Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1988, Blaðsíða 28
28
LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1988.
Sverrir Stormsker ásamt Iffverði sínum, Jón Páli Sigmarssyni, og söngkonunni Eddu Borg.
Sænski hjartaknúsarinn Tommy
Körberg er i röð sigurstranglegustu
DV-símamynd ELA keppendanna.
Vígstaðan fyrir úrslitastundina í Dublin:
Svíar, Bretar og Svisslendingar
taldir sigurstranglegastir
Elin Alberlsdóttir, DV, Dubliru
írska lýðveldið heldur 33. Evrópu-
söngvakeppnina með pomp og pragt
um leið og haldið er upp á þúsund
ára afmæli höfuðborgarinnar. írar
hafa verið með í söngvakeppninni frá
árinu 1965 og sigrað þrisvar.
Evrópusöngvakeppnin var haidin í
fyrsta sinn árið 1956. Árið sem írar
voru með í fyrsta sinn héldu ítalir
keppnina. Þá sigraði Luxemburg.
Reyndar hefur Luxemburg sigrað
íjórum sinnum í keppninni. Finn-
land, Portúgal, Tyrkland og Júgó-
slavía hafa aldrei sigrað frekar en
íslendingar. Svíar hafa sigrað tvi-
svar, í fyrsta skipti árið 1974 þegar
ABBA sigraði heiminn i leiðinni.
Svíþjóð sigraði aftur árið 1984 þegar
Harry keppti fyrir þeirra hönd.
Danir voru fyrstir Norðurlanda-
þjóða til að sigra í keppninni en það
var árið 1963. Norðmenn sigruðu eft-
irminnilega árið 1985.
Svíar ætlar sér stóran hlut
Svíar hafa greinilega mikinn
áhuga á að sigra í þriöja sinn því aö
þeir tefla fram stórstjörnunni
Tommy Körberg. Tommy var popp-
stjama í Sviþjóð fyrir nokkrum
árum, þá með sítt hár og hippalegur
í útliti. Hann er öllu snyrtilegri núna
enda virtur söngvari. Tommy syngur
um þessar mundir í söngleiknum
Chess. Hann hefur áður sungið fyrir
Svíþjóð í Evrópusöngvakeppninni en
það var árið 1969. Þá lenti hann í
áttunda sæti í keppninni sem fór
fram í Madrid.
Lagið sem Tommy syngur er í raun
sálmur og nefnist Stad i ljus. Mjög
margir Sviar eru í Dublin og hafa
þeir haldið hér sænska viku til kynn-
ingar á landi og þjóð. Svíþjóð er spáð
fyrsta eða öðru sætinu í keppninni.
írar virðast ekki hafa mikinn
áhuga á að sigra í keppninni að þessu
sinni. Þeir tefla fram hljómsveitinni
Jump the Gun. Hún er mjög vel þekkt
rokkhljómsveit hér í landi og hefur
gefið út nokkrar plötur. Hins vegar
höföar tónlist þeirra nær eingöngu
til unglinga og er hljómsveitin mjög
vinsæl hjá krökkum á aldrinum 14
til 16 ára.
Finnland virðist ekki eiga sigur-
möguleika í ár fremur en fyrri ár.
Þeir eru einnig með hljómsveit í
keppninni sem vinsæl er meðal
yngra fólks í heimalandinu.
Bretar verða í einu af flmm efstu
sætunum ef marka má veðbanka.
Þeir senda til keppni Scott Fitzgerald
Tyrkir senda vinsæla hljómsveit til keppninnar. Þeim er þó ekki spáð meiri frama en undanfarin ár.
en hann er þekktur poppsöngvari
bæði í Bretlandi og annars staðar í
Evrópu. Scott hefur átt lag á vin-
sældalistum. Hann býr í Hollandi.
Höfundur breska lagsins er Julie
Fortich, vel þekktur höfundur sem
meðal annars hefur unnið með
Frank Sinatra, Freddie Starr og Vict-
or Borges.
Tyrkir slá ekki í gegn
Tyrkneska hljómsveitin hefur
ekki vakið mikla athygh hér en hún
er vel þekkt í heimalandinu. Hún
hefur starfað í fimmtán ár og gefið
út nokkrar plötur.
Spænska lagið er einnig sungið af
heilli hljómsveit. Hún hefur starfað
saman síðan 1985 en að því er virðist
hefur hún ekki náð teljandi vinsæld-
um í heimalandinu en höfundur
lagsins er hins vegar þekktur í Evr-
ópu.
