Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1988, Blaðsíða 36
36
MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1988.
Jarðarfarir
Jónas Gunnarsson lést 8. mai sl.
Hann var fæddur á Helluvaði í Rang-
árvallasýslu 24. desember 1924, son-
ur hjónanna Gunnars Erlendssonar
og Kristínar Kristjánsdóttur. Jónas
lauk burtfararprófi frá Verslunar-
skóla íslands árið 1946. Hann starfaði
bjá Síld og fiski í um það bil 9 ár.
Jónas stofnaði eigin verslun, Kjöt-
borg, árið 1956. Eftirlifandi eiginkona
hans er Sigríður Rakel Þórarins-
dóttir. Útför Jónasar verður gerð frá
Bústaðakirkju í dag kl. 15.
Valborg E. Þórarinsdóttir lést 6. maí
sl. Hún fæddist á Rauðstöðum við
Arnarfjörð 22. maí 1919. Foreldrar
hennar voru Guðmundína Sigurrós
Guðmimdsdóttir og Þórarinn Krist-
ján Ólafsson. Valborg var tvígift.
Fyrri maður hennar var Ólafur Kr.
Jóhannesson en hann drukknaði
áriö 1950. Þau eignuðust saman einn
son. Seinni maður hennar er Indriði
' Einarsson. Þau eignuðust saman
fjögur böm. Útfor Valborgar verður
gerð frá Fossvogskirkju í dag kl.
13.30.
Ólöf Bessadóttir lést 10. maí sl. Hún
var fædd 4. ágúst 1900, dóttir hjón-
anna Bessa Þorleifssonar og Ingi-
bjargar Stefánsdóttur. Ólöf var tví-
gift. Fyrri maður hennar var Júlíus
Jóhannsson en hann drukknaði árið
1923. Þau eignuöust saman eina dótt-
ur. Seinni,maður Ólafar var Símon
Mámsson en hann lést árið 1985. Þau
eignuðust saman tvær dætur. Útfór
Ólafar verður gerð frá Hafnarfjarð-
arkirkju í dag kl. 15.
Pétur Ágúst Árnason lést 7. maí sl.
Hann var fæddur í Reykjavík 17.
ágúst 1901. Foreldrar hans voru Árni
Hannesson og Sigríður Pétursdóttir.
Framan af ævi stundaði Pétur sjó-
mennsku, aðallega á togurum. Eftir
að hann hætti sjómennsku starfaði
hann í landi, lengst af hjá Eimskipa-
félagi íslands við uppskipun. Eftirlif-
andi eiginkona hans er Helga Jóns-
dóttir. Þau hjónin eignuðust tvær
dætur. Útfór Péturs verður gerð frá
Laugameskirkju i dag kl. 13.30.
Binna Berndsen Mann lést 16. þ.m. á
heimili sínu í Needham, Mass.,
Bandaríkjunum. Útforin verður gerð
frá Dómkirkjunni í Reykjavík mið-
vikudaginn 25. maí kl. 13.30.
Nauðungaruppboð
Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík , Gjaldheimtunnar í Reykjavík, Vöku hf.,
skiptaréttar Reykjavíkur, ýmissa lögmanna, banka og stofnana, fer fram
opinbert uppboð á bifreiðum, vinnuvélum o.fl. að Smiðshöfða 1 (Vöku
hf.) fimmtudaginn 19. maí 1988 og hefst það kl. 18.00. Seldar verða
væntanlega eftirtaldar bifreiðar R-10118, R-20336, R-20697, R-20995,
R-24287, R-24853, R-27132, R-28930, R-29661, R-30803, R-31158,
R-31926, R-37796, R-39737, R-41505, R-41774, R-42678, R-42691,
R-48720, R-51758, R-51885, R-54175, R-55424, R-57204, R-59103,
R-67033, R-69113, A-8955, G-15491, G-18441, G-22414, I-597,
S-2976, X-5169, Y-11, Y-3314, Y-16277, Y-17129, Z-1623, auk væntan-
lega margra fleiri bifreiða og vinnuvéla. Einnig verður seld Victor VPC II
tölva og Citizen MSP-10 prentari. Ávísanir ekki teknar gildar nema með
1 samþykki uppboðshaldara eða gjaldkera. Greiðsla við hamarshögg.
Upp boðshaldarinn i Reykjavík.
fFélagsmálastofnun
Reykjavíkurborgar
FULLTRÚI í
HÚSNÆÐISDEILD
Staða fulltrúa í Húsnæðisdeild er laustil umsóknar.
Starfið reynir á hæfni í almennum skrifstofustörfum
og mannlegum samskiptum, jafnframt þekkingu og
reynslu í sambandi við viðhald húsnæðis.
Umsóknareyðublöð fást hjá Starfsmannahaldi
Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9. Umsóknarfrestur
er til 24. maí nk.
Nánari upplýsingar gefur Birgir Ottósson húsnæðis-
fulltrúi í síma 25500.
