Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1988, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1988, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1988. Sviðsljós Ólyginn sagði... Robert Redford sem er þekktur fyrir að vera sér- lega vandfýsinn á hlutverk, breytti út af vananum um daginn. Framleiðandi sjónvarpsþáttarins „Lagakrókar", sem sýndir eru á Stöð 2, bauð honum að leika gestahlutverk í þáttunum. Robert Redford tók tilboðinu samstundis öllum á óvart. Ástæðan mun vera sú að Redford er mikill aðdáandi þáttanna, en þeir þykja vel gerð- ir. Redford hefur aldrei áður leik- ið í sjónvarpsþætti. Brooke Shields og móöir hennar, Teri Shields voru nýlega aö bíða eftir flugvél í flughöfninni í Los Angeles þegar bíræfnum þjófi tókst að hrifsa frá þeim veski. Lífverðir þeirra náðu þjófnum ekki og þær töpuðu pen- ingum fyrir tæpa milljón og lík- lega öðru eins í skartgripum. En þær ættu þó ekki að vera á flæði- skeri staddar þrátt fyrir þetta áfall. Joan Collins er hjátrúarfull með afbrigðum. Hún er búsett í Kalifomíu þar sem jarðskjálftar eru tíðir. Joan hefur mikla trú á spádómum Nostradamusar og þóttist lesa það út úr spádómum hans að Kalifomía muni leggjast í rúst í geysiöflugum jarðskjálfta í maí á þessu ári. Joan Colhns vill hafa vaðiö fyrir neöan sig í þessum efnum og hefur því flutt til Lon- don og mun búa þar þangað til í júní. Heiðursgesturinn Arnór Benónýs- son stóð i ströngu. „Krúttmagamir'' fóm á kostum Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Krúttmagakonurnar“ á Akureyri eru ekki í vandræðum með að skemmta sér þegar þær haida sín árlegu „krúttmagakvöld", en þær semja alltaf skemmtiatriði sín og flytja þau sjálfar. Á fyrsta „krúttmagakvöldinu“ að þessu sinni sem fram fór í Sjallanum aö vanda var húsfyllir hressra kvenna sem lokuðu karlpeninginn úti þar til um miðnætti að „hleypt var til“. Heiðursgestur kvöldsins var þó karlkyns, eins og venjulega, og að þessu sinni var Það Arnór Benón- ýsson nýskipaöur leikhússtjóri á Akureyri. Konurnar snæddu sjávarrétti áður en þær tóku til við skemmtiatriðin og að þeim loknum „hituöu þær upp“ fyrir komu karlanna með léttum dansi og með því að marsera um allt húsið. Það er óhætt að segja að mikil glað- værð hafi ríkt í Sjallanum þetta kvöld, en við látum myndirnar um að skýra frekar hvað þar fór fram. „Fanney Fjalar“ er af hinni þekktu tónlistarfjölskyldu og bara nokkuð lík Eiríki frænda. DV-myndir GK Kvikmynda- hátíð í Mílanó ítalir halda sína kvikmyndahátíö eins og aðrar þjóðir, enda framleiöa ítalir mikiö af kvikmyndum. Á þeirra hátíð sem haldin var í Mílanó fyrir skömmu voru veitt svipuð verðlaun og á óskarsverðlaunahátíö amer- ískra. Meðal gesta á hátíðinni nú voru Charlton Heston og aö sjálfsögðu Sophia Loren. Einnig mátti sjá ít- alska forsætisráöherrann, Giuho Andreotti. ítalska kvikmyndahátíðin er nefnd „Telegatto" á frummálinu. Meðal gesta á ítölsku kvikmyndahátiðinni voru italski forsætisráðherrann Giulio Andreotti og leikararnir Charlton Heston og Sophia Loren. Simamynd Reuter Hollendingurinn Peter van Der Meer þykir allra manna færastur að stæla Michael Jackson og hann sýndi íslendingum taktana á skemmtistaðnum Evrópu. DV-myndir GVA Skemmtistaðurinn Evrópa fékk nýlega til sín þekkta eftirhermu sem stældi stórsöngvarann Michael Jack- son með tilþrifum. Tilefnið var það að til stendur aö halda „stjömustæl- ingakeppni" meðal íslendinga sem á að fara fram helgina 27.-28. maí. Það var Hollendingurinn Peter van Der Meer sem stældi goðið og þykir reyndar alveg ótrúlega líkur Jackson í útliti og tilburðum. Stjörhustælingakeppni hefur verið í gangi víðs vegar um heim og er oröin að hálfgerðu æði og fjöldi manns, eins og Peter van Der Meer, hefur atvinnu af því að troða upp í gervi stórstjarna. Það verður fróðlegt að sjá hvort æðið heltekur íslendinga á sama hátt. Fjöldi manns mætti til að fylgjast með tilþrifum Hollendingsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.