Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1988, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1988, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1988. 2Í LífsstflJ Félag íslenskra bifreiðaeigenda: Alhliða þjónusta fyrir bíleigendur Fólk getur leitaö á allmarga staði ef það telur sig rangindum beitt í viðskiptum, svo sem greint var frá á neytendasíðu DV á dögunum. Nú er ætlunin að kynna þessa staöi nánar. Við byrjum á því að kynna FÍB. Þar sem FÍB er félag en ekki stofnun þarf maður að vera fé- lagi til að njóta þeirrar fyrir- greiðslu sem þar er veitt. Fé- lagsgjald er kr. 1.800 á ári og fylgir ýmislegt með í kaupun- um. Það er félagsskírteini, bæði heima og erlendis, handbók og félagsveski. Út á skírteinið má svo fá afslátt á vörum og þjón- ustu. Einnig fylgir áskrift að málgagni félagsins, Ökuþór, og aðgangur að lögfræðiráðgjöf. FÍB hefur á liðnum árum ein- beitt sér æ meira að neytenda- vernd, enda hagsmunasamtök bíleigenda. í lögum félagsins eru sérákvæði um neytenda- vernd og almenna hagsmuna- gæslu bíleigenda. Félagið hefur einnig átt gott samstarf við Neytendasamtökin. Lögfræðiráðgjöf Lögfræðiráögjöf stendur öll- um félagsmönnum til boða. Hún er opin á mánudögum og fimmtudögum í Reykjavík en á miðvikudögum á Akureyri. Síminn í Reykjavík er 91-29999 en á Akureyri er síminn 96-25919. Með lögfræðiráðgjöf er stefnt að því að félagsmenn geti fengið upplýsingar um réttarstöðu sína í öllum þeim málum sem lúta að bílum og rekstri þeirra. Hefur þjónusta þessi mælst vel fyrir meðal félagsmanna. Sáttaþjónusta FIB og Bílgreinasambandsins Félag íslenskra bifreiðaeig- enda rekur einnig sáttaþjón- ustu í samvinnu viö Bílgreina- sambandið. Þar er skorið úr um deilumál sem upp geta komið milli einstakra félaga FÍB og félaga í Bílgreinasambandinu og kallaður til hlutlaus aðili sem báðir aðilar viðurkenna. Bíleigandi, sem er óhress með viðgerð eða finnst hann hafa þurft að greiða of háan reikn- ing, getur alltaf skotiö máhnu til sáttaþjónustunnar og skuld- binda báðir aðilar sig til að hlíta úrskurðihennar. Vegaþjónusta FIB hefur starfrækt vegaþjón- ustu undanfarin ár. Nú hefur bílum verið fækkað en í staö þeirra hefur verið tekin upp samvinna við verkstæði víðs vegar um landið. Nú verða sex bílar í vegaþjónustu sem hefst um hvítasunnu og er starfrækt fram yfir verslunarmanna- helgi. Samvinna er við 70 verk- stæði víðs vegar um landið og hafa 43 þeirra útkallsþjónustu. Öllu er svo miöstýrt frá skrif- stofu FÍB í Reykjavík. Þessi þjónusta býðst öllum en félagsmenn FÍB fá fyrsta einn og hálfan viðgerðartíma frían, og/eða 40 kílómetra drátt án endurgjalds. AUt þar fram yfir er greitt samkvæmt lágmarks- Almenn fyrirgreiðsla er jafn- margvísleg og löndin eru mörg og félagsmenn FÍB fá sömu þjónustu og félagi samtaka í viðkomandi landi. Einnig er hægt að leita aðstoðar með því að hringja í FÍB í Reykjavík ef hjálpar er þörf. FÍB hefur þá samband við samtök í viðkom- andi landi og geta þau sent full- trúa á staðinn ef þörf krefur. Þetta gildir um öll löndin nema Albaníu og Alþýðulýðveldið Þýskaland. Annars skiptist sameiginleg fyrirgreiðsla í öllum löndunum gróflega í fjóra liði. Þeir eru: 1. Tæknileg ráðgjöf, kjarna- þjónusta. 2. Lögfræðileg ráðgjöf. 3. Ferðaupplýsingar. 