Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1988, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1988, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 4- JÚNÍ 1988. Popp The The Christíans og Blow Monkeys á listahátíð: Hvorug í hópi hinn þekktustu í Bretlandi Listahátíð í Reykjavík ætlar að bjóða upp á tvær popphljómsveitir að þessu sinni. Auk þess er ljóðskáld- ið og söngvarinn Leonard Cohen væntanlegur á sérstakan listahátíð- arauka þann 24. júní. Hljómsveitirn- ar tvær eru breskar, The Christians ogBlowMonkeys. The Christians troða upp í Laugar- dalshöll að kvöldi fimmtudagsins 16. júní. Þessi hljómsveit er skipuð hugs- andi mönnum, að því er þeir segja sjálfir. Þeir áttu alls ekki von á því að sjá nafn hljómsveitarinnar á vin- sældalistum því að þeir reyna ekki að hljóma eins og neinir aðrir og text- amir íjalla aldeilis ekki um ástina né gleðskap af neinu tagi. „Við reynum að hafa textana okkar eins gáfulega og okkur er unnt,“ seg- ir Henry Priestman, hljómborðs- og gítarleikari Christians. „Við syngj- um um firringu, kynþáttafordóma, kúgun, andlega endurreisn, yfirleitt það sem okkur þykir skipta máh í heiminum og reynum þá að sjálf- sögðu að kafa ofan í yrkisefnið." Þrátt fyrir þetta vill Priestman ekki viðurkenna að hljómsveitin sé að mótmæla ríkjandi ástandi í heimin- um. „Við erum hugsandi menn og viljum syngja um það sem okkur þykir hafa farið aflaga. Ekki þar með sagt að við höfum lausn á vandamál- um heimsins en við viljum að minnsta kosti vekja spumingar með textunumokkar.“ Væntanlega athyglisverð hljóm- sveit sem við fáum að heyra í Höll- inni þann sextánda. Kvöldið eftir leikur hljómsveitin Blow Monkeys. Hún hefur sent frá sér plötumar Limping for a Gener- ation, She Was Only A Grocer’s Daughter og Animal Magic. Sú síð- asta kom út árið 1986. Síðan hefur hljómsveitin Blow Monkeys lítið lá- tið til sín heyra. Hvorug hljómsveit- anna tveggja er í hópi þeirra þekkt- ustuíBretlandi. Listahátíðaraukinn, Leonard Co- hen, er kynntur sérstaklega annars staðaríDVídag. -ÁT- hugsandi menn oH Umsjón: Ásgeir Tomasson böl heimsins. um Syngjandi sveitt sál: Ný plata frá Sálinni hans Jóns míns í næsta mánuði „Ég er sannfærður um að soultón- list feUur íslendingum í geð. Það er meira og minna sótt af áhrifum í gamla souhð. Sjáðu bara Terence Trent D’Arby.“ Það er greinilegt aö Rafn Jónsson er handviss um að hann og félagar hans í Sálínni hans Jóns míns Séu á réttri braut. Þeir em um þessar mundir að leggja síðustu hönd á plötuna Syngjandi sveittir sem væntanlega kemur út í byrjun júh. Plötunni verður skipt í tvennt. Öðrum megin er frumsamin tónhst að viðbættu erlendu lagi sem hljóm- sveitin Ýr hafði á sinni einu plötu. Kanínan kahast það. Frumsömdu lögin heita hins vegar Alveg ham- stola, Syngjandi sveittur og Á tjá og tundri. Hinum megin em erlendir „standardar": Louie Louie, When a Man Loves a Woman, Mercy Mercy og Show Me og ef til vill einnig hið mjögsvoþekkta Sókrates í nýrri soul- útsetningu. „Við útsettum lögin á plötunni í ekta soulstíl með miklu af blásturs- hijóðfæram," segir Rafn. „Ásgeir Steingrímsson og Sveinn Birgisson trompetleikarar, Wilhelm Fredrik- sen básúnuleikari og Einar Bragi saxófónleikari sjá um brassið." Auk Rafns eru í Sálinni hans Jóns míns þeir Jón Ólafsson, Haraldur Þor- steinsson, Guðmundur Jónsson og Stefán Hilmarsson. Þeir taka sér gott frí eftir að platan er tilbúin til útgáfu. Upp úr mánaða- mótunum koma þeir síðan saman að nýju og hyggjast leika vítt og breitt um landið fram á haust. -ÁT- Hljómsveitín 7und í plötuupptökum Hljómsveitin 7und frá Vestmanna- eyjum er þessa dagana að leggja síð- ustu hönd á sína fyrstu hljómplötu, „átta laga með rokki, reggae og full- orðinspoppi,“ að sögn Hlöðvers Guðnasonar gítarleikara. „Þetta er mestallt frumsamið,“ bætir hann við, „nema Ég veit þú kemur eftir Oddgeir Kristjánsson og lagið Pípan. Það var reyndar á kass- ettu sem við gáfum út fyrir nokkrum ámm en við erum búnir að hressa talsvert uppáþað." 7und hefur starfað saman á fjórða ár. Lengst af hefur hún leikið í Skansinum í Eyjum en er nú hús- hljómsveit í Inghóh á Selíossi. Auk Hlöðvers em í 7und þeir Pétur Már Jensson söngvari, Páll Viðar Krist- insson hljómborðsleikari, Ómar Hreinsson, sem leikur á trommur, Högni Þór Hilmarsson bassaleikari, Birkir Huginsson saxisti og loks Karl H. Karlsson, nýjasti liðsmaður hljómsveitarinnar, sem leikur á gít- ar. Hlöðver kveðst vonast til þess að plata hljómsveitarinnar komi út um mánaðamótinjúní/júlí. „Nei, viö erum ekki enn búnir aö fá útgefanda. Ef það gengur ekki gef- um við plötuna bara út sjálfir. Það ætti tæpast að setja okkur á haus- inn.“ -ÁT- Michael Jackson er loksins lagð- ur af stað i hijómleikafor sína um Evrópu. Upphaílega ætlaði hann að skemmta á þrjátíu tónleikum um álfúna þvera og endilanga. Síðast þegar firéttist höfðu níu bæst við og enn sér ekki fyrir endann á þvi hversu margjr konsertamir verða. Feröin er að sjálfsögðu farin til aö fylgja eftir plötunni Bad. Hún hefur nú þegar selst i um flmmtán milljónum eintaka um heim allan, þar af í um sex milijónum í Evrópu. Fimm lög af Bad hafa verið gefín út á litlum plötum Til stendur að öh lög plötunnar komi út. á smáskíf- um. Slíkt hefur ekki áður veriö gert. Hljómleikaferð Jacksons um Evr- ópu hófst í Rómaborg þann 23. maí. Aður efhdi poppsljarnan til tveggja blaðamannaíúnda. Á þeim fyrri vom einungis ítalskir blaðamenn en á seinni fúndinum vom blaða- menn víös vegar úr Évrópu, §jö hundmð talsins. í fyrrakvöld var Jackson í Vinarborg. Aimaö kvöld verður fýrsti konsert hans af þrem- ur í Rotterdam í Hollandi og þaöan hggur leiðin til Svíþjóðar. Michael Jackson kemur tvívegis ffam í Erikshaven í Gautaborg og þar með em upp taldir lújómleikai' hans á Norðurlöndunum þetta áriö. -ÁT JS.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.