Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1988, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1988, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 1988. Einsoggreintvarfráí fréttumDVígærá konaeinhérálandi von á fjórum bömum eftiraðhafagengist undir tæknifrjóvgun. Húner32áragömul, ljóshærðoghávexti envillekkilátanafhs sínsgetiðvegnaþess hve mikil áhætta fylgir því að ganga með fjór- buraoghversustutt húnerkomináleið. Hún gerir sér grein fyr- ir því að hún fengi lít- inn fiið fyrir fjölmiðl- umogfólkiefallir vissuumhverhún væri.Húnþarfnefiii- lega að taka það rólega næstumánuðinaog leggjast inn á sjúkrahús. Aðurtekiðmeð keisaraskurði Engu að síður var hún fús til aö ræða um fengna reynslu sína af tækni- frjóvgun við blaðamann DV og það sem fylgir þeirri tilhugsun að koma til með að eiga allt í einu fimm böm í stað eins áður. Eins og fram kom í DV í gær er þetta annaö tilfellið í heiminum, ef allt geng- ur að óskum, svo vitað sé, sem glasa- fjórburar fæðast í heiminn. En líkur á flórburafæðingum í heiminum em 1 á móti 500.000. Hér á íslandi hafa fæðst tvennir fjórburar frá því seint á 19. öld - árið 1880 fæddust einir og árið 1957 aðrir, en þá fæddist einn þeirra and- vana. Auðólfur Gunnarsson, sérfræðingur í kvenlækningum á Landspítalanum, sagði að að öllum líkindum yrðu börn- in tekin með keisaraskurði þegar 36 vikur væm liðnar af meðgöngunni en hins vegar færi oft svo að fjölburar yrðu fyrirburar þó svo mesta hættan væri liðin hjá. Geri mér litla grein fyrir þessu „Auðólfur greindi mér strax í upp- hafi frá því að börnin yrðu tekin meö keisaraskurði áður en vitað var að þetta yrðu fjórburar því strákurinn minn, sem er 15 ára, var á sínum tíma tekinn með keisaraskurði,“ sagði verð- andi fjórburamóðirin. Hvemig var þér innanbrjósts þegar þú fékkst að vita að þú gengir með íjór- bura? „Það er bara mánuður síðan ég fékk að vita að ég gengi með fjórbura, Mér bara brá. Ég gerði mér enga grein fyr- ir því að ég gengi með fjórbura. Og geri ekki enn. Mér fannst það bara æðislegt að þetta skuli vera hægt. Það fylgir þessu mikil hamingja.“ Meðhöndluð eins og dúkka. Hvemig var fréttunum tekið af þín- um nánustu? „Maöurinn minn var hinn rólegasti enda hafði hann alltaf átt von á því að þau væra fleiri en eitt, kannski var það bara óskhyggja af hans hálfu. Sonur minn trúði þessu ekki í fyrstu. En þar sem hann er svo mikil barnagæla ákvað hann að flytja ekki að heiman," sagði hún glettnislega, „sonur minn sagði í gríni að þrír fjórburanna væru fyrir fjölskylduna og einn fyrir gesti. Móðir mín og systkini iða í skinninu af tilhlökkun og ein systra minna sagð- ist meira að segja ætla að hætta aö vinna til að geta hjálpaö mér að ann- ast börnin. Ég á að minnsta kosti næga að sem tilbúnir eru að rétta hjálpar- hönd. Ég er strax orðin eins og hálf- gerð dúkka, fæ ekkert að gera. Mamma og systur mínar gera allt fyrir mig, þrífa húsið, elda matinn og svo fram- vegis. Eg má nú samt sem áður aðeins hreyfa mig. Ég geri bara helst til of lítið að því.“ Mamma á 12 systkini Er frjósemi mikil í ættinni? „Já, það er mikil frjósemi í minni ætt. Til dæmis á amma mín, sem enn er hin brattasta, 12 börn og við systkin- in erum sex, þrír bræður og þrjár syst- ur, og hvert þeirra á fjögur til fimm börn nema yngsta systir mín. Svo það lítur út fyrir að ég fari inn í þennan hóp, úr einu upp í flmm börn.“ Auðólfur Gunnarsson læknir sagði að þessar aðgerðir heppnuðust ekki nema í 10 til 15% tilfella. Verður þú ekki að teljast heppin? „Ég er sjálf búin aö fara tvisvar í þessa frjóvgun og enn sem komið er lítur út fyrir að dæmið gangi upp. Hins vegar hitti ég konu erlendis sem þrett- án sinnum hafði reynt en aldrei haföi þetta gengið upp hjá henni. Hún var samt þangað komin til að reyna ótrauð í 14. sinn - þetta kallar maður þraut- seigju.“ Fór tvisvar í aðgerðina „Ég fór út á Boum Hall Clinic í Englandi í fyrra skiptið í nóvember á síöasta ári en það heppnaöist ekki í það skiptið. Aðgerðin sem slík gekk vel nema ég hélt ekki fóstrinu. Það byrjaði að blæða strax og næstu tíðir áttu að hefjast. Það var mjög erfitt og ég lagð- ist í þunglyndi. Þetta var ofsalega mik- ið áfall. Ég gerði mér samt grein fyrir því að ef ég drifi mig ekki í aögerðina strax aftur gæti það dregist um langan tíma. Svo ég ákvað að skrifa út og 10 dögum síðar fékk ég bréf upp á það að ég mætti koma í byrjun mars.“ Átti málið sér langan aðdraganda? „Nei, þetta átti sér mjog stuttan að- draganda í mínu tilfelli. í rauninni var ég búin að undirstinga Auðólf að mig langaði til að prófa tæknifrjóvgun úi því að annað gekk ekki. Og mánuði síðar var ég farin út til Bourn sjúkra- hússins en því miður gekk það ekki i það skiptið. Áöur hafði ég farið í upp- skurði, smásjáraðgerðir og hvaðeina en ekkert gekk. Eggjaleiðararnir í méi voru ónýtir. Tæknifrjóvgun var þaí eina sem kom til greina. Ég hafði í mörg ár áöur reynt að eignast börn.“ Engar upplýsingar á lausu Hvernig gengur þetta fyrir sig? „Fyrst sækir maður um, eða læknir- inn gerir það fyrir mann. Þá þarf að gangast undir ýmsar rannsóknir. Til dæmis verður alltaf að gangast undir eyðnirannsókn í dag. Svo eru ýmsar sýklarannsóknir, blóðprufur og fleira og síðan fylla út eyðublöð endalaust. Við vissum í raun ekkert út í hvað við vorum að fara því engar upplýsingar lágu á lausu. Þegar við komum út í fyrra skiptiö mættum við tveimur dög- um of seint upp á tíðahringinn aö gera og það átti að senda okkur heim með næstu vél. En maðurinn minn stóð harður á því að við skyldum reyna úr því aö viö vorum á annað borð komin þangað. En því miður, eins og áður sagði, gekk ekki sem skyldi og ég missti eggin sem búið var að frjóvga. í fyrra skiptiö voru einungis tekin úr mér tvö egg og bæði voru þau not- uð, ég átti því engin eftir. Þannig að ég kveið nyög mikið fyrir að þurfa að ganga í gegnum allt saman aftur.“ Á enn 6 egg eftir „Hins vegar þegar ég fór út í mars
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.