Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1988, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1988, Blaðsíða 42
54 LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 1988. Vinsæll staður skammt frá Stokkhólmi Á hverju ári kjósa þúsundir íslend- inga aö eyöa sumarleyfmu sínu á einhvetju hinna Noröurlandanna. Kaupmannahöfn og Stokkhólmur ■?ru jafnan vinsælustu áfangastaö- imir. Héöan er flogið einu sinni til tvisvar á dag til hvorrar borgar. Það- an Uggja leiðir til ýmissa átta. Fólk notfærir sér óspart hina margvíslegu ferðamöguleika, hvort sem ferðinni er heitið um Norðurlöndin eða suöur eftir meginlandinu. Ótrúlega fáir hafa veitt Álandseyj- um athygli. Meira segja er þónokkuð algengt að íslendingar hvái þegar þær eyjar berast í tal og spyrji hvar þær séu nú eiginlega. Álandseyjar eru eyjaklasi í sænska skerjagarðinum, safn 6.500 eyja og skerja. Þær tilheyra Finnlandi en hafa sjálfstjórn. Vert er að benda ís- lendingum, sem hyggja á ferð til *?3?orðurlandanna, á þann möguleika á að sækja þessar fallegu eyjar heim og níóta sérlega mikillar náttúrufeg- urðar sem þær hafa upp á að bjóða. Sérstaklega er Svíþjóðarförum bent á þennan möguleika því hægt er að komast til Álandseyjá á skömmum tíma frá austurströnd Svíþjóðar. Á milli Stokkhólms og Álandseyja eru tíðar bátsferðir, sem og flugferðir. Einnig eru sömu mögu- leikar í boði frá Finnlandi. Saga Álandseyja Fyrir fimm þúsund árum þegar Álandseyjar „risu upp úr hafinu“, eins og sagt er um tilurð eyjanna, hófu menn að flytja þangað og byggja sér ból. Þá voru eyjamar taldar hluti af Svíþjóð. Þegar Svíar létu Finnland af hendi til Rússa 1809 áttu Álandseyjar að fylgja en Svíar vildu tryggja að svo yrði ekki. Samt sem áður voru eyj- amar herteknar af Rússum árið 1830. í lok Krímstríðsins 1856 samþykktu Rússar, Bretar og Frakkar svo sátt- mála þar sem kveðið var á um að Álandseyjar skyldu látnar afskipta- lausar í hernaðarlegum tilgangi og að íbúarnir þyrftu ekki að gegna herskyldu. Spumingin um Álandseyjar kom svo enn upp þegar Finnland hlaut sjálfstæði árið 1917. Þá ágirntust Svíar eyjamar aftur. Spunnust mikl- ar deilur um þetta mál á milli Finna og Svía. Álendingar hafa aUa tíð talað sænsku og því var meirihluti þeirra hlynntur því að eyjarnar tilheyrðu Svíum frekar en Finnum. Að lokum kom það í hlut Þjóðarbandalagsins að skera úr um lyktir málsins. Fór svo að Finnar héldu yfirráðum yfir Álandseyjum og em eyjarnar eini hluti Finnlands þar sem einung- is sænska er töluð og finnska er ekki opinbera málið. í upphafi þriðja ára- tugarins fengu Álendingar svo sjálfs- stjóm. Álendingar líta ekki á sig sem Finna heldur leggja áherslu á að þeir séu Álendingar með eigið þing og ríkisstjóm, eigin menningu og sögu, eiginn fána og nú síðast eigin frí- merki. Á alþjóðavettvangi komast þeir þó ekki hjá því að vera Finnar en í ýmsu Norðurlandasamstarfi, eins og Norðurlandaráði, eiga þeir sína eigin fuUtrúa. Víða úti í náttúrunni má sjá svokallaðar maistangir. Á Jónsmessunni eru þær prýddar borðum og blómum og svo er dansað alla nóttina í kringum þær. Þótt þessi siður sé sænskur að uppruna eru það Álendingar sem vanda enn meira en Svíar til hátíðahalda kringum maístangirnar á Jóns- messunni. Ferðir Mikm ferðamannastaður Á Álandseyjum búa einungis 23.000 manns, þar af um 10.000 í Mariehamn sem er eini bærinn. En þrátt fyrir fámenni og smæð er mik- ið um að vera í Mariehamn. Bærinn er mikil ferðamannamiðstöð því á sumrin heimsækja um 2 milljónir ferðamanna Álandseyjar. Einnig er Mariehamn vinsæll ráðstefnu- og fundastaður í Norðurlandasam- starfi. Mikið er lagt upp úr því að gera vel við gesti enda drjúg tekju- lind að fá þvílíkan fiölda fólks í heim- sókn árlega. Þarna er að finna mörg glæsileg hótel, sem og fina veitinga- og skemmtistaði. Sumarhús úti á eyjunum Svíar eyða margir sumarfríinu sínu á Álandseyjum. Vegna hnatt- stöðu er þama mikfi veðursæld á sumrin, hlýtt og skjólgott. Álendingar hafa löngum verið sigl- ingamenn enda fyrirtaksaðstaða til þeirrar íþróttar. Seglbátar og ýmis fley af öllum stærðum og gerðum sigla um skerjagarðinn á sumrin. Mikið er um að fólk eigi sumarhús á htlu eyjunum og fari þangaö um helgar og í sumarfríum. Varla er hægt að hugsa sér neitt róman- tískara en að leigja sér lítinn bát og sigla út í htla eyju og eyöa þar nokkr- um dögum, kannski tvö á ahri eyj- unni. Mjög auðvelt er að fá htið sumar- hús leigt úti á eyjunum og enn þægi- legra aö taka bát á leigu. Bæði er um að ræða að fá leigt sumarhús á ein- hverri af smáeyjunum eða hús á stærri eyjunum þar sem fleiri eru saman. Þar er ferðamönnum boöiö upp á ýmsa þjónustu, svo sem veit- ingahús og matvöruverslanir. Fólk reynir svo gjarnan fyrir sér við veið- ar, nýtur sólar á fallegum baðströnd- um og syndir í sjónum. Hægt er að fá sumarhús af öllum gerðum og þar af leiðandi á ýmsu verði. Á annað þúsund smáhúsa eru í boöi en engu að síður borgar sig að panta í tíma til að vera viss um að fá nákvæmlega það sem veriö er að leita að. Upplýsingar um hvar sé hægt að panta sumarhús er ef til vill hægt að fá hjá ferðaskrifstofum hér. Ef ekki, þá er hægt að hafa samband við upplýsingaþjónustu ferðamanna á Álandseyjum, Ab Sands - Strands Turistbyrá, Torggatan 15, SF-22100 Mariehamn, s. 28 - 12390. Alþjóðleg siglinga- keppni í júlí Hápunktur sumarins verður nú í júh þegar um 120 seglskip koma í heimsókn til Mariehamn. Um er að ræða alþjóðlega sighngakeppni, The Cutty Sark Tah Ships Race, sem haldin er ár hvert á hinum ýmsu stöðum í heiminum. Eins og nærri má geta er þetta mikih viðburður fyrir Álendinga sem stoltir minnast frækinna sigl- ingakappa sinna. Hér verða saman- komin stærstu og glæsilegustu segl- skip veraldar, sem og vitaskuld fær- ustu sighngamenn. Álendingar hafa undirbúið hana vel enda dregur þessi keppni ávaht nokkur hundruð þús- und manns til þess staðar sem hún er haldin hveiju sinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.