Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1988, Síða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1988, Síða 41
S5 .8881 ÍMOl .1 HUDÁOflADU/ul LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 1988. *---- LífsstOJ Áður fyrr fór fólk í tjaldferðir og gisti einnig hjá ættingjum á leiðinni. Fjölmargir gistimöguleikar eru nú um land allt og eru þeir óspart notaðir. annað þvíumlíkt er á boðstólum en allt kostar auðvitað pemnga. Allir þurfa að borða, hvort sem þeir feröast um landiö eða eru heima hjá sér. Staðreyndin er sú að fólk eyðir meira í mat í fríum en ella. Pulsupakkinn kostar kringum 220 krónur en aðalréttur á betri veitinga- stað úti á landi getur kostað frá fimm hundruð og upp í tvö þúsund krón- ur. Á þessu sést að munurinn á mat- arkostnaði getur verið mikill. Ef væntanlegir ferðamenn ætla að halda eyðslu í lágmarki vegna matar- kaupa er hægt að birgja sig að nesti í stórmörkuðum þar sem verð er hagstætt. Þó að fiskibollur í dós og blávatn úr lækjum landsins geti haldið lífi í fólki um tíma má reikna með líflegri matseðli hjá flestum. Hvaö kostar að borða sunnudagsmat nokkrum sinn- um í viku? Ef ferðast er á eigin bíl er það held- ur ekki frítt. Margur annar kostnað- ur er af bílnum en bensínkostnaður- inn einn. Rútu-, flug- eða skipaferðir eru einnig valkostur. Ekki skal það reiknað inn í þau dæmi sem sett eru hér upp. Mismunandi er hvort ferða- menn sjá sér hag í því aö ferðast með þessum samgöngutækjum. í sumum tilfella getur verið hagstæðara aö nota þessi farartæki heldur en eigin bifreiðir. Meiri kröfur Lengri tjaldferðir, þar sem kulda, rigningu og roki er gefið langt nef, virðast vera á undanhaldi. Nútíma ferðalangur nýtir sér betur þá fjöl- mörgu gistimöguleika sem hafa sprottið upp á síðustu árum. Kröf- umar um þægindi eru meiri. Um leið hækkar ferðakostnaðurinn. Ekki verður hér lagt mat á hvort dýrara sé að ferðast um landið held- ur en að fara til útlanda. Til þess eru ferðamöguleikar og kröfur um að- búnað of mismunandi. Samt er Ijóst aö dýrt er að ferðast um landið og það jafnvel þó ferðast sé eins ódýrt og unnt er. -EG. Fleiri frídagar, betri vegir og auknir ferðamöguleikar hafa leitt til þess að íslendingar fara meira um landið sitt en áður. DV-mynd BG Viö útreikning á ferðakostnaði innanlands er margs að gæta. í þeim þremur dæmum, sem við tök- um hér, var reynt að fmna tölur sem sannastar era. Ef mismunandi valkostir voru fyrir hendi var sá ódýrari ávallt tekinn. Á hinu ímyn- daða ferðalagi var fjölskylda meö tvö böm í hálfsmánaðar ferðalagj um hringveginn. Bifreiðakostnaöur Haft var samband viö FÍB og spurt ráöa um bifreiðakostnað viö hringvegarakstur. Miðlungsstór bíll varð fyrir valinu og var bensí- neyðslan að meðaltali 9 litrar á hundrað kflómetra. í kostnaðar- tölu frá FÍB kom fram að bensí- neyðslan rayndi nema 4.328 krón- um. Sumir telja aö rétt sé aö reikna út allan kostnað af bílnum á því tímabili sem hann er í notkun. Ef slík leið er valin eru innifaldir allir þeir kostnaðarþættir sem fylgja þvi aö eiga bfl. Þannig væru skattar, afskriftir, tryggingar og önnur gjöld í tölunni ásamt viðhalds-, dekkja- og bensinkostnaöL Ef þessi aðferð væri notuð væri bifreiða- kostnaðin- fjölskyldunnar á hring- vegarakstrinum 26.448 krónur. Hringvegurinn er reiknaður 1.402 km en miðað var viö 1.600 km akst- ur. Þeim sem finnast háar tölur lagðar til grundvallar viö útreikn- ing á bifreiðakostnaði er bent á að bera saman hvað kostar að fara um landið með fjölskylduna með öðr- um farartækjum en einkabflnum. Matarkostnaður Við útreiknaðan matarkostnað var leitað til Leiðbeiningarstöðvar húsmæðr a í þessum útreikningum var gengiö út frá því að fjöiskyldan gætti ýtrustu sparsemi við hráefn- iskaup