Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1988, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1988, Qupperneq 18
LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1988. 18 Uppáhaldsmatur sælkerans á sunnudegi Djúpsteiktar rækjur að hætti Jóns Óttars Flestir eldri íslendingar ólust upp viö ofnsteikt lambalæri eöa hrygg meö sykurbrúnuðum kartöflum og rauðkáli. Læriö var á borðum í hádegi og heimilisfólk boröaöi mat- inn sinn missyfjað yfir messunni í útvarpinu. Nú er öldin önnur. Aðalmáltíð dagsins er hjá flestum að kvöldinu og nú er mataræðið margbreyti- legra en áður var. Oft velta menn því fyrir sér hvað eigi að bjóða upp á í helgarmatinn og standa langa stund fyrir framan kjötborðið á föstudegi. Mann langar oft aö hafa eitthvað sérstakt en dettur ekkert sniðugt í hug. Margir kannast sjálf- sagt við þá tilfinningu. Helgarblaðið ætlar nú að koma á nýjum þætti þar sem þekkt fólk úr þjóðlífinu gefur uppskriftir að uppáhaldsmat á sunnudegi. Upp- skriftirnar verða að vonum jafn- mismunandi og mennirnir og ættu að geta komið lesandanum að góðu gagni, hvort sem er sem sunnu- dagsmatur eða þegar von er á gest- um. Jón Óttar Ragnarsson sjónvarps- stjóri tók vel í þá ósk að vera fyrst- ur og gefur okkur hér girnilega uppskrift aö djúpsteiktum rækjum. Sannarlega skemmtilegur réttur á góðu sumarkvöldi. 'ela Djúpsteiktar rækjur '/«bolli ananassafi 2 msk. kryddedik 2 msk. púðursykur 2 msk. tómatsósa 2 msk. kínversk sojasósa 2 msk. karrísósa - tilbúinn á flöskum Allt sett í pott og hitaö og síðan þykkt með kartöflumjöli. Út í þetta er síðan sett brytjaður ananas og ein græn paprika. Orly deig 1 bolli hveiti 'A tsk. salt '/; tsk. ger '/«tsk. matarsódi 'A tsk. edik 'A bolii vatn Passar fyrir 250 g af rækjum (750 g duga fyrir 10 manns) Rækjurnar þíddar og látnar bíða smástund með sítrónusafa. Velt upp úr deiginu og djúpsteikt i mataroliu. Borið fram með soðnum hrísgrjónum og eplasalati (epli, sýröur rjómi, majónes, sykur, púrrulaukur og krydd) og sósunni. Jón Óttar Ragnarsson ríður á vaðið i nýjum dálki hér i helgarblaðinu þar sem þekkt fólk úr þjóðlífinu gefur uppskrittir að uppáhaldsmat á sunnudegi. DV-mynd JAK Sumarblóm Fjölær blóm EIGUM ALLT SEM PRÝn GETUR GARÐINN Orvals garðplöntur Tré og runnar Garðyrkjuáhöld Rósir Blómaker Grasfræ Aburður Opið frá kl. 10—19 alla daga Gróörarstöóin GARÐSHORN 50 við Fossvogskirkjugarð sínti 40500

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.