Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1988, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1988, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 1988. 43 Verðandi fjórburamóðirin í samtali við DV: „Fæ ekki að þrifa húsiö mitt lengur" Fjölskyldan mín iðar í skinninu • voru fijógvuö 10 egg og fjögur voru i notuö og ég á enn sex egg eftir í frosti erlendis sem ég get notað hvenær sem í ég vil. Þau geta geymst í allt að eina öld. Það er aldrei að vita hvort mann i langar í fleiri börn í framtíðinni. Enda • er ég í hópi þeirra kvenna sem besta i möguleika eiga til að verða ófrískar við tæknifrjóvgun. Þaö er eitt sem mig langaði að minnast á í sambandi við orðaval yfir frjógvanir af þessu tagi. Ég er alfarið á móti því að orðið gervi- frjóvgun sé notað yfir þessa aðferð. Þetta er engin gervi-frjóvgun. Það er farið alveg eins að og undir eðhlegum kringumstæðum, nema örlítið lengri leið. Tæknifrjóvgun er því mun skemmtilegra orð.“ Kannski fleiri böm Ertu að segja að þig langi til að eiga fleiri börn heldur en fimm? „Segjum sem svo að þetta verði nú aht strákar eöa allt stelpur þá gæti verið að mann langaði til að eignast eins og, ja, a.m.k. eitt af gagnstæðu kyni undir lokin til viðbótar. Ég vona að þessu verði jafnt skipt, tveir strákar og tvær stelpur. Annars er manni al- veg sama, svo framarlega að allt gangi vel. Ég er að minnsta kosti bjartsýn og ætla jafnvel að eiga fleiri börn í framtíðinni. Biðtíminn í seinna skiptið frá frjóvg- un þar til næstu tíðir áttu að hefjast var mjög erfiður. Ég var ekki í rónni þessa 15 daga þar til ljóst væri hvort eggið hefði fest sig eða ekki.“ Engar félagslegar kröfur Þarf að uppfyha einhverjar félags- legar kröfur til þess að komast í fijóvg- unaraðgerð? „Nei, það kom a.m.k. ekkert sérstakt fram hjá okkur. Ég held að mæðmæhn frá lækninum hér heima, sem þekkir okkur orðið vel, hafi dugað alveg. Auð- vitað þarf fólk að vera gift og kannski að eiga ekki of mörg börn fyrir. Ég veit dæmi þess að fólki hafi verið synj- að hér heima af Tryggingastofnun á þeim forsendum að það ætti of mörg börn. Þessi hjón voru bæði fráskhin - hún átti tvö böm frá fyrra hjónabandi en hann eitt en þau langaði til þess að eignast börn saman. Sjálf er ég alfarið á móti því að shkum tilfellum sé hafn- að. Þau langar til að eiga barn saman, af hverju mega þau það ekki? Trygg- ingastofnun á ekki að geta komið í veg fyrir slíkt með því að setja fólki stóhnn fyrir dyrnar." 100 til 200 þúsund í hvert sinn Kostaði þetta ykkur ekki mikið fjárhagslega? „Tryggingastofnun greiðir ahan kostnað af þessum aðgerðum. Hins vegar þurfum viö að leggja út fyrir ferðakostnaði og lyfjakostnaði. Ég held að allt í aht hafi hvor ferð kostað okk- ur um 150 th 200 þúsund krónur. Til dæmis kostaði ein sprautumeðferð mig 330 pund sem er ansi mikill peningur. Engu að síður er þetta aht þess viröi. En það er ekki óalgent að hjón þurfi að fara út mörgum sinnum áður en aðgerðin heppnast. Eins og þú sérð er það ekki nema í innan við 15% tilvika sem þetta lánast. Það getur orðið ansi dýrt.“ Ættu að fækka fóstureyðingum Hvað finnst þér um fóstureyðingar í ljósi þess aö margar konur geta ekki átt böm? „Ég er alfarið á móti svona mörgum fóstureyðingum. Mér finnst frekar að sumar konur ættu að reyna að láta ættleiða börnin. Það eru mörg hjón sem langar til að ættleiða börn og vilja leggja aht í sölurnar til þess að fá börn. Ég veit nokkur dæmi þess að hjón hafi ættleitt börn og í öllum tilfellum hafa þetta verið yndisleg hjón sem bókstaflega dá bömin sín. Hins vegar er því ekki að leyna að margar fóstur- eyðingar eiga rétt á sér. Sérstaklega ef það stafar af heilsufarsástæðum.