Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1988, Blaðsíða 10
10
MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1988.
Útlönd
Hefur fullt traust á Meese
Ronald Reagan Bandaríkjaforseti
á blaöamannafundinum í gær.
Sfmamynd Reuter
Ronald Reagan Bandaríkjaforseti
hafnaði á blaðamannafundi í Hvíta
húsinu i gær öllum kröfinn um að
Edwin Meese, dómsmálaráðherra
Bandaríkjanna, yrði látinn segja
af sér. Sagði forsetinn að hann sæi
engar sannanir þess að Meese hefði
brotiö af sér og sagöi að ráðher-
rann, líkt og aörir Bandaríkja-
menn, teldist saklaus þar til sekt
væri sönnuö.
Forsetinn sagðifréttamönnum að
hann hefði fullt traust á Meese sem
undanfarið ár hefur sætt rann-
sóknum vegna gruns um lagabrot.
Viöurkenndi forsetinn aö ásakanir
á hendur Meese væru margar en
hins vegar heföi ekkert verið sann-
aö.
Undanfariö ár hefur sérstakur
saksóknari haft mál Meese til meö-
ferðar. Þótt hann hati þegar lýst
því yfir að hann muni ekki form-
lega ákæra Meese er búist við að
skýrsla hans veröi mjög neikvæð
og óttast repúblikanar að hún
kunni að hafa slæm áhrif á gengi
frambjóðanda þeirra í forsetakosn-
ingunum í haust.
Sprengjuárás á hótel
Að minnsta kosti átta manns létu
lifiö og yfir tuttugu særðust í árás-
um sem gerðar voru á hótel og
klúbb í Khartoum i Súdan síðast-
liðinn sunnudag. Árásirnar voru
gerðar á Hótel Acropole og Súdan-
klúbbinn í Khartoum og beittu ár-
ásarmennirnir bæði skotvopnum
og hendsprengjum við verknaðina.
Ekki hafa borist áreiðanlegar
fréttir af mannfalli meðal inn-
fæddra í borginni. Ljóst er hins
vegar að fimm útlendingar, þeirra
skylda, létu lífið.
Tveir ungir Súdanbúar iiggja í
valnum eftir árásina á sunnudag.
Simamynd Reuter
i meðal fiögurra manna bresk fiöl-
Ókeypis klæðnaður
Loftmynd af fatahaugnum i Norður-Karólinafyfki, þar sem fólk gat tekið
eins og það vildi fyrir grunngjald sem nam á þriðja hundrað krónum.
Simamynd Reuter
Sérkennileg uppákoma átti sér stað í Anson-sveit í Norður-Karólína-
fylki í Bandaríkjunum um síðustu helgi. Ótilgreindur aðili í New York
ákvað þá að losa sig viö mikið magn af fatnaði og lét aka tonnum af flík-
um út á bersvæði i sveitinni. Var fótunum dreift þar á bersvæði og hverj-
um sem var heimilaö að ná sér í eins mikið og þurfa þótti. Þurfii fólkið
aöeins aö greiöa fimm dala stöðugjald fyrir bifreiöir sínar eða sem nemur
eittlivaö á þriðja hundrað krónum.
Hluti af fatnaði þessum var framleiðsla frá frægum hönnuöum.
Ekki fékkst gefið upp hver sendi fótin þvi að eigandi landsins, sem þeim
var dreift á, kvaðst bundinn þagnarheiti.
Felldi tvo lögreglumenn
Hálffertugur maður gekk í gær-
kvöld berserksgang í Höfðaborg í
Suður-Afríku og skaut tvo lög-
reglumenn til bana áöur en lögregl-
unni tókst að ráða niðurlögum
hans.
Að sögn lögreglunnar stóðu átök-
in við manninn, Christopher du
Plooy, í fiórar klukkustundir og
lauk ekki fyrr en lögreglumanni
tókst að varpa aö honum hand-
sprengju. Du Plooy mun hafa haft
sjálfsmorð i huga en nágrannar
hans segja að hann hafi nýlega ver-
ið látinn laus af geðsjúkrahúsi.
Annar lögreglumannamia sem
Du Plooy felldi var Hendrik Bam-
Logregiuvorour vio porpio tdend- ^rd, einn þeirra foringja óeirðalög-
ale í Suöur-Afríku, þar sem að reglunnar í Suöur-Afríku sem þel-
minnsta kosti fimm hundruð dökkir þar hafa óttast mest. Bam-
manns hafa (allið í átökum hvítra lék lykilhlutverk í bælingu á
og svartra »rá upphafi árs 1987. óeiröum þeldökkra á árunum 1984
Simamynd Reuter til 1986.
Skæruliðar gripnir
á landamærunum
Palestínsk börn keyptu sér leikfangabyssur þegar fimm daga útgöngubanni
í Nablus á Vesturbakkanum var afiétt. Um svipað leyti laumuðust palestín-
skir byssumenn frá Jórdaníu yfir ísraeisku landamærin. Simamynd Reuter
ísraleskir hermenn særðu og tóku
til fanga palestínska byssumenn sem
komu frá Jórdaníu yfir ísraelsku
landamærin. ísraelskur hermaður
særðist lítilsháttar í átökunum.
Tveim skæruliðum tókst að flýja til
baka og að sögn ísraelskra heryfir-
valda voru þeir eltir af jórdönskum
hermönnum.
Þetta er í annað sinn á sex mánuð-
um að palestínskir skæruliðar laum-
ast inn í ísraels frá Jórdaníu. Sam-
kvæmt yfirlýsingu talsmanns ísra-
elska hersins gera Jórdanir þó allt
sem í þeirra valdi stendur til þess að
hindra slíkar árásarferðir frá Jórd-
aníu. Þrátt fyrir þessa yfirlýsingu er
búist viö að ísraelsk yfirvöld krefiist
harðari aðgerða af hálfu jórdanskra
yfirvalda.
