Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1988, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1988, Blaðsíða 43
LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 1988. 55 LífsstíU Þótt Álandseyjar tilheyri Finnlandi er þar sjálfstjórn og Álendingar hafa sinn eiginn fána. Hann er ansi líkur okkar fána, blár með gulri rönd, í staó hvíta litarins í þeim íslenska, og svo rauði krossinn í miðið. Hér hafa tvö ungmenni skreytt sig með fánalitunum og mynstrinu. ar samlagast náttúrunni á sérstakan máta. Álandseyjar eru þekktar fyrir sín- ar fallegu granítkirkjur frá miðöld- um. Þær eiga það ílestar sameigin- legt aö vera í sérstaklega fallegu landslagi, gjaman meö útsýni út á haf. Ef ferðast er um landið verða svo- kallaðar maí-stangir oft á vegi manna. Það er gömul hefð á Álands- eyjum, líkt og í Svíþjóð, að halda ærlega upp á Jónsmessuna. Þá er dansað og haldið uppi miklu fjöri í kringum maí-stangirnar. Þær eru fagurlega skreyttar litskrúðugum borðum og blómum en sjálfar stang- irnar eru úr tré. Jónsmessan er mik- Álandseyjum sem svipar til Íslandí og íslendinga. Finnum og íslending- um er gjaman líkt saman og Álend ingar eru eyjaskeggjar eins og vit sem einnig búum á fámennri eyju Því er oft sagt að við séum enn líkar> Álendingum en Finnum. Eyjaskeggj- ar em alltaf eyjaskeggjar. Álendingar byggja gjarnan gríðar Það er mjög auðvelt að komast yfir til Álandseyja frá Sviþjóð og Finnlandi. Daglega eru margar ferðir, hvort sem er með skipi eða flugvél. Það eru stór og glæsileg skip, eins og þetta á myndinni, sem notuð eru i ferðirnar. Þaö er vinsælt, bæði af Svium og Finnum, að sigla á milli en koma heim samdægurs. Litiö er á slika siglingu sem bestu skemmtan enda er boðið upp á hinn mesta lúxus á snekkjunum. Svo er líka hægt að kaupa tollfrjálsan varning um borð. Skipin eru flest í eigu Álendinga og er farmiðinn alveg ótrúlega ódýr. Hann kostar á bilinu 100-200 krónur. Frá Stokkhólmi tekur siglingin til Álandseyja um fjóra tima en flugferðin 35 mínútur. Á myndinni sést í Pommern, fræga seglskipið sem getið er um í greininni. Litast um á frægum stöðum Sjóminjasafniö í Mariehamn, Áland Maritime Museum, er vel þess virði að skoða það. Þar gefur að líta ýmsa merkilega muni sem tengjast gamalli sjófara- og siglingasögu landsins. Þarna eru ýmsir ævafornir munir, sumir hveijir frá víkingatím- um. Rétt fyrir utan safnið hefur gömlu seglskipi verið komið fyrir. Þetta skip er þýskt og var smíðað árið 1903. Pommem, en svo heitir skipið, er 100 metra langt og þykir hið glæsilegasta í alla staði. Það er eitt þaö síðasta sinnar tegundar sem smíðað hefur veriö. Sæfarinn mikli, Carl Gustav Erik- son, átti skipið og notaði það til korn- flutninga frá Ástralíu til Englands. Pommern hefur alla tíð verið mikið Fínnland Eins sést á kortinu eru Alandseyjar mitt á milli Finnlands og Sviþjóðar. Sigling frá Stokkhólmi tekur um fjóra tíma en hægt er að taka minni báta frá Grisselhamn sem er rétt hjá Uppsölum. Sú sigling tekur rúman klukkutíma. Álandseyjar eru samansafn 6.500 eyja og skerja. Mikið er um sumarhús úti á eyjunum. Vinsælt er að sigla þangað út og eyða fríinu sínu í mikilli nátt- úrufegurð og við hvitar strendur. Auðvelt er að fá leigða litla báta til að sigla um skerjagarðinn. Það ætti ekki að vera neitt tiltökumál að fá leigt sumarhús úti í einhverri eyjunni. Og þá er bara að velja: Viltu vera einn á eyjunni eöa grennd viö önnur hús? stolt Álendinga og eru hótel og fleiri staðir á Álandseyjum nefndir eftir því. Mjög vinsælt er að skoða tvo gamla kastala, Kastelholm og Bomarsund. Kastelholm var setur sænskra valda- manna þegar Svíar réðu yfir Álands- eyjum. Kastalinn var byggður á 14. öld en eyöilagðist að hluta í bruna á 18. öldinni. Hluti kastalans hefur verið endurbyggður og hýsir nú álenska sögusafnið, Áland Historic Museum. Rússar hófu að byggja Bomarsund árið 1830 en voru aðeins hálfnaðir þegar Krímstríöiö braust út 23 árum síðar. Aldrei var haldið áfram með bygginguna né nokkuð hreyft við henni. Engu að síður er virkiö skemmtilegt ásýndar og hefur reynd- Álandseyjar Slokkhólmur Sovétríkin GASALEG VÖNTUN ÁTÓMUM HYLKJUM Lagerinn okkar verður æ fátækari af gashylkjum til áfyllingar. Því þætti okkur gott ef þú gætir litið eftir hvort ekki leynist hjá þér tómt gashylki; í sumarbú- staðnum, hjólhýsinu eða kannski bílskúrnum! Eigir þú í fórum þínum tómt gashylki frá Skeljungi máttu gjarnan grípa það með þér næst þegar þú ferð á Shell-stöð og fá endurgreidda skilatryggingu. I Kosangas! Skeljungur hf. lega stórt, svo stórt að sambærilegai byggingar í stórborgum standa* vart samanburð. Þetta könnumst vií Íslendingar svo vel við. „Smáir en hugsa stórt“, ef svo má segja. Skemmtistaðir eru nokkrir aJ stærra taginu og á maður bágt mef að skilja hvernig þeir geta þrifist Öllu auðveldara er að skilja hvernii öll þessi fínu hótel bera sig þar sem svo mikill fjöldi ferðamanna sækii Álandseyjar heim á sumrin. Hvernig væri að slást í hópinn og heimsækja Álandseyjar í næstu ferð til Norðurlandanna? ill viðburður í lífi Álendinga og er gleðin og veisluhöldin skipulögð langt fram í tímann. Álendingar og Islendingar líkir í Mariehamn eru, eins og áöur segir, skemmtilegir veitingastaðir, margir hveijir litlir og þægilegir og oft við sjóinn. Hvers kyns fiskréttir eru sérgrein matreiðslumanna þeirra enda eru Álendingar miklir fiskimenn, líkt og viö íslendingar. Reyndar er ýmislegt annað á BM ■ I Texti: Rósa Guðbjartsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.