Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1988, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1988, Blaðsíða 39
.886; 1ATOAHDA01ÍRI Aí JTÍJáMÍ 1988. Breiðsíðan Með hækkandi sól fá margir köllun til að mála húsin sín. Ekki vitum við hvort þessi vinn- usami maður hefur fengið köll- un en eitt er víst að sú merking er ekki fjarri honum. Kristján Ari, Ijósmyndari DV, fékk einn- ig einhvers konar köllun, er hann sá málarann, að taka af honum mynd sem flokkast undir myndbrot vikunnar. Myndin er táknræn fyrir suma- rið því varla er til gata þar sem ekki er verið að mála hús eða laga til í kringum þau. Enda er það eitt aðaieinkenni ís- lenskra húsa hversu litrík þau eru, alveg eins og útidyrahurð- irnar í Dyflinni en þær eru það fyrsta sem ferðamenn taka eft- ir í þeirri borg. írar mála hurð- ir sínar í öllum regnbogans lit- um þrátt fyrir að húsin séu grá og Ijót. Það sama verður ekki sagt um íslensk hús... -ELA/DV-mynd KAE Maj-Britt Briem og María Hjálmtýsdóttir voru meöal afkastamestu Ijóðaskálda i Hólabrekkuskóla. Maj-Britt heldur á Ijóðabókinni þeirra, Ljáðu mér eyra. DV-mynd GVA segir Maj-Britt, þrettán ára, sem gaf út ljóðabók ásamt skólasystkinum sínum „Við vorum í sérstökum ljóðatím- um og lékum okkur að því að setja saman ljóð. Ætli bókin sé ekki af- rakstur þess,“ sagði Maj-Britt Briem, 13 ára nemi í Hólabrekkuskóla. Sjö- undi bekkur skólans gaf út þykka og mikla ljóðabók nú í lok skólaársins. Það var kennari þeirra, Ragnar Hilmarsson, sem átti hugmyndina aö ljóðabókinni. Beiðni barst skólanum frá ríkisútvarpinu um að koma með frumsamin ljóö í bamatíma. Áhug- inn var slíkur að Ragnar sá ástæðu til að hvetja börnin enn frekar. í bók- inni eru nærri tvö hundruö ljóð sem flokkuð eru eftir efni. Máj-Britt á alls þrettán ljóð í bók- inni og er með afkastamestu höfund- um. Hún segir að sér frnnist ljóðið um bókina best en það samdi hún ellefu ára gömul. „Ég fæ stundum yfir mig þörf til að setja saman ljóð en stundum get ég það alls ekki,“ sagði Maj-Britt. Hún sagði að afi sinn, Eiríkur Briem, væri mikill hagyrð- ingur og þau sætu oft og ræddu um ljóðin. „Afi hefur samið n\jög mikiö en aldrei gefið neitt út. Ég hef hka sýnt honum mín ljóð.“ Maj-Britt sagðist vonast til að áframhaldandi samstarf yrði í skól- anum næsta vetur í sambandi við ljóðagerð. Að sögn kennarans, Ragn- ars, er mikill áhugi fyrir að koma upp smásagnasamkeppni í skólanum næsta vetur. „Krakkarnirvirðast hafa mikinn áhuga á að semja,“ sagði Ragnar Hilmarsson. „Við verðum áreiðanlega með einhvers konar framhald." I gegnum Ijóðin má lesa ýmsan þankagang unghnganna. Þau semja um skólann, náttúruna, dýrin, hörm- ungar heimsins, ástina, gamanmál og ýmislegt fleira, m.a. var eitt ljóð um Eurovision. Til gamans birtum við hér uppáhaldsljóð Maj-Britt sem nefnist Bókin. Bókinerhljóð enþegarhúnopnast verður maður fuhur af orðum orðum um heiminn. Þegar bókin opnast dansa orðin á gulum síðum en þegar hún lokast verður hún þögul sem steinn. -ELA MK-kvartettinn á æfingu fyrir lokatónleikana. Ævintýrið byrjaði i mennta- skóla árið 1982. DV-mynd Brynjar Gquti Síðasti kvartettiiin fer í frí: „Yiðerumvinsæl" - segir Guðrún Gunnarsdóttir söngkona um MK-kvartettinn „Ahuginn vaknaði hjá okkur er við sungum í kór Menntaskólans í Kópa- vogi en þá höfðum við 18 ára stjórn- anda, Gunnstein Ólason, sem nú er í tónhstarnámi í Ungverjalandi,“ sagði Guðrún Gunnarsdóttir, einn meðlima í MK-kvartettinum í sam- tali við Breiðsíðuna. Guðrún er kannski þekktari sem dagskrárgerð- armaður á rás 2 og söngkona í söngvakeppni Sjónvarpsins, þar sem hún söng Íag unnusta síns, Valgeirs Skagfjörð. „MK-kvartettinn var stofnaður áriö 1982 upp úr kórnum en þá vorum við á öðru ári í mennta- skólanum. Þetta var meira grín en alvara í byijun og við sungum lög Andrews-systra og önnur gömul og fræg lög,“ sagði Guðrún ennfremur. MK-kvartettinn hefur starfað óslit- ið frá byrjun og komið fram í öllum menntaskólum, á skemmtunum í Háskólabíói og á hinum ýmsu árs- hátíðum. Einnig hefur kvartettinn komið fram í sjónvarpi og útvarpi. Með Guðrúnu eru þau Þuríður Jóns- dóttir, Þór Ásgeirsson og Hjörleifur Hjartarson auk undirleikarans, Ara Einarssonar, sem leikur á gítar. „ Við höfum æft okkur minnst einu sinni í viku frá upphafi og alltaf heima í stofu hjá einhverju okkar,“ sagði Guðrún. Lögin, sem þau syngja nú, eru öll í léttari kantinum og mörg í nýstárlegri útsetningu Ara Einarssonar. Hópurinn ætlar að taka sér frí um tíma þar sem tvö úr honurr halda í tónlistarnám á komandi vetri „Við ætlum að halda tvenna lokatón- leika, þá fyrri á mánudagskvöldið á Hótel Borg og þá síðari 12. júní í Duus-húsi. Við sem eftir verðum heima reynum að halda áfram að æfa okkur því hver veit nema viö eigum eftir að gefa út plötu.“ MK-kvartettinn er sá eini sinnar tegundar sem starfandi er á landinu um þessar mundir og veröur því eng- inn kvartett eftir nú er þau fara í frí. „Ég er alveg viss um að við eigum eftir að halda áfram þó síðar verði,“ sagði Guðrún og bætti við að þeir sem ekki komast á tónleika Stéphqne Grappelh gætu í staðinn hlýtt á hressilegan söng MK-kvartettsins á Borginni. „Við erum vinsæl," sagði Guðrún. „ Að minnsta kosti var alveg fullt hjá okkur síðast er við vorum með tónleika, þótt við auglýstum ekki nema með einni lítilli auglýs- ingu.“ -ELA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.