Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1988, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1988, Blaðsíða 24
LAUGARDAGUR 4., J0NÍ *L988.. 24 Stjama á ný eftir 20 ár: „Ætli ég láti ekki gítaiiim nægja" Leonard Cohen á Listahátíö í Reykja- vík? Fyrir nokkrum árum - jafnvel í hitteðfyrra - hefði maður yppt öxl- um og spurt: Til hvers að vera að bursta rykið af útbrunnum og gleymdum raulara frá Kanada? En nú, árið 1988, horfir dæmið allt öðru vísi við. Þessi sami Cohen er stjarna sem á plötumarkaði í Evrópu keppir við George Michael og Michael Jack- son. Undrandi? Tæpast þó meira en Leonard Cohen sjálfur. Hveijir skyldu svo vera aðdáendur og þar með kaupendur platna Leon- ards Cohen, núna þegar sér fyrir endann á níunda áratugnum? Tæp- ast aðdáendur Michaels Jackson og Georges Michael nema aö litlu leyti. Þeir höfða fyrst og fremst til táninga og fólks á þrítugsaldri. Cohen er hins vegar orðinn 53ja ára gamall. Hann sló fyrst í gegn árið 1967 og er aldeil- is búinn að reyna á þolrifin í aðdá- endum sínum síðan. Nýjasta plata hans, I’m Your Man, hefur nú selst í tæplega fimmhundruð þúsund ein- tökum í Evrópu og það lætur nærri að þriðjungur þeirra eintaka sé geisladiskar. Kaupendur eru sem sagt að miklu leyti fólk sem ekki þarf að horfa í aurana þegar þaö kaupir plötur, heldur vill fá bestu hljómgæði sem fáanleg eru. Um þessar mundir er hljómleika- ferð Leonards Cohen um Evrópu að ljúka. Hann syngur í Dyflini í kvöld og næstu tvö í Lundúnum. Væntan- lega hefur eitthvaö bæst við af auka- tónleikum. Auk þess þarf hann að sitja fyrir svörum í sjónvarpi, út- varpi og hjá spyrlum dagblaða og tímarita, rétt eins og hinar popp- stjömurnar. Það era nefnilega engar ýkjur aö Leonard Cohen er stjama að nýju í gamla heiminum. Seinni partinn í maí hafði hann til að mynda veriö í efsta sæti LP plötulistans í Noregi í þréttán vikur og situr þar kannski enn. Þá hafði platan hans selst í hundrað þúsund eintökum í Noregi. Miðað viö íbúafjöldann þar í landi hefði hann átt að vera kominn á aðra milljónina í Bretlandi. Gleymdurí Bandaríkjunum Evrópa og aftur Evrópa. En hvemig skyldi Leonard Cohen vegna í Bandaríkjunum þar sem hann hef- ur búið síðustu áratugina? Illa, takk fyrir. Cohen er svo til gleymdur vest- anhafs nema hjá litlum, en traustum hópi gamalla aðdáenda. Platan I’m Your Man var til dæmis ekki gefm út vestra fyrr en hún hafði selst í kvartmilljón eintökum í Evrópu. Og næsta plata á undan, Various Positi- ons, sem kom út árið 1985, kom aldr- ei út í Bandaríkjunum þótt hún seld- ist þokkalega annars staðar í heimin- um. Leonard Cohen er á plötusamningi hjá CBS. Fyrir nokkra vora honum afhent verðlaun fyrir góöa frammi- stöðu á erlendum plötumarkaði. Rétt eins og tíðkast með aðra tónlistar- menn sem ná árangri utan Banda- ríkjanna. Cohen tók að sjálfógðu við verðlaununum. Síðan hélt hann stutta ræðu þar sem hann þakkaöi starfsfólki CBS sérstaklega fyrir þann hógværa áhuga sem það hefði alla tíð sýnt sér og tónlist sinni! Vinsællaðnýju En hví er Leonard Cohen, 53ja ára gamalt Ijóðskáld, lagasmiöur og söngvari, nú allt í einu orðinn fima- vinsæll að nýju eftir að hafa verið að miklu leyti gleymdur og grafinn í hartnær tuttugu ár? Það era jú liðn- ir tveir áratugir síðan fyrsta platan, Songs of Leonard Cohen, kom út. Skýringar kunna að vera margar. Various Positions, sem fyrr var nefnd, kveikti einhvem áhuga. Ekki skyldum við vanmeta hlut söng- konunnar Jennifer Warnes. Hún sendi á síðasta ári frá sér plötuna Famous Blue Raincoat sem meðal annars innihélt lagið First We Take Manhattan. Nú, og ekki má gleyma að þakka Cohen sjálfum. Á I’m Your Man hljómar hann nokkuð öðruvísi en áður. Útsetningar laga hans eru aðgengilegri fyrir fjöldann en oft áð- ur og lögin léttari. - Sá gamli er orð- inn poppaöri en nokkra sinni fyrr. Þeir sem sjá um að „selja“ Leonard Cohen segja að hann sé nú samstarfs- fúsari en nokkra sinni fyrr. Til að mynda skilaði hann I’m Your Man á Listahátíð Asgeir Tómasson réttum tíma, aö sögn Herve Defrano- ux, markaðsstjóra CBS í Lundúnum. „Það er ekki sama á hvaða tíma plötumar koma út,“ segir hann. „Okkur tókst að senda I’m Your Man á markað um miðjan febrúar. Þá er mátulega langt liðið frá jólum, lítið að gerast í útgáfunni og forvitnileg plata hlýtur að vekja athygli.