Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1988, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1988, Qupperneq 14
14 MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1988. Frjálst'óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÚLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerö: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF:, ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 700 kr. Verð i lausasölu virka daga 65 kr. - Helgarblað 80 kr. Hvað er framundan? Það er rétt sem Steingrímur Hermannsson segir. Rík- isstjórnin hefur veikst vegna atburða helgarinnar. Það var ósigur fyrir Þorstein Pálsson að ná ekki samkomu- lagi um hliðarráðstafanir strax um helgina eins og til stóð. Það var sömuleiðis veikleikamerki á stjórnarsam- starfinu hversu stjórnarflokkarnir voru ósamstíga um aðgerðir. Ekki bætir heldur blaðamannafundur Stein- gríms stöðu stjórnarinnar. Það verður alltaf erfiðara að semja og gefa eftir þegar menn eru búnir taka mikið upp í sig. En meðan Steingrímur og Framsóknarflokkur- inn halda blaðamannafundi og veifa miðstjórnarsam- þykktum sér til fulltingis standa alþýðuflokksmenn fastir fyrir á hinum vængnum og krefjast viðræðna við verkalýðshreyfmguna. Það verður að virða Þorsteini Pálssyni það tU vorkunnar að hann er miUi steins og sleggju, hans er að halda ríkisstjórninni saman, hann er sáttasemjarinn í deUum ráðherranna. Þorsteinn er ekki öfundsverður af því hlutverki og það bindur sömuleiðis hendur Sjálfstæðisflokksins sem verður að fara með löndum. Stundum er að vísu freist- andi að áhta að sjálfstæðismenn séu skoðanalausir því lítið sem ekkert hefur heyrst úr þeim herbúðum. En vonandi flokkast sú þögn undir varfærni en ekki upp- gjöf. Miðað við mjög afdráttarlausa afstöðu framsóknar- manna og þær yfirlýsingar Jóns Baldvins um að nú sé tekist á um grundvaUarmál er aUt útht fyrir mikil átök innan ríkisstjórnarinnar. Niðurstaðan getur aUt eins orðið sú að stjórnin springi. í raun og veru er ágreining- urinn slíkur að það þarf stórt kok tU að gleypa hann tU að ná saman. Það eina sem getur komið í veg fyrir stjórn- arsUt er hræðsla flokkanna við kosningar og úrslit þeirra. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnuninni er Sjálfstæð- isflokkurinn enn undir 30%, Alþýðuflokkurinn er kom- inn niður fyrir 10% fylgi. Framsóknarflokkurinn er einn stjórnarflokkanna sem getur verið sæmilega bjartsýnn um kosningaúrsUt. Fjórði fjórflokkurinn, Alþýðubanda- lagið, hefur hrunið niður í 7% og má muna sinn fífil fegri. Borgaraflokkurinn nær sér ekki á strik, þrátt fyr- ir afhroð gömlu flokkanna, og KvennaUstinn er sá eini af þingflokkunum sem hefði áhuga á kosningum eins og sakir standa. Ekki er heldur hægt að sjá hvernig unnt er að mynda nýja og starfhæfa ríkisstjórn án kosninga og þessi að- staða veldur því að stjórnarflokkarnir og áhrifamenn í stjórnarandstöðunni hafa takmarkaðan áhuga á að stjórnarsamstarfið rofni. Ríkisstjórnin verður hræðslu- bandalag. Samstaðan er fokin veg aUrar veraldar en eftir sitja ráðherrar sem óttast um póhtískt líf sitt. Þeir gera allt til að þrauka. Afleiðingin verður sennilega sú að ríkisstjórnin kemur sér saman um hliðarráðstafanir sem verður hristingur af málamiðlunum þar sem bæði verður haldið og sleppt. Þetta er ekki gæfuleg spá en hér er ekki við aðra að sakast en stjórnina sjálfa sem auðvitað ber ábyrgð á þróun efnahagsmálanna og þeim djúpstæða ágreiningi sem upp er kominn um aðgerðir í framhaldi af gengis- feUingunni. Það er ríkisstjórnin sem býður slíkum spá- dómum heim. Hún er á flótta undan sjáUri sér. Það er kannske ekki við öðru að búast. Þrír óUkir stjómmálaflokkar, sem allir hafa sinn eiginn kompás, rata aldrei sömu leið. Jafnvel þótt þeir eigi lífið að leysa. EUert B. Schram „Luxemburg er eina borgríkið. Það er um 2.600 ferkm. að stærð eða svipað og Gullbringu- og Kjósar- sýsla," segir