Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1988, Blaðsíða 8
LAUGARDAGUR 4.-JÚNÍ 1988.
Hinn hýri Hafnarfjörður 80 ára:
Jóna Ósk Guójónsdóttir.
Jóna Ósk Guöjónsdóttir, forseti
bæjarstjómar Hafiiarfjarðan
„Höfeán og hraunið
það fallegasta"
,JÉg hef alla tíö búiö í Hafnar-
firði, en meö smáhléum þó,“
sagöi Jóna Ósk Guöjónsdóttir,
forseti bæjarstjórnar Hafnar-
fjarðar, „Það hafa oröið miklar
breytingar i gegn um árin. Ég
man til dæmis aö er ég kom að
utan áriö 1979 eftir sex ára dvöl
erlendis haföi bærinn stækkað
gífurlega og mest einmitt á þessu
6 ára tímabili i sögu hans. Til
dæmis haföi Norðurbærinn og
fleira bæst viö. Ég man sem
krakki aö þegar foreldrar mínir
ráku verbúðir viö Amarhratmiö
fannst mér það vera við mörk
bæjarins. Það var langt til
mannabyggöa frá þeim stööum
sem nú er búið að byggja á. Bær-
inn hefur prýkkaö mikið á þess-
um árum og allir virðast leggja
sig fram um aö gera umhverfiö
sem snyrtilegast
Höfhin og hraunið eru það fall-
egasta sem Hafnarijöröur hefur
upp á aö bjóöa. Og það er mjög
ríkt í bæjarbúum að þeir eru
Hafnfirðingar. Þegar ég var aö
hefja minn búskap bjó ég örfá ár
í Kópavogi og fannst það alltaf
vera millibilsástand. Þar kunni
ég hvorki viö mig né fann neinn
bæjarbrag. Þaö er ekki þar meö
sagt að Kópavogur sé slæmur
bær, ég er bara svona raikill
Hafnfiröingur í mér.“
Björgvin Halldórsson.
Bjórgvin Halldórsson,
dagskiirsíjóri Stjömunnan
„Hafnfirðingar eru
bestu grinistamir"
Björgvin Halldórsson, söngvari
og dagskrárstjóri Stjömunnar, er
þekktur sem gamall Hafnfirðing-
ur, en er aö vísu nýfluttur út á
Seltjarnames. „Ég er ennþá á
G-númerinu,“ sagöi Björgvin
þegar hann var inntin- eftir því
hvort hann aétti eftir aö flytja aft-
ur í Hafharfjörðinn. „Einu sinni
Hafnfirðingur alltaf Hafnfirðing-
ur og ég mun vera þaö um
ókomna framtíð. Þótt ég byggi
erlendis myndi ég kalla mig
Hafnfiröing. Hafnarfjöröur
myndi á erlendri tungu kallast
„suburb“ þó aö Hafnarfjörður sé
sérstakur bær. Hafiifiröingar
myndu aldrei sætta sig við að láta
kalla bæinn sinn úthverfi. Þar
hefur einnig mesta uppbyggingin
verið aföllum bæjum á landinu.
í mínum augxun er Hafnarfjörö-
ur fallegasti staöur á iandinu, viö
sjóinn. Þar er einnig besta fólkið.
En það er kannski erfitt fyrir þá
að sjá þetta sem ekki þekkja til í
Hafnarfirði. Hafnfiröingar em
einnig mestu grínistarnir.“
Hafnarfjörður er stór og fallegur bær sem flestir Hafnfirðingar eru sammála um að hafi eitthvað sem aðrir bæir hafa ekki.
Kjaitan Jóhannsson alþíngismaður:
Kjartan Jóhannsson.
Kjartan Jóhannsson alþingis-
maður er innfæddur Hafnfirðingur
og segist hafa búið þar alla tíð aö
undanskildum tveimur fyrstu vik-
um ævi sinnar, af tæknilegum
ástæðum. „Ég hef verið þar allar
götur síöan nema á um þaö bil 10
ára námstímabili, búiö f Hafnar-
firði," sagðiKjartan. „Á námstíma-
bilinu kom ég þó alltaf heim á
sumrin. Og hef ailtaf búiö í suöur-
bænum. Ég man til dæmis aö þegar
ég kom heim úr námi og var aö
leita mér að íbúð þá skoöaöi ég
einnig íbúöir í vesturbænum. Þar
tók ég eftir að tröppur væru brotn-
ar og gluggar famir að fúna. Þó svo
aö það væri einnig í suðurbænum
var alitaf hægt aö laga það.
Ég man einnig sem þriggja ára
snáði þegar fýrsta steypta gatan á
landinu var lögð. Það var Strand-
gatan í Hafnarfirði. Og enn var
malarkampur fyrir framan kirkj-
una. Maður hugsar einnig oft um
þann tima þegar atvinnulífiö var
alit við Hamarinn í Hafnarfirði. Þar
var trésmiöjan Dvergur, véismiöja
og fiskverkimarstöð. Ég hugsa oft
til þeirra sem ekki fengu að sjá það
tímabil í atvinnulífi Hafnarfjaröar.
Þá var eini bamaskólinn þar
Bamaskólinn í Hafnarfiröi sem nú
heitir Lækjarskóli. Og menn fóru
niður á bryggju á vertíöum og
fengu fisk í soðið til að eiga ofan í
fjöiskyldumar. Ennfremur þegar
bæjarútgerðin kom til sögunnar og
Hellisgeröi var tekiö í notkun. Þaö
þótti merkilegt framtak. Svona var
þaö nú í þá daga.