Fréttir
Enn koma bakreikningar frá Flugstöðinni:
Steingrímur brýtur
gegn eigin samþykkt
Jón Baldvin neHar að borga 120 mil|jónir
Þrátt fyrir ákvæði í fjárlögum um
að engar nýjar framkvæmdir við
Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur
Steingrímur Hermannsson utanrík-
isráðherra samþykkt nýja verk-
samninga upp á 172 milljónir króna.
Hann stóð þó að þessari ákvörðun
eins og aðrir ráðherrar. Jón Baldvin
Hannibalsson fjármálaráðherra hef-
ur nú neitað að borga 120 milljón
króna reikning frá utanríkisráðu-
neytinu umfram þær 820 milljónir
sem samþykkt var að verja til Flug-
stöðvarinnar á fjárlögum. Þessi deila
hefur nú bæst við aðrar þrætur ráð-
herranna á meðan þeir reyna að
koma saman efnahagsaögerðum.
Samkvæmt úttekt, sem fram fór við
fjárlagagerðina, þurfti um 754 millj-
ónir til þess að borga upp skamm-
tímalán vegna 860 milljón króna
framkvæmda á árinu 1987, auk
vaxta, yfirdráttar og lántökugjalda.
Eftir stóðu um 66 milljónir til að
mæta óvæntum útgjöldum og hugs-
anlegum skaðabótum til verktaka
vegna riftunar samninga. Þessi áætl-
un stóðst fullkomlega samkvæmt at-
hugun fjárlaga- og hagsýslustofnun-
ar. Óvænt útgjöld urðu um 50 millj-
ónir svo eftir stóðu 16 milljónir til
að mæta skaðabótum.
Engum verksamningum var hins
vegar rift heldur stofnað til nýrra.
Utanríkisráðuneytið hefur sent 120
milljón króna reikning og ijóst er að
fleiri eru á leiðinni. Hagsýslustjóri
segir í greinargerö sinni að taka þurfi
ákvörðun um hvort framkvæmd
verksins skuli áfram fara eftir nótum
byggingamefndar eða hvort beita
skuli eðlilegri fjármálastjóm.
„Það fólst í ákvörðun við gerð fjár-
laga að engar nýjar framkvæmdir
yrðu á árinu 1988 við Flugstöðina.
Utanríkisráðherra var gerð grein
fyrir því,“ sagði jón Baldvin Hanni-
balsson fjármálaráðherra. Jón Bald-
vin sagðist ekki hafa heimild til að
greiða þennan reikning þar sem
heimild skorti í fjárlögum. Hann yröi
því ekki greiddur.
-gse
Anna Einarsdóttir lést í Hrafnistu,
Hafnarfirði, 1. maí sl. Útförin hefur
farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Ólafur Guðmundsson frá Litluhlíð
verður jarðsunginn frá Fossvogs-
kirkju fimmtudaginn 19. maí kl. 10.30
árdegis.
Jcirðarför Ástu Hannesdóttur, áður
til heimiiis á Freyjugötu 5, Reykja-
vík, fer fram frá Fossvogskapellu
föstudaginn 20. maí kl. 10.30.
Margrét Einarsdóttir, Skólavörðu-
stíg 35, verður jarðsungin frá Hall-
grímskirkju fimmtudaginn 19. maí
kl. 13.30.
Eirikur Björgvin Lárusson, Hvassa-
leiti 6, verður jarðsungmn frá Bú-
staðakirkju fimmtudaginn 19. maí
kl. 16.30.
Andlát
Anna Jónsdóttir frá Borgarfirði
eystra, andaðist á hjúkrunarheimil-
inu Sunnuhlíð í Kópavogi mánudag-
inn 16. mai.
Vilhjálmur Guðmundsson frá Stóra-
Nýjabæ, Krísuvík er látinn.
Guðríður Sigurjónsdóttir, Hvassa-
leiti 51, lést í Borgarspítalanum
mánudaginn 16. maí.
Tilkynrdngar-
Knattspyrnuskóli Leiknis
hefst mánudaginn 24. mai nk. Leiðbein-
andi veröur sem fyrr Sigurbjartur Á.
Guðmundsson knattspymuþjálfari
ásamt gestaleiðbeinendum sem verða
margir af frægustu knattsymumönnum
íslands. Allir þátttakendur fá viðurkenn-
ingu og veitt verða ýms verðlaun. 1. nám-
skeið verður frá 24/5-3/6, 2. frá 6/6-17/6,
3. frá 20/6-1/7, 4. frá 4/7-15/7, 5. frá 18/7
-29/7. Krakkar fæddir 1980 og síðar verða
frá kl. 09-10.30. Krakkar fæddir 1978-1980
verða frá kl. 10.30-12. Þeir sem fæddir em
1977 og fyrr verða frá kl. 13-14.30. Nám-
skeiðiö mun kosta kr. 1.500 á mann. Veitt-
ur verður sérstakur systkinaafsláttur og
einnig munu þeir sem hafa tekið þátt í
íjórum fyrstu námskeiðunum fá frítt á
það fimmta. Innritun fer fram í Leiknis-
húsinu sama dag og námskeiðin hefjast.
Hægt er að greiöa með greiðslukortum.
