Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1988, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1988, Side 5
MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1988. 5 Viðtalið Fréttir Gróið yfir sandgiyfjuna en sár Ágústs hafa ekki gróið - 38 ár frá því Ágúst Matthíasson slasaðist í stangarstökki Ægir Már Kárasan, DV, Suðumesjuin; Nýtt álver við Straumsvík: Ssnska fyrirtækið Gránges er komið inn í viðræður „Ég vonast til þess aö einhvem tímann á næstu vikum komist vem- legur skriöur á þessar viðræöur. Nú hefur enn einn aöilinn bæst við sem sýnt hefur nýju álveri við Straums- vík áhuga. Það er sænska fyrirtækið Granges. Það hefur lýst áhuga á að taka þátt í starfrækslu álvers ásamt þeim tveim fyrirtækjum öðrum sem þegar hefm- verið rætt um og jafnvel einhverjum til viðbótar. Við bíöum nú eftir viðbrögðum fleiri aðila,“ sagði Jóhannes Nordal, bankastjóri Seðlabankans, stjómarformaöur Landsvirkjunar og formaður stór- iðjunefndar. Þau tvö fyrirtæki, sem Jóhannes ræðir mn, era austurríska fyrirtækið Austria Metall og Alumined Beher sem er hollenskt. Hafa vinnudeilur í ÍSAL haft ein- hver áhrif á þessar samningaviðræð- ur? „Þær hafa ekki haft nein áhrif enn- þá. En ef þær veröa langvarandi mimu þær ekki hvetja erlenda aðila til þess að fjárfesta hér á landi,“ sagði Jóhannes. -gse „Héma er víst sandgryfjan, sem ég féll í þegar stöngin brotnaði fyr- ir 38 árum,“ sagði Ágúst Matthías- son, lamaði íþróttamaðurinn, þar sem hann sat í hjólastólnum og virti fyrir sér svæðið á Garðskag- anum. Þar hafði hann ásamt félög- um sínum eytt frístundunum við íþróttaleiki fyrr á árum og gera reyndar enn „og þetta stökk mitt hafði slæmar afleiðingar, hryggur- inn brotnaði, þegar ég kom niður með þeim afleiðingum að ég lamað- ist á fótum. Ég kemst samt um í hjólastólnum eins og þú sérð og á bílnum." Gras er nú gróið yfir sandgryfi- una en sár Ágústs hafa ekki gróið og gróa víst seint. Samt er hann hinn hressasti og ekki er á honum að sjá að hann hafi gengist undir fimm tugi skurðaðgerða - hafi misst hluta af maganum, gall- blöðmna, þvagblöömna og fleira mætti telja og hðið óbærilegar þjáningar á stundum. En hann hefur herst við mótlætið og reynir að njóta hfsins með því að fylgjast með íþróttum og skoða sig um á Reykjanesskaganum eftir því sem heilsan leyfir. Ástæðan fyrir því að hann var staddur á slysstaðnum var sú að verið er að skrá sögu Ágústs og fyrirhugað er að birta hana í bókinni „Lífs- reynsla", sem mun kóm út seinna á þessu ári. Það er kunningi Ágústs, Magnús Gíslason, sem annast það verk en þeir vom íþróttafélagar fyrir slysið meðan Agúst gat stundað íþróttir og þótti þar efnilegur mjög. Agúst Matthíasson á slysstaðnum ásamt Magnúsi Gíslasyni. DV-mynd Ægir Már Geng mikið úti með hundinn | - Nafn: Hjálmar Hannesson Aldur: 42 Staöa: Sendiherra Hjálmar Hannesson var settur sendiherra afvopnunar- og mannréttindamála i apríl. Hlut- verk nýja sendiherrans er að fialla um afvopnunarmál og mál- efni ráðstefiiunnar um öryggj og samvinnu í Evrópu, þ.