Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1988, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1988, Blaðsíða 35
LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 1988. 47 ffinn bráðefnilegi leikmaöur í 3. flokki Breiðabliks, Arnar Grét- arsson, gerði það heldur betur gott á gervigrasvellinum þegar Blikarnir mættu ÍR í keppni ann- arrar deildar islandsmótsins. Drenguriim breytti gjörsamlega öllu spili Kópavogsliðsins. Hann lagði upp hvern boltann á íætur öðrum og skapaði mikla hættu við mark ÍR-inga. Arnar innsi- glaði síöan 3-0 sigur Breiðabliks með góðu marki undir lokin. Þessi frammistaða Arnars kemur í sjálfu sér ekki á óvart því hann hefur sýnt það á sínum stutta ferh að þar er roikið efni á ferð- inni. Amar hefur gengið í Knatt- spyrnuskóla KSÍ og leikiö dren- gjalandsleiki og staöið sig frábær- lega vel. Arnar er aðeins 15 ára. Hann var við æflngar og keppni með unglingaliði Glasgow Rangers sl. vetur og vildu skoskir ólmir gera samning viö hann en Arnar hafn- aði. Ef að líkum lætiu- verður þessi snjalli leikmaður horfinn út í atvinnumennskuna fyrr en varir. -HH Arnar Grétarsson, Breiðabliki. Teljið upp að tuttugu -lengurefmeðþarf Það fór heldur illa fyrir Pétri Sig- urðssyni, leikmanni í 2. fl. Þróttar, á Reykjavíkurmótinu. Honum sinnaðist við dómara leiksins, Kjartan Ólafsson og jós yfir hann möl og einhverju fleiru, að því er sagt er, og fékk fyrir vikið 6 leikja bann hjá aganefnd KKR. Þessi dómur tekur ekki yflr leiki í ís- landsmóti svo að öllum líkindum tekur Pétur út hluta leikbanns á næsta keppnistímabili. Já, það getur verið afdrifaríkt þegar adrenalínið streymir í of stórum skömmtum út í blóðið og hvetur menn til árása. - Hvað er til ráða? spyrja menn. Læknar hafa engin svör við þessum ósköpum. Það mætti segja mér að eina ráðið viö þessum líkamlegu hamförum væri einfaldlega að bíta á jaxhnn og telja í hljóði upp að tuttugu - eða jafnvel lengur ef með þarf. Hvað er annaö hægt að gera í stööunni? Knattspyrnumenn yngri flokka, verið því duglegir að telja í sumar. -HH Knattspyma unglinga Víkingar Reykjavíkurmeistarar Reykjavíkurmeistarar Víkings 1988 í A-liði: Fremri röð frá vinstri: Hallsteinn Arnarsson, Róbert Sighvatsson, Arni Egilsson, Páll Guðmundsson, ívar Bergsteinsson, Lúðvík Bragason, Jóhannes H. Jónsson og Haraldur Haraldsson. Aftari röð frá vinstri: Hallur Arnarsson þjálfari, Björn Einarsson, Arnar Arnarsson, Magnús Guðmundsson, Úlfur Jónsson, Sigurður Sighvatsson, Kristinn Bjarnason, Þórður Jónsson, Ingimundur Helgason og Agnar Arnars- son liðsstjóri. DV-mynd HH 2. flokkur karla - A-lið: - sigruðu Fylki, 3-0 2. flokkur Víkinga, A-lið, sigraði Bylki, 3-0, i síðasta leik sínum í Reykjavíkurmótinu. Með þessum heimasigri sínum innsigluðu strák- arnir sigur í Reykjavíkurmótinu. Víkingar urðu einnig sigurvegarar í B-hði og er því greinilegt að meist- Staðan í leikhléi var 1-0. Mörk Vík- þunnskipaöan hóp að ræða. araflokkur hefur gildan sjóð leik- manna til að vinsa úr á komandi tím- um. Fylkisstrákarnir börðust eins og ljón allan leikinn en gegn sterkri liðs- heild Víkinganna dugði þaö skammt. inga gerðu þeir Úlfar Jónsson, 2, og Þórður Jónsson, 1 mark. Athygli vekur hinn breiöi hópur leikmanna í 2. fl. hjá Víkingum, gagnstætt því sem er hjá mörgum öörum félögum. Víðast hvar er um Það verður fróðlegt að fylgjast með hvernig strákunum vegnar í íslands- mótinu. -HH < 4. flokkur A: Sannfærandi sigur Fram og meistaratitillinn í höfn Framarar tefla fram mjög öflugum 4. flokki í ár og sannaðist það ræki- lega þegar þeir mættu KR-ingum á útivelli 26. maí sl. Fram-liðið er skip- *t,Í! 