Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1988, Page 8
8
LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1988.
ff
Forsetinn ræður ekki
yfir Steingrími"
9
-Sjo,
Böm hafa aörar skoöanir á hlut
unum en fullorðnir, þaö hefur
margsannast. Venjulega ræöa þau
ekki sömu málefni og eldra fólkið.
Hins vegar heyra þau hvað fram
fer í kringum þau og mörg hver
fylgjast vel meö. Vigdís Finnboga-
dóttir, forseti íslands, var endur-
kjörinn um síðustu helgi og þjóðin
fylgdist með úrshtum kosning-
anna. Talsvert var rætt mamia á
meðal um mótframbjóðanda for-
seta, Sigrúnu Þorsteinsdóttur.
Böm, sem eru á aldrinum sjö,
átta og níu ára, muna ekki eftir
öörum í embætti forseta en Vigdísi
Finnbogadóttur. Það þótti allsér-
stætt er kvenmaöur bauð sig fram
til forseta áriö 1980 en í dag þykir
þaö ekki heyra til tiðinda. Bömin
teija embætti forseta nánast frem-
ur vera fyrir konu en karl svo segja
má að tíðarandinn hafi breyst tals-
vert á átta árum.
Helgarblaðið ræddi viö nokkur
böm mn forseta og kosningar og
þaö kom á óvart hversu vel þau eru
að sér. Aðeins starf forseta kom
þeim f erfiöa stöðu því ekkert
þeirra vissi hvert starf fórseta er í
raun og veru.
Vel getur verið að margir full-
orönir séu einnig í vafa um hvert
sé starf forseta. Meö tilliti til svara
bamanna væri ekki úr vegi fyrir
kennara eöa fóstrur að fræða börn-
in um slíka hluti því eitt er víst að
ekki vantaöi áhugann fyrir um-
ræöuefninu.
-ELA
Eyrún, 7 ára, telur aö karlar hafi
þorað í framboð en ekki þótt það
tímabært.
„Þreytandi að
vera forseti"
-segirEyrún, 7ára
„Ég horfði ekkert á þessar kosning-
ar. Mér þótti þær ekki skemmtilegar.
Vigdís og einhver Sigrún vildu veröa
forsetar. Mér fannst bara að Vigdís
ætti að vera forseti. Hún er búin aö
vera svo lengi. Hún á kannski ekki
aö vera alltaf en hún má alveg vera
lengur,“ sagði Eyrún Guðmunds-
dóttir, 8 ára.
- Af hverju var enginn karl í fram-
boöi?
„Nú veit ég ekki. Þeir vilja örugg-
lega verða forsetar. Ég hugsa líka aö
þeir hafi þorað á móti konunum.
Kannski vilja þeir bara vera forsetar
seinna.“
- Hveiju ræöur forsetinn?
„Nú veit ég ekki. Ég held nú ekki
aö hún ráöi yfir körlunum á alþingi.
Samt ræður hún einhveiju. Mig
langar til að hitta hana einhvern
tíma. Hún er alltaf svo fín.“
- Hvað gerir Vigdís þegar hún fer til
útlanda?
„Þá fer hún í heimsókn og talar við
fólk. Ég held að það sé þreytandi.
Ekki vildi ég vera forseti.“
Sölvi, 9 ára, seglr að Vigdís geti nú
ekki ráðið yfir alþingismönnum.
DV-myndir JAK
- Helduröu að það sé ekki spennandi
að vera forseti og fara til útlanda?
„Jú, en ég hef líka farið niu sinnum
til útlanda og samt er ég smábarn.
Ég hef farið til Tyrklands, tvisvar til
Spánar, fimm sinnum til Danmerkur
og til Frakklands. Afi minn fer alltaf
með mig. Hann fer oft til útlanda.
Hann er tannlæknir og vinnur mik-
ið. Ég er að fara til Ameríku í sum-
ar. Þangað hef ég aldrei komið svo
ég ætla að skoða mig um.“
- Langar þig að hitta forsetann í
Ameríku?
