Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1988, Síða 2
2
m L!ATjGARÐTAÖUft%:- ífiffftgss.
Fréttir
Hótelbíllinn, sem kom með Norrænu til Seyðisfjarðar, er á tveimur hæðum. Meðal annars eru kojur fyrir 18 manns
á efri hæðinni. DV-mynd GVA
Hótel á hjólum
fer hríngveginn
Alleinkennilegur ferðbíll/hótel fylgdi ekki sögunni hvernig menn slíkur bill keyrir um Island. Thomas
keyrði á land á Seyðisfirði þegar ferj-
an Norræna kom að bryggju á
fimmtudag og er það hótel á hjólum,
ef svo mætti að orði komast. Þama
var á ferðinni tveggja hæöa rútubíll
með svefnplássi fyrir 18 ferðamenn
á efri hæðinni. Á neðri hæðinni eru
sæti fyrir 16 manns, með góðu plássi
á milli og borðum, aðstöðu fyrir bíl-
stjóra og fararstjóra og aftast í vagn-
inum er stórt eldhús þar sem menn
geta einnig setið og snætt. Hins vegar
færu að því að gera þarfir sínar.
Norræna tafðist um þijá tíma þeg-
ar var verið að reyna koma bílnum
inn í lest í Færeyjum. Eftir mikið puð
tókst loks að koma rútunni fyrir og
ók hún út úr ferjunni á Seyöisfirði
án stóráfalla. En 700 manns komu
með Norrænu til íslands.
Að sögn Thomasar Versin, bíl-
stjóra vagnsins, er þessi gerð bíla
nýlegt fyrirbrigði í heiminum og
mun þetta vera í fyrsta skipti sem
sagði að þeir ætluöu að keyra hring-
inn og hafa með sér íslenskan farar-
stjóra.
Mikið hefur verið haldið á lofti að
svona ferðalangar væru heldur
óæskilegir á íslandi, menn sem
kaupa enga gistingu né mat af íslend-
ingum. Hins vegar kom í ljós við toll-
skoöun að Þjóðverjamir þurfa að
kaupa allt til alls til matargerðar hér
á landi, þeir hafa engan mat með-
ferðis. -GKr
Hótað sektum fyrir að
leggja hjóli við stöðumæli
VIÐVÖRUN! /rjs/wii
Leggir þú bifrwðimíi aftur á
þessum staö þarft þú aö borga
750 kr. í bílastæöasjóö. jr#
GATNAMÁLASTJÓRl
Viðvörunin sem fest var á reiðhjólið. Mistök er eina skýringin sem fékkst
hjá borginni.
Blaðberi DV, sem ferðast allra
sinna ferða á reiðhjóli, fékk áminn-
ingu frá gatnamálastjóra fyrir fáum
dögum. Blaðberinn, sem er fatlaður
maöur, hafði tyllt reiðhjóli sínu við
stöðumæh meöan hann brá sér með
blaðið í nærliggjandi hús.
Þegar blaðberinn kom aftur hafði
opinber embættismaður fest miða
við reiðhjólið. Á miðanum stóð:
„VIÐVÖRUN! Leggir þú hjóhnu (á
miðann hafði veriö prentað bifreiö-
inni en búið var að krota yfir og
handskrifa hjólinu) aftur á þessum
stað þarft þú að borga 750 kr. í bíla-
stæðasjóð. Gatnamálstjóri.“
„Þetta eru irnstök. Það á ekki að
sekta reiðhjól. Ég hef aldrei heyrt um
slikt fyrr,“ sagði Haukur Ástvalds-
son hjá bílastæðasjóði Reykjavíkur-
borgar.
Haukur sagði að nú væru starfandi
sextán til átján stöðuverðir á vegum
borgarinnar. Þeirra hlutverk er til
muna meira en stöðumælavarðanna
sem áöur voru algeng sjón á götum
miðbæjarins. Stöðuvörðunum er
skylt að fylgjast með og sekta eigend-
ur þeirra bifreiða sem lagt er ólög-
lega. -sme
____________DV
Rökstuðnin|ur
er búinn til
- segir Gunnar Gunnarsson
„Ef dómnefndin var vanhæf og starfsheiöri mínum með þeim hætti
leita þurfti álits erlendra aðila, þá að ég get ekki sætt mig við,“ sagði
hefði átt að leita umsagnar um alla Gunnar
aðila og síðan setja þann hæfasta.
