Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1988, Blaðsíða 16
16
LAUGÁRDAGUR 4. JÚNI 1988.
Nokkur
orð um
myndlist
Richards
Long
Richard Long - Prófsteinar/ Athvarf í stormi (Fimm daga ganga á íslandi), sumarið 1982.
Sú athygli sem fyrirhuguö sýning
á verkum Marcs Chagall á Listahátíð
hefur vakið meðal fjölmiðla er út af
fyrirsigánægjuleg.
Óneitanlega hefur hún þó skyggt á
aðra myndlistarmenn að utan sem
lagt hafa mikið af mörkum til nú-
tímalistar, verða hér meira að segja
íeiginpersónu.
Hér á ég til dæmis við breska lista-
manninn Richard Long sem setur
upp eigin sýningu í Nýlistasafninu
fyrir Listahátíð en með honum sýnir
(og mætir) auk þess engu ófrægari
maður en Donald Judd, einn af stór-
meisturum naumhyggjunnar, og svo
íslenskur snilhngur, Kristján Guð-
mundsson.
Long er ef til vlll ekki ýkja vel
þekktur hér á landi, ekki fremur en
landi hans, Howard Hodgkin, hvers
grafík verður sýnd í FÍM galleríinu
yfir Listahátíðina. En þótt hann sé
ungur að árum (fæddur‘1945) er af-
rekalisti hans nú oröinn býsna lang-
ur.
Long var til dæmis fulltrúi lands
síns á Biennalnum í Feneyjum árið
1976, og fyrir tveimur árum hélt
Guggenheim-safnið í New York stóra
yfirUtssýningu á verkum hans.
Long kaUar verk sín yfirleitt
„earthworks", jarðverk, en út frá
Ustsögulegu sjónhorni má flokka þau
einhvers staðar mitt á milli láðlistar
og hugmyndaUstar.
Uppi á öræfum
Verk Longs verða iðulega til á
gönguferðum hans einhvers staðar
úti í óbyggðum, uppi á breskum eöa
skoskum heiðum, í eyðimörkum Afr-
íku, í Himalajaíjöllum, í túndrum
norðurhjarans, ellegar uppi á
Möðrudalsöræfum.
Raunar eru þessar gönguferðir
sjálf myndverkin.
Long velur sér svæöi og gönguleið-
ir sem falla að hugmyndum hans
hverju sinni, og merkir sér leiðirnar
með tilfallandi efnivið á hverjum
stað, steinvölum, sprekum, rekavið,
þangi, eða ösku, eða þá með því aö
fjarlægja sama efnivið.
Að því búnu ljósmyndar Long þess-
ar merkingar, sem jafnan hafa á sér
fornt eða erkitýpískt yfirbragð. Ljós-
myndir sínar og aðrar upplýsingar
getur hann síðan sýnt eða selt til aö
standa straum af ferðalögunum.
Hann hefur gert línur úr rauðgrýti
í Ástralíu, hnur úr graníti í Sviss,
hringi úr fjörugrjóti í Alaska, stein-
Richard Long - Fimm steinar,. 1974.
Richard Long í Nýlistasafninu, ásamt verki sínu, „River Avon Mud Reykja-
vik Circle". DV mynd S
vöröur uppi á heiöum Skotlands,
spírala úr þangi á strönd Kaliforníu,
línu úr sprekum í Bólivíu og svipaða
línu úr eldfjallaösku í Perú.
Teiknað með vatni
Long hefur engan áhuga á að
skilja eftir varanleg ummerki um
ferðalög sín í náttúrunni. Hann er
aðeins á höttum eftir tímabundum
samskiptum við náttúru og náttúru-
öfl, rétt eins og frummaðurinn.
Að þeim loknum leyfir hann veöri
og vindum að afmá merkingar sínar,
þannig aö ekki þýöir fyrir listáhuga-
fólk að hlaupa upp á fjöll til aö leita
þeirra.
Sumar merkingar Longs eru meira
aö segja svo tilviljunarkenndar og
stuttlifaðar, að hann verður að ljós-
mynda þær með hraði. Þar á ég til
dæmis við merkingar þær sem hann
hefur framkvæmt með því að hella
vatni yfir sólbakaða jörð, eða
mynstrin sem myndast þegar hann
veltir steinum niöur fjallshlíð, sjá
verk hans „Fimm steina“, sem gert
var á íslandi árið 1974.
í framhaldi af þessum skapandi
samskiptum Longs viö náttúruna,
hefur hann í auknum mæli fært
bæði náttúruna og náttúrumerking-
ar sínar inn í sýningarsali.
Oftast nær kappkostar hann að
nota staðbundinn náttúrulegan efni-
við í þessi inniverk sín, hringi, línur,
spírala, krossmerki, en í seinni tíð
hefur hann stundað að tefla saman
heimafengnum náttúruelementum,
einkum og sérílagi leðju úr ánni
Avon, og náttúrulegum aðfóngum á
hverjum sýningarstað.
í Dublin tefidi hann til dæmis sam-
an breiðri línu úr írsku gijóti og
hringjum úr Avon-leöju sem hann
þrykkti á nálægan vegg með eigin
höndum.
Spurst hefur að Long muni bera sig
að með svipuðum hætti hér í Nýlista-
safninu, hlaöa upp íslensku grjóti og
láta það ríma við enskan árfarveg.
Fróðlegt verður að sjá hvað kemur
út úr endurnýjuðum samskiptum
þessa hógværa breska landslagslista-
manns og íslenskrar náttúru. -ai