4. Vegaþjónusta. Þrír þessara liða eru aö mestu með svipuðu sniði og hér á landi en sá þriðji, ferðaupplýsingar, er skammt á veg kominn hér- lendis. Flest systursamtök FÍB reka sérhæfðar ferðaskrifstofur sem sinna ferðamálum bíleig- enda og hafa þær komið sér upp miklu magni upplýsinga. FÍB hefur þó átt ferðaskrifstofu um nokkurra ára skeið og hefur hún nýlega verið endurreist. Hún sinnir almennri ferðaþjón- ustu en félagsmönnum standa til boða sértilboð og afsláttur á ferðum sem annars eru al- mennar. Alþjóðaökuskírteini ogfleiri gögn FÍB sér um að gefa út alls kyns gögn fyrir feröalög. Þar er fyrst til að taka alþjóðlegt ökuskírteini en það staðfestir að viðkomandi hafi ekki verið sviptur ökuskírteini. Ekki er brýn þörf á að hafa þaö undir höndum nema í Grikklandi, Búlgaríu og Sovétríkjunum en það skaðar ekki annars staðar. Einnig er gefiö alþjóðlegt heilsufarsskírteini. Menn þurfa að geyma þetta skírteini með persónulegum gögnum og fá þeir í hendur límmiða sem segir að viðkomandi hafi slíkt skir- teini meöferðis. Einnig gefur FÍB út alþjóðlega skuldaviöurkenningu. Með henni er hægt að greiöa fyrir viðgerðarþjónustu víðs vegar um heim en fátítt er að verk- stæði taki greiöslukort. Þau eru svo gerð upp í íslenskum krón- um. Alþjóðlegt tjaldbúðavegabréf er aðeins fyrir félagsmenn. Er komið er í tjaldstæði erlendis þarf oftast að skilja eftir vega- bréf en slíkt getur veriö baga- legt. Þetta vegabréf leysir þenn- an vanda, auk þess sem þaö gefur afslátt. Handhafi slíks vegabréfs er tryggður fyrir þeim áfollmn sem hann getur valdið þriðja aöila þannig að þau eru mjög vel séð í tjald- búðum. Eins og sjá má af ofansögðu er FÍB ekki einungis í almennri hagsmunagæslu heldur fylgir ýmislegt með félagsskírteini. Sími FIB er 29999 og heimilis- fangið er Borgartún 33, Reykja- vík. -PLP Jónas Bjarnason, framkvæmdastjóri FIB og Helga Jóakimsdóttir. taxta sem FÍB hefur samið um fyrir félagsmenn en utanfélags- menn greiða 100% álag á þenn- antaxta. Neyðarþjónusta með varahluti í tengslum við vegaþjón- ustuna er einnig rekin neyðar- þjónusta með varahluti. Hún fer þannig fram að ef ekki er til nauðsynlegur varahlutur utan skrifstofutíma geta menn hringt í FÍB í Reykjavík og pantað hlutinn. Þá er viðkom- andi varahlutur útvegaöur með hraði og komið um borð í næsta flutningstæki. FÍB reynir að fá opnaða viðkomandi varahluta- verslun ef nauðsyn krefur þannig að sendingin tefjist sem minnst. Þessi þjónusta er opin 5 tilkl.22öllkvöldvikunnar. Þessi þjónusta stendur aðeins félagsmönnum til boða og er nauðsynlegt að þeir hafi greiðslukort meðferðis. Aðstoð við kaup og sölu FÍB veitir aðstoð varðandi kaup og sölu á bifreiðum. Hún er fólgjn'í ráðgjöf en einnig er Neytendur pantaður tími á viðkomandi verkstæði þar sem menn geta látið skoða þá bíla sem þeir hafa hug á að kaupa. Þessi þjón- usta er mjög gagnleg þeim sem vijja rata um bílamarkaöinn sem er oft æði skrautlegur. DV-mynd KAE Fjarskiptasveit Fjarskiptasveit FÍB hefur ákveðið kallnúmer á sérstakri kallrás á almenningstíðni. Sveitin hefur vakt og geta tal- stöðvareigendur leitað aöstoðar þá þörf krefur. Einnig eru veitt- ar ráðleggingar varðandi öll fjögur fjarskiptakerfm sem bíl- eigendum standa til boða. Þjónusta erlendis I samtökum bíleigenda í öll- um heiminum eru um 84 mfilj- ónir manna. FÍB er 1 nánum tengslum við systursamtök sín í útlöndum sem eru mörg mun öflugri en FÍB og geta því veitt mun víötækari aðstoð og þjón- ustu. í handbók félagsins er ít- arlegur kafli um bílferðalög í 27 löndum og gefnar upplýsing- ar um þá þjónustu sem félags- mönnum stendur tfi boða í hveijulandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.