Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1988, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1988, Side 29
LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1988. 37 Breska söngvaranum Scott Fitz- gerald er spáð góðum árangri keppninni. ma&m Norska stúlkan Karoiine Kreuger er ekki talin eiga mikla möguleika þrátt fyrir góöar spár i upphafi. * ■ ■ . ':■ ■ :' ': ■ Þýsku mæðgurnar Maxi og Chris Garden hafa vakið mesta athygli allra keppenda i Dublin. ■ ' ' " ■-• • - 1—f *■■•■■' ® JSpP ”, W9fe, % :■ Æfingar hjá Stefáni Hilmarssyni og Sverri Stormsker hafa verið heldur rysjóttar en þó hafa þeir reynt sig i ýmsum hlutverkum. Hér hefur Stefán tekið að sér stjórnina við slakar undirtektir hjá Stormskerinu. DV-símamynd ELA Kynnarnir ættu því ekki að bregðast áhorfendum sínum í kvöld. Alþýðan kemur ekki í salnum hér í RDS verða fimmt- án hundruð áhorfendur sem sitja þurfa á hörðum plaststólum meðan keppnin fer fram. Öllum gestum í salnum er boðið af írska sjónvarpinu og eru alhr viðskiptamenn og aðrir vildarvinir stöðvarinnar. Það er því ekki beinlínis almenningur sem situr og horfir á keppnina á staðnum. RDS, eða Royal Dubhn Society, eins og höllin heitir, er eingöngu notuð fyrir hljómleika. Húsið er ekki í þéim flokki að geta kallast glæshegt. írar hafa að öllum líkindum ekki eytt miklum peningum í bygginguna en hún kemur aö gagni engu að síður. Sviðið hefur verið gert mjög glæsi- legt fyrir útsendinguna í kvöld. Neonljós liggja í gólfinu og í loftinu eru stjömuljós. Tveir risastórir sjón- varpsskjáir eru hvor sínum megin í salnum. Sjónvarpsmenn hafa verið með á öhum æfingum í vikunni og tekið upp hvert lag eins og það kem- ur áhorfendum fyrir sjónir í kvöld. Tæknimálin í kássu ' Hér í RDS er sérstakur salur til afnota fyrir blaða- og fréttamenn. Þar hggja frammi ahar helstu upplýsing- ar um keppnina. Einnig upplýsingar um þátttakendur, plötur þeirra og myndir. Hins vegar hafa tæknimál veriö veikur hlekkur í blaöamanna- miðstöðinni. Hafa blaðamenn frá mörgum löndum lent í vandræðum vegna þess að símakerfið virðist ekki í stakk búið th að taka viö tölvusend- um fréttum. Er vonandi að írar styrki kerfið fyrir útsendinguna í kvöld ef hringt verður th ahra þeirra landa sem taka þátt í keppninni. Öryggisgæsla er mikh í RDS og er leitað á hverjum sem inn í hölhna kemur. Mikhl mannfjöldi hefur verið hér í húsinu alla vikuna og þarf hver maður að bera áberandi passa um hálsinn th að komast inn á svæðiö. Fyrir utan höllina er írska útvarpið með svartan sendibh, skreyttan mik- ið og glymur tónhstin úr honum um svæðið. Stemningin er nokkuð yfirveguð og enginn asi á mönnum. Sjónvarps- og útvarpsmenn eru daglega hér í höhinni th að taka við- töl. Sjónvarpið er með sérstakan bás þar sem komið hefur verið upp stúd- íói fyrir viðtöl. Hér er einnig minja- gripaverslun sem selur boh og fleira dót merkt keppninni. Spennan var nokkuð farin að auk- ast í húsinu síðari hlutann í gær þegar leið að lokaæfingunni, enda mönnum að verða ljóst að sjáif alvar- an er skammt undan. -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.