Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1988, Blaðsíða 53
LAUGARDAGUE 4. JÚNÍ 1988.
65
Afmæli
Einar S. Bnarsson
Einar Sigurður Einarsson, fram-
kvæmdastjóri VISA íslands -
Greiðslumiðlunar hf., til heimilis
að Fýlshólum 1, Reykjavík, verður
fimmtugur á mánudaginn.
Einar fæddist á ísafirði og ólst
þar upp. Hann lauk prófi frá Sam-
vinnuskólanum á Bifröst vorið 1958
og stundaði um tíma nám við
Chamber of Commerce í Birming-
ham á Bretlandi. Hann starfaði við
Landsbankann á ísafirði 1955-56,
hjá Olíufélaginu hf. í Reykjavík
1959- 60, var sýsluskrifari við bæj-
arfógetaembættið á ísafirði
1960- 62, starfsmaður Samvinnu-
sparisjóðsins 1962-63, aðalbókari
Samvinnubanka íslands hf. frá
stofnun hans 1963 um tuttugu ára
skeið uns hann tók við núverandi
starfi sem framkvæmdastjóri VISA
íslands við stofnun þess fyrirtækis
vorið 1983.
Einar S. hefur tekið virkan þátt
í félagsstarfi skákhreyfingarinnar.
Sat í stjórn Taflfélags ísafiarðar
1960-62, síðast sem formaður; í
sfióm Skáksambands íslands
1975- 80, forseti þess 1976-80; í sfióm
Skáksambands Norðurlanda
1976- 81, forseti 1979-81, aðalritari
þess síðan. Hefur Einar setið fiöl-
mörg þing Alþjóðaskáksambands-
ins, FIDE.
Einar kvæntist 26. desember 1964
Svölu S. Jónsdóttur, f. 1. desember
1940, bónda Guðnasonar að Val-
þúfu á Fellsströnd og Guðbjargar
Guðmundsdóttur frá Lambadal í
Dýrafirði. Svala hefur starfað við
þýðingar fyrir Morgunblaðiö síðan
1973.
Böm þeirra Svölu og Einars em:
Jón Smári, f. 15. sept. 1964, náms-
maður í tölvuverkfræði við
Linköping Universitet, Svíþjóð;
Eydís Sigurbjörg, f. 27. febrúar
1967, skrifstofustúlka, og Einar
Snorri, f. 28. maí 1970, mennta-
skólanemi.
Systkini Einars eru: Valdimar, f.
1923, fyrrv. skipstjóri, nú starfs-
maður Fiskveiðasjóðs, giftur
Svövu Jóhannesdóttur; Salvar, f.
1925, d. 1986, var giftur Sigrúnu
Einarsdóttur; Camilla, f. 1927,
deildarritari á Landspítalanum,
gift Kára Gunnarssyni, mjólkur-
fræðingi og bílstjóra; Bragi, f. 1929,
garðyrkjumaður, eigandi Eden í
Hveragerði, giftur Karen Melk
sagnfræðingi; Bryndís Ingibjörg, f.
1934, starfsmaður Reykjavíkur-
borgar, gift Sölva Þ. Valdimars-
syni, byggingam.; Kristín Rebekka,
f. 1935, starfsmaður Landsbankans
á ísafirði, gift Guðmundi T. Sig-
urðssyni, framkvæmdastjóra og
útgerðarmanni, Hnífsdal; Birna
Guðrún, f. 1936, launafulltrúi hjá
ísafiarðarbæ, gift Kristjáni Reim-
arssyni, pípulagningameistara.
Systir Svölu er Björk Ehn, rann-
sóknarmaður hjá Hafrannsókna-
stofnun, gift Pétri Péturssyni, for-
stjóra Fiskafurða hf., Magnússon-
ar, bankastjóra og ráðherra.
Meðal systkinabama Einars má
nefna Einar Kárason rithöfund,
nýkjörinn formann Rithöfunda-
sambands íslands, Sigríöi Stefáns-
dóttur, bæjarfulltrúa á Akureyri,
Gunnar Salvarsson, skólastjóra
Heyrnleysingjaskólans og dag-
skrárgerðarmann, og Sigurð Þór
Salvarsson, fiölmiðlafræðing og
starfsmann RÚV.
