Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1988, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1988, Blaðsíða 20
20 m LAÚÖARÖAÖÚÍÍií''jÖL/í' Í988. Deilt um prest Reykjavík, 27. júní Kæri vin Það er skyndilega brostið á með sólskini hér á höfuðborgarsvæð- inu, alla vega þegar þessi setning er sett á blað. Fólk hefur kvartað mjög undan votviðri og kulda að undanfómu meðan þeir fyrir norð- an og austan hafa baðað sig í sól og hita. Enda hafa þeir svo sannar- lega veriö iðnir við að láta okkur hina vita af góða veðrinu. Kunningi minn á Austurlandi hringdi mig upp á dögunum og þóttist bara vilja vita hvemig ég hefði það og svo framvegis. En ég sá fljótt í gegnum hann. Hann þráspurði um tíðarfar- ið sunnanlands og kættist æ meir eftir því sem ég endurtók oftar svar mitt að hér væri rigning og kuldi. Hann lýsti blíðviörinu fyrir austan í löngu og ítarlegu máli og það var eins og hann vildi segja að þótt við í Reykjavík hefðum ríkisstjóm og Seðlabanka, Listahátíð og höfuð- borg þá væri það allt lítils virði miðað við veðurbhðuna sem þeir heföu þarna fyrir austan. Þetta er eflaust einhver minnimáttarkennd í þeim en sumarið er ekki búið og við skulum spyija að leikslokum. Þú hefur eílaust heyrt um úrsht forsetakosninganna á dögunum þar sem Vigdís malaði mótfram- bjóðanda sinn eins og ahir vissu fyrirfram. En það var eins og marg- ir litu ekki á þetta sem alvörukosn- ingar því þátttaka kjósenda var minni nú en áður. Sjónvarp og út- varp vom meö sameiginlega kosn- ingavöku að þessu sinni. Þetta hlýt- ur að hafa verið gert í sparnaöar- skyni því vakan var ósköp daufleg en það hefur eflaust haft sitt að segja að kosningin varð aldrei neitt spennandi. Ég held að fréttastofur ríkisins ættu aö halda uppi sam- keppni sín á milli við kosningar sem aðra viðburði í stað þess að fallast í faðma. Nú gengur allt út á samkeppni á sem flestum sviðum nema þegar verið er að úthluta stöðum ríkisbankastjóra því þar eru reyndir bankamenn útilokaðir frá þátttöku vegna skorts á upphefö innan stjómmálaflokkanna. En öh- um er kunnugt um hina löngu fing- ur flokkanna svo ég ætla ekki aö hafa fleiri orð þar um. Þá er búið að reka Fríkirkjuprest- inn rétt eina ferðina og ég sem vissi ekki betur en hann spilaði öðrum betur á sehó. Er hægt að krefjast meira af prestum nú til dags, ég bara spyr? Séra Jón Prímus var éini maðurinn undir Jökli sem járnaði hesta svo hald væri í, enda vildi sóknin alls ekki sjá á bak hon- um. Kannski Fríkirkjuprestur heföi ekki verið rekinn ef hann væri listamaður við jámingar í staö sellósins því hestamennska er orðin vinsælt sport meðal borg- arbúa. En það er eins og fyrri dag- inn. Illvígustu deilur, sem upp koma, em þegar sóknarbörn fara að rífast um prest sinn eða kirkju. Bréftilvinar Sæmundur Guðvinsson Það er hins vegar athyglisvert aö yfirleitt snúast þær deilur aldrei um þann boðskap sem fluttur er úr stólnum heldur er ævinlega deilt um veraldlega hluti. Annars veit ég lítið um þetta Fríkirkjustríð og ætla því ekki að fjölyrða um það. Hins vegar vildi ég nefna þetta við þig því ég veit að sem sannur ís- lendingur þyrstir þig í fréttir af deilum og missætti hvar sem upp kemur. Ebba frænka hefur th dæmis lifað og nærst á ráðhúsdeil- unni mánuðum saman og hggur tímunum saman í símanum á hveijum degi til að tala gegn ráð- húsinu út og suður. Ég hef hana grunaða um að skrifa lesendabréf undir dulnefni í blöðin um máhð þar sem hún fer hinum háðuleg- ustu orðum um Davíð. Samt veit ég ekki til að Ebba hafi komið niður að Tjörn árum saman eða nokkum tímann látið sig varða þennan poll fyrr en rifrildið um ráðhús byrjaði. En það er nú svona. Ahir þurfa að eiga sér áhugamál. Þetta með ráð- húsiö minnir mig á sögu sem Norð- maöur einn sagði mér hér