Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1988, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1988, Blaðsíða 37
LAUGABDAGUR ft. JÚNÍ ra88. Iþróttapisttll Amór hefur tekið forystu Það er kunnara en frá þurfi að segj'a að við íslendingar eigum nokkra einstaklinga í íþróttunum sem skara fram úr og hafa náð ár- angri á heimsmælikvarða. í dag- legu tali manna vill fjöldi þessara einstaklinga oft verða meiri en efni og ástæður eru til. Ein skærasta stjarna okkar í dag er knattspymumaðurinn Arnór Guðjohnsen hjá belgíska félaginu Anderlecht. Bikarmeistari og frábær frammistaða Um síðustu helgi var Arnór Guðjohnsen mikið í sviðsljósinu, ekki bara hér á íslandi heldur úti um allan heim. Anderlecht lék þá gegn Standard Liege í úrslitaleik belgísku bikarkeppninnar. And- erlecht sigraði 2-0 og að dómi knattspyrnusérfræðinga í Belgíu og allra þeirra sem leikinn sáu var Arnór langbesti leikmaðurinn á velhnum. Þetta er ekki dónaleg frammistaða og kemur þeim sem kappann þekkja raunar ekki svo mikið á óvart. Arnór orðinn fremstur Það er mín skoðun og reyndar margra annarra að Arnór sé nú orðinn fremsti knattspyrnumaður okkar í dag. Hann hefur lengi mátt standa í skugganum af Ásgeiri Sig- urvinssyni en nú hefur hann sem sagt tekið forystuna. Mikið birti yfir framtíð Arnórs eftir bikarsig- urinn og frammistöðuna í úrslita- leiknum. Hann á nú mikla mögu- leika á að komast að hjá enn fræg- ara liði en Anderlecht og mér kæmi ekki á óvart þótt forráðamenn ítal- skra knattspyrnuhða væru farnir að líta hann hýru auga. Það mun skýrast á næstu vikum hvort Ar- nór verður áfram hjá Anderlecht en heimildarmenn mínir segja að belgíska liðið megi alls ekki við því að missa Arnór. Fleiri stjörnur Af fleiri stjörnum, sem við eigum í íþróttunum, má nefna spjótkast- arana Einar Vilhjálmsson og Sig- urð Einarsson, sundmanninn Eð- varð Þór Eðvarðsson, júdómann- inn Bjarna Friðriksson og körfu- knattleiksmanninn Pétur Guð- mundsson. Við þessa upptalningu má síðan bæta landsliði okkar í handknattleik eins og það leggur sig. Þá held ég að þetta sé upptalið. Umsjón: Stefán Kristjánsson Þessir íþróttamenn, fyrir utan Pét- ur Guðmundsson, verða í sviðsljós- inu í haust þegar ólympíuleikarnir hefjast í Seoul. Til þessara íþrótta- manna eru geröar gífurlegar kröf- ur sem þeir standa vonandi undir þegar í alvöruna verður komið. Döpur frammistaða íslenska ólympíuliðsins í knattspyrnu Framgöngu íslenskra knatt- spymumanna í undankeppni ólympíuleikanna í knattspyrnu er nú lokið og var frammistaðan væg- ast sagt döpur og ekki til að hrópa húrra fyrir. Við höfnuðum í neðsta sætinu í okkar riðh og þarf varla að hafa mikið fleiri orð um það. Hestamennska og stangaveiði eru líka íþróttir í sumar sem önnur sumur verður knattspyman fyrirferðamest eins og gefur að skilja en frjálsíþrótta- menn og kylfingar verða einnig á fullri ferð. Þeir eru margir sem vilja meina að hestamennska og stangaveiði séu líka íþróttir og undir það skal tekið hér. Hesta- menn hafa reyndar fengiö inn- göngu í íþróttasamband íslands. Fjölmörg hestamót eru á dagskrá í sumar um allt land og mun verða skýrt reglulega frá gangi mála í mánudagsblaði DV. Sömu sögu er að