
og vísindaleg störf, skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu,
Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 27. maí nk.
Æskilegt er að umsókn fylgi umsagnir frá 1-3 dómbærum mönn-
um á vísindasviði umsækjanda um menntun hans og visindaleg
störf. Umsagnir þessar skulu vera í lokuðu umslagi sem trúnaðar-
mál og má senda þær beint til menntamálaráðuneytisins.
Menntamálaráðuneytið,
27. apríl 1988.
LEÐUR-
HVÍLDARSTÓLAR
Verðið er hreint ótrúlegt!
Stóll með skammeli,
aðeins kr. 22.600,- (stgr.).
Y F O R
REYKJAVÍKURVEGI66,220 HAFNARFIRÐI, SÍMI54100.
I HF
Strandgotu 7 - 9 Akureyri. Simar 96-21790 & 96 21690