um árið. Hann kvaðst hafa verið staddur í Stokkhólmi og átt erindi í ráðhúsiö þar. Við lyftudyrnar var skhti sem á stóð: - Lyftan er bhuð. Næsta lyfta er í vöruhúsinu hinum megin við götuna. Sami maður kvaðst hafa búið á góðu hóteli í Stokkhólmi. Um klukkan tvö að nóttu var hann vak- inn með símhringingu: - Þetta er næturvörðurinn. Það var að koma pakki til þín. - Já, ég tek hann bara í fyrramál- iö. Klukkan fimm um morguninn var hann vakinn aftur með hring- ingu: - Þetta er næturvörðurinn. Pakk- inn er víst ekki th þín. Svona geta þeir endalaust skáld- að upp sögum um nágranna sína Svía sem eru ekki síður iðnir við að segja sögur af Norðmönnum. En hér heima heyrast ekki einu sinni sögur af Hafnfirðingum leng- ur svo ekki er ástandið gott. En þú hefur kannski heyrt um manninn sem fór til læknis og bretti upp buxnaskálmina. Fótlegg- urinn var alsettur ljótum marblett- um. - Ertu í fótbolta eða handbolta? spurði læknirinn. - Hvorugt. Ég spha bridds, svar- aði maðurinn. Mér datt þessi í hug þegar ég vhlt- ist inn á Norðurlandamót í bridds sem nú stendur yfir á Loftleiðum. Lét hann flakka við kunningja minn sem þarna var staddur, en hann er mikhl briddsari. Honum stökk ekki bros og leit á mig með slíkri fyrirhtningu að ég hrökkl- aðist burt af staðnum enda skh ég hvorki upp né niður í þessu sphi. Góöhjartaöar manneskjur tóku sig einu sinni th og reyndu næturlangt að kenna mér að spila bridds. En aht kom fyrir ekki og ég er enn jafnófróður um það eftir hverju fólk er að slægjast við græna borð- ið. Hins vegar er ég th í að taka eina lönguvitleysu ef svo ber undir, ákaflega einfalt spil og þæghegt þar sem engin spörk þarf aö viðhafa. Kveðþigaösinni. Sæmundur ER ÞAÐ 1 EÐA X EÐA 2 A Ánægja ríkti með tónleika Leonards Cohen í tengslum við Listahátíð. Þessi fjölmenntaði maður er 1: Breti X: Bandaríkjamaður 2: Kanadamaöur F Þetta er vörumerki sem tengist 1: einangrunarull X: einangrunargleri 2: hitakönnum B Nýjasti staðurinn í áætlunarflugi Arnarflugs er 1: Róm X: Mílanó 2: Napólí G Leikritið Bílaverkstæði Badda er samið af I: Guðmundi Steinssyni X: Þorvarði Helgasyni 2: Ólafi Hauki Símonarsyni Hér eru átta spurningar og | hverriþeirrafylgjaþrírmögu- I leikaráréttusvari.Þóeraðeins I eittsvarréttviðhverrispurn: | ingu. Skráið niður réttar lausn- ir og sendið okkur þær á svar- I seðlinum. Skilafrestur er 10 | dagar. Að þeim tíma liðnum drögum við úr réttum lausnum | ogveitumþrennverðlaun,öll I frá PóstVersluninni Primu í ' Hafnarfirði. Þau eru: | 1. Töskusett, kr. 6.250,- 2. Vasadiskó og reiknitölva, kr. I 2.100,- I 3. Skærasettkr. 1.560,- c Þrjár íslenskar stuttmyndir voru frumsýndar á Listahátíð. Þær hétu Símon Pétur fullu nafni, Kona ein og 1: FerðalagGuðrúnar X: FerðalagFjólu 2: FerðalagFríðu D JBFf Þettaermerki I: Vegagerðarríkisins Ægjy*. f/. X: Veltishf. 2: Vinnufatagerðaríslandshf. E Skákmaðurinn Ehlvest vekur athygli fyrir góða frammi- stöðu á skákmótum. Hann er ættaður frá l: Lettlandi X: Litháen 2: Eistlandi H í Afríkuríkinu Angóla er herliö langt að komið sem dvalið hefur í landinu nokkur ár. Þetta lið er frá l: Nikaragua X: Kúbu 2: Panama I \ Sendandi Heimili Rétt svar: A □. E □ B □ F □ C □ D □ G □ H □ 1 öðru helgarblaöi héðan í frá birtast nöfn hinna heppnu en nýjar spumingar koma í næsta helgarblaði. Merkið umslaglð: l eða x eða 2, c/o DV, pósthólf 5380,125 Reykjavík. Vinningshafar fyrir 1 eða X eða 2 í sjöundugetraun reyndust vera: Erla Asmundsdóttir, Kringlumýri 10,600 Akureyri (töskusett), Þuríður Þorsteins- dóttir, Úthlíð 12,105 Reykjavík (vasadiskó og reiknitölva), Þór- dís Sverrisdóttir, Laufvangi 9, 220 Hafnarfjörður (skærasett). Vinningar verða sendir heim. Rétt lausn var X-1-2-X-2-1-X-1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.