Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1988, Page 56

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1988, Page 56
Frjáist,óháð dagblað LOKI Landlæknir er nú sagður skólastjóri Reiðskólans! LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1988. Bílstjórarnir aðstoða SEJlDIBíLJISTÓÐin Mjólkurleysiö er víða farið að segja til sín. Á meðan flestir „deyja“ úr ráðaleysi leita aðrir allra ráða. Úlfar Eysteinsson veitingamaður er einn hinna síðarnefndu og útvegar gestum sínum mjólk eins og hver getur í sig látið. Hann greip til þess ráðs að fá til sín afkastamikinn „mjólkurframleiðanda“. Fram- leiðandinn og veitingamaðurinn vöktu óskipta athygli þegar losun á vökvanum hvíta og dýrmæta fór fram á Grensásvegi í gær. DV-mynd BG/-sme Engar undanþágur j hafa verið veittar $ til launaútreikninga j „Það hefur öllum undanþágum til launaútreikninga fyrir þessi mán- aðamót verið hafnað. Fólkið sem reiknar launin út er í verkfalli, alveg eins og þeir sem eiga að fá þau,“ sagði Pétur Maack, formaður verkfalls- nefndar Verslunarmannafélagsins, í samtali við DV. Hann sagði að mest hefði verið sótt um undanþágur til að reikna út laun þess fólks sem er utan Verslunar- mannafélagsins og fær laun greidd vikulega. Núeru aftur á móti komin mánaða- mót og þá hefur nokkuö verið um að óskað væri eftir undanþágu fyrir það fólk sem fær útborgað mánaðar- lega, en öllum slíkum óskum hefur verið hafnað. -S.dór Um20%verslunarmanna I höfðu kosið í gærkvöldi j Um það bil 20% þeirra sem eru á kjörskrá hjá Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur, eða um tvö þúsund manns, höfðu greitt atkvæði í alls- herjar atkvæöagreiðslunni um miðlunartillögu sáttasemjara þegar kjörstað var lokað klukkan 19.00 í gær. Þátttaka var dræm framan af degi en verulegur kippur kom í hana eftir miðjan dag. Kjörstaöurinn er í Verzlunarskóla íslands við Ofanleiti. Hann verður aftur opnaður í dag klukkan 10 en atkvæðagreiðslunni lýkur klukkan 18.00. Um leið og kosningu lýkur hefst talning atkvæða hjá sáttasemjara. Alls þurfa 35% félagsmanna að taka þátt í atkvæðagreiðslunni tíl þess að reglan um einfaldan meirihluta gildi, verði meirihlutinn á móti tillögunni. Ef innan við 20% félagsmanna heíðu greitt atkvæði teldist tillagan sám- þykkt burtséð frá hvemig atkvæði féllu. S.dór Það breytist ýmislegt í verkfalli. Kaupmenn ganga í verk starfsfólks síns. Ekki var annað að sjá en Guðlaugur Bergmann, kaupmaður í Karnabæ, kynni vel við sig er hann afgreiddi í verslun sinni, mældi buxnasidd og mittismál. DV-mynd GVA Veðrið um helgina: Norð- austangola og fremur Á sunnudag og mánudag verður austan- og norðaustanátt, gola eða kaldi, víða skýjað en úrkomulaust. Hætt er við smá þokuúða við norð- austur- og austurströndina. Hiti verður á bilinu 2 til 8 stig. ^ Tugir verslana hafa samið: Eg hef lyririítningu á þessum gjömingi - segir Þórarinn V. Þórarinssonf framkvæmdastjóri VSÍ „Mér þykir þetta fádæma ómerkilegur verknaður og að fólk- ið sem að þessum samningiun stendur skuli vera með þessum hætti að gera sér mat úr veikri stöðu fyrirtækja sem eru rekin af ábyrgð og festu og eru að reyna að halda uppi launa- og efnahags- stefnu i landinu til að koma í veg fyrir efnahagslega kollsteypu í al- varlegum kjaradeilum. Þess vegna hef ég fullkomna fyrirhtningu á þessum gjörningi,“ sagði Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins, spurður álits á því að tugir versl- ana hefðu í gær og í dag veriö að semja um 42 þúsund króna lág- markslaun við verslunarmannafé- lögin. Þórarinn benti á aö í langflestum tilfellum væri hér um að ræða lítíl fyrirtæki sem væru á sérvörusvið- inu. Þetta væru fyrirtæki sem seldu dýrar vörur á háu verði og hefðu greitt mun hærri laun en almennt gerðist um lágmarkslaun í landinu. Eftir þvi sem fyrirtækin upplýstu væri hér ekki um neinar breytingar að ræða á greiddum launum umfram þá 5,1% hækkun sem þau semdu nú um. Þess vegna, sagði Þórarinn, hefur þetta enga efnahagslega þýðingu. Hann var spurður hvort hann ætlaði að taka áskorun Magnúsar L. Sveinssonar um að skrifa undir sams konar samning og verslunar- mannafélögin gerðu við Amarflug hf. í nótt er leiö. ,,Að fenginni reynslu hef ég ekki trú á að Magnús L. Sveinsson komi í gegnum sitt félag samningi sera felur í sér minni launabreytingar en miðlimartillaga sáttasemjara, því er þetta tilgangslaus umræða,“ sagöi Þórarinn V. Þórarinsson. -S.dór Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krón- þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Augfýsingar - Áskrift - Dreifing: Símí 27022

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.