hér m.a. Boigríkið og byggðamálin Glæsileg höfuðborg í góðu um- hverfi er geðfelld hugum lands- manna. En íbúafjölgun Reykjavík- ursvæðisins á kostnað annarra byggðarlaga er fyrir löngu komin yfir hættumörk. Landsbyggðin hef- ur lengi verið sem nýlenda Reykja- víkur, í verslun, iðnaði og þjón- ustu. Nú á síðustu tímum með ört vaxandi þunga. í næstum samfelldri byggð í Reykjavík og nágrenni búa nú 56% þjóðarinnar. Þegar meira en helm- ingur þjóðar býr í einni borg dreg- ur ört að því að hún geti talist borg- ríki. Við erum alveg aö ná þeim mörk- um. Ef við berum saman borgir í Vest- ur-Evrópu, þá stærstu í hverju landi og hlutfallstölu af íbúatölu viðkomandi lands, þá er það þessu líkt: Luxemburg..................60% Reykjavík..................56% Vín........................33% Kaupmannahöfn..............28% London.....................23% Hamborg....................21% París......................18% Stokkhólmur................16% Lissabon...................16% Amsterdam..................16% Oslo...................... 14% Dublin.....................14% Zurich.....................12% Helsinki...................11% Bruxelles.................„11% Madrid.....................10% Róm.........................8% Ofangreindar borgir eru til- greindar með útborgum sínum, sem geta verið með allt að líkum manníjölda og aðalborgin, í sumum tilvikum meiri. Luxemburg er eina borgríkið sem að ofan greinir. Það er um 2,600 ferkm. aö stærð, eöa svipað og Gullbringu- og Kjósarsýsla. Ábyrgðarlaus þróun Reykvíkingar og grannar þeirra sækjast ekki eftir þessari þróun, henni fylgja mörg og dýr vandamál KjaUaiiim Björgvin Brynjólfsson fyrrv. sparisjóðsstjóri, Skagaströnd fyrir þá sjálfa. Þeir eru margir inn- fluttir af landsbyggðinni og óska eftir að jafnvægi skapist sem fyrst og til frambúðar. Enginn virðist hafa óskað eftir þessu. Hvað hefur skeö? Fijálshyggjufár með viðskipta- krampa eða langdregið sjálfvirkt miðstýringarböl, kannski allt þetta og meira til. Fólksflóttinn til Reykjavíkur- svæðisins er ekki eins mikill og fjárflóttinn, hann fer aðrar leiðir og leynir sér líka meira. Þeir hafa fremur efni á að kaupa húsnæði syðra og selja ódýrt eða ekki á heimaslóðum sem eru efnaðir, og flytja því frekar en aðrir. Afarmikl- ir fjármunir hafa flust með efnuðu eldra fólki sem hefur sóst eftir auk- inni heilbrigöisþjónustu og því ör- yggi sem henni fylgir. Sveitarfélög landsbyggðarinnar hafa misst marga fjársterka og trausta gjaldendur í gegnum tíðina á höfuðborgarsvæðið. Sömu leið hafa farið ungir atgervismenn sem ekki fengu aðstöðu til mennta, framhaldsmenntunar, á heima- slóðum. Þeir rata til baka ef að- stæður batna að þeirra mati. Ef þjóðin óskar ekki eftir borgríki á íslandi þá er ekki eftir neinu að bíða. Vandinn eykst með ári hveiju. Jöfnum búsetuskilyröin um allt landið Það sem þarf til að stöðva þessa óheillaþróun er jöfnun félags- og fjárhagsgæða í landinu öllu sem nú er í byggð. Gera þarf áætlun um stofnana- flutning frá borginni í byggðir landsins og standa við hana. Mikil- vægt er að heilbrigðis- og mennta- stofnanir hafi forgang... Þar sem landiö allt er orðið eitt viðskipta- svæði og eignamyndun á höfuð- borgarsvæðinu á uppruna sinn að miklu leyti á landsbyggðinni verð- ur aö telja eðlilegt að landið aUt sé eitt álagningar- og innheimtusvæöi fyrir aðstöðu- og fasteignagjöld, sem greidd væru til sveitarfélag- anna eftir íbúafjölda þeirra. Ennfremur að húshitunarkostn- aði verði jafnað á þann veg að hann verði sá sami hvar sem er í landinu. Með ofangreindu næöist umtals- verður jöfnuður á aðstöðu til bú- setu í landinu. Borgríkið verður aldrei til ef tekst að jafna búsetukjörin og halda þeim í réttu horfi. Björgvin Brynjólfsson. „Ef þjóðin óskar ekki eftir borgríki á Islandi, þá er ekki eftir neinu að bíða. Vandinn eykst með ári hverju.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.