'a- //' - Dómari, þú verður að stoppa leikinn, maður! Sérðu ekki að ég er með allt niðrum mig!!! Gústi „sweeper Þjálfarinn sagði um daginn að við hefðum verið bestir í leikhléinu! Þvílíkt rugl!!! að sterkum einstaklingum og leggja strákarnir sig mjög fram um aö leika góða knattspyrnu. Liðið er nokkuð jafnt en þó held ég að það sé-á engan hallað þótt Guðmundur Benedikts- son sé settur í sérflokk því drengur- inn er sérlega útsjónarsamur leik- maður, auk þess að vera langmarka- hæstur allra á Reykjavíkurmótinu, með 24 mörk. KR-strákarnir börðust vel í leikn- um en að þessu sinni mættu þeir ofjörlum sínum. Mörk Framara gerðu þeir Guðmundur Benedikts- son, 4 mörk, og Arnar Arnarsson, 1 mark. í leik B-liða sigraði KR, 2-1. Fram-ÍR (A), 5-0 Þann 28. maí sl. mættu svo Fram- arar ÍR á heimavelli og var það síð- asti leikur þeirra á Reykjavíkurmót- inu. í leik A-liða sigruðu Framarar, 5-0, og geröi hinn marksækni Kjart- an Hallkelsson 2 mörk, Arnar Arn- arsson, Ásbjörn Jónsson og Guð- mundur Benediktsson 1 mark hver. Þeir virðast svo sannarlega ekki vera á flæðiskeri staddir með markaskor- ara, Framararnir. Með þessum sigri sínum á ÍR inn- sigluöu Framstrákarnir sannfær- andi sigur sinn á Reykjavíkurmót- inu. í leik B-höa sigruðu Framarar einnig, 6-2. í keppni B-hða urðu KR-ingar Reykjavíkurmeistarar. . ■ Vegna plássleysis verður mynd af Reykjavíkurmeisturm Fram í 4. flokki að bíða næsta laugardags. -HH „Þið eruð lakari núna en þegar þið voruð í 5. flokki" Lúðvík Amarson, leikmaður í 4. flokki FH, er einn þeirra drengja sem mættur er á úrtökumót drengja- landsliðsnefndar sem snýr að Knatt- spyrnuskóla KSÍ. Hann lék með 5. flokki FH1986 þegar strákarnir urðu íslandsmeistarar og var einn af mátt- arstólpum liösins. En hvað segir Lúðvík um gengi liðsins eftir að strákarnir komust á 4. flokks aldur- inn? Misjafnt gengi í 4. flokki „Þegar við lékum í 5. fl. var eins og allt gengi upp. . Foreldrarnir studdu okkur gífurlega án þess þó aö íþyngja okkur um of. Það small allt saman. Eftir að 4. fl. tók við hef- ur velgengnin ekki verið eins mikil. Það er dálítið erfitt að gera sér grein fyrir því hvers vegna svo er. Við er- um með góöan þjálfara, en það er Úlfar Daníelsson, og var hann einnig með okkur í 5. fl. þegar við urðum íslandsmeistarar." „Ekki eins góðir og í 5. flokki“ „Þeir sem standa nálægt liðinu geta á stundum verið ansi harðir í gagnrýni sinni, eins og til dæmis eft- ir leik á Faxamótinu gegn Breiða- bliki, sem við reyndar unnum 1-0 í afspyrnuslæmu veðri sem átti auð- vitað sinn þátt i hvernig leikurinn þróaðist. Eftir leikinn kom einn stuðningsmanna inn í klefa til okkar og sagði svo allir heyrðu: Þetta var lélegur leikur hjá ykkur, strákar. Þið eruð miklu verri núna en þegar þið voruð í 5. flokki. Það er náttúrlega ekkert gaman að fá svona framan í sig. Við strákarnir gerum okkur fyllilega ljóst að það er ekki alltaf hægt að sigra og hlustum bara á gagnrýni þjálfarans. Hitt lát- um við sem vind um eyru þjóta. Það er nefnilega býsna stórt mál aö flytj- ast upp um flokk og lenda oftast á móti strákum á eldra ári. Við erum harðánægðir hjá FH og meö þjálfar- ann og við skulum bara bíða og sjá til,“ sagöi Lúðvík að lokum. Lúðvík Arnarson, 4. fl. FH.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.