Jórdönsk yfirvöld vísuð árið 1986
palestínskuu skæruliðasamtökun-
um A1 Fatah úr landi eftir að friðar-
viðræður milli Husseins konungs og
Arafats, leiðtoga Frelsissamtaka Pal-
estínumanna, fóru út um þúfur.
Stjórnmálaskýrendur segja að
bæði Jórdanía og Egyptaland séu
undir miklum þrýstingi vegna hins
mikla stuðnings araba almennt við
uppreisnina á herteknu svæðunum.
Samið um atkvæðin
Bjami Hinriksson, DV, Bordeaux:
Franskir stjórnmálamenn sitja og
funda og velta því fyrir sér hvernig
þeir geti náö sem flestum hinna 577
þingsæta í komandi þingkosningum
5. og 12. júní. í kosningunum til
þingsins er Frakklandi skipt í jafn-
mörg eins manns kjördæmi og eins
og staðan er nú hjálpar það ekki
hægri flokkunum því að Sameining-
arflokkur lýðveldisins (RPR) og Lýð-
ræðisbandalagið (UDF), svo ekki sé
minnst á Þjóðfylkinguna, bjóða allir
fram í sama kjördæmi og bítast um
kjósendur. Auöveldar þaö kjör fram-
bjóöenda Sósíalistaflokksins sem er
langsamlega stærsti flokkurinn til
vinstri.
Núverandi meirihluti á þinginu og
fyrrverandi samstarfsaðilar í ríkis-
stjórn, RPR og UDF, samþykktu í gær
að bjóða sameiginlega fram undir
merki URC, Bandalags sameingingar
og miðju. Neita þeir öllu samstarfi
við Þjóðfylkingu Le Pens.
Frönsk kosningalög gefa fiokkum
möguleika á alls kyns braski og
samningum, sérstaklega milli hinna
tveggja umferða. Le Pen veit að í
mörgum kjördæmum þarf URC á
stuðningi hans að halda ef vinna á
sósíalista. Þessa stöðu ætlar hann aö
nota sér til hins ýtrasta og sósíalistar
reyndar líka. Þeir hafa boðið miðju-
mönnum úr UDF, séu þeir gegn Le
Pen og vilji vinna með Mitterrand
forseta að loknum kosningum,
stuðning sósíalista í sumum kjör-
dæmum. Það er að segja sósíalistar
eru tilbúnir að draga sinn frambjóð-
anda til baka og styðja miðjumann.
Pierre Mauroy, formaður Sósíalista-
flokksins, lýsti því yfir í gær að sínir
menn væru tilbúnir aö gera þetta í
30 til 50 kjördæmum. Menn eru þegar
byrjaðir að semja og að minnsta kosti
í einu kjördæmi hefur UDF þingmað-
ur lýst yfir stuðningi við Mitterrand.
Sósíalistar hafa meðbyr og geta því
leyft sér tilboð af þessu tagi. Ef hug-
myndir Mitterrands um eins konar
lýðræðisfylkingu vinstri og miðju
manna eiga að koma til framkvæmda
veröa að vera einhverjir miöjumenn
á þinginu. En allir þessir samningar
eru enn sem komið er mest í orði,
bæði til hægri og vinstri. Samstarf
RPR og UDF er kannski leið til að
bjarga því sem bjargað verður fyrir
hina hefðbundnu hægri flokka en
eftir er að vita hvort þetta samstarf
gengur upp. Þótt Valery Giscard
d’Estaing og fleiri frammámenn í
UDF væru á fundinum í gær lét Ra-
ymond Barre ekki sjá sig. Hann lýsti
því meira að segja yfir í viðtali að
hann teldi að sósíalistar myndu sigra
í kosningunum.
Hefndarmorð á hindúum
Sérþjálfaðar sveitir sitja enn um Gullna hofið í Amritsar og í gær tókst
þeim að komast inn í kjallarabyggingu hofsins. Simamynd Reuter
Byssumenn síkha myrtu í gær tutt-
ugu og níu hindúa í hefndarskyni
fyrir umsátur yfirvalda um Gullna
hofið í Amritsar í Punjab. Aftakan
átti sér stað í Chandigarh, höfuðborg
Punjab.
Lögreglan í Chandigarh kvaðst
hafa átt von á hefndarmorðum sjálf-
stæðissinna en fiöldi árásanna kom
á óvart. Undanfarna tvo daga hafa
sjötíu og þrír menn verið myrtir af
sikhum. Auk þess sem sikharnir
myrða andstæðinga sína hafa þeir
margsinnis ráðist á hindúa til þess
að hræða þá svo þeir fari frá Punjab.
Umsátrið um Gullna hofið heldur
áfram en þrjátíu byssumenn eru enn
á helgasta stað hofsins þar sem hin
helga bók sikha er geymd. Lögreglan
hefur lýst því yfir að hún muni ekki
skjóta þar inn.
Embættismenn hafa lýst því yfir
að að þeir séu ákveönir í að binda
enda á hlutverk hofsins sem virki
sjálfstæðissinna og munu sérþjálfað-
ar sveitir ekki víkja af verðinum. í
gær komust þær inn í kjallara sem
tengir turnana tvo sem byssumenn-
irnir hafa notað sem vígi. Notuðust
þær við handsprengjur og táragas er
þær brutu sér leið inn. Um þrjátíu
manns hafa fallið í umsátrinu.