Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1988, Qupperneq 35

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1988, Qupperneq 35
LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 1988. 47 ffinn bráðefnilegi leikmaöur í 3. flokki Breiðabliks, Arnar Grét- arsson, gerði það heldur betur gott á gervigrasvellinum þegar Blikarnir mættu ÍR í keppni ann- arrar deildar islandsmótsins. Drenguriim breytti gjörsamlega öllu spili Kópavogsliðsins. Hann lagði upp hvern boltann á íætur öðrum og skapaði mikla hættu við mark ÍR-inga. Arnar innsi- glaði síöan 3-0 sigur Breiðabliks með góðu marki undir lokin. Þessi frammistaða Arnars kemur í sjálfu sér ekki á óvart því hann hefur sýnt það á sínum stutta ferh að þar er roikið efni á ferð- inni. Amar hefur gengið í Knatt- spyrnuskóla KSÍ og leikiö dren- gjalandsleiki og staöið sig frábær- lega vel. Arnar er aðeins 15 ára. Hann var við æflngar og keppni með unglingaliði Glasgow Rangers sl. vetur og vildu skoskir ólmir gera samning viö hann en Arnar hafn- aði. Ef að líkum lætiu- verður þessi snjalli leikmaður horfinn út í atvinnumennskuna fyrr en varir. -HH Arnar Grétarsson, Breiðabliki. Teljið upp að tuttugu -lengurefmeðþarf Það fór heldur illa fyrir Pétri Sig- urðssyni, leikmanni í 2. fl. Þróttar, á Reykjavíkurmótinu. Honum sinnaðist við dómara leiksins, Kjartan Ólafsson og jós yfir hann möl og einhverju fleiru, að því er sagt er, og fékk fyrir vikið 6 leikja bann hjá aganefnd KKR. Þessi dómur tekur ekki yflr leiki í ís- landsmóti svo að öllum líkindum tekur Pétur út hluta leikbanns á næsta keppnistímabili. Já, það getur verið afdrifaríkt þegar adrenalínið streymir í of stórum skömmtum út í blóðið og hvetur menn til árása. - Hvað er til ráða? spyrja menn. Læknar hafa engin svör við þessum ósköpum. Það mætti segja mér að eina ráðið viö þessum líkamlegu hamförum væri einfaldlega að bíta á jaxhnn og telja í hljóði upp að tuttugu - eða jafnvel lengur ef með þarf. Hvað er annaö hægt að gera í stööunni? Knattspyrnumenn yngri flokka, verið því duglegir að telja í sumar. -HH Knattspyma unglinga Víkingar Reykjavíkurmeistarar Reykjavíkurmeistarar Víkings 1988 í A-liði: Fremri röð frá vinstri: Hallsteinn Arnarsson, Róbert Sighvatsson, Arni Egilsson, Páll Guðmundsson, ívar Bergsteinsson, Lúðvík Bragason, Jóhannes H. Jónsson og Haraldur Haraldsson. Aftari röð frá vinstri: Hallur Arnarsson þjálfari, Björn Einarsson, Arnar Arnarsson, Magnús Guðmundsson, Úlfur Jónsson, Sigurður Sighvatsson, Kristinn Bjarnason, Þórður Jónsson, Ingimundur Helgason og Agnar Arnars- son liðsstjóri. DV-mynd HH 2. flokkur karla - A-lið: - sigruðu Fylki, 3-0 2. flokkur Víkinga, A-lið, sigraði Bylki, 3-0, i síðasta leik sínum í Reykjavíkurmótinu. Með þessum heimasigri sínum innsigluðu strák- arnir sigur í Reykjavíkurmótinu. Víkingar urðu einnig sigurvegarar í B-hði og er því greinilegt að meist- Staðan í leikhléi var 1-0. Mörk Vík- þunnskipaöan hóp að ræða. araflokkur hefur gildan sjóð leik- manna til að vinsa úr á komandi tím- um. Fylkisstrákarnir börðust eins og ljón allan leikinn en gegn sterkri liðs- heild Víkinganna dugði þaö skammt. inga gerðu þeir Úlfar Jónsson, 2, og Þórður Jónsson, 1 mark. Athygli vekur hinn breiöi hópur leikmanna í 2. fl. hjá Víkingum, gagnstætt því sem er hjá mörgum öörum félögum. Víðast hvar er um Það verður fróðlegt að fylgjast með hvernig strákunum vegnar í íslands- mótinu. -HH < 4. flokkur A: Sannfærandi sigur Fram og meistaratitillinn í höfn Framarar tefla fram mjög öflugum 4. flokki í ár og sannaðist það ræki- lega þegar þeir mættu KR-ingum á útivelli 26. maí sl. Fram-liðið er skip- *t,Í! 