Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1988, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1988, Side 26
26 LAUGARDAGUR 4- JÚNÍ 1988. Popp The The Christíans og Blow Monkeys á listahátíð: Hvorug í hópi hinn þekktustu í Bretlandi Listahátíð í Reykjavík ætlar að bjóða upp á tvær popphljómsveitir að þessu sinni. Auk þess er ljóðskáld- ið og söngvarinn Leonard Cohen væntanlegur á sérstakan listahátíð- arauka þann 24. júní. Hljómsveitirn- ar tvær eru breskar, The Christians ogBlowMonkeys. The Christians troða upp í Laugar- dalshöll að kvöldi fimmtudagsins 16. júní. Þessi hljómsveit er skipuð hugs- andi mönnum, að því er þeir segja sjálfir. Þeir áttu alls ekki von á því að sjá nafn hljómsveitarinnar á vin- sældalistum því að þeir reyna ekki að hljóma eins og neinir aðrir og text- amir íjalla aldeilis ekki um ástina né gleðskap af neinu tagi. „Við reynum að hafa textana okkar eins gáfulega og okkur er unnt,“ seg- ir Henry Priestman, hljómborðs- og gítarleikari Christians. „Við syngj- um um firringu, kynþáttafordóma, kúgun, andlega endurreisn, yfirleitt það sem okkur þykir skipta máh í heiminum og reynum þá að sjálf- sögðu að kafa ofan í yrkisefnið." Þrátt fyrir þetta vill Priestman ekki viðurkenna að hljómsveitin sé að mótmæla ríkjandi ástandi í heimin- um. „Við erum hugsandi menn og viljum syngja um það sem okkur þykir hafa farið aflaga. Ekki þar með sagt að við höfum lausn á vandamál- um heimsins en við viljum að minnsta kosti vekja spumingar með textunumokkar.“ Væntanlega athyglisverð hljóm- sveit sem við fáum að heyra í Höll- inni þann sextánda. Kvöldið eftir leikur hljómsveitin Blow Monkeys. Hún hefur sent frá sér plötumar Limping for a Gener- ation, She Was Only A Grocer’s Daughter og Animal Magic. Sú síð- asta kom út árið 1986. Síðan hefur hljómsveitin Blow Monkeys lítið lá- tið til sín heyra. Hvorug hljómsveit- anna tveggja er í hópi þeirra þekkt- ustuíBretlandi. Listahátíðaraukinn, Leonard Co- hen, er kynntur sérstaklega annars staðaríDVídag. -ÁT- hugsandi menn oH Umsjón: Ásgeir Tomasson böl heimsins. um Syngjandi sveitt sál: Ný plata frá Sálinni hans Jóns míns í næsta mánuði „Ég er sannfærður um að soultón- list feUur íslendingum í geð. Það er meira og minna sótt af áhrifum í gamla souhð. Sjáðu bara Terence Trent D’Arby.“ Það er greinilegt aö Rafn Jónsson er handviss um að hann og félagar hans í Sálínni hans Jóns míns Séu á réttri braut. Þeir em um þessar mundir að leggja síðustu hönd á plötuna Syngjandi sveittir sem væntanlega kemur út í byrjun júh. Plötunni verður skipt í tvennt. Öðrum megin er frumsamin tónhst að viðbættu erlendu lagi sem hljóm- sveitin Ýr hafði á sinni einu plötu. Kanínan kahast það. Frumsömdu lögin heita hins vegar Alveg ham- stola, Syngjandi sveittur og Á tjá og tundri. Hinum megin em erlendir „standardar": Louie Louie, When a Man Loves a Woman, Mercy Mercy og Show Me og ef til vill einnig hið mjögsvoþekkta Sókrates í nýrri soul- útsetningu. „Við útsettum lögin á plötunni í ekta soulstíl með miklu af blásturs- hijóðfæram," segir Rafn. „Ásgeir Steingrímsson og Sveinn Birgisson trompetleikarar, Wilhelm Fredrik- sen básúnuleikari og Einar Bragi saxófónleikari sjá um brassið." Auk Rafns eru í Sálinni hans Jóns míns þeir Jón Ólafsson, Haraldur Þor- steinsson, Guðmundur Jónsson og Stefán Hilmarsson. Þeir taka sér gott frí eftir að platan er tilbúin til útgáfu. Upp úr mánaða- mótunum koma þeir síðan saman að nýju og hyggjast leika vítt og breitt um landið fram á haust. -ÁT- Hljómsveitín 7und í plötuupptökum Hljómsveitin 7und frá Vestmanna- eyjum er þessa dagana að leggja síð- ustu hönd á sína fyrstu hljómplötu, „átta laga með rokki, reggae og full- orðinspoppi,“ að sögn Hlöðvers Guðnasonar gítarleikara. „Þetta er mestallt frumsamið,“ bætir hann við, „nema Ég veit þú kemur eftir Oddgeir Kristjánsson og lagið Pípan. Það var reyndar á kass- ettu sem við gáfum út fyrir nokkrum ámm en við erum búnir að hressa talsvert uppáþað." 7und hefur starfað saman á fjórða ár. Lengst af hefur hún leikið í Skansinum í Eyjum en er nú hús- hljómsveit í Inghóh á Selíossi. Auk Hlöðvers em í 7und þeir Pétur Már Jensson söngvari, Páll Viðar Krist- insson hljómborðsleikari, Ómar Hreinsson, sem leikur á trommur, Högni Þór Hilmarsson bassaleikari, Birkir Huginsson saxisti og loks Karl H. Karlsson, nýjasti liðsmaður hljómsveitarinnar, sem leikur á gít- ar. Hlöðver kveðst vonast til þess að plata hljómsveitarinnar komi út um mánaðamótinjúní/júlí. „Nei, viö erum ekki enn búnir aö fá útgefanda. Ef það gengur ekki gef- um við plötuna bara út sjálfir. Það ætti tæpast að setja okkur á haus- inn.“ -ÁT- Michael Jackson er loksins lagð- ur af stað i hijómleikafor sína um Evrópu. Upphaílega ætlaði hann að skemmta á þrjátíu tónleikum um álfúna þvera og endilanga. Síðast þegar firéttist höfðu níu bæst við og enn sér ekki fyrir endann á þvi hversu margjr konsertamir verða. Feröin er að sjálfsögðu farin til aö fylgja eftir plötunni Bad. Hún hefur nú þegar selst i um flmmtán milljónum eintaka um heim allan, þar af í um sex milijónum í Evrópu. Fimm lög af Bad hafa verið gefín út á litlum plötum Til stendur að öh lög plötunnar komi út. á smáskíf- um. Slíkt hefur ekki áður veriö gert. Hljómleikaferð Jacksons um Evr- ópu hófst í Rómaborg þann 23. maí. Aður efhdi poppsljarnan til tveggja blaðamannaíúnda. Á þeim fyrri vom einungis ítalskir blaðamenn en á seinni fúndinum vom blaða- menn víös vegar úr Évrópu, §jö hundmð talsins. í fyrrakvöld var Jackson í Vinarborg. Aimaö kvöld verður fýrsti konsert hans af þrem- ur í Rotterdam í Hollandi og þaöan hggur leiðin til Svíþjóðar. Michael Jackson kemur tvívegis ffam í Erikshaven í Gautaborg og þar með em upp taldir lújómleikai' hans á Norðurlöndunum þetta áriö. -ÁT JS.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.