„Ég veit þaö ekki. Kannski hitti ég
hann. Ég hef aldrei hitt Vigdísi, bara
séð hana í sjónvarpinu. Mér finnst
hún vera sæt.“
- Eigumviðsætastaforsetaíheimi?
„Ekki alveg. Hófi er nefnilega sæt-
ari.“
„Með þrjú
hundruð þús-
undámánuði"
- segir Sölvi, 9 ára
„Ég fylgdist eitthvað smá með þess-
um kosningum. Ég fór að sofa klukk-
an tvö. Vigdís var í framboði og Sig-
rún. Vigdís vann auðvitað vegna þess
að allir kusu hana. Það eru allir
ánægðir með hana,“ sagði Sölvi
Tryggvason, 9 ára.
- Fannst þér skrýtið aö enginn karl-
maöur var í framboði?
„Nei, mér fannst það ekki. Auðvit-
að geta karlmenn verið forsetar, þeir
eru það í mörgum löndum. Einu
sinni var maður forseti á íslandi og
ég er viss um að einhvem tíma
seinna verður aftur karlmaður for-
seti. En það var skrýtið að enginn
skildi vilja fara í framboð núna.“
- Veistu hvað forseti gerir?
„Hún fer til útlanda og tekur á
móti fólki sem kemur hingað. Ég
veit eiginlega ekki hvaö hún gerir
meira. Þaö er ábyggilega erfitt að
vera forseti. Ég hugsa líka að hún
hafi svona þrjú hundruð þúsund á
mánuði.“
- Viltþúverðaforsetiþegarþúverð-
ur stór?
„Nei, ég held ekki. Það er of erfitt.
Maður þarf að kunna svo margt.
Tala mörg tungumál og geta talaö
við forseta sem eiga heima í útlönd-
um. Ég held að maður þurfi að læra
mjög margt. Ég held að fólki í útlönd-
um þyki líka skrýtið að hér sé forset-
inn kona.“
- Hverju heldur þú að forseti ráöi?
„Hún ræður einhverju en mætti
ráða meiru. Hún ræður náttúrlega
ekki yfir Steingrími.“
- Heldur þú að hún ráði yfir alþing-
ismönnum?
„Nei, hei. Hún ræður ekki yfir
mönnum. Kannski ræður hún ein-
hveiju en ekki svo miklu.“
- Hefur þú séð Vigdísi?
„Bara í sjónvarpinu. Ég mundi al-
veg vilja hútta hana en ekki veit ég
hvað ég ætti að segja.“
Valgarður segir að pabbi hans vinni
of mikið til að vera forseti.
„Hinfékkbara
fimm stig"
- segir Valli, 7 ára
„Ég fylgdist meö þegar var verið
að kjósa forseta. Mér þótti það takast
vel,“ sagði Valgarður Finnbogason,
7 ára gamall. „Heitir ekki forsetinn
Vigdís Finnbogadóttir? Hin konan
sem vildi verða forseti heitir Guörún,
nei annars Sigrún og fékk bara fimm
stig.
Eg fór ekki að kjósa en mamma
mín gerði þaö og fékk bara eitt stig.
Ég fór ekki meö henni og hún sagði
mér ekki hvern hún kaus. Pabbi
minn vill ekki vera forseti. Hann er
nefnilega alltaf að vinna. Þá getur
hann ekki verið forseti."
- Hvað gerir forsetinn?
„Talar við fólk. Ég hef oft séö hana
í sjónvarpinu og stundum er hún að
tala við pabba minn. Hann er að
vinna á bílasölu, Bílakjör, og forset-
inn er vinur hans. Forsetinn kemur
stundum á bílasöluna.“
- Vilt þú verða forseti?
„Nei, því maður verður endilega
að vera glaður. Mér finnst allt í lagi
að vera glaður en ég nenni ekki aö
vera forseti."
- Forsetinn þarf stundum að fara til
útlanda. Heldurðu að það sé ekki
gaman?
veröa forseti þegar hún verður stór.
„Ég hef nú komið til Mallorca. Þaö
er alveg nóg að fara einu sinni en
samt er ég að fara þangað aftur í
sumar.“
- Veistu hvar forsetinn á heima?