Skrifstofa Geðhjálpar
tilkynnir
að frá 1. júni verður skrifstofan og félags-
miðstöðin lokuð mánuðina júní, júlí og
ágúst.
Ferðalög
Utlvist
Miðvikudagur 18. maí kl. 20.
Þjóðleiöin til Þingvalla 2. ferð.
Reynisvatn - Miödalur. Létt og
skemmtileg ganga. Verð 400 kr. frítt fyrir
böm m. fullorðnum. Brottfór frá BSÍ,
bensínsölu.
Tapað fundið
Peningar töpuðust í Hafnar-
firði
11 ára drengur varö fyrir því óhappi að
týna fimmþúsund króna seðli á leiðinni
frá Músik og sport upp í BYKO í Hafnar-
firði þríðjudaginn 17. maí. Finnandi vin-
samlegast hringi í sima 51933.
Þetta er alrangt
- segir Halldór Jónatansson
. „Þetta er alrangt. Fyrirtækiö hefur
ekki keypt neinn gjaldeyri svo
nokkru nemi í maí. Þessar aðdrótt-
anir eiga því enga stoð í raunveru-
leikanum. Ég vísa þessu því alger-
lega á bug,“ sagði Halldór Jónatans-
son, forstjóri Landsvirkjimar. Stöð 2
greindi frá því í gær að ástæða rann-
sóknar á því hveijir heföu tekið út
2,5 milljarða í erlendum gjaldeyri
fyrri hluta síðari viku væri orðómur
um að Landsvirkjun ætti þar stóran
Ný stjóm
Talning í kosningum til stjómar
Sambands íslenskra námsmanna er-
lendis fór fram í gærkvöldi. Kosið
var um sjö manna stjóm. Af 2500
félögum sendu 388 bréf með atkvæði
sínu en 366 atkvæði vom gild. At-
hygli vekur að af ellefu frambjóðend-
um vom sex nemar í Bandaríkjunum
og lentu þeir í sex neðstu sætunum.
Mikil óánægja er meðal Bandaríkja-
nema vegna þessa.
Þeir sem komust í stjórnina em:
Sigurður Jóhannesson, Danmörku,
sem fékk 285 atkvæði, Sigríöur Guð-
hlut að máli. Jóhannes Nordal er
stjórnarformaður Landsvirkjunar og
bankastjóri Seölabankans. Það var
því hann sem lagði til lokun gjaldeyr-
isdeilda bankanna á föstudaginn.
Halldór sagði að Landsvirkjun
hefði keypt gjaldeyri í síðustu viku
fyrir 1,2 milljónir króna. Fyrirtækið
mun greiða hátt í 3 milljarða í vexti
og aíborganir af erlendum lánum á
þessu ári.
-gse
hjá SÍNE
brandsdóttir, Frakklandi, sem fékk
253 atkvæði, Hólmfríður Garðars-
dóttir, Argentínu, sem fékk 250 at-
kvæði, Páll Þórhallsson, Þýskalandi,
sem fékk 246 atkvæði, Jón Ólafsson,
Þýskalandi, sem fékk 214 atkvæði,
Guðrún K. Guðfinnsdóttir, Banda-
ríkjunum, sem fékk 165 atkvæði, og
Jónas Egilsson, Bandaríkjunum,
sem fékk 118 atkvæði.
Einnig var kosið um tillögu stjórn-
ar SÍNE um hækkun árgjalds og var
hún felld.
-JBj
Tónleikar Fundir
Tónleikar í Islensku óperunni
Fimmtudaginn 19. maí nk. kl. 20.30 verða
haldnir tónleikar í íslensku óperunni.
Þar munu þau Helgi Maronsson tenór
úr Njarðvík og Krystyna Cortes píanó-
leikari flyfja gamlar íslenskar aríur, Ijóð
eftir Beethoven, Schubert, Brahms og
Hugo Wolf og óperuaríur eftir Doniqetti,
Bellini, Puccini, Flotow og Verdi. Miðar
seldir við innganginn.
Kvenfélag Oháða safnaðarins
heldur fund í safnaðarheimilinu
Kirkjubæ fimmtudaginn 19. mai kl. 20.30.
Aðalfundur Torfusamtakanna
1988
verður haldinn að Litlu-Brekku á Torf-
unni (yfir Sveini bakara) fimmtudaginn
19. maí og hefst hann kl. 20.30. Á dagskrá
eru venjuleg aðalfundarstörf og önnur
mál.
Leikfélag Siglufjarðar sýnir
Galdrakarlinn í Oz
Undanfariö hefur Leikfélag Siglufiarðar
æft leikritiö Galdrakarlinn í Oz eftir L.
Frank Baum, undir leikstjóm Carmen
Bonitch. Þetta er stærsta og viðamesta
sýning sem félagiö hefur ráðist í á und-
anfómum árum. Alls em leikendur rúm-
lega 30 en milli 50 og 60 manns standa
að sýnlngunni. Frumsýnt verður fóstu-
daginn 20. maí, sem er 70 ára afmælis-
dagur Siglufiarðarkaupstaöar.