Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1988, Blaðsíða 14
14
LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 1988.
Frjálst.óháÖ dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerö:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 700 kr.
Verð í lausasölu virka daga 65 kr. - Helgarblað 80 kr.
Minnkum ójöfnuð
Þjóöarsátt hefur verið og er um, aö nauðsynlegt sé
að hækka lágmarkslaun í landinu. Undanfarin ár hafa
kjarasamningar meira eða minna snúizt um þetta. Síð-
ustu kjarasamningar einkenndust af kröfunni um 42.000
króna lágmarkslaun og 36.500 króna niðurstöðunni.
Árangurinn hefur látið á sér standa. Með launaskriði
hefur hækkun lágmarkslauna gengið upp allan launa-
stigann og skilið láglaunafólkið eftir í sömu súpu og
áður. Enn hefur ekki verið fundin lausn á þessum
vanda, sem framkallar verðbólgu í stað kjarajöfnunar.
Erlendis hefur sums staðar, til dæmis í Bandaríkjun-
um, verið farin sú leið að semja ekki um lágmarkslaun
í kjarasamningum aðila vinnumarkaðarins, heldur lög-
festa þau á þjóðþinginu sem póhtíska ákvörðun. Nú
stendur þar fyrir dyrum ný hækkun lágmarkslauna.
Á þann hátt má líta á, að lágmarkslaun séu orðin
hluti af hinu opinbera tryggingakerfi og þá á þann hátt,
að löggjafarvaldið skyldar atvinnurekendur til að borga
ákveðið lágmark í laun, jafnvel þótt þeir telji vinnuna,
sem þeir kaupa, ekki vera þeirra peninga virði.
Margir hagfræðingar eru andvígir þessari aðferð.
Þeir segja réttilega, að hún leiði til fækkunar atvinnu-
tækifæra. Ríkið geti að vísu skyldað atvinnurekendur
til að borga ákveðin laun, en það geti ekki skyldað þá
til að ráða fólk til starfa á hinum lögskipuðu launum.
Samkvæmt þessu eru færri en ella ráðnir til starfa,
sem áhtin eru ómerkari en sem svarar lágmarkslaun-
um. Þetta kemur mest niður á ungu fólki, sem er að
sækja inn á vinnumarkaðinn, og á konum, sem löngum
hafa skipað lægstu þrep launastiga í flestum greinum.
Einnig er þetta tahð leiða th, að niður leggist rekstur
fyrirtækja, sem byggja afkomu sína á ódýru vinnuafli.
Andstæðingar lágmarkslauna segja, að betra sé að hafa
prjónastofur, er borgi konum lágt kaup, en hafa ahs
engar prjónastofur, sem gerir þær atvinnulausar.
Reiknað hefur verið út, að sérhver 10% hækkun lág-
markslauna eyði 200.000 störfum í Bandaríkjunum. Það
svarar til 200 starfa hér á landi. Þetta þykir afleitt í lönd-
um, þar sem atvinnuleysi er eitt helzta vandamálið, sem
stjórnvöld ghma við. En það þarf ekki að gilda hér.
Við erum svo heppin á íslandi að búa við langvinna
umframatvinnu, sem metin er á nokkur þúsund störf.
Það er mismunurinn á lausum störfum og skráðu at-
vinnuleysi. Er þá að vísu ekki tekið tilht til dulbúins
atvinnuleysis í landbúnaði og fleiri atvinnugreinum.
Vel má hugsa sér, að í þjóðfélagi umframatvinnu sé
heppilegt að setja lög, sem hvetji til samdráttar og lokun-
ar fyrirtækja í láglaunagreinum á borð við pijónastofur
og frystihús, svo að shk atvinna sé ekki lengur eins
konar gildra, sem hindri straum í arðbærari störf.
Með talnaleik má hugsa sér, að hækkun íslenzkra
lágmarkslauna úr 36.500 krónum í 55.000 krónur sé 50%
aukning og muni leiða til 1000 starfa fækkunar. Hag-
kerfið ætti að þola slíkt, án þess að atvinnuleysi verði
meira en fjöldi lausra starfa í þjóðfélaginu.
Ef lögfesting 55.000 króna lágmarkslauna leiddi ekki
th launaskriðs, væri hægt að minnka kjarabil undir-
stéttar og yfirstéttar í landinu úr sjöföldu í fimmfalt.
Það er hæfilegt launabh í jafnréttisþjóðfélagi, sem hefur
tekið upp flatan tekjuskatt í stað skattþrepa.
