Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1988, Blaðsíða 25
LÁtfGÁRÖAGUÍt 4. JÚNÍ 1988.
25
Rúmlega aldargamalt skip endurbyggt:
„Ég var talinn mesti fnrðnfugr'
- segir Guðmundur Kárason skipstjóri
sem ætlar að sýna skipið á morgun í Reykjavíkurhöfn
Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjunu
„Siglingin frá Vági í Færeyjum
til Keflavíkur tók um tvo og hálfan
sólarhring. Tilgangur feröarinnar
er 'að sýna skipiö í Reykjavíkur-
höfn á sjómannadaginn,“ sagöi
Guömundur Kárason (Jacobsen),
skipverji á kútter Jóhönnu TG-326
er fréttaritari DV ræddi viö hann
um borö í Keflavíkurhöfn. „Veðrið
var mjög gott á leiðinni hingað. Við
sigldum 8-9 mílur á klukkustund
með hjálparvél, án hennar náðum
við 6-7 mílur undir fullum seglum
og komum hingað beint frá Færeyj-
um,“ sagði Guðmundur.
Nafnið kútter Jóhanna lætur litið
yfir sér en þegar betur er að gáð
er þetta mjög merkilegt skip, 104
ára, smíðað í Englandi hjá J. Coll-
ings í Reye, Sussex, 85 brúttólestir,
og fékk nafniö Oxfordshire og var
gert út frá Grimsby í tíu ár. Þann
8. desember 1894 keypti Jákup Dahl
í Görðum skipið og gaf því nafnið
Jóhanna. Skipið var á veiðum við
Færeyjar, Islandsstrendur og
Grænland. Jóhanna komst heil í
gegnum tvær styijaldir.
„Skipinu var lagt árið 1976 og átti
að sökkva því um áramótin
1981-82. Þá fóru menn að velta fyr-
ir sér að varðveita skipiö. Það var
gert eftir að útgerðarfélagið hatði
samþykkt aö selja nýstofnuðu fé-
lagi um Jóhönnu skipið fyrir eina
færeyska krónu," sagði Guðmund-
ur skipstjóri sem er greinilega vel
kunnugur sögu skipsins.
Guðmundur á íslenska móður
sem ættuð er frá Vestmannaeyjum.
Foreldrar hans bjuggu þar fimm
ár, frá 1964-69. Þá flutti fjölskyldan
til Vágs. Guðmundur hefur unnið
sleitulaust við endursmíði Jó-
hönnu í tæp sjö ár. Hann stundar
auk þess nám í skipasmíði og lýkur
því á næsta ári. „Eg fór með fóður
mínum þegar hann var að vinna
við að koma Jóhönnu á land í Vági
á hverju kvöldi því ég fékk alltaf
gosdrykk hjá honum. Við þetta
heillaðist ég af skipinu, aðeins 12
ára gamall. Þegar jafnaldrar mínir
voru í knattspyrnu fór ég um borð
Kútter Jóhanna er nær bryggjunni en fjær er Westward Ho.
Guömundur Kárason (Jacobsen) skipstjóri og faðir hans, Kári Jacobsen
DV-myndir Ægir
til að smíða. Af þessum sökum þótti
ég hinn mesti furðufugl en lét það
ekki á mig fá.
Ég hélt ótrauður áfram við smíð-
ina. Menn töldu að hún myndi taka
mig tvö ár en þau urðu sjö. Ennþá
á ég nokkru ólokið sem líklega tek-
ur um tvo mánuði að klára. Mér
vannst ekki tími til þess fyrir ís-
landsferöina sem er fyrsta sjóferð
Jóhönnu eftir að hún var sjósett
að nýju.“
Margir Færeyingar voru vantrú-
aðir á að Jóhanna kæmist nokkum
tíma á þurrt og ef hún kæmist á
land færi hún aldrei á sjó aftur.
Nú voru menn orönir vantrúaðir á
aö hún kæmist á flot og að hægt
væri að sigla henni. Sennilega trúa
þeir því ekki að hún komist heilu
og höldnu úr fyrstu ferð sinni.
„Áhugi minn var slíkur að ég
vann næstum alla daga, allt að
sextán klukkustundir á dag. Ég
fékk htla aðstoð, nema einna helst
frá einum Dana. Hann fór frá borði
með öh sín verkfæri nokkru áöur
en við héldum úr höfn. Ég er hins
vegar með öll mín verkfæri með
mér um borösagði Guðmundur
ennfremur.
„Smíðin er búin að kosta fjórar
milljónir færeyskra króna sem eru
frjáls framlög ýmissa stofnana og
einstaklinga. Éinnig hefur verið
haldið vikulegt bingó sem menn
kalla Jóhönnubingó - með góðum
vinningum. Þá hefur félagið um
skipið greitt félagsgjöld. Ég hef
greitt mér laun fyrir vinnuna en
annars er reynt að spara þann Uð
sem mest með sjálfboðavinnu,"
sagði Guðmundur.
Tuttugu og einn maður er um
borð. Enginn er á launum nema
menn eyði sumarfru sínu í feröina.
Áhöfnin er á öUum aldri, allt frá
ungum mönnum upp í eUilífeyris-
þega, allt karlmenn. Skipið heldur
til Akraness frá Reykjavík en það-
an tíl Sandgerðis sem er vinabær
Vágs. Þaöan fer skipið til Vest-
mannaeyja þar sem Guðmundur
mun hitta hina fjölmörgu ættingja
sína áður en siglt verður heim á
leið. Þess má geta að Jóhanna er i
samfloti við Westward Ho frá Þórs-
höfn en það skip er einnig komið á
aðra öldina aö árum.