“ OgDefranouxbætirvið: „Cohen hefur lagt á sig ómælda vinnu við að kynna plötu sína, - nokkuð sem hann hefur lítt skeytt um hingað til. - Það er sama hvert við stungum upp á að hann færi til að ræða við blaða- menn og koma fram í sjónvarpi og útvarpi. Ekkert land var of smátt fyrir hann. Hann var kominn upp í næstu flugvél og lagöur af stað áður en við vissum hvaðan á okkur stóð veðrið. Svona viöhorf hjálpa að sjálf- sögðutil." Álistahátið Nú er Leonard Cohen sem sagt á leið til íslands og ætlar að skemmta á Listahátíðarauka í Laugardalshöll nokkram dögum eftir að hinni hefð- bundnu dagskrá lýkur. Það er nokk- uð gömul hugmynd aö fá Cohen á hátíðina. Það kom til dæmis til tals fyrir réttum tíu árum, en varð ekki af því þá. Listamaðurinn veröur einn síns liðs með kassagítarinn. Þannig settur ræður hann prýðilega við Suz- anne, Maryanne og fleiri einfóld lög sem hann hefur samið. En hvað með til dæmis tónlistina af I’m Your Man, þar sem hljómsveit leikur með hon- um? Kemst hún til skila? „Þetta blessast allt einhvern veg- inn,“ segir Cohen. „Ég hef samið svo margs konar tónlist sem hefur verið útsett á svo margan hátt að ef ég ætti að flytja prógrammið á sama hátt og á plötum veitti mér ekki af hundrað og fimmtíu manna hljóm- sveit. Ætli gítarinn nægi ekki sem endranær." Víst hafa plöturnar hans Cohens verið mismunandi. Sumar jafnvel misheppnaðar að margra mati. Co- hen tekur undir það af heilum hug. Honum líkaði til dæmis aldrei fyrsta platan, Songs of Leonard Cohen. Friðelskandi hippa og önnur blóma- böm hitti hún hins vegar beint í hjartastað. Eftir að vera búinn að poppa sig dálítið upp nú, hvernig hljóma þá næstu plötur? Leonard Cóhen yppir öxlum. „Það verður bara aö koma í ljós,“ svarar hann. „Hins vegar hefur mig alltaf langað annars vegar til að gera hreinræktaða rock’n’roll plötu. Hins vegar hreinræktaða plötu í kúreka- og sveitasöngvastíl sem yrði tekin upp i Nashville eöa Austin í Texas. Enn hef ég ekki getað látið verða af þessu því að ég finn ekki réttu hljóm- sveitirnar til að spila með mér. En ég er viss um að þessar plötur verða einhvern tíma til. Ég á jú ennþá ein tuttugu ár eftir af starfsævinni." - Hver var svo að tala um svartsýnis- manninn Leonard Cohen?! Misheppnaður- útbrunninn I’m Your Man er níunda plata Cohens á tuttugu árum. Hann er sem sagt ekki með afkastamestu tónlist- armönnum sem fást við hljómplötu- gerð. „Rétt er það,“ svarar hann. „Mér gengur oft ótrúlega illa að smíða lög um ljóðin mín. Ég er stundum allt upp í ár að finna réttu laglínurnar. Og meðan ég bíð eftir því að þær komi, held ég gjarnan áfram aö bæta erindum við ljóðin. Ætli ég hafi ekki verið kominn upp í 75 erindi af First we Take Manhattan áður en mér tókst að kreista fram svolitla laglínu á hljóðget-vilinn minn. Það tók marga mánuði að koma þessu öllu heim og saman. Ég hafði á tilfinningunni að ég væri meö gott efni í höndunum en þaö hvorki gekk né rak hjá mér. Mér fannst ég vera að sóa tíma mín- um, misheppnaður... Útbrunninn. Loksins fór ég í stúdíóið mitt, spilaöi laglínuna, sem ég var hreint ekkert ánægður með, söng nokkur erindi og tók allt upp á kassettu. Með hana fór ég til Jeffs Fisher og spurði hvort væri hægt að gera lag úr öllu saman. Hann settist við hljóðfærið, lék lagið og spurði svo hvort við gætum ekki haft þeta einhvem veginn svona. Og þannigvarðþað." Eftir nokkra daga gefst okkur færi á að hlusta á enn eina útgáfuna af First We Take Manhattan. Þá mætir höfundurinn sjálfur og leyfir okkur að heyra einfóldustu útgáfu lagsins sem hægt er að hugsa sér. Og öll hin lögin aö auki, gömul og ný. Fyrir ári hefði listamaðurinn tæpast vakið nema miölungi mikla athygli. Nú skín hins vegar stjarna Leonards Cohen á ný. Og kannski skærar en nokkrasinnifyrr. -ÁT-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.