Gerard Joling, sem syngur hol-
lenska lagið, er vinsælasti söngvar-
inn í sínu heimalandi. Hann er auk
þess vel þekktur í Japan, Suður-
Ameríku, Hong Kong og á Filippseyj-
um. Á Taiwan hefur hann einnig
getið sér gott orð og átt metsöluplötur
þar. Honum er spáð 18. sætinu hér.
Yardena Arazi syngur ísraelska
lagið í ár. Hún er veFþekkt sem söng-
og leikkona í heimalandinu. Henni
er þó spáð einu af neðstu sætunum
í keppninni.
Svissneska söngkonan Céline Dion
á góða möguleika á að sigra í kvöld
að því er veðbankar segja. Henni er
spáð fyrsta til öðru sæti á móti
'Tommy hinum sænska. Céhne er frá
Montreal. Hún gaf út sína fyrstu
plötu árið 1981 og dreymir um að
verða heimsfræg.
Þýsku mæðgumar hrífa
Þýsku mæðgurnar hafa vakið
mikla athygh hér. Móðirin, Chris,
hefur leikið á píanó síðan hún var 9
ára og 13 ára hafði hún samið sitt
fyrsta lag. Hún hefur leikið á hljóm-
borð í rokkhljómsveit. Dóttirin,
Maxi, var jafngömul móðurinni þeg-
ar hún byijaði að spila á píanó en
hún leikur einnig á gítar, flautu og
trommur og er fjölhæfur tónhstar-
maður eins og móðirin. Spár ganga
í þá átt að þær mæðgur verði í einu
af efstu sætunum.
Austurríska laginu Mona Lisa er
spáð 15. sætinu í keppninni. Söngvar-
inn er þekktur dansari, leikari og
söngvari í heimalandi sínu.
Danska söngkona Kirsten tekur
þátt í Evrópusöngvakeppninni í
þriðja sinn. Hún á von á barni í næsta
mánuði. Samkvæmt áhti veðbanka
er lagið hennar í einu af neðstu sæt-
unum.
Grikkir syngja lagið Clown. Hljóm-
sveitin hefur leikið saman í sjö ár en
trúðalagið hefur ekki vakið hrifn-
ingu hér.
Margir héldu að norska söngkonan
myndi vekja athygh. Hún er aðeins
18 ára og nýuppgötvuð. Þessi unga
stúlka hefur fahið í skuggann fyrir
þýsku mæðgunum hér í Dublin og
henni er spáð neðsta sætinu í keppn-
inni. Reyndar eru Norðmenn ekki
óvanir að verma botnsætið og
kenndu menn Jan nokkrum Teigen
um.
Belgíska lagið, lagið frá Luxem-
burg, ítalska lagið, franska, portú-
galska ogjúgóslavneska lagið eru öll
flutt af þekktum listamönnum í sín-
um heimalöndum en ekkert þessara
laga hefur vakið athygli hér í Dublin.
Margir frægir keppa
Það er óvenjumikið um að löndin
tefli fram þekktum listamönnum í
ár. Sumir segja að lögin séu betri en
oft áður en aðrir segja að þau hafi
aldrei verið lélegri.
Svo virðist sem hlaðamenn sækist
fremur eftir að kynna listamenn sem
eru að einhverju leyti óvenjulegir.
Það hefur komið í ljós hér með þýsku
mæðgurnar en þær vekja óvenju-
mikla athygli. Þær líta fremur út sem
systur en mæðgur og það er ekki síst
það sem fjallað hefur verið um.
Glæsilegt útht sakar ekki í Evrópu-
söngvakeppninni.
Kynnar keppninnar eru aö þessu
sinni tveir. Michela Rocha er 27 ára
gömul og fyrrverandi ungfrú írland.
Hún hefur verið eftirsótt ljósmynda-
fyrirsæta. Michela stundaði nám í
ítölsku og frönsku í háskóla þegar
hún var uppgötvuð. Hún hefur einn-
ig sigrað í keppninni um titilinn
besta ljósmyndaifyrirsæta í heimi.
Hún ætti því að koma vel fyrir þegar
hún kynnir keppnina í kvöld. Mic-
hellar hefur unnið fyrir írska sjón-
varpið undanfarið og gerir þar eigin
þætti.
Pat Kenny er einnig frönskumæl-
andi. Hann er einn virtasti og
þekktasti sjónvarpsmaöur á írlandi.