Þess í stað var aðeins spurt um einn
mann og búið. Þegar slík vinnubrögð
eru viðhöfð virðist mér sem verið sé
að leita gagna til þess aö byggja upp
rökstuðning fyrir ákvörðun sem búið
var aö taka,“ sagði Gunnar Gunnars-
son, lektor í stjómmálafræði við
Háskólann og einn þeirra fjögurra
er sat í dómnefnd þeirri sem' mat
hæfi Hannesar H. Gissurarsonar og
annarra umsækjenda.
Gunnar sagði að það væri ekki við-
eigandi að hann ræddi almennt um
sitt hæfi til að sitja í þessari dóm-
nefnd. Hann hafi verið valinn til þess
af félagsvísindadeild og hún hefði
talið hann hæfan. „Ráðherra hefur
tilgreint ástæðuna fyrir vanhæfni
minni en það er kunningsskapur við
einn umsækjandann. Mér er ekki
kunnugt um það að kunningsskapur
leiði til vanhæfni í réttarfarsreglum.
Þetta eru alvarlegar ásakanir ráð-
herra sem hann hlýtur að færa frek-
ari rök fyrir. Með þeim er vegið að
Gunnar sagðist verða að íhuga það
betur hvort hann myndi setjast í
dómnefnd að nýju eftir slíka með-
höndlun ráðherra.
„Ég get fyllilega tekið undir með
bæði rektor og deildarforseta félags-
vísindadeildar að hér er ráðist að
sjálfstæði Háskólans."
Gunnar sagði að athugasemdir
hefðu verið gerðar við skipan dóm-
nefndarinnar í upphafi og Ólafur
Ragnar Grímsson hafi fljótlega sagt
sig úr henni. Siguröur Líndal hafi
tekið sæti hans en Jónatan Þór-
mundsson komiö sem fulltrúi rekt-
ors. Eftir það hafi engar athugasemd-
ir komið varðandi hæfi dómnefndar-
innar fyrr en ákvörðun er tekin, þá
væri hún úrskurðuð vanhæf af ráð-
herra.
„Það virðist fyrst og fremst vera á
þeim forsendum sem ákvörðun ráö-
herra er tekin og mér fmnst það
undarlegt svo ekki sé meira sagt,“
sagði Gunnar Gunnarsson. JFJ
Háskólinn endurskoði
samskipíin við Bivgi
- segir dr. Svanur Krisijánsson
„Þessiskipunergrófárásásjálf- Svanur sagði að dómnefndin
stæði Háskólans og i andstööu við hefði lokið störfum fyrir nokkru
þau sjálfsögðu og eðlilegu mann- meðformlegumhættioghannvildi
réttindi í lýöræðisþjóðfélagi að þeg- ekki íara að dæma um eigiö hæfi,
ar menn sæki um stööur þá njóti sagöi það félagsvísindadeildar sem
þeir hvorki né gjaldi skoöana skipaðihann.
sinna. Hér er gengið framhjá „Ég hef doktorspróf f sljórn-
mönnum sem hlotið hafa hæfhis- málafræöi og hef starfaö viö Há-
dóm vegna skoðana þeirra og brot- skólann síöan 1974. Ég hef setið í
in á þeim mannréttindi. Einn um- ýmsum dómnefiidum og aldrei hef-
sækjandinn er hins vegar látinn ur verið fundið að störfum mínum
njóta skoðana sinna Menntamála- fyrr en nú. Menntamálaráðherra
ráðherra hefur hvorki siðferðileg- heftir ekki fært fram rök fyrir þess-
an né lagalegan rétt til að skipa um alvarlegu ásökunum sínum og
fyrir hvaða skoðanir eigi að koma ég hlýt að krefjast þeirra þvf hér
fram, eða hvaða skoöanir eigi ekki er vegið aö mínum starfsheiðri.
að koma fram í háskóla. Þar eiga Áskil ég mér allan rétt í því sam-
að ráöa hæftiiskröfur,“ sagði Svan- bandi,“ sagði Svanur.
ur Kristjánsson, dósent í stjórn- Svanur sagði aö þetta væri 1
málafræði og einn dómnefndar- fyrsta skipti frá því að dómnefhd-
manna, er mat hæfi Hannesar H. arkerfið var tekið upp 1942 sem
Gissurarsonar og annarra um- maður hafi verið skipaður i stöðu
sækjenda. án þess að hjjóta ótvíræðan hæfis-
í nefndinni sátu einnig Sigurður dóm. Hann væri sammála rektor
Líndal og Jónatan Þórmundsson sem hefðikallaðþettaóheillaverk.
lagaprófessorar. Sigurður sagðist „Ég veit til þess að Háskólinn
ekki vftja tjá sig um eigiö ágæti eða mun í kjölfar þessa taka öll sam-
hæfi, það væri þeirra sem skipað skipti sín við þennan menntamála-
hefðu hann í dómnefiidina. Jónat- ráðherra til umræöu,“ sagði Svan-
an Þórmundsson er erlendis. ur Kristjánsson. -JFJ
Fimmtán ár frá goslokum
Ómar Garðarsson, DV, Vestrtiannaeyjum:
Á morgun, 3. júlí, eru 15 ár frá því
að eldgosi lauk á Heimaey og minn-
ast Vestmannaeyingar þess á marg-
víslegan hátt.