Þaö hefur margt breyst í minni
tíð f Hafharfírðinum. Bærinn hefur
stækkað og bæjarbragurinn hefur
breyst. Til marks um þaö var rpjög
algengt að bæjarbúar væru á ferli
á kvöldin, fengju sér kvöldgöngu
og spjölluöu saman. í dag hafa stór-
markaðirnir tekið við. Nú hittist
fólk í stórmörkuðum og ræöist viö
og kvöldgöngurnar hafa að sama
skapi minnkaö. Við eigum lika
ódýrastu stórmarkaöi á landinu.
Það sem mér finnst einna mesti
kostur Hafnarfjarðar er hversu
bæjarstæðið er veðursælt, hér nær
norðanáttin sér aldrei á strik.
Einnig er þetta bær sem á sér ræt-
ur og menn hafa þekkst mann fram
af manni. Þaö er til dæmis mjög
algengt þegar ungir Hafnfirðingar
era að hefja búskap aö þeir dragi
meö sér kærastann eða kærustuna
hingaö. Hafnfirðingar halda tryggö
viö bæinn sinn.“
Hvað er svona merkilegt við
það að vera Hafnfirðingm?
Þú hýri Hafnarfjörður hefur oft og
tíðum heyrst á öldum ljósvakans að
undanfómu. Sérstaklega reifaði
Flosi Ólafsson það í kveðskap sínum
í spumingaþáttunum Hvað held-
urðu? Hver man ekki eftir línunum:
Að aftan og framan og allt um
kring/er ég á verði. Þar tók hann
merkinguna hýr, þýtt úr enska orð-
inu gay, mjög bókstaflega. Hafnar-
fjörður er vissulega hýr bær í þeirri
merkingu að vera líflegur bær og
hann hefur sérstöðu á mörgum svið-
um. Hann varð sem kunnugt er 80
ára þann 1. júní síðastliðinn og hélt
upp á afmæli sitt með pompi og
prakt. Síðasti dagur afmælishátíðar-
innar er í dag. En hvað er svona sér-
stakt við Fjörðinn. Jú, þama er fyrsti
íslenski fiskmarkaðurinn og bærinn
hefur að geyma eina sjóminjasafnið
enda Hafnarfjörður rómaður útgerð-
arbær. Hann er þekktur fyrir að vera
mikill Alþýðuflokksbær. Handknatt-
leikurinn hefur í gegn um tíðina ver-
ið hátt skrifaður og nú síðast körfu-
knattleikurinn, Haukamir era ís-
landsmeistarar á því sviði. Hann hef-
ur að geyma einhvern ódýrasta stór-
markaðinn á landinu og fyrsta breið-
bandsnetið grafið í jöröu í Hvömm-
unum sem þýðir að ekki þarf á mót-
tökudiskum né loftnetum að halda. í
gamla daga var aðalsportið að fara í
bíó í Hafnarfjörð, þar voru bestu
myndirnar. Hér áður fyrr voru Gafl-
ararnir þekktir fyrir að hittast undir
húsgöflum og ræða málin. Á síðari
árum komst Hafnarfjörður venju-
lega í fréttimar í kringum þrettánd-
ann vegna óspekta í miðbænum. Þar
er mikið talað um falleg gömul hús
og varðveislu þeirra og síðast en ekki
síst eru Hafnarfjarðarbrandararnir
sem vakið hafa kátínu margra á
seinni árum.
Hafnfirðingar kenndir
við mæður sínar
Það má ekki gleyma einu orðatil-
tæki sem er mjög sérstakt fyrir ung-
dóminn í Hafnarfirði, þar er alltaf
talað um að rambelta í stað þess sem
aðrir segja og er sama og að vega
salt. Þetta man hver Hafnfiröingur
mann fram af manni, svo lengi sem
þessi leiktæki hafa veriö til. Enn-
fremur voru Hafnfirðingar í eina tíð
alltaf kenndir við mæður sínar, til
dæmis var kona ein þekkt undir
nafninu Klara Jónu. Kjartan Jó-
hannsson alþingismaður sagði okkur
eina slíka sögu þegar hann heyröi
talað um Halldór nokkurn Halldórs-
son hafði hann enga hugmynd um
hvem var átt við fyrr en hann nafn-
ið Halldór Amalíu, þá loks rann upp
fyrir honum ljós. Astæða þessa var
einkum að hafnfirskir karlmenn
vora mikið á sjónum og því lítið
heima við. Svo fórast einnig margir
Hafnfirðingar á stríösárunum og
þess vegna var fjöldinn allur af ein-
stæðum mæðrum í Hafnarfirði.
Hafnfirðingar era allra manna ætt-
fróðastir enda er þetta bær með
gamlar rætur.
Hafnarfjörður hefur greinilega
margt merkilegt innan sinna vé-
banda og margt er eflaust enn ótalið.
Mikil uppbygging hefur veriö þar
að undanfórnu og mörg ný hverfi
risið og sagt er að þeir sem einu sinni
verða Hafnfiröingar séu það alltaf,
að minnsta kosti í eðli sínu.
Við leituðum á náðir nokkurra
Hafnfirðinga og spurðum þá hvað
hefði breyst í þeirra tíö, hvað væri
svona merkilegt við það að vera
Hafnfirðingur, hvort það væri eitt-
hvað sérstakt?
-GKr