Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1988, Side 14
,14
Frjálst.óháð dagblaö
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNoSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 800 kr.
Verð i lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr.
Nýsjálenzkur gustur
Nýsjálendingar voru fyrir sex árum komnir í svipað-
an sjávarútvegsvanda og við erum í. Þeir ofveiddu fisk-
inn og höfðu samt lítið upp úr krafsinu. Þeir voru hins
vegar svo gæfusamir að taka þá upp kvótakerfi, sem
er miklu betra en okkar og gerði útgerð þeirra arðbæra.
Veigamesti munur nýsjálenzka og íslenzka kerfisins
er, að þar er frjáls markaður með kvótann. Hann geng-
ur kaupum og sölum eins og hver vill, að öðru leyti en
því, að útlendingar mega mest eiga 50% í hverri útgerð.
Árangurinn er frábær og minnir helzt á kraftaverk.
Hér hins vegar er drottnunargjarn sjávarútvegsráð-
herra látinn skammta kvótann á nokkurra ára fresti
eftir flóknum reglum og enn flóknari undantekningum.
Sú aðferð hæfir þjóðfélagi, þar sem almenningur telur
embættismenn hæfasta til að reka atvinnulífið.
Annar mikilvægasti munur nýsjálenzka og íslenzka
kerfisins er, að þar er kvótinn ekki miðaður við skip.
Þar þurfa menn því ekki eins og hér að liggja á gömlum
manndrápsfleytum eða komast yfir þær með ærnum
tilkostnaði til að halda kvóta eða komast yfir hann.
Hitt skiptir svo minna máli, hverjum upphaflega var
úthlutaður kvótinn í gamla daga á Nýja-Sjálandi. Það
er orðin sagnfræði, því að 20% kvótans ganga kaupum
og sölum á hverju ári. Einhveijir hafa þénað vel fyrir
sex árum, en nú er það þjóðfélagið, sem þénar mest.
Árum saman hefur hér í blaðinu og af mörgum fleiri
aðilum verið mælt með, að íslenzki kvótinn færi á frjáls-
an markað. Ragnar Árnason lektor hefur lagt til, að
hver einasti íslendingur fái eignarbréf upp á sinn hluta
kvótans til ráðstöfunar að sínum eigin geðþótta.
Slíkt hljómar eins og klám í eyrum Framsóknar-
manna allra flokka og ráðuneyta, sem vilja hafa vald
til að deila og drottna. Þeir vilja hafa einhvern guð al-
máttugan á borð við núverandi sjávarútvegsráðherra
til að skammta brauðið ofan í gæludýr og útigangshross.
Hinn þriðji meginmunur nýsjálenzka kerfisins og
hins íslenzka er, að þar er kvótinn ekki ókeypis, heldur
tekur samfélagið af honum leigugjald eða skatt. Það
minnir á tillögur um sölu veiðileyfa, sem mætustu menn
hafa löngum lagt til, að komið verði á fót hér á landi.
Raunar er ekkert í nýsjálenzka kerfinu, sem ekki
hefur verið tönnlast á hér á landi árum saman. í þeirra
gæfu er ekkert, sem meinar hana íslendingum. Með
hæfari útvegsráðherrum og hæfari oddamönnum hags-
munaaðila hefðum við getað náð nýsjálenzkum árangri.
Þar hefur fækkað skipunum, sem gerð eru út. Það
hefur lækkað fastakostnað útgerðarinnar langt umfram
leigugjaldið, sem tekið er. Allir hafa grætt á þessu, sjó-
menn, útvegsmenn, fiskvinnslan og samfélagið. Enginn
vill þar í landi snúa frá þessu hagkvæma frelsi.
Frjáls verzlun með kvóta er leið markaðskerfisins að
þeim árangri, að beztu skipin séu notuð og að þar stjórni
beztu skipstjórarnir, sem hafi sér við hlið beztu áhafn-
irnar og hafi beztu útgerðarstjórana sér til halds og
trausts í landi. Þetta getur orðið raunveruleiki hér.
Komu Nýsjálendinga til íslands á ráðstefnu um kvóta
fylgir hressilegur gustur, sem feykir burt mollunni, sem
gufað hefur upp af skrifborðum mæðulegra skömmtun-
arstjóra í sjávarútvegsráðuneyti og í skrifstofum hags-
munaaðila og lagzt yfir íslenzkan sjávarútveg.