Foreldrar Einars vom Einar Kr.
Þorbergsson, sjómaður, verkamað-
ur og síðast afgreiðslumaður hjá
Kaupfélagi ísfirðinga, frá Bakka-
seli í Langadal, f. 18. júlí 1891, d.
19. okt. 1985, sonur Þorbergs, hús-
manns í Bakkaseli, Einarssonar,
bónda á Neðri-Bakka, Franssonar
og kona hans, Sigríður Valdimars-
dóttir, f. 29. júlí 1899, d. 21. febrúar
1965, Sigurðssonar, Þorleifssonar
frá Látrum í Mjóafirði.
Kona Þorbergs var Guðrún
Kristjánsdóttir, b. á Hamri í Naut-
eyrarhreppi, Halldórssonar, bróð-
ur Haralds, langafa Sverris Her-
mannssonar, bankastjóra og fyrrv.
ráðherra.
Þorleifur frá Látrum var bróðir
Örnólfs, langafa Valdimars Örn-
ólfssonar leikfimikennara og Ótt-
ars Proppé, fóður Óttars Proppé,
framkvæmdastjóra Alþýðubanda-
lagsins.
Guðný Þórarinsdóttir
Guðný Þórarinsdóttir, húsmóðir
í Krossdal, Kelduneshreppi, er
áttatíu og fimm ára í dag.
Guðný fæddist í Þórunnarseli en
ólst upp í foreldrahúsum í Kílakoti
við Víkingavatn. Hún lærði hann-
yrðir og orgelleik hjá Kirstínu,
konu Ásgeirs Blöndal, læknis á
Húsavík, og var svo um tvítugt einn
vetm- á Kvennaskóla á Blönduósi.
Guðný giftist 1927 Þórami Jó-
hannssyni frá Krossdal og síðar b.
þar, en Þórarinn lést 1970. Foreldr-
ar Þórarins voru Jóhannes Sæ-
mundsson, bróðir Friðriks á Efri-
Hólum, og kona Jóhannesar, Sig-
ríður Þórarinsdóttir frá Víkinga-
vatni.
Guðný og Þórarinn eignuðust
fimm börn. Þau eru Jóhannes,
starfsmaður hjá Kaupfélagi Þing-
eyinga á Húsavík, f. 1928; Sigríður,
húsmóðir á Húsavík og ljósmóðir,
f. 1929; Ingveldur Vilborg, húsmóð-
ir í Reykjavík, f. 1930; Þórarinn,
prestur í Kinn og síðar skólasfióri
í Skúlagarði, f. 1932, d. 1986, og
Sveinn, b. í Krossdal, f. 1938.
Guðný átti þrjú systkini en á nú
einn bróöur á lífi. Systkini hennar
vom: Sveinn, listmálari í Reykja-
vík, f. 1899, en hann er látinn; Vil-
borg, húsmóðir á Húsavík, f. 1901,
en hún er einnig látin; og Björn,
skrifstofumaður í Reykjavík, f.
1907.
Foreldrar Guðnýjar voru Þórar-
inn Sveinsson, b. í Kílakoti, og kona
hans, Ingveldur Björnsdóttir, b. á
Hálsi, Oddssonar. Fööurforeldrar
Guðnýjar voru Sveinn Grímsson
frá Víkingavatni og kona hans,
Hólmfríður Sveinsdóttir, frá Hall-
bjarnarstöðum.
Magnús Ólafsson
Magnús Ólafsson, Belgsholti I,
Leirár- og Melahreppi, er sjötugur
í dag.
Magnús er fæddur að Þórustöð-
um í Svínadal og er hann þriðji í
röð átta barna hjónanna Þuríðar
Guðnadóttur og Olafs Magnússon-
ar.
Á sínum yngri árum vann hann
ýmis störf, svo sem við vélavið-
gerðir og akstur.