“ Fjögur rúm í hjónaherbergið Hvemig sjáið þið framtíðina fyrir ykkur? Þurfið þið th dæmis að skipta um húsnæði? „Nei, við þurfum ekki að skipta um húsnæði á næstunni. Það er ekki aö- kahandi. Við höfum þijú barnaher- bergi og það ætti að duga í bih. Við hjónin erum aðeins farin að velta þessu fyrir okkur. Ég ætla til dæmis að nota bara pappírsbleiur. Svo sjáum við að við myndum koma öhum rú- munum inn í herbergiö okkar í byrj- un. Ég geri bara eins og fimm barna einstæði faðirinn sem birtist grein um í einu helgarblaðanna; klæði fjórbur- ana í gult, rautt, grænt og blátt th þess að þekkja þá í sundur.“ Verður skemmtilegra með árunum „Ég á von á því aö þetta verði mjög erfitt í byrjun hjá okkur og nokkur fyrstu árin. Svo verður þetta alltaf skemmthegra með árunum. Maðurinn minn á mjög erfitt með að taka sér fri úr sínu starfi þar sem hann er með sjálfstæðan atvinnurekstur. Það er víst hægt að fá ókeypis heimilishjálp frá bænum í svona tilfellum." Viö spurðum Auðólf Gunnarsson hversu mörg glasabörn væru á leiðinni fyrir utan fjórburana: 6 glasabörn á leiðinni „Það eru tvö á leiðinni, svo ég viti, fyrir utan fjórburana. Önnur konan á að eiga barnið fyrri partinn í ágúst. Meðgangan hjá henni gengur mjög vel. En hin er nýkomin að utan og ekki útséð enn þá hvort aht muni ganga upp. Jú, svo er eitt glasabarn þegar komið í heiminn, sem kunnugt er, 17. mars síðasthðinn. En það eru margar konur búnar að reyna og ekk- ert hefur enn gengið hjá þeim,“ sagði Auðólfur. Hann sagði einnig að tækni- frjóvgunarmeðganga væri ekki hættu- legri en aðrar meðgöngur ef þær kom- ast yfir erfiðasta hjallann. Það væri ahtaf áhættusamara eftir þyí sem kon- urnar bæru fleiri börn undir belti. Þá skipti heldur ekki máh hvort um væri aö ræða eðhlega fijóvgun eða tækni- frjóvgim. Fleiri glasaböm á landinu? Verðandi fjórburamóðirin þarf að taka sérstök lyf sem innihalda sams konar hormón og fylgjan framleiðir. Það gerir að verkum að hún missir síður fóstrið. Hún sendir einnig viku- lega blóðprufu og fleiri sýni th sjúkra- hússins í Bourn. Þeir fylgjast vel með henni þar. Þaö hefur verið sagt að jafnvel enn heiri glasabörn séu á landinu sem al- menningur veit ekki um. Aö foreldarar hafi farið í leynifarir th útlanda og ekki látið neinn vita. Við spurðum Auðólf hvort það væri hugsanlegt. „Það hafa ekki nein önnur thfehi komið hingað í læknahendur. Hins vegar er það mögulegt að einhveijir aðrir íslendingar eigi glasabörn," sagði Auðólfur. Fyrsta glasabarnið 10 ára Fyrsta glasabarnið í heiminum, Louise Brown, verður 10 ára um þess- ar mundir. Þess má geta að móðir hennar var á Bourn sjúkrahúsinu þeg- ar ijórburamóöirin verðandi var þar. Hún var að reyna að koma þriðja barni sínu undir. En Steptoe, fyrrum yfir- læknir á Bourn Hah Clinic og sá sem fann upp tæknifijóvgunaraðferðina, lést nýlega, einmitt þegar fjórbura- móðirin tilvonandi var stödd á spíta- lanum. Svo vinsæhr eru læknarnir á Bourn sjúkrahúsinu að þess eru dæmi að þeir hafi jafnvel fengið stóra og dýra bíla í gjöf frá foreldrunum þegar börn- in fæðast. „Hvað er dýrmætara en börnin okkar?“ sagði fjórburamóðirin verðandi. -GKr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.