Leggja þarf niður samráðin í kjaftaklúbbum sjávarút-
vegsráðherrans og gefa kvótann fijálsan, svo að menn
fái loksins frið til að ganga til arðbærra verka sinna.
Jónas Kristjánsson
*' LAUGARDAGUR 2. JtJLÍ 1988.
Jafnréttisbar-
átta að ofan
Allir eru sjálfsagt orönir samir
eftir forsetakosningarnar, bæöi
fólk og flölmiölar, enda breyttu þær
svo sem engu. Þetta eru líklega
furðulegustu kosningar-í sögu lýð-
veldisins. Mönnum hefur þótt til-
gangurinn meö þeim rýr í roðinu.
Það var aldrei nokkur vafi á því
hvernig færi. Þetta var eiginlega
hálfgert plat. En „Flokkur manns-
ins“ virðist Uta svo á að aUar kosn-
ingar séu sérlegur vettvangur til
auglýsinga á þessu sérstæða fyrir-
brigði í pólitíkinni.
Þetta virðist vera svona selskaps-
og gleðUlokkur, með fuUt af sjáU-
sögðum hlutum á stefnuskránni,
bara kátur og hress flokkur sem
enginn virðist raunar botna í,
kannski síst þeir sem honum fylgja.
- En flokkurinn kom af stað for-
setakosningunum, sem sagt, til
þess að koma boðskap sínum á
framfæri, skilaboðum til þjóðar-
innar sem virðist hins vegar ekki
hafa fengið skeytið, kannski ekki
skUið það.
Stórsigur í tapinu
Frambjóðandinn, Eyjakonan
galvaska, hefur þó vakið samúð
góðhjartaðra húmorista sem kusu
hana. En miðað við hvað mikið er
af shku fólki í landinu er hlutur
flokksins og Sigrúnar harla smár.
Það er þess vegna einkennilegt að
fylgismennirnir skuli vera svona
yfir sig ánægðir með úrsUtin. Það
er eins og þeir hafi stefnt að þessu
allan tímann að tapa hroðalega og
sjá stórsigur í tapinu. Þetta er ansi
skemmtileg pólitík og óforbetran-
lega hress. Ýmsir eru að halda því
fram að þetta sé útúrsnúningur við
lýðræöið og dýrt spaug. En er það
ekki einmitt það sem þessi þjóð
horfir upp á dags daglega, í at-
hafnalífinu og stjórnsýslunni: dýrt
spaug?
Franska aðferðin
Hvað svo sem um þessar skrýti-
legu kosningar má segja er það
mjög ánægjulegt fyrir land og þjóð
að nú skuU staðfest með svo afger-
andi hætti, í atkvæðagreiðslu, að
mikill meirihluti landsmanna
stendur með forsetanum. - Vigdis
Finnbogadóttir impraði einmitt á
því í sjónvarpinu kosninganóttina
að það væri ef til vill rétt aö breyta
lögum þannig að ávallt yrði kosið
milli tveggja efstu frambjóðenda ef
fleiri en tveir eru í framboði og
enginn þeirra fengi hreinan meiri-
hluta. Það er fyllilega í anda heil-
brigðs lýðræðis að hafa leikregl-
umar þannig. Það er sem sagt
tímabært að við tökum upp
frönsku aðferðina, að þessu leyt-
inu, í forsetakosningum. Þaö er
æskilegt aðþetta virðulegasta emb-
ætti landsins sé ævinlega þannig
skipað að enginn vafi leiki á að
meirihluti þjóðarinnar standi með
þeirri skipan. Þaö er vissulega
ánægjulegt fyrir núverandi forseta
að fá jafnótvíræða traustsyfirlýs-
ingu og raun varð á og fólk flykkt-
ist á kjörstað til þess að sýna henni
vilja sinn þrátt fyrir að menn teldu
að þessar kosningar yrðu nánast
formsatriði. Það kom engum á
óvart að Vigdís fengi næstum 93%
greiddra atkvæða. Það var hins
vegar vonum framar aö yfir 72%
landsmanna skyldu greiöa atkvæöi
viö þessar aðstæður.
Barátta frá báðum endum
Það er athyglisvert, og kemur þó
kannski ekki mjög á óvart, að kon-
ur skiluðu sér mun betur á kjörstaö
í þessum kosningum heldur en
karlar. Svo mun raunar einnig hafa
verið í síðustu forsetakosningum.