Árið 1946 kvæntist Magnús konu
sinni, Önnu Ingibjörgu Þorvarðar-
dóttur frá Stykkishólmi. Þau eign-
uðust átta börn, fióra syni og fiórar
dætur, en barnabörnin eru orðin
23.
Fyrstu fiögur árin bjuggu þau í
Stykkishólmi, en vorið 1950 keyptu
þau jörðina Belgsholt í Leirár- og
Melahreppi og hafa búið þar síðan,
nú síðustu árin í félagi við son sinn.
Magnús tekur ásamt konu sinni
á móti gestum á heimili sínu á af-
mælisdaginn.
Eýþór Fannberg
Eyþór Fannberg, Háaleitisbraut
103, Reykjavík, er sextugur sunnu-
daginn 5. júní.
Eyþór fæddist í Bolungarvík,
sonur hjónanna Kristjönu G. Fann-
berg og Bjarna J. Fannberg sem
bæði eru látin og er hann einn eftir-
lifandi af börnum þeirra hjóna.
Hann fluttist til Reykjavíkur með
foreldrum sínum árið 1942 og eftir
nám í vélvirkjun og síðar nám við
Vélskóla íslands útskrifaðist hann
frá Rafmagnsdeild Vélskólans 1951.
Lá þá leiöin til sjós og næstu 16
árin var hann vélsfióri og yfirvél-
stjóri hjá Jöklum h/f.
Eyþór fór til Noregs árið 1968 og
kynnti sér m.a. tölvumál og í fram-
haldi af því hóf hann störf hjá
Skýrsluvélum ríkisins og Reykja-
víkurborgar þremur árum seinna.
Eyþór hefur starfað mikið að fé-
lagsmálum, var formaður starfs-
mannafélags Skýrsluvéla, í stjórn
Starfsmannafélags Reykjavíkur-
borgar og formaður þess félags um
tíma.
Eyþór á fimm uppkomin böm og
bamabörnin em orðin 13. Hann er
tvíkvæntur og er seinni kona hans
Þóra Kristinsdóttir, lektor við
Kennaraháskóla islands.
Blaðið hvetur afmælisbörn og aðstandendur
þeirra til að senda því myndir og upplýsingar
um frændgarð og starfssögu þeirra.
Þessar upplýsingar þurfa að berast í síðasta lagi
tveimur dögum fyrir afmælið.
Arni Elfar
Árni Elfar, tónlistarmaöur og
myndlistarmaður, Móaflöt 7,
Garðabæ, veröur sextugur á morg-
un.
Árni fæddist á Akureyri en flutti
með foreldrum sínum tfi Reykja-
víkur þegar hann var á þriðja árinu
og hefur hann búið á höfuöborgar-
svæðinu síðan. Hann gekk í MR og
stundaði þar nám í tvö ár en hætti
þá námi og helgaði sig tónlistinni.
Árni byrjaði að spila með Óla
Gauk og Steina Steingríms þegar
þeir voru í Gaggó Vest en síðan
hefur Árni spilað með flölda tón-
listarmanna í árafiöld. Hann hóf
að spila opinberlega fyrir alvöru
hjá Birni R. Einarssyni 1947 og spil-
aði hann síöan með flestum helstu
hljómsveitum bæjarins. Árni spil-
aði með Gunnari Örmslev og Hauki
Morthens í Oddfellow-húsinu en
þeir félagar fóru síðan í fræga ferö
til Sovétríkjanna þar sem þeir
gerðu stormandi lukku. Árni var
með eigin hljómsveit ásamt Hauki
Morthens á Röðli, og seinna í
Glaumbæ, en spilaði með Karh
Lilliendahl á Loftleiðum og hljóm-
sveit Ragnars Bjarnasonar á Hótel
Sögu frá 1966-72 er hann hætti að
spila fyrir dansi. Ámi hefur ætíð
spilað á básúnu en hann er jafn-
framt óviðjafnanlegur píanóleik-
ari. Hann hefur spilað á básúnu í
Sinfóníuhljómsveit íslands frá
1956.