„Nei, ég er búinn að gleyma þyí.
Nú, á hún heima á Bessastöðum? Fg
hef aldrei séð húsið. Kannski fer ég
einhvem tíma þangað í heimsókn.
Mig langar mikið til að sjá Bessa-
staði en mig langar ekki að vera for-
seti.“
„Guð ræður
meiru
en forseti"
- segir Þórey, 6 ára
„Forsetinn okkar heitir Vigdís og
hin konan sem vildi verða forseti
heitir Sigrún. Ég sá þær í sjónvarp-
inu. Ég held að hin konan hafi viljaö
verða forseti því hún heldur að það
sé svo gaman," sagði Þórey Sigur-
jónsdóttir, 6 ára. „Ég er nú ekki viss
um að það sé neitt gaman. Forsetinn
þarf að fara á einhveija ráðningu
(ráðstefnur) og í hús að tala við ann-
að fólk. Það er örugglega erfitt að
vera forseti."
- Em bara konur forsetar?
„Nei, nei, ekki í útlöndum. Það er
bara kona á íslandi. Karlar mega
ekki vera forsetar á íslandi. Forset-
inn ræður ekki öllu því það gerir
bara guð. Ég fór með mömmu og
frænku minni í skólann að kjósa. Það
var rosalega margt fólk. Svo sá ég
líka konurnar í sjónvarpinu. Vigdís
var miklu betri. Hún á alltaf að vera
forseti. Ég ætla nú ekki að verða for-
seti - ég get það ekki.“
„Forsetar
á íslandi
bara konur"
- segir Rebekka, 7 ára
„Það vora tvær konur sem vildu
verða forsetar. Ein heitir Sigrún og
hin Vigdís. Ég hélt með Vigdísi. Þær
voru í sjónvarpinu. Mér fannst
svoldið gaman að sjá kosningarnar
en svo fór ég að sofa,“ sagði Rebekka
Helgadóttir, 7 ára. Hún sagðist vilja
fá karlmann í forsetaembættið. „Það
hefur aldrei verið neinn karl forseti
á íslandi - bara í útlöndum.
Ég held aö það sé skemmtilegt að
vera forseti og mig langar til þess
þegar ég verð stór. Forsetinn þarf svo
margt að gera. Hann á heima í finu
húsi og fer til útlanda og talar við
fólk.“
Þórey Sigurjónsdóttir, sex ára, segir
að Hófi sé sætari en Vigdís.
„Húnáheima
í ráðhúsinu"
-segirBjami, 7 ára
„Ég var í Laugamesskólanum þeg-
ar verið var að kjósa forseta,“ sagði
Bjarni Guðmundsson, 7 ára. „Ég
kaus ekki en var samt allan daginn.
Þaö var svo rosalega gaman. Ég
drakk gos með vini mínum.“
- Veistuafhverjuveriðvaraðkjósa?
„Já, auðvitað. Það var verið að
kjósa forseta. Vigdís Finnbogadóttir
vann en hin hét Sigrún. Hún hélt aö
hún myndi vinna. Sigrún vann sko
ekki. Æth hún haldi ekki að það sé
gaman að vera forseti.“
- Af hveiju var enginn karlmaður
sem vildi veröa forseti?
„Það var maður á undan Vigdísi
Finnbogadóttur. Ég veit ekki hvað
hann heitir. Ég held að konur séu svo
hrifnar af þessu starfi. Þaö er ekkert
gaman að vera forseti.“
- Af hverju er það ekki gaman?
„Æi, maður þarf alltaf að vera að
kjafta. Forseti þarf alltaf að vera að
skrifa blöð og tala. Það er sko hund-
leiðinlegt. Svo fer hún til útlanda.
Ekki veit ég hvað hún er aö þvælast
alltaf."
- Veistu hvar forseti á heima?
„ Já, í ráðhúsinu. Ég hugsa að menn
geti ekki verið forsetar. Þeim frnnst
ekkert gaman að vera alltaf svona
finir. Vigdís er alltaf svo fín.“
Bjarni Guðmundsson segir aö karlar
vilji ekki vera svona finir eins og
Vigdfs er.