Þótt hingað th hafi ekki tekizt að bæta kjör láglauna-
fólks með slíku handafli, er ekki ástæða tU að gefast
upp, því að þjóðarvUji vUl minni ójöfnuð í tekjum.
Jónas Kristjánsson
Mönnum er í starfi reiknaður
hlutur út frá mismunandi forsend-
um. Mjög há laun eru yfirleitt
skýrð með einu orði: ábyrgð! Menn
beri svo óskaplega þunga og mikla
ábyrgð í þjóðfélaginu: á rekstrin-
um, framleiðslunni o.s.frv. Mjög
lág laun eru aftur á móti ábyrg út
af fyrir sig. Þau eru forsenda fyrir
því að reksturinn og framleiöslan
gangi, því lægri, því ábyrgari.
Mikil og vel launuð ábyrgð,
venjulega íjárhagsleg, er hins veg-
ar oftar en ekki mjög óábyrg! Svona
brenglað er svonefnt gildismat
okkar og á ekki einasta við um
launin.
Ábyrgðin viröist ekki reiknast út
frá heill og hagsmunum mann-
skepnunnar. Altént virðist það lög-
mál algilt í launakerfmu að því nær
sem starf fólks stendur manneskj-
unni, vandamálum hennar, brýn-
ustu þörfum, líkamlegum sem and-
legum, þeim mun lægri gerast
launin. Sitji menn nógu fjarri
mannlegum sorgum í vafstri sínu
I talfæri
Jón Hjartarson
er vísast að þeir teljist ábyrgir fyr-
ir svimandi háum launum.
Ábyrgðarlaus ábyrgð
Þeir sem standa í nógu sálar-
lausu umstangi, hvort heldur þaö
er útgerð eða innflutningur, brall
með fasteignir eða fjármagn, þeir
eru vísir með að hafa dágóöan hlut
og gildir einu hvort þessi rekstur
er hagkvæmur þjóðhagslega og
arðbær sjálfum sér ellegar bara
tóm vitleysa. Axarsköft hálau-
naðra íslenskra athafnamanna eru
orðin þjóðinni æði dýr, því það er
hún sem ævinlega ber ábyrgð á
þeim á endanum.
Ef þú ert á toppnum í ljótri fabr-
ikku sem bræðir málm, er óholl-
ustuiðnaöur, frekur á orkuna úr
fallvötnum okkar (fær hana raunar
fyrir skít á priki), mengar og skítur
út umhverfi sitt og náttúru lands-
ins til sjávar og sveita, og er þar
að auki rekinn með tapi, þá he-
furðu vísast hálfa milljón á mán-
uði.
Ef þú ert fóstra á bamaheimili,
berð ábyrgð á lífi og þroska fjölda
barna, sem stundum eru talin svo
dýrmæt, jafnvel dýrasti auður
hvers samfélags, færðu svo lág
laun að þú segir upp og ferð í stað-
inn að telja peninga í bankanum
(talsvert leiðinlegra en betur borg-
að, sorry Stína!).
Bankastjórinn, sem er yfir þér,
lætur þig hjálpa sér við aö hirða
hundmð milljóna af almenningi í
gengisgróða, stendur fyrir fárán-
legum offjárfestingum og þenslu í
atvinnulifmu, ekki síst í banka-
kerfinu sjálfu, hefur svo há laun
að þú fréttir helst ekki af því;
kannski svo sem sjöfóld laun kenn-
arans sem stendur daglega frammi
fyrir 30 ungmennum og rembist við
aö koma þeim upplýstum og nokk-
urn veginn óbrjáluöum út í þjóð-
félagið, svo þeir geti farið að axla
ábyrgð.
Svona mætti lengi telja. Það er
eins og þjóðfélagiö sé einna helst
sniðiö fyrir þá sem frekastir eru,
gráöugastir og ófyrirleitnastir.
Samfélag andstætt
börnum
Ég hef haldið því fram að þróun
samfélagsins væri andstæð börn-
um og raunar flestum þeim sem
minna mega sín. í síðustu viku
skrifaði grein í Morgunblaðið Lilja
Eyþórsdóttir fóstra (sem vinnur
raunar ekki á barnaheimili heldur
í banka!). Þar er bent á hversu
málaflokkar, sem tengjast mennt-
un og uppeldi bama, sitja á hakan-
um, umfram ýmiss konar bruðl og
vitleysisframkvæmdir á borð viö
flugstööina á Keflavíkurflugvelh.