í nestið. Hin hagsýna hús- móðir útbjó til dæmis sjálf áleggið á brauöið og tók með sér ódýrt og gott hráefhi til eldunar. Kostnaöur- ixm, 800 krónur á dag fýrir fiöl- skylduna, getur því tæpast talist of hár. Reikna má með aö mun fleiri láti eftir sér ýmsan lúxus í fríinu. Þar sem aðkeyptur matur frá hótelum og veitingastöðum kemur inn í dæmið var notast við þær upplýsingar sem eru fyrirliggj- andi á þessum stöðum. Gisting Mjög mismunandi verðlag er á gistingu víðsvegar um landið. Reynt var að finna raunhæfar tölur í þeim efhum. Til dæmis kom í flós að þegar reiknaður var út kostnaö- ur við svefnpokapláss fyrir fjöl- skylduna á Edduhótelum var ódýr- ara fyrir hana aö taka eitt tveggja manna herbergi og fá lánaðar dýn- ur handa bömunum en aö borga fyrir svefiipokapláss handa öllum. Annað Annar kostnaður er reiknaður sem 2.000 krónur á viku fyrir alla fiölskylduna. Tefla má aö það sé lágt, jafnvel fyrir sparsömustu fjöl- skyldu. I útreikningana eru ekki teknir ýmsir möguleikar á dægrardvöl og ferðum. Þarfir og áhugi á slíku er svo misjafn að ógerlegt er að hafa þann kostnað með, fólk veröur því sjálft að bæta honum við. -EG. Tjald- og svefnpokagisting Bifreiðakostnaður______4,328 kr. Gistikostnaður________12.300 kr. Matarkostnaður________19.000 kr. Annað 4.000 kr. Samtals 40.228 kr. í gisikostnaði er reiknað með að fjölskyldan tjaldi í níu daga og þar af þurft hún að greiða tjaldstæði fyrir tvo daga. Tvo daga gistir hún á Edduhóteli en sökum þess að ódýrara er fyrir hana að leigja eitt herbergi og fá dýnur lánaðar en aðborga fyrir svefnpokapláss þá velur hún þá leið. Tvo daga er gist í sæluhúsi Ferðafélagsins og einn dag í bænda- gistingu. Matinn sér húsmóðirin að mestu um sjálf en morgunverður er borðaður á Eddu- hótelum og bændagistingunni þegar dvalist er þar. Þau borðuðu úti fjórum sinnum á leiðinni og kostaði máltiðin að meðaltali 500 krónur á mann. Dvöl á hótelum og sumargististöðum Bifreiðakostnaður___4.328 kr. Gistikostnaður 47.250 kr. Matarkostnaður 79.800 kr. Annað 4.000 kr. Samtals 135.378 kr. Nú gistir fjölskyldan sjö daga á sumar- hóteli þar sem herbergi með einka- snyrtingu verður fyrir valinu. Dvalist er á betri hótelum hina sjö dagana. Fullt fæði er tekið þar sem það er í boði. Fjölskyldan borðar á veitingastöðum þá sjö daga sem hún dvelst á hótelum og kostar málsverðurinn að meðaltali 800 kr. Morgunverður kostar alla dagana 400 kr. á hvern fullorðinn og helmingi minna fyrir bömin. Dvöl á sumarhótelum og heimagistingu Bifreiðakostnaður 4.328 kr. Gistikostnaður 39.800 kr. Matarkostnaður 59.200 kr. Annað 4.000 kr. Samtals OO C4 fO B Hér dvelst fjölskyldan alla fjórtán dagana á sumarhótelum og í heimagjstingu. Til dæmis er hún fjóra daga í bændagistingu og tvo daga á ódýru hóteli í þorpi úti á landi. Valin eru ódýrari herbergi án einka- snyrtingar. Morgim- og kvöldmatur er keyptur á þeim stöðum sem gist er á. Reiknað er með 500 krónum í snarl handa fjölskyldunni í hádeginu. Við útvegum yður interRent bílaleigubíl hvar sem er erlendis, jafnvel ódýrara en nokkur annar getur boðið: Dæmi: í íslenskum krónum m/söluskatti. Ótakmarkaður akstur DANMÖRK: 3 dagar = 5.314.- 7 dagar = 10.626.- Aukadagur 1.512.- ÞÝSKALAND: 3 dagar = 5.370.- 7 dagar = 8.990.- Aukadagur 1.285.- LUXEMBURG: 3 dagar = 5.260.- 7 dagar = 8.020.- Aukadagur 1.150,- Einnig bjóðum við úrval húsbíla og campingbíla í Þýskalandi. interRent er stærsta bílaleiga Evrópu. Við veitum fúslega allar upplýsingar og pöntum bílinn fyrir yður. interRent interRent á íslandi/ Bílaleiga Akureyrar Reykjavík - Skeifan 9 - Símar 91-686915, 91-31615 Akureyri - Tryggvabr. 14 - Símar 96-21715, 96-23515. Telex: 2337 IR ICE IS.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.