Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1988, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1988, Side 17
MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1988. 17 Lesendur Þróast gengismál hér á svipaðan hátt og í sumum ríkjum Suður-Ameríku, þar sem gjaldmiðillinn er næsta lítils virði? Lággengissinnar sigruðu Júlíus Einarsson skrifar: Þá hefur verið tilkynnt ein gengis- fellingin enn. Ekki eru nema tveir eöa þrír mánuðir síðan sú síðasta var framkvæmd og þá um 6%. Þegar svo er komið, að gengi er fellt meö tveggja til þriggja mánaða millibili, þá má reikna með sama áframhaldi, líkt og gerðist í sumum Suður- Ameríkuríkjunum, sem lentu í vand- ræðum vegna erlendra skulda. En lággengissinnar hér á íslandi hafa sem sé sigrað eina ferðina enn. Það er gaman að sjá framan í þá að- ila nú aö þessari aðgerð ákveðinni, sem fremstir stóðu í rööinni um að krefjast gengisfellingar til „hags- bóta“ fyrir útveg og fiskvinnslu. Nú fullyrða þeir hver á eftir öðrum, að engin lausn sé í því að fella gengið! Og auðvitað er það rétt, það er eng- in lausn, ekki einu sinni fyrir ferða- mannaiðnaðinn svokallaða, því hér hækkar allt að sama skapi og gengis- fellingu nemur eða meira en það, svo að ferðamenn fá ekkert meira fyrir sinn gjaldeyri hér. Og tökum eftir því að hvaöa ráð- stafanir, sem gerðar verða til að hindra að gengisfellingin hafi ekki áhrif á launaskrið og verðhækkanir, munu til einskis. Einfaldlega vegna þess aö þegar gengisskráning er komin svo gjörsamlega úr böndun- um, eins og hér er, að gengi er fellt á fárra mánaða fresti þá ræður eng- inn, hvorki Seðlabanki né ríkisstjórn við málin lengur. Nú munu sömu aðilar og fengu þessari gengisfellingu áorkað koma aftur á sjónarsviðið eftir svo sem viku, hálfan mánuð og segja sem svo; ja, þar sem áhrif gengislækkun- arinnar koma ekki fram fyrr en eftir nokkra mánuði, þá verður ríkis- stjórnin að koma okkur til aðstoðar með „öðrum hætti“ (eins og það er gjarnan orðað) nú þegar. - Síðan munu ótaldir þrýstihópar koma 1 sviösljósið og knýja á um enn eina lækkun gengis og svo koll af kolli, þar til öll sund verða lokuð. Þegar ég skrifa þetta er enn ekki að fullu ákveðið hve mikil þessi geng- islækkun verður, en ef hún verður lægri en 15% þá er sjálfgefið að það er ekki nema skammtímalausn fyrir lággengissinna, þeir munu því koma aftur að tveimur mánuðum liönum og bera nákvæmlega sömu rök á borð fyrir ráðamenn og þeir gerðu fyrir þessa gengisfellingu. - Segja má að hér stefhi allt í eina átt, niöur - og það mjög hratt. Ekið á bíl - K.B. hringdi: Það var miftvikudagskvöldið hinn 4. þ.m. aft ekið var efta bakkað á bifreift mina, Suzuki Swift árgerð 1987 og sem stóð á bilastæftinu viö Hraunberg 4, fyrir framan sólbaðs- stofuna. Þetta hefur gerst á bilinu milli kl. 21 og 22 um kvöldið. vHni vantar Ég bið þann sem þarna á hlut aft máli svo og aftra sem kynnu aft hafa orftift vitni aft þessum atburði aft hafa samband vift lögregluna - eöa mig sjálfa. Síminn hjá mér er 77004. Vinsamlega hringið ekki fyrr en eftir kl. 21.80 aft kvöldi. Sparkvöllur við Skeljagranda? Fimm barna faðir hringdi: Fyrir síðustu borgarstjómarkosn- ingar sagöi borgarstjóri í útvarps- þætti aö borgin hygðist útbúa spark- völl/leiksvæði á milli Skeljagranda og Öldugranda. Ekkert bólar á framkvæmdunum ennþá. Góð skrifstofuaðstaða á annarri hæð, ca. 110 m2, sem má skipta niður, við Síðumúla til leigu. Góð sameiginleg aðstaða. Upplýs- ingar í síma 687187. fFélagsmálastofnun Reykjavíkurborgar FJÖLSKYLDUDEILD FÉLAGSRÁÐGJAFI Laus er staða félagsráðgjafa við Fjölskyldudeild. Um er að ræða stöðu fulltrúa sem fer með sérverkefni á sviði barnaverndarmála, einkum ráðgjöf vegna vist- ana barna á vistheimili og fjölskylduheimili, ráðgjöf á mæðraheimili og fl. Reynsla á meðferðarstarfi áskil- in. FORSTÖÐUMAÐUR Laus er staða forstöðumanns í Unglingaathvarfi. Áskilin er félagsráðgjafamenntun eða önnur mennt- un á sviði sálar- eða uppeldisfræði, ásamt starfs- reynslu í meðferðarmálum. Upplýsingarum báðarstöðurnarveitiryfirmaður Fjöl- skyldudeildar í síma 25500. Umsóknir berist fyrir 1. júní nk. 4 ARKLAnmariiD© GASGRILL m/kút og yfirbreiðslu Verð kr. 14.500,- TIL SÝNIS OG Dalshrauni 13, Hafnarfirði ÍX rwo Rennilásar, reimar og spennur einkenna nýjustu skóna á mark- aðnum í dag. Á morgun verður litið inn í nokkrar verslanirsem versla með skó og athugað hvað er vinsælt í karlmanna- og kven- skótískunni þessa dagana. Litið verður á eins konar sandala fyrir konur og sígilda skó fyrir karl- menn. Hvaðervinsælast og hvað kostar það? í Lífsstíl á morgun. Nú er veðrið til að grilla úti. I Lífsstíl á morgun fjöllum við um grill. Við sýnum nokkrar gerðir, gefum góð ráð og upp- skriftir að gómsætum réttum. Gasgrill og kolagrill verða í Lífsstíl. Þá hafa gaseldavélar ruttsér til rúms hér á landi. DV athug- aði gaseldavélar og hvaða kostirfylgja eldun á gasi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.