Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1988, Side 21
LAUGARÐAGUR 2. JÚLÍ 1988.
21
Fjórðungsmót um helgina:
Riðið á Kaldármela
- helsti viðburður hestamanna í ár
Stórir flotar hestamanna hvaö-
anæva af landinu hafa undanfarið
sést stefna á Kaldármela í Hnappa-
dalssýslu en þar er haldið nú um
helgina fjórðungsmót hestamanna á
Vesturlandi. Reiðleiðir voru merktar
í Mýrasýslu á mótstað og einnig leið-
ir úr'Dölunum. Gera má ráð fyrir
þúsundum hesta á mótinu og allt upp
í tíu þúsund áhorfendur verði veður
gott. Mikið átak hefur veriö gert til
þess að taka á móti öllum þessum
íjölda, m.a. hafa heilu jarðirnar verið
girtar af í stykki svo að fara megi sem
best um ferðahesta á mótinu.
Fjöldi Fáksfélaga úr Reykjavík reið
á mótið og önnur hestamannafélög
skipulögðu hópreiðar þangað. Mörg-
um hestamanninum frnnst slíkar
ferðir hápunktur hestamennskunn-
ar, þá eru þeir í fullkomnum tengsl-
um viö landið sitt, klárana sína og
góða félaga.
Algengasta reiðleiðin vestur úr
Reykjavík er um Þingvöll og síðan
ur Lundarreykjadal og hjá Hesti að
Hvítárbrú.
Þeir sem kjósa smáævintýri fara
frá Þingvöllum hjá Svartagili, Gagn-
heiöina undir Botnssúlum hjá Hval-
vatni og síðan milli Veggja og Kvíg-
indisfells í Eiríksvatn og sem leið
liggur niður Skorradalinn. Afréttar-
girðing flækir þó lítillega þessa leið,
betra að vita vel hvar Miðið er á
henni.
Útreiðar um fjöll og firnindi gefa
sérstaka tilflnningu sem hestamenn
þrá allan veturinn. Allir þeir sem
kynnst hafa töfrum íslensks öræfa-
heims kannast við þessa tilfinningu.
Útiveran, hreina loftið og sjálf hreyf-
ingin örvar menn og hressir og svo
kóróna gæðingsins stoltu og sterku
tök allt saman. Vel heppnað ferðalag
á hestum gerir knapana að nýjum
mönnum og þar hjálpast ótalmargt
að.
Kaldármelar eru í hjarta eins feg-
ursta útreiðasvæðis sem til er. Marg-
Stundum er erfitt að halda í einn hest og beita öðrum.
um Víðiker, Uxahryggjaleið ofan í
Skorradal. Þá yfir Hvítárbrúna
gömlu hjá Hvítárvöllum og síðan um
Valbjarnarvelh með Múlum vestur
yfir Hítará og þá beint á Kaldármel-
ana. Ótal tilbrigði eru á þessari leið
en stysta leiðin vestur er um Svína-
skarð upp úr Mosfellssveitinni að
Möðruvöllum í Kjós og síðan Reyni-
vallaháls í Brynjudal og Botnsdal.
Þá síldarmannagötur í Skorradalinn
og sem leið liggur vestur.
Þá er hægt að fara á Þingvöll og
um Leggjabrjót í Botnsdalinn og Síld-
armannagötur í Skorradahnn. Einn-
ig er hægt að fara beint af Uxahryggj-
um niður í Flókadal og síðan nær
beina stefnu á Valbjarnarvelli um
Borgarfjörðinn þveran. Þeir sem
telja ekki eftir sér smákrók geta líka
farið Okveg af Uxahryggjum niður í
Reykholtsdal eða bara þreytt Skúla-
skeið í annað sinn og riðið Kaldadal
af Uxahryggjum niöur að Húsafehi
þar sem Sörli er heygður með öhum
tygjum. Þá er hægt að fara beint nið-
Guðni Haraldsson á Grimsstöðum á
Mýrum hólfaði heila jörð niður til
þess að sem best mætti fara um
ferðahesta á mótinu.
ir sem á annað borð eru komnir með
hrossin sín þangað hugsa sér gott til
glóðarinnar með útreiðar eftir mótið.
Þá verður mörgum hugsað til Löngu-
fjara en með kunnugum er næstum
hægt að ríða fjörurnar út af Mýrun-
um frá Borgarnesi til Búða á Snæ-
fellsnesi. í slíkri reið er ekki amalegt
að kynnast flugvekurð gæðinganna.
Einnig má ríða um hina undurfógru
Baulárvelli í Helgafellssveit og síöan
Skógarströndina í Dali. Þá Langa-
vatnsdal í Borgarfjörð um Sópanda-
skarð. Eða norður um Dali í Húna-
þing. Hvert sem ferðinni er heitið á
margur hestamaðurinn eftir aö taka
undir með skáldinu: „En á Blesa eru
mér - allir vegir færir." Góða ferð
og fariö þið varlega.
Guðlaugur Tryggvi Karlsson
<*<:...
Valdi, Kalli og Bjarni úr Reykjavík komnir á Hvítárvelli i Borgarfirði á tveimur jörpum og glófextum frá Skarði á Landi.
ÆVINTÝRALEGA
GÓÐAR
I
LIBERO
BLEIUR
Falla eins og buxur
að kroppnum
Þynnri bleiur en
. taka meiri bleytu.
NÆMISPRÓFAÐAR
POTTÞÉTTAR