Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1988, Síða 3
LAUGARÐAGUR 2. JÚLÍ 1988.
3
Fréttir
Lrftryggingin brann í verðbólgunni
Tiu kronur i stað 200.000
„Þaö sem gerðist í þessum trygg-
ingum, eins og í bankakerfinu, var
að þetta brann allt upp í veröbólg-
unni. Allar þessar gömlu tryggingar
voru óverðtryggðar," sagði Bragi
Lárusson, deildarstjóri Líftrygginga-
félagsins Andvöku.
Árið 1931 keypti maður nokkur líf-
tryggingu fyrir barn sitt að upphæð
1000 gamlar krónur. Ársiögjaldið var
17,8 krónur en á þeim tíma var
verkamannakaupið 1,36 krónur á
tímann. Iðgjaldið var greitt í 20 ár
en þegar leysa átti það út fyrir
skömmu var líftryggingin komin í
10 krónur en það er 2 krónum minna
en frímerkið kostar. Tryggingafélag-
ið greiddi þó bónus, 800 krónur,
þannig að alls fékk konan sem um
ræðir 810 krónur út úr tryggingun-
um. Ætla má að þessar 10 krónur
sem tryggingin var komin í myndi
nema um 200.000 krónum í dag.
Bragi sagði að líklega hefði samn-
ingur konunnar verið gerður við
norskt fyrirtæki sem á þeim tíma
hafði útibú á íslandi. Árið 1949 tóku
svo íslensk tryggingafélög yfir þessar
Meðmælandi Hannesar:
Afskípti mín eru á
faglegum grundvelli
tryggingar. Tryggingasamningar eru
almennt bundnir ákveðnu lausnar-
skilyrði. Þannig verða ekki peningar
greiddir nema því skilyrði sé full-
nægt. Yflrleitt er annaðhvort miðað
við andlát eða aldur þess tryggða.
„Fólk átti þess kost að fá svokölluð-
um endurkaupum upp úr árinu 1963.
Þá voru tryggingafélögin búin að sjá
þessa þróun og að kostnaöur við að
senda út bréf með rukkun fyrir ið-
gjaldið var orðið dýrara en greiðslan.
í kringum 1965 komu svo verðtryggð-
ar líftryggingar. Nú eru trygginga-
samningar bundnir framfærsluvísi-
tölu og hækka því í samræmi viö
hana á þriggja mánaða fresti,“ sagði
Bragi. -JFJ
LJÓSMYNDAÞJÓNUSTAN HF
Laugavegi 178 - Reykjavík • Sími 685811
„Það er ár síðan það var farið fram
á við mig af fyrrverandi mennta-
málaráðherra að ég skilaöi greinar-
gerð um þau verk sem Hannes lagði
fram. Ástæðan fyrir því að til mín
var leitað er sú að ég er líklega eini
íslendingurinn að Hannesi undan-
skildum sem hefur doktorspróf í
stjórnspeki. Sú umsögn sem kemur
fram í minni greinargerð stendur
enn þann dag í dag,“ sagði dr. Gunn-
ar Pálsson stjórnmálafræðingur.
Gunnar lauk prófl frá New York
háskóla 1984 og kenndi í eitt ár við
Háskólann í Buffalo. Síðan starfaði
hann í 2 ár hjá utanríkisráðuneytinu
en síðan lá leið hans til Alþjóðadeild-
ar Atlantshafsbandalagsins í Brussel
þar sem hann starfar nú. Samkvæmt
fréttatilkynningu menntamálaráðu-
neytisins segir að í greinargerð
Gunnars kemur fram að hann telji
Hannes H. Gissurarson tvímælalaust
hæfan til að annast kennslu og rann-
sóknir á háskólastigi og hann sé vel
undirbúinn til að takast á við um-
rætt lektorsembætti.
Gunnar sagðist ekkert mat geta
lagt á félagsvísindadeild Háskólans.
Hann hefði ekki starfað þar og væri
ekki kunnugur þeim mönnum sem
þar störfuðu.
„Ég kannast varla við Hannes
Hólmstein Gissurarson. Mat mitt
byggist á þeim gögnum sem ég fékk
og afskipti mín eru atfariö á faglegum
grundvelli,“ sagði dr. Gunnar Páls-
son. -JFJ
Miðbærinn í Reykjavík:
Aðförstöðumæla-
varðanna linni
„Það hefur verið gengið harkalega
fram við vörslu bílastæða í mið-
borginni og veriö talað um aðför
stöðumælavarða í því sambandi.
Hefur hún verið til höfuðs þeim sem
átt hafa erindi á bíl í miðbæinn. Þessi
aðför hefur verið siðlaus gegn þess-
um kjarna borgarinnar einum sér.
Þarna er þörf á miklum úrbótum,"
sagði Guölaugur Bergmann, formað-
ur Miðbæjarsamtakanna, við DV fyr-
ir fund þeirra meö borgarstjóra,
formanni skipulagsnefndar og borg-
arverkfræðingi.
Niðurstöður fundarins voru kynnt-
ar á fundi samtakanna á Hótel Borg
síðdegis í gær. Þar kom fram að já-
kvæð viðbrögð heföu orðið við mörg-
um kröfum Miðbæjarsamtakanna,
þar á meðal þeirra, að gjald fyrir bíla-
stæði myndi lækka um helming, eða
í 50 krónur klukkutímann, að sektir
lækkuðu í 300 krónur, að dráttarbílar
héldu sig utan við miðbæjarkjarn-
ann nema nauðsyn krefði, að mið-
bæjarstrætisvagn hæfi ferðir eins og
um jól, að gjaldfrjálsum bílastæðum
íjölgaði. -hlh
Skoðaðu skiptitilboð Daihatsu.
Þú kemur með þann gamla og ekur burt á þeim nýja.
Þú semur um mismuninn eins og þér hentar.
BRIMBORG HF.
ÁRMÚLA 23 - Sími 685870, 681733
P.S. Það hefur aldrei verið eins auðvelt að semja í bílaviðskiptum.
EKéANDI
Þarftu að endnmýja?