Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1988, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1988.
11
Utlönd
rJ X
/ fararbroddi
tæknilegra framfara
7£
16 ár
Eftir aö Israelsmenn lokuöu skólum á herteknu svæðunum hefur kennsla
farið fram á hinum margvíslegustu stöðum, meðal annars í görðunum
fyrir framan skólana. Simamynd Reuter
Þegar hraða er þörf.
Þegar tíminn er peningar.
Þegar ekki er flogið.
Fjórhjóladrifni fjölskyldubíllinn
frá SUBARU er kjörbíll manna á uppleið
í krefjandi störfum.
SUBARU kemst leiðar sinnar með öllum
þeim krafti og nútímaþægindum
sem japanskt hugvit hefur upp á að bjóða.
SUBARU á stöðugrí uppleið.
Æ=g=S ■ k Ingvar
g - = _ - Helqason hf.
g- ■ b g - Sýningarsalurinn,
Rauðagerði
Simi: 91 -335 60 s|
Vinsæl neðan-
Jarðarkennsla
I bænum E1 Bireh á Vesturbakk-
anum er það algeng sjón að sjá hóp
ungra bama sitja í görðunum fyrir
framan skólana. Vegna óeirðanna
hafa skólarnir þeirra verið lokaðir
frá því í febrúar en Palestínumenn
eru sammála um að börnin verði
að halda áfram að læra.
Þess vegna fer kennslan fram í
skólagarðinum en auk þess er not-
ast við heimilin, bakgarða, kirkjur
og moskur. Sjálfboðaliðar kenna
börnunum arabísku, ensku, stærð-
fræði, vísindi, sögu, listir og leik-
húsfræði.
„Við lærðum meira í skólanum
en hér er okkur kennt betur og hér
er líka betra að vera,“ er haft eftir
einum níu ára snáða sem sat ásamt
félögum sínum fyrir framan skól-
ann sinn sem nú er lokaður.
ísraelsmenn lokuðu skólunum á
herteknu svæðunum í þeirri trú að
það myndi hjálpa til þess að bæla
niður uppreisnina á Vesturbakk-
anum og Gazasvæðinu sem nú hef-
ur staðið í sex mánuði. Palestínu-
menn standa hins vegar enn fastar
saman nú en áður auk þess sem
bæði kennararnir og börnin segjast
hafa gaman af neðanjarðarskóla-
kerfmu. Kennslan í skólunum fór
fram eftir jórdönsku mynstri en nú
eru gerðar tilraunir með nýja
kennsluhætti, meðal annars vegna
þess að aöstæðurnar leyfa ekki
annað.
Skólamálin hafa þjappaö fólki
saman og vakið áhuga margra á
stjórnmálum sem annars hafa látið
þau sig litlu skipta. Auk skóla-
nefnda hafa verið settar á laggirnar
nefndir er sjá um öryggismál, land-
búnað, heilbrigðismál og lögfræði-
lega aðstoð.
Um þrjú hundruð þúsund börn á
Vesturbakkanum eru á skólaaldri
og er talið að um fjörutíu prósent
þeirra njóti neðanjaröarkennslu.
Sagt er að margir vonist til þess að
hinar nýju kennsluaðferðir geti
komið í stað hinna hefðbundnu
sem eru mjög formfastar. Prófessor
í listasögu múhameðstrúarmanna
bauðst til þess að kenna listir í
bænum E1 Bireh. Hingaö til hefur
aöallega verið fiallað um leirkera-
smíði þar sem prófessorinn er með
slíkt verkstæði heima hjá sér. Bæði
prófessorinn og nemendurnir njóta
samverustundanna. Prófessorinn
vegna þess að hún hefur aldrei
kennt börnum áður og þau vegna
þess að þau hafa aldrei komiö á
leirkeraverkstæði áður.
Alls var átta hundruð grunnskól-
um á Vesturbakkanum lokað í
febrúar, fimm háskólum og tíu
framhaldsskólum vegna þess að
mótmælaaðgerðir voru.tíðar þar.
Nýlega tilkynntu ísraelsk yfirvöld
aö 23. maí verði leikskólar og
grunnskólar opnaðir.