Greinina nefnir Lilja „íslendingar
eru fjandsamlegir börnum“. Ein-
hveijir kunna að segja: hvaða vit-
leysa, er þetta nú ekki órökstudd
fjarstæða? En höfundur færir ýms
rök fyrir því að þessi fullyrðing er
ekki mjög fjarri sanni. Hún tekur
einkum fyrir þau vandræði sem
skapast þegar báðir foreldrar vinna
úti (svo sem flestir þurfa), sem sé
hvað á að gera við blessuð börnin?
Sú dapurlega þula skal ekki endur-
tekin hér.
Hvað ætli mikill hluti íslenskrar
æsku ahst upp framan við vídeóið,
hjá dagmömmum ellegar heima hjá
sér, mikinn hluta dagsins?
Því hefur af ráðamönnum verið
lýst sem heilagri skyldu samfélags-
ins að sjá til þess að komandi kyn-
slóðir verði sæmilega læsar og tal-
andi á íslenska tungu. Það hefur
ennfremur verið bent á að til þess
þurfi að nota öll meðul, ekki síst
vettvang dagsins, myndina: sjón-
varpið, kvikmyndina, myndband-
ið.
Nú eru fyrstu fórnarlömb vídeós-
ins að koma tU vits og ára. Það er
raunar mesta furða hvernig þetta
fólk er máli farið. Móðurmálið er,
guði sé lof, undralífseigt. Menn
mega lengi þramma um mynd-
bandaleigur bæjarins til þess að
finna þar myndir fyrir börn með
íslensku tali. Þær eru teljandi á
fmgrum annarrar handar. Flestar
eru þær á ensku (með misvel þýdd-
um texta). Víða er ekkert til af
barnaefni nema úr niðursuðuverk-
smiðju Walt Disney.
Ríkissjónvarpið fúskar
Nú skyldi maður ætla að sjón-
varpið legði metnað sinn í að bæta
þarna um betur. Raunar ætti þess-
ari ríkisstofnun að vera uppálagt
að framreiða barnaefni á vandaðan
hátt. En þau vinnubrögð sem þessi
stofnun býður börnunum upp á eru
til þvílíkrar skammar að það nær
engri átt. Eigin framleiðsla sjón-
varpsins á barnaefni er sama og
engin, fyrir utan kynningar og
umbúðir, og það er dapurlegt út af
fyrir sig. Þær erlendu teiknimynd-
ir, sem sýndar eru fyrir börn á for-
skólaaldri og þaðan af yngri, eru
ýmist með texta sem krakkarnir
geta eðlilega ekki fylgt ellegar að
einn lesari eða tveir beriast við að
túlka raddir tuttugu persóna. Eins
og að líkum lætur er þetta svo óá-
heyrilegt og illa flutt mál að það
særir máltilfmningu, jafnvel smá-
bama. Og ekki bætir það úr skák
að ómenntað fólk er í æ ríkara
mæli fengið til þess að þylja þessa
texta, væntanlega í sparnaðar-
skyni. Það virðast lítil takmörk fyr-
ir þvi hve lélegt fúsk íslensk æska
má þola þessum miðli.
Stöð 2 mun, eftir því sem mér
skilst, leggja talsvert meiri vinnu í
að koma sínu barnaefni til skila í
eyru þessara ungu hlustenda. En
fýrir mér er Stöð 2 rugluð svo þar
um er fátt að segja.
Það er sem sagt margt fleira en
dagvistunarmálin sem skjóta stoö-
um undir þessa fullyrðingu fóstr-
unnar, sem vinnur í banka, að ís-
lendingar séu fjandsamlegir börn-
um. Þjóðfélagið starfar eftir göml-
um íslenskum og heldur hranaleg-
um uppeldisfræöum sem hljóða
svo: „A misjöfnu þrífast börnin
best.“ Spurning er hvort þessi
fræði séu ekki orðin úrelt, eða
hvort þau hafi nokkurn tíma skilað
góðum árangri.
íslendingar eru ekki samhent
þjóð nema þeir þurfi að berja á ein-
hverium öðrum. Hér ríkir ótrúleg
rangsleitni, miðað við hvaö við
þykjumst upplýst. Þetta þjóðfélag
er ekki einasta fjandsamlegt böm-
um heldur öllum þeim sem ekki
troðast áfram, upp launastigann
eða annars staðar. Það þarf að end-
urskoða uppeldisfræöin og um-
ferðarreglumar í samfélaginu.