segja um lax- og silungsveiðina. Fyrstu laxarnir eru nú komnir á land og margir bíða spenntir eftir fyrsta veiðitúrn- um. Að veiða lax á stöng er mikil íþrótt og erfið og ekki gefin hverj- um sem er. Guðmundur Guðmund- son, landshðsmaður í handknatt- leik og leikmaður með Víkingi, er einn margra íþróttamanna sem tekið hafa veiðidehuna og í Sport- veiðiblaðinu, sem nú er nýkomið út, er viötal við handboltakappann og fer hann þar á kostum. Grasið loksins að komast í gagnið íslandsmótið í knattspyrnu, SL- deildin, er nú komið á fulla ferð á ný eftir nokkurra daga hlé. Gra- svehir landsins eru nú loksins að komast í nothæft ástand en slæmt tíðarfar í vor setti heldur betur strik í reikninginn og má segja að nú sé íslandsmótið fyrst að hefjast fyrir alvöru. Leikirnir á malarvöll- um og á gervigrasinu hafa verið svo til marklausir. Framundan eru skemmtilegar og spennandi um- ferðir í knattspyrnunni sem knatt- spyrnuunnendur ættu ekki að láta framhjá sér fara. -SK • Arnór Guðjohnsen sést hér í baráttu í Evrópukeppninni en hann stóð sig frábærlega um síðustu helgi þegar Anderlecht varð belgískur bikarmeistari. DV-mynd Marc de Waele V 49 .............. * ~ Útboð Raknadalshlíð 1988 Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofangreint verk. Lengd vegarkafla 5,7 km, bergskeringar 2.800 m3, undirbygging 71.400 m3 og neðra burð- arlag 6.600 m3. Verki skal lokið 15. nóvember 1988. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á isafirði og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 6. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 20. júní 1988. Vegamálastjóri BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR Borgartúni 3-105 Reykjavík - sími 26102 íþróttasvæði Fylkis í Árbæ. Stækkun grasvalla. Teikningar og greinargerð eru til sýnis í Árseli og á Borgarskipulagi frá mánudegi 6. júní til 13. júní. Verslunarmiðstöð í Grafarvogi. Teikningar ásamt greinargerð verða kynntar í Gunn- laugsbúð við Fjallkonuveg á afgreiðslutíma verslun- arinnar frá mánudegi 6. júní til 27. júní 1988. Þeir sem vilja koma athugasemdum eða ábendingum á framfæri geri það innan auglýsts kynningartíma til Borgarskipulags, Borgartúni 3, sími 26102. ÞAKLEKI - ÞAKMÁLUN RYÐVÖRN 10 (20) ÁRA ÁBYRGÐ Bjóðum bandariska hágæðavöru til þéttingar á járni (jafnvel ryðguðu), pappa (asfalt), asbest- og steinsteypuþökum (t.d. bílskúrsþök) er jafnframt getur gefið fallega áferð. Allir þæklingar á íslensku. Ráðleggjum og gerum tilboð eftir óskum og án skuldbindinga. HAGSTÆTT VERÐ. GARÐASMIÐJAN S/F Lyngási 15, Garðabæ sími 53679, kvöld- og helgarsímar 51983/42970 SÉRKENNARAR, SÁLFRÆÐINGAR, UPPELDISFRÆÐINGAR Viltu taka þátt í að móta spennandi starf? Hefur þú áhuga á ferðlögum í starfi? Fræðsluskrifstofa Norðurlandsumdæmis vestra er á Blönduósi. í umdæminu eru 20 skólar með ca tvö þúsund nemendur. Samgöngur eru góðar á svæðinu. Ráðgjafar- og sálfræðiþjónusta Fræðslu- skrifstofunnar óskar eftir að ráða áhuga- samt og hugmyndaríkt starfsfólk til að taka þátt í skólastarfi umdæmisins. Nánari upplýsingar eru veittar á Fræðslu- skrifstofunni, Blönduósi, í símum 95-4209 og 95-4369.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.