Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1988, Blaðsíða 32
32
MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1988.
Erlend myndsjá
Veður-
blíða í
Evrópu
Sumarið er nú komið fyrir alvöru
í Evrópu og götusalamir í Brussel,
sem viðar, eru komnir á fulla ferð.
Þessi íssali hefur enn hestinn í
þjónustu sinni sem óneitanlega
gerir hann að skemmtilegra mynd-
efni en þessir vélknúnu geta nokk-
um tíma orðið.
Ekki fer sögum af sölunni hjá
blessuðum manninum en ef sólin
og blíðan helst má búast við ábata-
sömu sumri.
Tilbeiðsla
Þessir buffalóar voru nýlega
teknir frá amstri daglegra anna eitt
síðdegi til að taka þátt í hátíðar-
höldum á Filippseyjum. Þeir
krjúpa hér í tilbeiðslu fyrir framan
kirkju nærri Manila, en hver guð
jDeirra kann að vera er ekki vitað.
Bush á atkvæðaveiðum?
Undanfarna mánuði hefur það komist í tísku í Bandaríkjunum að börn
berjist viö að setja flugmet af ýmsu tagi. Þess er skemmst að minnast er
drengir á barnaskólaaldri gerðu garöinn frægan með því að fljúga eins hreyf-
Os flugvélum yfir þver Bandaríkin. í síðustu viku setti niu ára gömul stúlka
í Illinois, Brigette Ellis, nýtt met þegar hún gerðist yngsti einstaklingur til
að fljúga sólóflug, Brigette flaug heimasmíðuðu „flygildi“ og var flugtími
hennar þrjár mínútur.
smíðaðri flugvél
Heimsmet á heima-
George Bush, varaforseti Bandaríkjanna, tók sér nýlega hlé frá almennri kosningabaráttu og fór til veiða. Með
varaforsetanum í bátnum eru leiðsögumaður, sem gætir þess að Bush verði ekkert að meini, og leyniþjónustumaður
sem væntanlega á að huga að þeim leyndarmálum sem fiskamir hjala sín á mOli.
Ekki er vitað hvort Bush vonaðist tO þess að veiða einhver atkvæði með þessu móti en ljóst er að honum myndi
ekki veita af þar sem Dukakis, væntanlegur frambjóðandi demókrata, virðist nú njóta mun meira fylgis en varafor-
setinn.
Njósnari jarðsunginn
Breski njósnarinn Kim Philby lést nýverið í Moskvuborg. Hann hafði búið þar allt frá því hann varð að yfir-
gefa Bretland í skyndi á sjötta áratug aldarinnar eftir að upp komst um hrekkjabrögð hans gagnvart bresku
leyniþjónustunni.
Philby var jarðsunginn með nokkurri viðhöfn því kistunni fylgdu tveir vopnaðir og einkennisklæddir KGB-
menn. Væntanlega sem virðingarvottur, nema því aðeins að Sovétmenn hafi treyst líkinu varlega og þótt betra
aö fylgjast með athöfnum þess.
Á einni myndanna má svo sjá eiginkonu PhObys kveðja mann sinn hinstu kveöju. Þótt Vesturlandabúar
hafi gjama séð PhOby í einhverri skrímslismynd lifði hann rétt eins og hver annar maður og er syrgður af
vandamönnum, ef ekki fyrrum starfsfélögum í Bretaveldi.