Árni stundaði nám í Handíða-
skólanum í Reykjavík 1938-39 en
hann hefur í síauknum mæli lagt
fyrir sig teikningar og síðan list-
málun nú síðustu árin. Hann hefur
teiknað mikið skopmyndir,
mannamyndir og húsamyndir, en
myndir eftir Árna hafa oft birst í
Lesbók Morgunblaðsins. Hann hef-
ur haldið allmargar kaffihúsasýn-
ingar sem hann nefnir svo en sl.
haust hélt hann sýningu hjá Scand-
inavia Society í New York.
Kona Árna er Kristjana, f. 7.8.
1940, dóttir Magnúsar Steingríms-
sonar og Zanny sem er látin, dóttur
Axels Clausen verslunarmanns.
Sonur Árna frá fyrra hjónabandi
er Árni Þór rafsuðumaður í
Reykjavík, f. 6.7. 1958, kvæntur
Hrönn Þorsteinsdóttur banka-
starfsmanni. Dóttir Krisfiönu er
Zanny Sigurbjörnsdóttir, húsmóðir
í Reykjavík, f. 18.8.1962, gift Bjarna
Pálssyni bakara, en þau eiga eina
dóttur, Katrínu. Ami og Krisfiana
eiga saman fiögur böm. Þau eru:
Elisabet Þómnn Elfar, f. 11.2.1966,
nemi í foreldrahúsum; Benedikt
Elfar, f. 29.11.1967, nemi í foreldra-
húsum, og tvíburarnir Agnes og
Ömólfur, f. 31.8.1974.
Foreldrar Áma vom Benedikt
Elfar Ámason, guðfræðingur,
söngvari og leikfangasmiður, og
Elísabet Þórunn Krisfiánsdóttir.
Föðurforeldrar Árna voru Ámi
Stefánsson, b. í Litla-Dal í Eyja-
firði, og kona hans, Ólöf Baldvins-
dóttir, b. á Siglunesi, Magnússonar.
Árni var sonur Stefáns, prests á
Hálsi í Fnjóskadal, Árnasonar og
fyrri konu hans, Guörúnar Rann-
veigar Randversdóttur, b. í Ytri-
Villingadal Þórðarsonar. Hálfbróð-
ir Árna var Stefán Baldvin, b. og
alþingismanns í Fagraskógi, faðir
Davíðs skálds.
Móðurforeldar Árna Elfars vom
Kristján Gíslason, stórkaupmaður
á Sauðárkróki. og kona hans, Björg
Eiríksdóttir, b. á Blöndudalshólum,
Halldórssonar, stúdents á Úlfsstöð-
um, Sigurðssonar, prests á Hálsi,
Árnasonar. Kristján var afi Sól-
veigar Axelsdóttur, konu Gísla
Konráðssonar, stjómarformanns
Útgerðarfélags Akureyringa.
Kristján var einnig afi Bjargar,
ekkju Agnars Kofoed-Hansen.
Kristján var sonur Gísla Ólafsson-
ar, b. á Eyvindarsstööum í
Blöndudal, og konu hans, Elísabet-
ar, dóttur Pálma, b. á Sólheimum,
Jónssonar, og konu hans, Óskar
Erlensdóttur.
Bróðir Elísabetar var Erlendur,
hreppsfióri og dbrm. í Tungunesi,
afi Sigurðar skólameistara, fóður
Örlygs og Steingríms listmálara.
Annar bróðir Elísabetar var Jón,
alþingismaður í Stóra-Dal, faðir
Þorleifs alþingismanns og Pálma,
foður Jóns á Akri, alþingisforseta,
fóður Pálma á Akri, alþingismanns
og fyrrv. ráðherra. Systir Elísabet-
ar var Ingibjörg, móðir Pálma á
Litla-Búrfelli, fóður Ingvars al-
þingismanns, móöurafa Ingvars
Gíslasonar alþingismanns.
Ami tekur á móti gestum á heim-
ili sín, Móaflöt 7, Garðabæ, á af-
mælisdaginn milli klukkan 15 og
19.
KT~