'a- //' - Dómari, þú verður að stoppa leikinn, maður! Sérðu ekki að ég er með allt niðrum mig!!! Gústi „sweeper Þjálfarinn sagði um daginn að við hefðum verið bestir í leikhléinu! Þvílíkt rugl!!! að sterkum einstaklingum og leggja strákarnir sig mjög fram um aö leika góða knattspyrnu. Liðið er nokkuð jafnt en þó held ég að það sé-á engan hallað þótt Guðmundur Benedikts- son sé settur í sérflokk því drengur- inn er sérlega útsjónarsamur leik- maður, auk þess að vera langmarka- hæstur allra á Reykjavíkurmótinu, með 24 mörk. KR-strákarnir börðust vel í leikn- um en að þessu sinni mættu þeir ofjörlum sínum. Mörk Framara gerðu þeir Guðmundur Benedikts- son, 4 mörk, og Arnar Arnarsson, 1 mark. í leik B-liða sigraði KR, 2-1. Fram-ÍR (A), 5-0 Þann 28. maí sl. mættu svo Fram- arar ÍR á heimavelli og var það síð- asti leikur þeirra á Reykjavíkurmót- inu. í leik A-liða sigruðu Framarar, 5-0, og geröi hinn marksækni Kjart- an Hallkelsson 2 mörk, Arnar Arn- arsson, Ásbjörn Jónsson og Guð- mundur Benediktsson 1 mark hver. Þeir virðast svo sannarlega ekki vera á flæðiskeri staddir með markaskor- ara, Framararnir. Með þessum sigri sínum á ÍR inn- sigluöu Framstrákarnir sannfær- andi sigur sinn á Reykjavíkurmót- inu. í leik B-höa sigruðu Framarar einnig, 6-2. í keppni B-hða urðu KR-ingar Reykjavíkurmeistarar. . ■ Vegna plássleysis verður mynd af Reykjavíkurmeisturm Fram í 4. flokki að bíða næsta laugardags. -HH „Þið eruð lakari núna en þegar þið voruð í 5. flokki" Lúðvík Amarson, leikmaður í 4. flokki FH, er einn þeirra drengja sem mættur er á úrtökumót drengja- landsliðsnefndar sem snýr að Knatt- spyrnuskóla KSÍ. Hann lék með 5. flokki FH1986 þegar strákarnir urðu íslandsmeistarar og var einn af mátt- arstólpum liösins. En hvað segir Lúðvík um gengi liðsins eftir að strákarnir komust á 4. flokks aldur- inn? Misjafnt gengi í 4. flokki „Þegar við lékum í 5. fl. var eins og allt gengi upp. . Foreldrarnir studdu okkur gífurlega án þess þó aö íþyngja okkur um of. Það small allt saman. Eftir að 4. fl. tók við hef- ur velgengnin ekki verið eins mikil. Það er dálítið erfitt að gera sér grein fyrir því hvers vegna svo er. Við er- um með góöan þjálfara, en það er Úlfar Daníelsson, og var hann einnig með okkur í 5. fl. þegar við urðum íslandsmeistarar." „Ekki eins góðir og í 5. flokki“ „Þeir sem standa nálægt liðinu geta á stundum verið ansi harðir í gagnrýni sinni, eins og til dæmis eft- ir leik á Faxamótinu gegn Breiða- bliki, sem við reyndar unnum 1-0 í afspyrnuslæmu veðri sem átti auð- vitað sinn þátt i hvernig leikurinn þróaðist. Eftir leikinn kom einn stuðningsmanna inn í klefa til okkar og sagði svo allir heyrðu: Þetta var lélegur leikur hjá ykkur, strákar. Þið eruð miklu verri núna en þegar þið voruð í 5. flokki. Það er náttúrlega ekkert gaman að fá svona framan í sig. Við strákarnir gerum okkur fyllilega ljóst að það er ekki alltaf hægt að sigra og hlustum bara á gagnrýni þjálfarans. Hitt lát- um við sem vind um eyru þjóta. Það er nefnilega býsna stórt mál aö flytj- ast upp um flokk og lenda oftast á móti strákum á eldra ári. Við erum harðánægðir hjá FH og meö þjálfar- ann og við skulum bara bíða og sjá til,“ sagöi Lúðvík að lokum. Lúðvík Arnarson, 4. fl. FH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.