á m. mann- réttindamál. Með því aö bæta við þessu nýja sendiherraembætti vhl utanríkisráðherra undir- strika aukna áherslu á þessa málaflokka. Hjálmar Hannesson hefur starfað í utanríkisþjónustunni síðan í ársbyijun 1976 en þá hóf hann störf sem sendiráðsritari. Sumarið 1977 var hann 9endur til Brussel þar sem hann starfaöi einnig sem sendiráösritari. Árið 1980 fór hann í íslenska sendiráð- ið í Stokkhólmi, fyrst sem sendi- ráðsritari en síðar sendiráðu- nautur. Hjálmar kom svo heim til íslands 1984 og hefur starfað f utanríkisráðuneytinu síðan. „Syndi daglega" Eiginkona Hjálmars er Anna Birgis, gjaldkeri fijá Landsbank- anum. Þau eiga þrjú böm: Hann- es Birgi, sem er 24 ára nemi í íþróttakennaraskólanum að Laugarvatni, Svein Kristin, sem er 16 ára nemi í Menntaskólanum við Hamrahlíð, og Önnu Karen, sem er yngst, 12 ára. Ekki má gleyma hundinura Skara sem til- heyrir fiölskyldunni en hann kom heim með þeim frá Svíþjóð. „Ég geng mikið úti með hund- inn. Við reynum að skiptast á um að fara með hann þar sem hann þarf að fá þijá góða göngutúra á dag. Við fórum til dæmis oft út á Geirsnef, niður í fiöru og svo stundum út á Reykjanes um helg- ar. Annars tengjast áhugamálin flest starfinu. Maður vinnur tölu- vert mikla yfirvinnu og því eru tómstundimar ekki margar. Ég dundaði i frímerkjum þegar ég var úti en hér heima gefst ekki timi til þess. En ég syndi þó dag- lega þrjú til fiögur hundmö metra. Varöandi iþróttir er ég frekar áhugasamur áhorfandi en þátt- takandi. Ég fylgist bara meö krökkunum í þeim málum.“ Stjórnmálafræði í Bandaríkjunum Hjálmar hefur BA og MA próf í sfiómmálafræðifrá ríkisháskól- anum í Norður-Karólínu, ChapeU HiU. Þegar heim kom gerðist hann kennari og var ra.a. skipað- ur kennari við Menntaskólann í Reykjavík. Hann skrifaði kennslubókina íslenska ríkið sem gefin var út 1977. En þegar Hjálmar gekk í utan- ríkisþjónustuna var hann ekki alveg ókunnugur á þeim bæ því faöir hans er Hannes Jónsson sendiherra. Móðir Hjálmars er hálffæreysk, Karen W. Hjálmars- dóttir. Þrátt fyrir að foreldrar hans hafi verið mikiö erlendis er Hjálmar aö mestu uppalinn í Reykjavfk hjá afa og ömmu. im Slagur fram undan um ávöxtun orlofsfjár „Aðalmálið í sambandi við orlofsfé nú efdr breytingar er að það er kaup- tryggt. Þegar launþegi fer í frí á hann að fá orlofsfé á gildandi kaupi eins og það er þá,“ sagði Óskar Hallgríms- son, deildarstjóri í félagsmálaráðu- neyti, um lagabreytingar þær sem uröu varðandi orlofsfé um síðustu mánaðamót. Orlofsfé fólks er nú kauptryggð inneign sem fyrirtækið getur þess vegna haft áfram í rekstri sínum. Orlof verður nú greitt af öllum laun- -17 milljarðar króna geta orðið í pottinum um í einu, þar með talin yfirvinna sem verður nú reiknuð út sem með- altalsyfirvinna þegar að orlofi kem- ur. Nú er orlof ekki greitt inn á Póst- gíróstofuna lengur heldur ber vinnu- veitandi ábyrgð á orlofsgreiðslum. Það er því ljóst að mikið fiármagn mun streyma í bankana en orlof er 10,17% af launum. Nú í maí greiddi Póstgíróstofan út um 1700 milljónir króna sem er aðeins orlof á yfirvinnu og orlof til lausráðinna. Miðað við þjóðhagsspá í ár og hlutfall launa- tekna af þjóöarframleiðslunni má gera ráð fyrir að orlofsgreiðslur verði um 17 milljarðar í ár. Þama er auðvitaö um gríðarlega miklar upp- hæðir að ræða og spuming hvar þetta verður ávaxtað. Innlánsstofnanir geta tekið að sér ávöxtun orlofsfiár en í lögunum er heimild fyrir stéttarfélög til að semja við banka og sparisjóði um að orlofs- fé sé lagt þar inn, bundið hveijum launþega. Hafa bankar verið að bjóða viðskiptavinum sínum að innheimta og ávaxta orlófsfé. Þá samningar, sem gerðir em á milli banka, launagreiðenda og laun- þega, verður að senda til félagsmála- ráðuneytisins til staðfestingar. Það vekur athygh að fiárfestingarfyrir- tækjum er ekki heimilað aö taka þátt í slagnum um orlofsfé en leyfi til að ávaxta það er bundið við inn- lánsstofnanir. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.