Hátíðarhöldin hefjast við Ráðhúsið
þar sem Ragnar Óskarsson, forseti
bæjarstjórnar, flytur ávarp og
Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur.
Þá verður gengið á Eldfell undir
lúðrablæstri. Þar mun fólk taka lagið
og Hlöðver Johnsen flytja erindi.
Sérstök hátíðarmessa verður á
sunnudag. Séra Jóhann S. Hhðar
prédikar. Öll söfn bæjarins, byggða-
safnið og náttúru- og fiskasafnið,
verða opin almenningi án gjalds.
Myndin Eldur í Heimaey verður
sýnd í byggðasafninu.
Háskólamenn ekki óskeikulir
„Felur krafan um sjálfstæði Há-
skólans í sér kenningu um óskeikul-
leika háskólamanna? Við getum ekki
veriö með öllu óskeikul og neiti
menn þvi er slíkt ekki í anda vísind-
anna þó það sé kannski í nafni vís-
indanna. Háskóhnn má ekki verða
eins og Hrafnkell Freysgoði sem
heimtaði að sér yröi selt sjálfdæmi.
í íslenskum bókmenntum er það
dæmi oft tekið sem dæmi um óhóf-
legan hroka,“ sagði Hannes Hólm-
steinn Gissurarson, nýskipaður lekt-
or í sfjómmálafræði við Háskóla ís-
lands.
Hannes sagðist þakka fyrir það
traust sem honum hefði verið sýnt
með skipuninni og sagðist æfla að
vinna af alefli við vísindi og kennslu
til að sýna það í verki. Hann sagðist
hlakka til að hefja störf því sér hefði
ávallt fallið kennsla vel. „Ég vil ekki
troða illsakir við dómnefndarmenn
heldur tel mikilvægara að nota
krafta mína til að sinna embættis-
skyldum minum. Ég vil starfa í friði
með þessum mönnum og tel aö fleiri
en ég mættu strika yfir stóru orðin
og standa við þau smærri," sagði
Hannes.
Hannes sagði það misskilning hjá
forseta Félagsvísindadeildar aö hann
hefði ekki lokið prófi í stjórnmála-
fræði. Hann hefði lokið sínu doktors-
prófi frá félagsvísindadeild Oxford-
háskóla og doktorsritgerö hans,
Hayek’s Conservative Liberalism,
hefði verið gefm út hjá virtu banda-
rísku forlagi og væri flokkuð undir
stjórnmálafræði í bókasöfnum í
bandarískum háskólum. „Dómnefnd
Háskólans taldi að ég hefði hæfni til
að kenna sérgreinar en hæfni mín
til að kenna byijendum var dregin í
efa. Hins vegar hefur minn kennari
viö Oxford staðfest það við mennta-
málaráðherra að hæfni mín til að
kenna byrjendum sé ótvíræð," sagði
Hannes.
Nú er því haldið fram af ýmsum
aö þú hafir hlotið stöðuna vegna póli-
tískra tengsla en ekki vegna faglegs
mats:
„Allir sem þekkja Birgi ísleif Gunn-
arsson vita vel að hann hefur ekki
úthlutað stöðum eftir pólitískum
skoðunum heldur eftir eigin sam-
visku. Ég get nefnt tvö nýleg dæmi:
Hann skipaði Sjöfn Sigurbjömsdótt-
ur skólastjóra en hún er alþýðu-
flokksmaður og einnig skipaði hann
Einar Laxness, sem er vinstri inað-
ur, framkvæmdastj óra Menntamála-
ráðs. Eg tel að ráöherra hafi skipað
samkvæmt samvisku sinni en ekki
vegna póhtískra sjónarmiða. Menn
standa ekki og falla meö dómum
heldur meö eigin verkum. Þaö er
kannski viö hæfi að segja að enginn
verði óbarinn lektor," sagði Hannes
H. Gissurarson.
-JFJ