Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1988, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1988, Blaðsíða 41
S5 .8881 ÍMOl .1 HUDÁOflADU/ul LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 1988. *---- LífsstOJ Áður fyrr fór fólk í tjaldferðir og gisti einnig hjá ættingjum á leiðinni. Fjölmargir gistimöguleikar eru nú um land allt og eru þeir óspart notaðir. annað þvíumlíkt er á boðstólum en allt kostar auðvitað pemnga. Allir þurfa að borða, hvort sem þeir feröast um landiö eða eru heima hjá sér. Staðreyndin er sú að fólk eyðir meira í mat í fríum en ella. Pulsupakkinn kostar kringum 220 krónur en aðalréttur á betri veitinga- stað úti á landi getur kostað frá fimm hundruð og upp í tvö þúsund krón- ur. Á þessu sést að munurinn á mat- arkostnaði getur verið mikill. Ef væntanlegir ferðamenn ætla að halda eyðslu í lágmarki vegna matar- kaupa er hægt að birgja sig að nesti í stórmörkuðum þar sem verð er hagstætt. Þó að fiskibollur í dós og blávatn úr lækjum landsins geti haldið lífi í fólki um tíma má reikna með líflegri matseðli hjá flestum. Hvaö kostar að borða sunnudagsmat nokkrum sinn- um í viku? Ef ferðast er á eigin bíl er það held- ur ekki frítt. Margur annar kostnað- ur er af bílnum en bensínkostnaður- inn einn. Rútu-, flug- eða skipaferðir eru einnig valkostur. Ekki skal það reiknað inn í þau dæmi sem sett eru hér upp. Mismunandi er hvort ferða- menn sjá sér hag í því aö ferðast með þessum samgöngutækjum. í sumum tilfella getur verið hagstæðara aö nota þessi farartæki heldur en eigin bifreiðir. Meiri kröfur Lengri tjaldferðir, þar sem kulda, rigningu og roki er gefið langt nef, virðast vera á undanhaldi. Nútíma ferðalangur nýtir sér betur þá fjöl- mörgu gistimöguleika sem hafa sprottið upp á síðustu árum. Kröf- umar um þægindi eru meiri. Um leið hækkar ferðakostnaðurinn. Ekki verður hér lagt mat á hvort dýrara sé að ferðast um landið held- ur en að fara til útlanda. Til þess eru ferðamöguleikar og kröfur um að- búnað of mismunandi. Samt er Ijóst aö dýrt er að ferðast um landið og það jafnvel þó ferðast sé eins ódýrt og unnt er. -EG. Fleiri frídagar, betri vegir og auknir ferðamöguleikar hafa leitt til þess að íslendingar fara meira um landið sitt en áður. DV-mynd BG Viö útreikning á ferðakostnaði innanlands er margs að gæta. í þeim þremur dæmum, sem við tök- um hér, var reynt að fmna tölur sem sannastar era. Ef mismunandi valkostir voru fyrir hendi var sá ódýrari ávallt tekinn. Á hinu ímyn- daða ferðalagi var fjölskylda meö tvö böm í hálfsmánaðar ferðalagj um hringveginn. Bifreiðakostnaöur Haft var samband viö FÍB og spurt ráöa um bifreiðakostnað viö hringvegarakstur. Miðlungsstór bíll varð fyrir valinu og var bensí- neyðslan að meðaltali 9 litrar á hundrað kflómetra. í kostnaðar- tölu frá FÍB kom fram að bensí- neyðslan rayndi nema 4.328 krón- um. Sumir telja aö rétt sé aö reikna út allan kostnað af bílnum á því tímabili sem hann er í notkun. Ef slík leið er valin eru innifaldir allir þeir kostnaðarþættir sem fylgja þvi aö eiga bfl. Þannig væru skattar, afskriftir, tryggingar og önnur gjöld í tölunni ásamt viðhalds-, dekkja- og bensinkostnaöL Ef þessi aðferð væri notuð væri bifreiða- kostnaðin- fjölskyldunnar á hring- vegarakstrinum 26.448 krónur. Hringvegurinn er reiknaður 1.402 km en miðað var viö 1.600 km akst- ur. Þeim sem finnast háar tölur lagðar til grundvallar viö útreikn- ing á bifreiðakostnaði er bent á að bera saman hvað kostar að fara um landið með fjölskylduna með öðr- um farartækjum en einkabflnum. Matarkostnaður Við útreiknaðan matarkostnað var leitað til Leiðbeiningarstöðvar húsmæðr a í þessum útreikningum var gengiö út frá því að fjöiskyldan gætti ýtrustu sparsemi við hráefn- iskaup