Það er æði margt sem bendir til
þess að kjör konu í embætti forseta
og glæsileg frammistaöa Vigdísar
Finnbogadóttur í embætti hafi
npög eflt réttindabaráttu kvenna
í talfæri
Jón Hjartarson
og styrkt málstað jafnréttis.
Kvenréttindabaráttan er því ekki
einasta háð af láglaunastéttum,
sem flestar eru skipaðar konum aö
verulegu leyti, heldur einnig beint
og óbeint frá æðstu stöðum. Konur
hafa á undangengnum árum orðiö
æ djarfari að sækja á brattann í
velch karlanna í háu embættunum.
Þetta helgast náttúrlega m.a. af því
aö konur sækja sér oröið menntun
til jafns við karla, verkmenntun
ýmiss konar og þó kannski ekki
síst háskólamenntun. það er til
dæmis athyglisverð þróun að svo
virðist sem konur nái innan tíðar
töglum og högldum í stétt lögfræð-
inga. Lögmenn hefur maður jafnan
séð fyrir sér virðulega menn á
óræðum aldri, í jakkafótum með
bindi. Þetta hefur verið karlastétt.
Þetta er aö breytast og svo er um
fleira. Vonandi fer þó ekki svo hra-
pallega fyrir oss karlmönnum sem
sumir spá, sumsé: að í tækniþró-
uðu samfélagi framtíðarinnar velj-
ist karlmenn einkum til einfaldra
starfa þar sem meira þarf að beita
höndum en huga. Þeir verði fyrst
og fremst vinnudýr. Konur muni
sjá um allt þetta fína, stjómun og
svoddan.
Kvenfólkið á leikinn
Og menn geta gert sér í hugar-
lund hvort þykja myndi með felldu,
eftir næstu alþingiskosningar, að
aðeins ein kona skipaði ráðherra-
embætti. Ef framganga Kvennalist-
ans verður eftir þeim teiknum, sem
nú eru á lofti, verður næsta ríkis-
stjóm skipuð konum aö meirihluta
til. Jafnvel þótt Kvennalistinn næði
ekki nándar nærri því fylgi, sem
honum er nú spáð, eru áhrif hans
slík á hina flokkana að þeir þora
varla að bjóða fram karlalandsliðið
óbreytt, þeir verða að skipta inn á
af varamannabekkjunum en þar
sitja einmitt konumar þeirra.
Svo er önnur saga að kvenfólkið
hefur gert færri vitleysur í lands-
stjórninni heldur en karlmenn, af
þeirri einfóldu ástæöu aö þær hafa
sáralítið fengið að koma nálægt
henni. Þær eiga eftir að gera sínar
vitleysur, það er engin hætta á
öðru. Það er hvimleið kenning, sem
stöku sinnum skýtur upp kollinum
í kvennabaráttunni, að öll illu öflin
séu karlkyns og hin góðu öflin
kvenkyns. Þetta hefur orðið til þess
að margur sæmilega hugsandi
maðurinn (karlkyns), sem blakar
ekki hendi heima til annars en
vaska upp og strjúka af, kann jafn-
vel á þvottavélina, hefur komist í
hálgerðan sálarháska, annaðhvort
farið að fyrirverða sig fyrir kyn-
ferði sitt - ellegar orðið bitur útí
þetta „kerhngarkjaftæði“.
Það er hins vegar ljóst að margt
er óunnið í baráttunni fyrir jafn-
rétti kynjanna, og raunar í jafn-
ræði milli hárra og lágra yfirleitt í
þessu samfélagi. Það fer vel á því
að slíkar hugsjónir eigi sér tals-
menn sem víðast, á háum stöðum
sem lágum. Þaö gengur jafnan á
ýmsu þegar fólk sækir fram til þess
að krefjast réttlætis. Slík barátta
er endalaus. Þessa stundina má ef
til vill segja að kvenréttindabarátt-
an sé að miklu leyti háö að ofan.
Karlarnir eru búnir að klúðra ansi
mörgu við stjórnun mála í landinu.
Þeir eru dæmdir til þess að tapa
næsta leik að minnsta kosti. Þaö
er réttlátt. Það er lýðræði.
Mönnum hefur þótt tilgangurinn með þeim rýr i roðinu. Það var aldrei
nokkur vafi á því hvernig færi.