í nestið. Hin hagsýna hús- móðir útbjó til dæmis sjálf áleggið á brauöið og tók með sér ódýrt og gott hráefhi til eldunar. Kostnaöur- ixm, 800 krónur á dag fýrir fiöl- skylduna, getur því tæpast talist of hár. Reikna má með aö mun fleiri láti eftir sér ýmsan lúxus í fríinu. Þar sem aðkeyptur matur frá hótelum og veitingastöðum kemur inn í dæmið var notast við þær upplýsingar sem eru fyrirliggj- andi á þessum stöðum. Gisting Mjög mismunandi verðlag er á gistingu víðsvegar um landið. Reynt var að finna raunhæfar tölur í þeim efhum. Til dæmis kom í flós að þegar reiknaður var út kostnaö- ur við svefnpokapláss fyrir fjöl- skylduna á Edduhótelum var ódýr- ara fyrir hana aö taka eitt tveggja manna herbergi og fá lánaðar dýn- ur handa bömunum en aö borga fyrir svefiipokapláss handa öllum. Annað Annar kostnaður er reiknaður sem 2.000 krónur á viku fyrir alla fiölskylduna. Tefla má aö það sé lágt, jafnvel fyrir sparsömustu fjöl- skyldu. I útreikningana eru ekki teknir ýmsir möguleikar á dægrardvöl og ferðum. Þarfir og áhugi á slíku er svo misjafn að ógerlegt er að hafa þann kostnað með, fólk veröur því sjálft að bæta honum við. -EG. Tjald- og svefnpokagisting Bifreiðakostnaður______4,328 kr. Gistikostnaður________12.300 kr. Matarkostnaður________19.000 kr. Annað 4.000 kr. Samtals 40.228 kr. í gisikostnaði er reiknað með að fjölskyldan tjaldi í níu daga og þar af þurft hún að greiða tjaldstæði fyrir tvo daga. Tvo daga gistir hún á Edduhóteli en sökum þess að ódýrara er fyrir hana að leigja eitt herbergi og fá dýnur lánaðar en aðborga fyrir svefnpokapláss þá velur hún þá leið. Tvo daga er gist í sæluhúsi Ferðafélagsins og einn dag í bænda- gistingu. Matinn sér húsmóðirin að mestu um sjálf en morgunverður er borðaður á Eddu- hótelum og bændagistingunni þegar dvalist er þar. Þau borðuðu úti fjórum sinnum á leiðinni og kostaði máltiðin að meðaltali 500 krónur á mann. Dvöl á hótelum og sumargististöðum Bifreiðakostnaður___4.328 kr. Gistikostnaður 47.250 kr. Matarkostnaður 79.800 kr. Annað 4.000 kr. Samtals 135.378 kr. Nú gistir fjölskyldan sjö daga á sumar- hóteli þar sem herbergi með einka- snyrtingu verður fyrir valinu. Dvalist er á betri hótelum hina sjö dagana. Fullt fæði er tekið þar sem það er í boði. Fjölskyldan borðar á veitingastöðum þá sjö daga sem hún dvelst á hótelum og kostar málsverðurinn að meðaltali 800 kr. Morgunverður kostar alla dagana 400 kr. á hvern fullorðinn og helmingi minna fyrir bömin. Dvöl á sumarhótelum og heimagistingu Bifreiðakostnaður 4.328 kr. Gistikostnaður 39.800 kr. Matarkostnaður 59.200 kr. Annað 4.000 kr. Samtals OO C4 fO B Hér dvelst fjölskyldan alla fjórtán dagana á sumarhótelum og í heimagjstingu. Til dæmis er hún fjóra daga í bændagistingu og tvo daga á ódýru hóteli í þorpi úti á landi. Valin eru ódýrari herbergi án einka- snyrtingar. Morgim- og kvöldmatur er keyptur á þeim stöðum sem gist er á. Reiknað er með 500 krónum í snarl handa fjölskyldunni í hádeginu. Við útvegum yður interRent bílaleigubíl hvar sem er erlendis, jafnvel ódýrara en nokkur annar getur boðið: Dæmi: í íslenskum krónum m/söluskatti. Ótakmarkaður akstur DANMÖRK: 3 dagar = 5.314.- 7 dagar = 10.626.- Aukadagur 1.512.- ÞÝSKALAND: 3 dagar = 5.370.- 7 dagar = 8.990.- Aukadagur 1.285.- LUXEMBURG: 3 dagar = 5.260.- 7 dagar = 8.020.- Aukadagur 1.150,- Einnig bjóðum við úrval húsbíla og campingbíla í Þýskalandi. interRent er stærsta bílaleiga Evrópu. Við veitum fúslega allar upplýsingar og pöntum bílinn fyrir yður. interRent interRent á íslandi/ Bílaleiga Akureyrar Reykjavík - Skeifan 9 - Símar 91-686915, 91-31615 Akureyri - Tryggvabr. 14 - Símar 96-21715, 96-23515. Telex: 2337 IR ICE IS.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.